Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlDSSON Blaðamaöur ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og atgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Sama símagjald til helstu stjórn- sýslustofnana Allmikið vantar á að íbúar lands- byggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins varðandi símamál. Sumt á sér eðlilegar orsakir, eins og til dæm- is það, að það er erfiðara og mun dýrarar að koma upp sjálfvirkum síma þar sem byggðin er dreifð, heldur en þar sem þéttar er búið. Engu að síður er það réttlætismál, að allir íbúar landsins búi við lág- marks öryggi í símamálum og gildir það ekki síst um þá staði, þar sem vegalengdir eru miklar. Á slíkum stöðum er síminn mun nauðsynlegra tæki, heldur en í þéttbýlinu, og hefur mun meira öryggishlutverki að gegna. En það er einnig á öðrum svið- um símamálanna, sem lands- byggðafólkið býr við skertan hlut. Allar helstu stjórnsýslustöðvar landsins eru staðsettar í Reykjavík og nágrannabyggðum og má þar til nefna stjórnarráðið og Alþingi. t>á eru ýmsar opinberar stofnanir, sem allir landsmenn þurfa í mis- munandi miklum mæli að hafa samband við, með höfuðstöðvar í Reykjavík og nágrenni. Þar má til nefna ýmsar heilbrigðis- og trygg- ingastofnanir og aðrar þjónustu- stofnanir, sem ríkið rekur beint eða óbeint, svo sem Þjóðleikhús- ið, Háskólann og Ríkisútvarpið. Þurfi fólk á landsbyggðinni að hafa samband við þessar stofn- anir kostar það óhemju mikið fé, þar sem það verður ekki gert með stuttum fyrirvara, nema með lang- iínusamtölum. Þessu þarf að breyta. Gera verður íbúum utan höfuð- borgarsvæðisins kleift að ná símasambandi við þessar stofn- anir, án þess að það kosti óheyri- lega háar fjárhæðir og til þess er heimild í lögum um stjórn og starfrækslu póst- og símamála. Þar segir í 11. grein, að ráðherra sé heimilt að ákveða, að sama gjald skuli krafið fyrir símtal við helstu stjórnsýslustofnanir ríkis- ins í Reykjavík, hvaðan sem talað sé af landinu. Þetta ákvæði er í lögum frá 1977. Þarna hefur lög- gjafinn rekið augun í það mikla ranglæti, sem viðgengst í þessum málum. Heimildin hefur hins veg- ar ekki verið notuð ennþá. Tækni- leg atriði varðandi jöfnun síma- gjalda, þegar talað er við helstu stjórnsýslustofnanir alls landsins, sem staðsettar eru í Reykjavík, hlýtur að vera hægt að leysa. Er vonandi að eitthvað raunhæft verði gert í þessum málum mjög fljótlega, því nægur er aðstöðu- munurinn á öðrum sviðum. Dvalarheimili á Húsavík i byggingu. „Aldraða fólk á að vera sem allra lengst I nágrenni ættingja sinna.“ Dvalar- og hjúkrunarheimili á Ólafsfirði I byggingu. „Aldrað fólk á að eigin vegum eins lengi og nokkur kostur er vegna heilsu þess.“ Það er þetta fólk sem ól okkur ÉG SKRIFA þessa litlu grein til að minna lesendur þessa blaðs á skuld sem við fslend- ingar eigum ógoldna. Þessi skuld er ekki bókfærð í Seðla- bankanum eða Alþjóðabank- anum, en þrátt fyrir það er þetta stærri skuld en aðrar skuldir okkar. Þessi stóra, vangoldna skuld er við þá kyn- slóð sem nú hefur lokið æfi- starfi sínu. Þá kynslóð sem nú lifir æfikvöld sitt. Það hefur verið talinn mæli- kvarði á siðferðisástand þjóða, hvemig búið er að öldruðu fólki. Þegar við íslendingar tölum um aðbúnað aldraðra hér á íslandi, þá verðum við að miða við það efnahags- ástand sem ríkir í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Viðmiðun okkar er það ríkidæmi sem við búum við nú. Og við verð- um einnig að hafa hliðsjón af því í hvað peningar okkar fara að öðru leyti. Ef þetta allt er haft í huga, kemur í ljós að við höfum bú- ið afar illa að öldruðu fólki, bæði hvað varðar almennan lífeyri og þó miklu fremur þegar um er að ræða hina fé- lagslegu aðstöðu aldraðra á upp æfikvöldi sínu. Það kemur sem sagt í ljós að málefni aldraðra hafa setið á hakanum. Hinn endi æfinnar Þessa fullyrðingu má rök- styðja á marga lund. Við gæt- um tekið dæmi um það hvemig búið er að æskunni í landinu og svo hvemig búið er að öldruðu fólki. Við ger- um nánast allt fyrir æskuna, sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Úr sameiginlegum sjóði okkar byggjum við skóla- hús fyrir böm og unglinga og höfum á launum nær ótak- Hrafn Sæmundsson. markaðan fjölda starfsfólks til að troða í bömin og veita þeim alla hugsanlega þjónustu. Þegar kemur hinsvegar að hinum enda æfinnar, þá er allt skorið við nögl. Það er ekki byggt nema brot af cþví hús- næði sem aldraðir þurfa á að halda og þær stéttir sem sjá um aðhlynningu aldraðra eru svo fámennan að mestöll orka þeirra fer í það að sjá um Leikfélag Akureyrar: Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson Leikmynd og búningar: Magnús Tómasson Tónlist og leikhljóð: Leifur Þórarinsson ÞAÐ ríkti nokkur eftirvænting í Samkomuhúsinu þegar leikritið Herbergi 213 hófst. Leikhúsgestir eru margir hverjir vanir Jökli Jakobssyni, frá honum kom aðeins ferskt efni. Leikrit Jökuls hafa glatt fólk og komið mörgum til að hugsa hvort þeir hafi ekki einmitt verið yrkisefni höfundarins. Það er látið að því liggja að leikritið gerist á Akureyri og eflaust hafa einhverjir leitað í huga sér eftir einstakling- um, akureyrskum, og líkt þeim við persónurnar á sviðinu, en í verkinu er Jökull fyrst og fremst að draga dám að millistéttinni í nútíð og fortíð. Hins vegar ber að varast að taka Herbergi 213 sem einhvers- konar lykilverk, því í Herbergi 213 er Jökull fyrst og fremst að skopast að borgaralegri millistétt og um- hverfi hennar. Lárus Ýmir hefur unnið gott verk, leikstjórn hans var örugg og hnökralaus og virðist hann hafa lagt áherslu á hina skoplegu hlið verksins. Hið sama má segja um Magnús Tómasson. f leikskrá segir að Herbergi 213 sé fyrsta viðfangs- efni Magnúsar fyrir L.A., en hann mun líka gera leikmyndina fyrir Beðið eftir Godot, sem er næsta verkefni félagsins. Leikmyndin í umræddu verki var einföld, stíl- hrein og áhrifamikil — það er mikils virði fyrir L.A. að hafa fengið Magnús hingað norður til starfa. Tónlist Leifs Þórarinssonar virðist miðuð við amerískan þriller og má vera að hún hafi fallið ein- hverjum í geð. I Herbergi 213 eru sex leikarar, fimm konur og einn karlmaður. Þetta er óvenjuleg hlutverkaskipan og eftirminnileg. Gestur E. Jónas- son kom þarna nokkuð á óvart og sýndi að hlutverk að því tagi sem er í Herbergi 213 á ekki síður við hann en hlutverk trúðsins — sem oft hefur verið hlutskipti Gests. Ánægjulegt var að sjá Sólveigu Halldórsdóttur loks 1 umtalsverðu hlutverki — hæfileikar hennar hafa ekki verið nýttir sem skyldi hjá L.A. í vetur. Svanhildur Jóhannesdóttir fór mjög vel með hlutverk sitt í leiknum, þótt það væri einna vegiaminnst. Svanhildur Jóhann- esdóttir hefur sýnt það og sannað í vetur að hún er einn af „máttar- stólpum“ L.A., ef nota má svo hátíðlegt orð. Guðrún Alfreðsdótt- ir, sem var sérstaklega ráðin fyrir Herbergi 213, Sunna Borg og Sig- urveig Jónsdóttir, skiluðu allar sín- um hlutverkum með prýði. I ágætri umfjöllun Ólafs Jóns- sonar í leikskrá segir hann m.a. um Jökul og leikrit hans: „.... Flestöll seinni leikrit Jökuls snúast um alveg náskyldyrkisefni. í leikritinu er ekki bara gert lítils- háttar gabb og glens að bœjarfélag- inuþarsem leikurinn ersetturásvið. Þar er umfram allt verið að skipast með og draga dár að skáldlegum hugðarefnum höfundarins sjálfs í öðrum leikritum sínum. Og ekki .bara hans eigin verkum ogyrkisefn- um. A lbert kemur gestur heim til sín í Herbergi 213 í faðm kvennanna í leiknum sem umlykja hann með ást og blíðu — en teygja hann líka og toga sín í milli til að fá hann til að ganga upp í hin og þessi ólíku gervi eða hlutverk karlmanns, fjölskyldu- föður og fyrirvinnu, föður og sonar, eiginmanns og elskhuga. Og sjálfar skipa þœr sér umhverfis hann í öll- um hinum viðteknu kvenhlutverk- um, húsfreyju, eiginkonu og ást- konu, systur og dóttur — undirgefnu ambáttar og drottnandi mik'lu móð- ur. A Ibert er sá sem þœr gera hann. Og þcer gleypa hann með hári og húð. Óminnið tekur við. “ Herbergi 213 er skemmtilegt verk. Leggst þar allt á eitt — snjall höfundur, hæfir stjórnendur og síðast en ekki síst góðir leikarar. Sjálfsagt er hægt að túlka leikritið á ýmsa vegu, en það verður ekki ferkar gert hér. Best er að hver og einn geri það út af fyrir sig án for- skriftar — ef til vill er þáð mesti styrkur verksins. á.þ. Á þessari mynd eru leikcndur I hlutverkum sfnum I „Herbergi 213“, en. þeir eru Guðrún Alfreðsdúttir, Sunna Borg, Gestur Jónasson, Svanhildur Jóhannesdóttir, Sigurveig Jónsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir. Ljósm. Páll. 4.DAGUR Dvalarheimilið Hlfð, Akureyri. Aldrað fólk á að fá ómælda heimilishjúkrun og aðra aðstoð.“ allra brýnustu frumþarfir þessa aldurshóps. Ég tek þetta dæmi vegna þess að það er svo einstaklega ljóst, en ekki vegna þess að við ættum að skipta á aðbúnaði unga fólks- ins og þess aldraða. En við gætum gert þessum verkefn- um jafnt undir höfði. Tilfærsla og skipu- lagsbreyting Þeir sem hugsa um þessi mál, af raunsæi, gera sér grein fyrir því að ef haldið verður áfram á sömu braut og hingað til, verða málefni aldraðra aldrei leyst .Þrátt fyrir þá fjár muni sem fara til þessa mála- flokks, gera þeir ekki meira en að halda í horfinu. Þetta þýðir einfaldlega að með sama áframhaldi verða þessi mál aldrei leyst. Með sama áfram- haldi munu aldraðir þá búa við óbreytt ástand um alla ókomna framtíð. Þessar stað- reyndir eru ekki glæsilegur vitnisburður um eina ríkustu þjóð heims. Eins og áður sagði er um tvo aðalþætti í málefnum aldr- aðra að ræða. Annarsvegar er almennur lífeyrir. Hinsvegar félagslegur aðbúnaður. Um líf- eyrinn er það að segja, að sæmilega hugsandi stjórnvöld gætu auðveldlega hækkað hann að því marki að allt aldr- að fólk byggi við góða af- komu. Þetta gæti gerst með tilfærslu á fjárlögum og skipu lagsbreytingu lífeyrissjóðanna. Þarna er ekki um neitt annað að ræða en vilja þeirra sem stjórna þjóðfélaginu og ýms- um stórum einingum innan þess. Þegar kemur að hinni fé- lagslegu hlið málsins, þa verð- ur hinsvegar annað upp á ten- ingnum. Hin félaglega hlið verður aldrei leyst með því að klípa af fjárlögum eða ganga með söfnunarbauka milli húsa. Þetta mál verður að leysa með nýrri skattlagningu á þjóðina alla. I örstuttu máli Þarna er um að ræða skatt- lagningu til að gjalda þá skuld sem ég minntist á í upphafi. í flestum eða öllum sveitarfé- lögum er verið að vinna í þess um málum. Og mest af þeirri vinnu stefnir í rétta átt að meira eða minna leyti. Það eru aðeins stóru gamalmennahæl- in enn hvfla eins og dökkur skuggi á þjóðinni. Þessi gamal mennahæli eru staðsett á þétt býliskjörnum, eða í nágrenni þeirra, og þangað er safnað öldruðu fólki hvaðanæfa að og það sett í geymslu. Þetta er gert samkvæmt fomum fyrirmyndum um munaðar- leysingjastofnanir. Allar þjóð- ir sem eru að vinna að mál- efnum aldraðra af alvöru og á mannúðlegan hátt, eru að leggja elliheimili sem geymslu- stofnanir niður. Þess í stað eru smærri einingar að taka við. Talið er að jákvæðasta þróunin fyrir aldrað fólk sé þessi í örstuttu máli: □ Aldrað fólk á að vera sem allra lengst í nágrenni ætt- ingja sinna. □ Aldrað fólk á að búa á eig- in vegum eins lengi og nokkur kostur er vegna heilsu þess. □ Aldrað fólk á að fá ómælda heimilishjúkrun og aðra aðstoð. □ Aldrað fólk á að hafa ótak- markaðan aðgang að dag- vistun og líkamsrækt eftir nýjustu tækni á því sviði. □ Aldrað fólk á skilyrðislaust að fá húsnæði við hæfi inni í íbúðarhverfum, þegar að- stæður krefjast þess. □ Og aldrað fólk má aldrei fara á stofnun fyrr en allt um þrýtur og þær stofnan- ir verður að manna miklu betur en nú er gert, hvað varðar hina félagslegu og andlegu Iilið dvalargesta. Krónurnarokkar Þetta eru grundvallaratriði í sambandi við umönnun aldr- aðra. Þessu til viðbótar koma svo ótalmargir hlutir aðrir, aðallega viðvíkjandi viðhorf- um og almennri umgengni við aldrað fólk. Eins og hver maður getur séð þá duga ekki smápeningar til þessa verkefnis. Hér er um að ræða verkefni sem tæki milljarðatugi af krónum okk- ar. En þegar við fáum höfuð- verkinn við að hugsa um þessa peninga þá skulum við hafa það í huga að við erum aðeins að greiða skuldir okkar. Og al- veg sérstaklega á þetta við um það aldraða fólk, sem nú er að ljúka ferli sínum. Það er þetta fólk sem hefur byggt upp þjóðfélagið okkar með mikilli fórnfýsi og heiðarleika. Það er þetta fólk sem ól okkur upp og skaut sér ekki undan neinum fórnum til að eftir- stríðsfólkið fengi alla þá menntun og þann aðbúnað sem aldamótakynslóðin fór á mis við. Flest allt þetta fólk hélt áfram að búa við þröngan kost til að geta kostað uppeldi barna sinna og barnabama. Og þannig mætti lengi telja. Með þetta í huga verða millj arðarnir sem ég talaði um, að smápeningum. Þó við gerðum allt það sem ég hef minnst á, þá höfum við ekki greitt neina vexti af þeirri ógoldnu skuld sem ég talaði um í upphafi. Og við ættum að borga þetta áð- ur en það er um seinan. Hrafn Sæmundsson, prentari. í mjög strangri þjálfun í æfingabúðum undir stjórn Árna Óðinssonar DAGANA 23. febr. til 2. mars voru starfræktar æfing- arbúðir í Hlíðarfjalli fyrir ungt skíðafólk. Voru þetta 25 krakkar á aldrinum 12-13 ára og komu þau allsstaðar af landinu. Þetta voru krakkar sem höfðu staðið sig best í alpagreinum hvert hjá sínu félagi eða byggðalagi. Voru þau í strangri þjálfun og undir ströngu eftirliti Árna Óð- inssonar, hins kunna skíða- kappa, en hann sá um þjálfun og stjóm unglinganna. Sér til aðstoðar hafði hann Finnboga Baldvinsson skíðamann frá Ak- ureyri. Krakkamir áttu ekki aðeins að æfa skíði heldur áttu þau líka að kynna hvert sína heimabyggð á kvöldvökum sem haldnar voru á hverju kvöldi í Skíðahótelinu. Unglingarnir dvöldu allir í skíðahótelinu og hlutu þar hina bestu umönnun og þjónustu. Einnig voru allir starfsmenn lyftanna og ívar hótelstjóri mjög liðlegir og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera dvöl unglinganna sem ánægjulegasta. Var mikið æft og þó að veð- I skíðalyftu I Hlíðarfjalli. urguðimir hafi ekki verið krökkunum hliðhollir þessa átta daga, voru þau við æfingar alla dagana nema einn. Árni sagði í viðtali, að krakkarnir hefðu staðið sig mjög vel og varð hann að halda þeim sem mest úti við á daginn til þess að hægt væri að koma þeim í svefn á kvöldin svo þróttmikil voru þau. Árni sagði ennfremur, að honum þætti mikið efni í sumum ungling- anna og væri hann illa svikinn ef þarna væru ekki á ferðinni upprennandi skíðastjörnur. Að lokum vildi Árni skila kveðju til allra krakkanna og þakka fyrir ánægjulega sam- veru og ennfremur þakklæti til starfsstúlkna og starfsmanna Skíðastaða fyrir hjálpsemi og greiðvikni í garð unglinganna. íþróttakennarar: Má bjóða ykkur til Finnlands? ÍÞRÓTT ASAMB AND verknámsskóla í Finnlandi og íþróttaskólinn í Vieru- máki bjóða kennurum frá Norðurlöndum með fjöl- skyldum sínum til fjölskyldu- buða í Vierumáki vikuna 1.-8. ágúst 1980. Markmiðið með þessum fjöl- skyldubúðum er: að þátttak- endur kynnist finnskri náttúru og menningu, eigi þar skemmtilega daga, njóti hvíldar og hressingar og endurnýi þrek sitt með hæfilegri hreyfingu. Þátttökugjald er 750 finnsk mörk. Fyrir þetta gjald fá þátt- takendur: Fæði (morgunmat, hádegismat og kvöldverð), sund og baðstofubað, (gufubað) af- not af íþróttamannvirkjum og tækjum og aðgang að dagskrár- atriðum búðanna. Fyrir böm 5-11 ára greiðist hálft gjald, en ókeypis fyrir börn yngri en 5 ára. Fyrirspurnir skulu sendar til Suomen Ammattikoulujen Urheiluliittos verksamhets- ledare Paavo Roslunnd, Niska- katu 24 A 6 80100 Joensuu. Þátttökubeiðnir sendist til: Suomen Ammattikoulujen Urheiluliitto, Niskakatu 24 a 6, 80100 Joensuu 10 í síðasta lagi 31.5. 1980. Dagskrá mun send með góð- um fyrirvara þeim er hljóta þátttöku. Sunnanmenn lóru með bikarinn suður í hlaupinu SL. SUNNUDAG fór fram víðavangshlaup á vegum KA og voru þátttakendur frá Kópavogi og Reyni auk heimamanna. Hlaupið var á brekkunni, var hið besta veður meðan á hlaupinu stóð. Var þetta eins konar punktamót fyrir frjálsiþróttafók og gaf stig til annara móta. Keppt var í þremur flokkum karla, kvenna og pilta og hlupu karlar lengst. Auk þess var keppt um bikar milli UBK og KA og sigruðu sunnanmenn í þvi hlaupi og fóru því suður einum bikar ríkari. Úrslit: Karlar 4.5 km 1. SteindórTryggvason KA 14.31 2. Jóhann Sveinsson UBK 14.48 3. Lúðvík Björgvinsson UBK 14.58 4. Einar Sigurðsson UBK 15.04 5. Guðm. Sigurðsson UMSE 15.11 6. Aðalsteinn Bernharðss. KA 16.00 7. Steindór Helgason KA 16.04 Konur ca. 1400 m 1. Valdís Hallgrímsd. KA 4.48 2. Auður Gunnlaugsd. Reynir 5.20 Piltar ca 1400 m 1. Jón Stefánsson KA 4.34 2. Ragnar Stefánsson Reynir 4.38 3. Jón Norðfjörð KA 4.40 DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.