Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 7

Dagur - 18.03.1980, Blaðsíða 7
Leikfélag Akureyrar Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson Leikstjórn: Lárus Ýmir Óskarsson Leikmynd: Magnús Tómasson Tónlist: Leifur Þórarinsson Lýsing: ingvar B. Björnsson Þriðja sýning fimmtudag 20. mars kl. 20.30. Fjórða sýning föstudag- inn 21. mars kl. 20.30. Græn kort gilda. Fimmta sýning sunnu- daginn 23. mars kl. 20.30. Hvít kort gilda. Miðasalan er opin fimmtudag kl. 16-19, sýn- ingardaga kl. 16-20.30. Laugardag kl. 16-19. Sími í aðgöngumiðasölu er24073. Áskell Einarsson: AUGLYSIÐIDEGI Leiksýning Sýnum Pilt og stúlku að Melum, Hörgárdal n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri Jóhann Ögmundsson. Miðar seldir í Bókabúð Jónasar. Miðapantanir í síma 24446 milli kl. 17og 19. Ungmennafélag Skriðuhrepps Til norðlenskra alþingismanna Nýlega hefur frumvarp til lög- réttulaga verið endurflutt á Al- þingi, sem stjórnarfrumvarp. Við athugun á frumvarpinu kemur í ljós að á því hefur verið gerð veigamikil skipulagsbreyting er varðar starf lögréttu. í því frum- varpi, sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að aðalaðsetur lög- réttu skulu vera í Reykjavík í stað þess að áður var gert ráð fyrir að dómurinn hefði einnig aðalaðsetur á Akureyri. I athugasemdum varð- andi staðsetningu lögréttu segir svo: „Breytingin er vegna þess, að nú er lagt tii að dómþing geti verið víðar en á þessum tveim stöðum og er ekki ástæða til að lögréttuhald á Akurcyri hafi sérstöðu. Af gefnu tilefni frá dómsmálaráðuneytinu hefur réttar- farsnefnd á ný kannað, hvort grund- völlur sé til að hafa í lögum ákvæði um föst dómþing utan Reykjavíkur. Niðurstaðan hefur orðið sú að hafa heimildarákvæði hér að lútandi en ekki þykir unnt að tiltaka f lögum að þing skuli halda á tilteknum stöðum á tilteknum tfmum.“ Eins og ljóst er af þessari tilvitn- un í athugasemdir 1. greinar frum- varpsins er ljóst að ekki er stefnt að dreifingu á starfsemi lögréttu. Það er eftirtektarvert að í athugasemd- um frumvarpsins kemur ekki fram yfirlit um málafjölda eða annar rökstuðningur tölfræðilegur um að lögrétta á Akureyri hefði ekki næg verkefni. Samkvæmt fyrra frum- varpi var heimilt að halda lögréttu „úti í lögsagnarumdæmum, þrátt fyrir fasta lögréttustaðT í Reykjavík og Akureyri." Hér er því eins og segir í athugasemdum verið að koma í veg fyrir „að lögréttuhald á Akureyri hafi sérstöðu." Auðséð er að hér liggur fiskur undir steini. f fyrsta lagi er reynt að koma í veg fyrir sjálfstæðan áfrýj- unardómstól utan Reykjavíkur í Fréttir úr Bárðardal Stórutungu í Bárðardal NOKKUÐ hefur verið mis- viðrasamt eins og verða vill með vestanáttinni. Á þorranum snjó- aði nokkuð og skefldi, en vegum haldið opnum með blásurum, sem tengdir eru dráttarvélum. Nú er aftur á móti mjög snjólítið og vegir að heita svellalausir með öllu. Fjárbeit er léleg vegna snögg- lendis, og svella til heiðarinnar, enda rúningur hafinn. Síðasta dag þorra fóru fimm menn á snjósleð- um suður á afréttina hér fram af dalnum. Þá var svo snjór að sæmi- legt var fyrir slík farartæki og vötn öli ísilögð. Þeir fundu 8 kindur, tvö lömb úr Mývatnssveit, austan Skjálfandafljóts, en hinar vestan þess og voru þær hér úr sveit. Skepnur þessar voru ekki illa á sig komnar, en sumar höfðu verið lé- legar í haust. Ekki mátti seinna vera á ferð vegna farartækjanna, því hláka var daginn eftir og ekki snjósleðafæri síðan. Sunnudag 24. f.m. var guðsþjón- usta í Lundarbrekkukirkju og voru þar mættir sóknarprestur sr. Jón Baldvinsson, og prófasturinn sr. Sigurður Guðmundsson, sem var að vísitera og þjónaði hann við messugjörðina, ásamt sóknarpresti. Veður var ekki heppilegt þó var kirkjusókn allgóð, en það er hún yfirleitt hér. Kirkjukór starfar hér af áhuga og þolir fyllilega saman- burð við söfnuði sem léttara eiga um vik. Organisti er Friðrik Jóns- son frá Halldórsstöðum í Reykja- dal, nú búsettur á Húsavík. Þ. J. stærsta lögsagnarumdæmi utan höfuðborgarsvæðisins, sem mundi leiða til þess að embættisdómarar á Norðurlandi mundu geta tekið þátt í störfum lögréttu og að á Akureyri komi upp lögfræðingahópur, sem keppi við lögfræðingahópinn í Reykjavík um arðsamari dóms- málin. 1 öðru lagi er verið að koma í veg fyrir valddreifingu innan dómskerfisins, og í raun sjálfstæðu millistigi í dómsýslu innan höfuð- borgarsvæðisins. í þriðja lagi með því að koma í veg fyrir lögréttuað- setur á Akureyri, er verið að útiloka að um frekari dreifingu eða reglu- legt þinghald væri að ræða síðar fyrir vestan og austan. Svo virðist í fljótu bragði að lög- rétta fyrir landið allt í Reykjavík verði eins konar undir-hæstiréttur og um leið æðra stig héraðsdóms fyrir höfuðborgarsvæðið. Áfram verður kostnaðarsamt fyrir lands- byggðarfólk að sækja til þessa dóms og hætt er við að lands- byggðarfólkið notfæri sér ekki þetta dómsstig, sem skyldi þegar sækja þarf æ fleiri mál til Reykja- víkur, því hætt er við að héraðs- dómari muni í vaxandi mæli not- færa sér aðstöðu til að skjóta mál- um frá héraðsdómi beint til lög- réttu, sem lægra dómsstigs. Þetta getur þýtt að sækja þarf jafnvel smærri mál í vaxandi mæli til Reykjavíkur. Alþingismönnum Norðlendinga er ritað þetta bréf til að vekja at- hygli á því að staðsetning millistigs í dómskerfinu er veigamikill liður í dreifingu í opinberri þjónustu í landinu, sem hefur áhrif á stað- setningu á ýmis konar einka þjón- ustu. Hér er því um meginatriði að ræða hvort dreifing á að eiga sér stað eða ekki. Það er eðlilegt að Akureyri verði fyrir valinu vegna aðstöðu og samgöngulegu. Náist það fram er brautin rudd fyrir aðra landshluta. Því er það brýnt fyrir alþingismönnum Norðlendinga að gæta I meðferð þessa máls byggða- hagsmuna og gæta sín á tregðu íhaldssamra stjórnkerfa, sem í krafti „hagræðingar“ og sérgæsku koma í veg fyrir röskun á núver- andi stöðu og áhrifum. F.h. Fjórðungssambands Norðlendinga, Áskell Einarsson. Starfsfólk óskast Vegna stækkunar verslunarinnar vantar okkur starfsfólk hálfan eða allan daginn. Upplýsingar gefur Bergljót Pálsdóttir í síma 21575 milli kl. 13-18 Hagkaup Tryggvabraut 24, Sölumaður óskast Sölumaður óskast. Hentar vel sem aukastarf. Með umsóknir, sem leggist inn á afgreiðslu DAGS merktar ,,Sölumaður“, verður farið með sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k. Verkamenn óskast nú þegar. Norðurverk h.f. Glerárgötu 34, sími 21777 Einingarfélagar Eyjafirði Framhaldsaðalfundur verður haldinn í Alþýðuhús- inu á Akureyri laugardaginn 22. mars, kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Kjaramálin. Jóhannes Siggeirsson hagfræðing- ur A.S.Í. mætir á fundinn. 2. Lagabreytingar, önnur umræða. 3. Önnurmál. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar FRAMSÓKNARFELAG Opiðhús er aö Hafnarstræti 90 öll miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.30. Spil — Tafl — Umræður Sjónvarp á staðnum Lesið nýjustu blöðin Kaffiveitingar Allir velkomnir Alhliða aug!ýsinga-& teiknihönnun Fljót og góð þjónusta. delfi augtýsingastafa BERNHARÐ STEINGRÍMSSON GEISLAGATA 5 SlMI21434 VÖRUMERKI FIRMAMERKI FÉLAGSMERKI INNISKILTI ÚTISKILTI LJÓSASKILTI AUGLÝSINGAR I BLÖÐ, TÍMARIT & SJÓNVARP UMBUÐAHÖNNUN PLAKÖT HÖNNUN BÆKLINGA BÓKAKÁPUR MYNDSKREYTINGAR LAY-OUT O.FL. Skáldsaga Per Olofs Sundmanns Tveir dagar, tvær nætur Komin út hjá Bókaklúbbi AB í þýðingu Ólafs Jóns- sonar BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér skáldsöguna TVEIR DAGAR, TVÆR NÆTUR eftir sænska rit- höfundinn Per Olof Sundmann I þýðingu Ólafs Jónssonar. Skáldsagan TVEIR DAGAR, TVÆR NÆTUR gerist á jafnlöng- um tíma og nafn bókarinnar gefur til kynna og segir frá tveimur mönnum, kennara og lögfræðingi, sem fara út í óbyggðir Norður-Sví- þjóðar í leit að sakamanni. Þeir hafa hendur í hári mannsins, en vandanum er ekki lokið með því. Þeir dveljast með fangann eina nótt í fjallakofa og síðan þarf að koma honum til byggða, hvort tveggja vandi sem engan veginn liggur í augum uppi hvernig leysa skuli. TVEIR DAGAR, TVÆR NÆTUR er 203 bls. að stærð unnin í Prentstofu G. Benediktssonar. Verðlaunagetraun Vetraríþróttablaðs DREGIÐ HEFUR verið úr réttum úrlausnum í verðlauna- getraun Vetraríþróttablaðsins 1980. Verðlaunin, árskort í skíðalyfturnar i Hlíðarfjalli hlaut, Ólöf Jónsdóttir Tjarnar- lundi 5b Akureyri. RAFMAGNS- ORGEL Margar gerðir Verð frá kr. 426.000,00 DAGUR.7 >-i* I » ! f f t t'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.