Dagur - 03.12.1986, Page 12

Dagur - 03.12.1986, Page 12
 Akureyri, miðvikudagur 3. desember 1986 RAFGEYMAR VIÐHALDSFRÍIR f BfUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VELJIÐ RETT MERKI Bændafundur á Blönduósi: Svartamarkaðs- brask með kjöt „Bæði bændur og sláturleyfis- hafar hafa selt nautakjöt langt undir verði. Þetta er algjört lögbrot og náist ekki tök á þessu fljótlega þá er salan á þessu kjöti hrunin,“ sagði Árni Leiruvegurinn: Vinna stöðvaðist vegna frosthörku Vinna við Leiruveginn nýja stöðvaðist að mestu leyti í gær vegna mikillar frosthörku. Frostið í gærmorgun mældist allt að 21 gráða og varð það sumum tækjunum um megn. Olía þykknaði á vökvabúnaði og vélum og vatn fraus á bremsum. Að sögn Franz Árnasonar framkvæmdastjóra Norðurverks sem sér um verkið, voru þó ein- hver tæki í gangi en þau unnu ekki nema með hálfum afköst- um. Franz sagði að líklega myndi vinna stöðvast að mestu í dag meðan verið væri að koma tækj- um í gang en síðan yrði tekið til óspilltra málanna á ný. ET i'- CM CM CD o> tn S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Húnvetninga með- al annars í framsöguræðu sem hann flutti á fundi með bænd- um síðastliðinn laugardag. Árni gerði stöðu vinnslustöðva landbúnaðarins að umtalsefni og taldi hann stöðu þeirra ákaflega slæma, minntist hann meðal ann- ars á birgðasöfnun bæði nauta- og dilkakjöts og taldi að útflutnings- málin væru í ólestri. Árni taldi þó að sá markaður sem kominn væri fyrir kjöt í Japan væri hagstæður og enda þótt verðið væri full lágt, þá taldi hann að þarna gæti verið um framtíðarmarkað að ræða. Þá kom fram í máli hans að talað væri um að fækka vinnslustöðv- um landbúnaðarins og hefði slát- urhúsið á Blönduósi verið nefnt sem eitt þeirra sem bæri að loka. Að lokum sagði Árni að ef bænd- ur ekki sæktu fram með sín mál hið fyrsta þá væri óvíst að þeim tækist að koma fram nokkrum lagfæringum sinna mála í bráð, þar sem óvíst væri að næsta ríkis- stjórn yrði bændum eins velviljuð og þessi þó væri. Það var auðvelt að heyra að mikil óánægja var ríkjandi hjá bændum varðandi flest þeirra mál og töldu þeir sig greinilega eiga ýmislegt vantalað við full- trúa stéttarsambandsins og land- búnaðarráðuneytisins. Fram kom að þrettán jarðir í Vestur-Húna- vatnssýslu væru horfnar frá hefð- bundnum búskap og einn fund- armanna sagði reyndar að þær væru farnar í eyði og allt útlit væri fyrir að einar sextán jarðir bættust við ef ekkert yrði að gert fljótlega. Páll Pétursson alþingis- maður og bóndi sagði það sína skoðun að það bæri að skerða meira hjá stærri búunum og skapa eitthvert svigrúm fyrir frumbýlinga. „Það eru mörg bú of stór og það er víða hægt að búa „prakt- ískara" en gert er,“ sagði Páll. Páll bað bændur vera bjartsýna og halda í kjarkinn, „því ef kjarkurinn er farinn þá fer allt til andskotans," sagði Páll. G.Kr. . Nýr frystitogari bættist í togaraflota Akureyringa í gær þegar Margrét EA 710 kom frá Bcrgen. Skipið er í eigu Sam- herja hf. á Akureyri. Ófaglært starfsfólk á Sólborg: Lokun vegna upp- sagna 22. desember? - þolinmæðin á þrotum segir trúnaðarmaður Mikil óánægja er nú ríkjandi meðal ófaglærðra starfsmanna á vistheimilinu Sólborg vegna lægri launa en annars staðar í sambærilegum störfum. I fyrradag hélt starfsfólkið fund þar sem ákveðið var að allir ófaglærðir starfsmenn um 60 að tölu segðu upp frá og með 15. desember ef ekkert hefði þá gerst. Stór hluti þessa hóps er með aðeins viku uppsagnar- frest og koma því uppsagnir þeirra til framkvæmda strax 22. desember. Heildarfjöldi starfsmanna á Sólborg er um 80. Ófaglært starfsfólk hjá Akur- eyrarbæ fékk í haust nokkra hækkun launa. Viðsemjandi starfsfólks á Sólborg og einnig Kristnesspítala er hins vegar ríkisvaldið og við það er erfiðara að eiga. Þó hefur starfsfólki í Kristnesi tekist að fá sitt fram. Síðan í októberbyrjun hefur starfsfólkið reynt að knýja fram viðræður og hefur oftar en einu sinni verið lofað fundi með full- trúum ríkisvaldsins en iðulega verið svikið. „Við skiljum það ekki að hægt sé að borga þeim á Kristnesi en ekki okkur. Við höfum lengi ver- ið dregin á asnaeyrunum og nú er þolinmæðin á þrotum," sagði Hrefna Helgadóttir trúnaðar- maður starfsfólks. Hrefna sagði að hækkunin sem farið væri fram á væri misjöfn en allt að 4000 kr. á mánuði. Ljóst er að ef þessar uppsagnir koma til framkvæmda þá mun skapast mjög alvarlegt ástand á Sólborg. Ef heldur fram sem horfir þá stefnir allt í lokun nokkurra deilda strax 22. desem- ber þegar fyrstu uppsagnirnar koma til framkvæmda. ET Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði: Skreiö seld fyrir 3,8 milli. - enn óseldir 2000 pakkar Hjá Magnúsi Gamalíelssyni hf. í Olafsflrði er nú verið að ganga frá skreið til útflutnings. Fyrir rúmri viku fóru frá fyrir- tækinu 250 skreiðarpakkar til Júgóslavíu og nú á næstunni fara 300 pakkar til Kamerún. Þessi skreið er frá árunum 1983 og 1984 en síðan þá hefur ekki verið verkuð skreið hjá fyrirtækinu vegna hráefnis- skorts. Verð fyrir skreiðina til Júgóslavíu er 190 kr. á kfló en 125 kr. til Kamerún. í hverjum skreiðarpakka eru 45 kfló þannig að heildarverðmætið er um 3,8 milljónir. „Það er búið að vera hálfgert bras í þessum skreiðarmálum núna lengi en það er að lifna yfir þessu og ég þakka það fyrst og fremst góðum sölumönnum,“ sagði Sigurgeir Magnússon fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Það er samlag skreiðarframleiðenda sem sér um sölu á skreiðinni. Sigurgeir sagði að fyrirtækið ætti enn um 2000 pakka óselda og sagði hann að því fylgdi vissulega mikill vaxtakostnaður að liggja svona lengi með vöruna. Hann sagði að greiðslurnar færu beint til bankanna en það létti vaxta- byrðina. Magnús Gamalíelsson hf. hef- ur á árinu sent frá sér á fjórða þúsund pakka af hertum hausum og um 1200 pakka af skreið. Erf- iðlega hefur gengið að fá greitt fyrir þessa vöru og að sögn Sig- urgeirs eiga þeir útistandandi greiðslur allt frá árinu 1983. Af framleiðslu þessa árs er búið að greiða alla skreiðina en hausarnir eru ógreiddir. Sú skreið sem nú er send á hins vegar að greiðast eftir 3 mánuði. „Vandamálið í þessari skreið- arsölu er að það eru of margir aðilar að selja sama fiskinn til sama kaupanda. Menn hafa verið að undirbjóða hvern annan en þeir eru að sjá það núna að þetta gengur ekki svona áfram,“ sagði Sigurgeir. ET Bæjarstjórn Akureyrar: Mótmælir skerðingu Jöfnunarsjóðs Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt samhljóða að mótmæla harð- lega þeirri 300-400 milljón króna skerðingu á lögbundn- um framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem gert er ráð fyrir í frum- varpi til fjárlaga á árinu 1987. Ekki er fullljóst á þessari stundu hversu mikil áhrif skerð- ing Jöfnunarsjóðs mun hafa á fjárhag bæjarins en talað er um að tekjumissir bæjarsjóðs verði 8-10 milljónir króna hið minnsta. Bæjarstjórn skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að taka fram- angreind ákvæði frumvarpsins til endurskoðunar. Sveitarfélög- in í landinu eiga nú við mikinn fjárhagsvanda að stríða auk þess sem skerðing þessi gengur þvert á margyfirlýsta stefnu ríkisstjórnar og stjórnmála- flokka um aukið sjálfsforræði sveitarfélaga. BB.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.