Dagur - 18.03.1980, Page 8

Dagur - 18.03.1980, Page 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 18. mars 1980 æávarahujtir *■, W VIÐGERÐIR 22701 Þorskveiðar Norðlend- inga stórminnka í sumar nema fiskveiðistefnan verði endurskoðuð — ÞESSI MIKLA þorskveiði fyrri hluta tímabilsins gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir út- gerðina hér norðanlands og staðan gæti hugsanlega orðið sú, að sáralitlar þorskveiðar yrðu leyfðar hér fyrir norðan í sumar, sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, í viðtali við Dag. Eins og kunnugt er, hafa þorsk- veiðar verið með eindæmum góðar það sem af er árinu, og er þorsk- aflinn nú um 30% meiri í það heila, fyrstu tvo mánuði ársins, heldur en á sama tíma í fyrra, og var aflinn þó talinn góður þá. Rætt hefur verið um að togara- flotinn megi veiða 65 þúsund lestir til apríl loka og bátaflotinn 75 þús- und lestir til marsloka. Nú eru horfur á, að togarafiotinn nái þessu marki strax um næstu mánaðamót og ef aflinn fer fram úr þessu marki, er gert ráð fyrir enn frekari veiðitakmörkunum í sumar. Þá gæti farið svo, að netaveiðar yrðu takmarkaðar mjög hér fyrir norð- an, ef vetrarvertíðin við Suðvestur- Svo miklunt afla hefur nú verið landað, að miðað við óbreytta fiskveiðistefnu gæti orðið lítið handa Norðlendingum í sumar. Þessi var að landa afla sínum á sunnu- daginn. Ljósm.: h.s. land gengur betur, en reiknað hafði verið með. Þá má geta þess, að fyrirhugað er að stöðva þorskveiðar bátaflotans með fjögurra daga fyrirvara, ef þorskafli bátanna verður kominn yfir 110 þúsund lestir 1. maí. Fyrir skömmu voru Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, og Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, á fundi á Akureyri með útvegsmönnum hvaðanæva af Norðurlandi, þar sem rætt var um vandamál fiskvinnslu og útgerðar. Kom þar fram, að fyrirhugað væri að endurskipuleggja fiskveiðistefn- una, sem mótuð hefur verið fyrir þetta ár, í apríl. Ýmsar blikur eru nú á lofti í sölumálunum, þar sem birgðasöfn- un hefur orðið, bæði hjá frystihús- unum, en einnig hjá fyrirtæki S.H. í Bandaríkjunum, að sögn Sverris. Mörg hlutverk í lífsrullunni Gunnarsstöðum, Þistilfirði 17. mars HÉR er indælis tíð eins og reyndar um allt land. Fram að þessum tíma hefur verið mjög Stjörnumessa á Húsavík UM HELGINA var haldin „stjörnumessa“ í Félagsheimil- inu á Húsavík. Þetta er ein helsta árshátíðin sem haldin er á Húsavík á hverju ári, en fyrir Stefán Eiríksson jarðsettur í gær f GÆR var Stefán Eiríksson, umboðsmaður Morgunblaðsins á Norðausturlandi, jarðsettur frá Akureyrarkirkju. Stefán var mikill vinur DAGS, var lengi með aðsetur í næsta húsi við DAG og kom oft í heimsókn. Með honum er genginn góður maður og vill Dagur biðja honum blessunar á nýjum leið- um og þakka núverandi og fyrr- verandi starfsmenn blaðsins samfylgdina. Eftirlifandi konu, Jódísi Kristínu Jósefsdóttur, og bömum þeirra hjóna, sendir blaðið einlægar samúðarkveðjur. henni standa Björgunarsveitin Garðar og Slysavarnafélagið. Skemmtunin var vel sótt, mikið var af heimatilbúnum skemmtiat- riðum og skemmtu menn sér vel. Þar voru mættir Halli og Laddi, en Hótel Húsavík hafði boðið þeim að vera um helgina gegn því að þeir skemmtu á hátíðinni og á barna- samkomu á sunnudag. svellað eftir að kom í 50-70 metra yfir sjó. Þetta hefur lagast nú síðustu daga. Þessi vetur er óvanalegur vetur að því leyti að það hafa ekki komið vond veður eða mikil frost. Ég man eftir meiri þýðu áður, en það er sérstakt að engir skaflar hafa kom- ið i vetur. Mannlíf er hér alltaf gott og fag- urt. Hjá okkur er nú kona á vegum Kirkjukórasambands fslands að þjálfa kirkjukórana. Það er ágætt. Leikfélag Þistilfjarðar er að æfa happið eftir Pál Árdal. Gert er ráð fyrir að sýna verkið eftir mánaðar- tíma eða svo. Annars liggja æfingar niðri núna því það er sama fólkið sem er að leika og æfa í kirkju- kórnum. Hér er ekki fleira fólk en það, að menn verða að leika ansi mörg hlutverk í lífsrullunni. Frá sjávarsíðunni er það að frétta að sjómenn hafa veitt nokkuð vel. Annars hafa gæftir ekki verið reglulega góðar, dálítið hefur verið hvasst, þó ekki sé brimasamt. Þeir eru eitthvað að byrja að leggja fyrir grásleppuna. Ó. H. Hér eru þeir Bjöm Kristinn Bjöms- son og Guðmundur Gíslason að leggja af stað f brekkurnar. Mynd: Fatlaðir á skíðum ÞAÐ er ekki á hverjum degi, sem einfættir menn sjást á skíðum hér á landi, þótt það sé nokkuð algeng sjón er- lendis. Þetta hefur þó borið fyrir augu í Hlíðarfjalli, en það var fyrir röskri viku, sem þeir Björn Kristinn Björns- son og Guðmundur Gíslason reyndu fyrst fyrir sér í skíða- íþróttinni, eftir að þeir urðu fyrir slysum og misstu fót. Báðir eru þeir áhugamenn um skíðaíþróttina og stunduðu hana nokkuð, áður en þeir lentu í slysunum. Fyrir forgöngu íþróttafélags fatlaðra á Akur- eyri, voru hækjur útbúnar með framendum á skíðum neðan á, og nota þeir félagar þennan út- búnað til að stjórna ferðum sín- um í brekkunum. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem slíkur út- búnaður er notaður hér á landi, en erlendis keppa fatlaðir íþróttamenn búnað. með svipaðan Eldvarnardagur á Akureyri J.C. AKUREYRI hefur ákveðið að gangast fyrir herferð um brunavarnir laugardaginn 22. mars n.k. Dreift verður upplýsinga- bæklingi í hvert hús á Akureyri um eldvarnir og leiðbeiningar um hvemig bregðast á við eldsvoðum í heimahúsum. Slökkvilið Akureyrar mun kynna meðferð handslökkvitækja bakvið Slökkvistöðina að Geislagötu 9 klukkan 14.00 laugardaginn 22. mars. J.C. Akureyri mun annast sölu reykskynjara og taka á móti pönt- unum fyrir handslökkvitækjum og axbestteppum í húsi Amaró 2. hæð frá klukkan 13 til 17 sama dag. J.C.A. býður einnig þá þjónusta að annast uppsetningu reykskynjaranna. J.C. hreyfingin á íslandi hefur beitt sér mikið fyrir auknum eld- vörnum og öryggi í heimahúsum. Þetta framtak J.C.A. er liður í þessari baráttu. Við skorum því á íbúa Akureyrar að bregðast vel við þessu málefni og koma á laugar- daginn 22. marz og kynna sér meðferð handslökkvitækja og kaupa reykskynjara. Þetta er ódýr- asta líftrygging sem völ er á. Fréttatilkynning. Siglufjörður: Bræðslu lokið A FÖSTUDAGINN I síðustu viku lauk loðnubræðslu hjá SR á Siglufirði. Fyrsta loðnan á ver- tíðinni barst þangað þann 12. janúar. Alls tók verksmiðjan á móti 58.386 tonnum af loðnu. Að sögn Sigurðar Árnasonar skrifstofustjóra hjá SR er enn ekki ljóst hve mikið lýsi hefur fengist út úr hráefninu, en mjölframleiðslan nam tæpum 10 þúsund tonnum. „Þetta var ágætt hráefni sem við fengum; fiskurinn var feilur og nýttist vel,“ sagði Sigurður. „Núna er skip að lesta 4000 tonn af mjöli og þá verða 400 til 500 tonn eftir í geymslu. Lýsið er að mestu farið frá okkur.“ I a % Andvígir öllum vínveitinga- leyfum Á fundi, sem fulltrúar Kristi- legu þjóðarflokkanna í Noregf, Finnlandi og Dan- mörku á þingi Norðurlanda- ráðs sátu f Hallgrímskirkju, kom fram að þeir berjast mjög fyrir auknum hömlum á áfengisdreifingu. Lars Kor- vald, fyrrum forsætisráðherra Norðmanna, lýsti því svo að þeir væru atgerlega andvígir öllum vínveitingaleyfum („Konsekvent imod alle bevillinger."). Þá lýsti finnski fulltrúinn andstöðu þeirra við frjálsa ölsölu. % Bannað að selja gosdrykkl og sælgæti Fræðsluráð í Seattle í Bandaríkjunum hefur nýlega samþykkt að banna skuli sölu á gosdrykkjum, tyggi- gúmí og algengustu tegund- um sælgætis í grunnskólum fylkisins. Samtfmis hafa verið gefin út fyrirmæli um hvað megi vera á boðstólum í sjálfsölum grunnskólanna. Þaö verða fyrst og fremst mjókurafurðir, s.s. jógurt, mjólk og ostur, ennfremur ávextír, ávaxtasafi, hnetur, súpur og vissar tegundir af samlokum. Þessar reglur munu taka gildi frá og með næsta hausti. • jjBryggju- bani“ Eins og lesendum Dags er kunnugt þá er ætlunin að nyrðri bryggjan á Torfunefi hverfi, og Glerárgatan verði lögð yfir þar sem nú er höfn. Gárungarnir vilja því að Gler- árgatan verði skírð upp á nýtt og hljóti nafnið „Bryggju- bani", samanber slettuna „Átóbani". % Fallegur bær Akureyri hefur löngum haft orö á sér fyrir að vera snyrtilegur bær. Hins vegar hafa þær raddir heyrst að undanförnu að bærinn sé verr umgenginn nú en fyrir nokkrum árum. Hér skal enginn dómur lagður á hvort þetta hafi við rök að styðjast, en Akureyrfngar ættu allir sem einn að gera sitt besta til að bærinn beri höfuð og herðar yfir byggð ból i land- inu - ekki einungis með tilliti til snyrtimennsku heldur f sem flestum grelnum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.