Dagur - 03.12.1986, Side 7

Dagur - 03.12.1986, Side 7
3. desember 1986 - DAGUR - 7 stytta skólaárið, en jafnframt að sá tími sem börnin eru í skólan- um sé vel nýttur. Mér finnst mjög nauðsynlegt að krakkarnir fái að taka þátt í atvinnulífinu sem mest bæði vor og haust og tel atvinnu- þátttöku þeirra á þessum árstím- um mun dýrmætari en setu á skólabekk, þótt skólinn sé góður.“ - Fylgjast skólamenn nógu vel með þróuninni, í atvinnulífinu t.d.? Hvað með tölvukennslu í skólum? „Það var mikið talað um tölvu- kennslu í skólum fyrir nokkrum árum, eins og tölvan myndi leysa allan vanda. Framvindan hefur svo orðið sú að fólk lærir á nám- skeiðum að tileinka sér tölvuna eins og hún kemur til með að nýt- ast því best við vinnu þess. Ég held að það sé enginn skaði skeð- ur þó að um meiriháttar tölvu- kennslu sé ekki að ræða í grunn- skólum. Það er ágætt að lofa nemendum í 9. bekk að kynnast tölvunni aðeins. Krakkar nota tölvur meira sem leikföng en verkfæri. Ég held að þau séu ekk- ert spennt fyrir að búa til forrit. Skólamenn eru alltaf að fylgjast með því hvað er að gerast á hin- um almenna vinnumarkaði og spá í hvað sé í vændum. Okkar hlutverk er að búa nemendur undir lífið eins og við höldum að það verði eftir nokkur ár.“ - Nú hefur borið nokkuð á fjárhagsörðugleikum skóla í dreifbýli. Væntanlega er svipað upp á teningnum með Varma- hlíðarskóla. „Það hefur komið fyrir að endurgreiðslur ríkisins til rekst- ursins berast seint, sem hefur það í för með sér að sveitarfélögin verða að leggja út fyrir rekstr- argjöldunum þar til framlag ríkis- ins berst. Þetta er auðvitað ekki nógu gott. Það er mín skoðun að fjármálaleg samskipti við ríkið í gegnum fræðsluskrifstofurnar séu ekki heppileg leið. Ég held að sveitarstjórnir og skólastjórar eigi að gera áætlanir um rekstur sinna skóla og standa síðan ábyrg á þeim. Auðvitað er það síðan ákvörðun Alþingis hve mikið fé skal fara til skólahalds úr hinum sameiginlega sjóði,“ sagði Páll Dagbjartsson skólastjóri Varma- hlíðarskóla að lokum. -þá „ Við erum lang- mest í íþróttum“ - segja Sigrún Bjamadóttir, Ingibjörg Heiöarsdóttir og Rósa María Vésteinsdóttir „Þetta er búið að vera ágætt í vetur. Við þrjár erum lang- mest í íþróttunum, körfubolta og frjálsum íþróttum. Núna er verið að gera tilraun með klúbbastarfsemi í skólanum og svo er ýmislegt annað sem nemendur í skólanum geta gert sér til dægrastyttingar.“ Þessar upplýsingar gáfu þær stöllur Sigrún Bjamadóttir Sunnu- hvoli og Ingibjörg Heiðarsdóttir Skeiðsfossvirkjun í 9. bekk og Rósa María Vésteinsdóttir Hofs- staðaseli 8. bekk, nemendur í Varmahlíðarskóla þegar þær voru spurðar um möguleika nemenda á að lyfta sér upp frá náminu í skólanum. Aðspurðar hvaða klúbba væri áformað að stofna, sögðu þær álls konar hug- myndir hafa komið fram, sem eftir væri að vinna úr. Þær sögðu skólinn vera ágætan og Ingibjörg taldi það mikinn kost að nemend- urnir væru ekki fleiri en svo að allir þekktust. Það væri ekki eins og í stóru skólunum, hér þekktu allir nöfn hvers annars og nem- endurnir væru nokkuð samheldn- ir. Þeim finnst dagarnir í skólan- um vera dálítið misjafnlega erfið- ir og það fer mest eftir því hve margar íþróttaæfingar eru yfir daginn. Þær voru aiveg sammála um að verklega námið væri skemmtilegra, þó að sumar bók- legu greinarnar væru ágætar. & \ar“ nahlíö í Skagafirði þegar kennt er á svona mörgum stöðum og nýlega voru keypt 2 rafmagnsorgel, píanó og þver- flautur, þannig að hljóðfæramálin eru komin í þokkalegt horf.“ - Er ekki eitthvert tónleika- hald á vegum skólans? „Jú, tónlistarkvöld þar sem nemendur spila og aðstandendur hlýða á leik þeirra, eru haldin einu sinni fyrir áramót og tvisvar eftir áramót. Nemendatónleikar eru haldnir bæði fyrir jól og að vori. Einnig taka nemendurnir þátt í aðventusamkomum." - Er áhugi nemenda og að- standenda mikill? „Mér finnst áhugi krakkanna heldur hafa aukist síðari árin. Foreldrar sækja tónleika yfirleitt vel og margir foreldrar sýna starf- semi skólans verulegan áhuga.“ -þá Stefán Gíslason, tónlistarkennari. - Hvernig er skemmtanalífi í skólanum háttað? „Það er diskótek á þriggja vikna fresti og svo bekkjarkvöld einu sinni fyrir áramót hjá hverj- um bekk og tvisvar eftir áramót.“ - En samskipti við aðra skóla? „Þau er miidð til í kringum íþróttakeppnir. Níundi bekkur fór í heimsókn í Húnavallaskóla í gær. Keppt var í íþróttum um daginn og um kvöldið var kvöld- vaka og síðan diskótek á eftir. Þetta var mjög skemmtileg ferð. í vetur munum við svo eiga sam- skipti við skólana hérna í firðin- um. Já, það má kannski segja að við stelpurnar höfum haldið uppi heiðri skólans á Húnavöllum í gær. Við unnum í körfunni og gerðum jafntefli í innanhússfót- boltanum, en strákarnir unnu í körfunni og töpuðu í fótboltan- um. Við æfum ekkert innanhúss- fótbolta svo þetta var ekki alveg að marka.“ - Sigrún og Ingibjörg eruð þið búnar að ákveða hvað þið ætlið að gera þegar þið hafið lokið námi hér í skólanum? „Það fer nú allt eftir því hvern- ig einkunnirnar verða,“ sögðu þær hlæjandi. „Ætli við höldum ekki áfram í skóla ef þetta kemur þokkalega út.“ -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.