Dagur - 03.12.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 03.12.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 3. desember 1986 Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju: „Það hefur stór- fækkað hjá okkur“ - segir sr. Birgir Snæbjörnsson „Það er alveg greinilegt að það hefur stórfækkað hjá okkur. Við vorum hér á árum áður með um 600 börn um helgar en nú er þetta eitthvað á öðru hundraðinu,“ sagði sr. Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur á Akureyri, er hann var spurð- ur um aðsókn að sunnudaga- Huginn þakkar Dagana 15. og 16. nóvember gengu Huginsfélagar í hús á Akureyri og seldu jólaalmanök og Ijósaperur. Huginn þakkar öllum, sem þetta studdu mjög góðar undirtektir og viðtökur, því að salan gekk vel. Sem fyrr rennur ágóði til ýmissa líknarmála, en mestan stuðning fær þó starfsemin á Botni, Hrafnagilshreppi, þar sem verið er að byggja upp sumar- dvalarheimili á vegum Foreldra- félags barna með sérþarfir og Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi. Þar sem ekki náðist til allra heimila söludagana bendir Hug- inn á, að enn er til nokkuð af jólaalmanökum og eru þau seld í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108 og kosta kr. 150,00. skóla kirkjunnar og æskulýðs- starfi. Um orsakir þessarar fækkunar sagði sr. Birgir m.a. að þær mætti rekja til áhrifa sjónvarps - og myndbandavæðingar í bænum. Þá nefndi hann að aðsókn barna og unglinga í skíðaferðir og aðra útivist hefði áhrif þegar kæmi fram á veturinn. Börnin eru mik- ið í íþróttum um helgar og einnig virtist svo vera að fólk svæfi frameftir á morgnana, en sunnu- dagaskólinn er haldinn á hverjum sunnudegi kl. 11 í Akureyrar- kirkju. Börnin sem sækja sunnu- dagaskólann eru á aldrinum 2-13 ára. Um aðra æskulýðsstarfsemi kirkjunnar sagði sr. Birgir: „Við erum með æskulýðsfélag og þar sækja um 20-30 unglingar fundi. Þar hefur einnig orðið mikil fækkun því áður störfuðu þar þrjár deildir og í þeim voru um 200 unglingar. Ég vil hvetja börn- in í bænum til að koma í sunnu- dagaskólann og foreldrar þeirra eru líka velkomnir því við þurf- um á samvinnu við foreldra að halda. Það veganesti sem börnin fá hér er hollt og það er til góðs fyrir alla að sækja kirkju. Ég veit að þetta er ennþá erfiðara í Reykjavík og þar eru sumir að gefast upp en við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og ég vona að með Guðs hjálp takist okkur að halda uppi blómlegu starfi.“ EHB Sembaltón- leikar í Lundi Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari heldur tónieika í Gamla Lundi á Akureyri í kvöld, mið- vikudaginn 3. des. og hefjast tónleikamir kl. 20.30. Á tón- leikunum leikur Helga verk, sem tónskáld fyrri alda sömdu til vina sinna, eða sem tileink- uð voru samtíðatónskáldum eða hljóðfæraleikurum þeirra, og því bera tónleikarnir yfir- skriftina „Vinaminni“. Tón- listin er eftir Purcell, Froberg- er, Forqueray og Couperin. Helgu Ingólfsdóttur hefur hlotnast margs konar viðurkenn- ing og heiður fyrir hljóðfæraleik og tónlistarstörf. Hún hefur stað- ið fyrir Sumartónleikum í Skál- holtskirkju frá 1975, og leikið inn á nokkrar hljómplötur. Bæði íslensk og erlend tónskáld hafa tileinkað henni verk sín. Helga hefur komið fram á fjölda tón- leika og leikið í útvarpi og sjón- varpi hér heima og erlendis. Þar sem enginn semball er til á Akureyri, þá gefst tónleikagest- um í bænum gullið tækifæri að kynnast þessu dýrindis hljóðfæri á tónleikunum í Gamla Lundi. Þetta eru aðrir tónleikarnir sem haldnir eru á þeim stað, þeir fyrstu voru tónleikar Péturs Jóns- sonar gítarleikara. Húsið býður upp á notalega heimilisstemmningu og skapar fallega umgjörð um tónleika sem þessa. Starfsfólk Alþýðubankans á Blönduósi. „Bankastjórar eiga ekki að vera háifguðir“ - sagði Stefán Gunnarsson bankastjóri við opnun útibús Alþýðubankans á Biönduósi í tílefni opnunar útíbús Alþýðu- bankans á Blönduósi síðastlið- inn fimmtudag var boðið til samkvæmis á Hótel Blöndu- ósi. Gesti dreif að hvaðanæva úr kjördæminu og einnig voru þarna mættir aðilar frá aðal- bankanum o.fl. Stefán Gunnarsson bankastjóri bauð gesti velkomna og færði sér- stakar þakkir til Hilmars Krist- jánssonar fyrir hönd Trésmiðj- unnar Stíganda hf. en starfsmenn Stíganda sáu um allar breytingar á hinu nýja húsnæði bankans á Blönduósi. Þá þakkaði Stefán Sigurði Oddssyni, tæknifræðingi, alla hans vinnu svo og öðrum sem unnið hafa að undirbúningi fyrir opnun útibúsins. í ræðu sinni kom Stefán inn á það að spurt væri hvort þörf væri fyrir fleiri banka á Blönduósi. Hann kvað svo vera og sagði að engin stofnun væri það vel rekin að hún ekki hefði gott af nokkru aðhaldi. Þá sagði hann að von- andi væri þetta aðeins upphafið að því sem koma myndi, þ.e. að opnaðir yrðu afgreiðslustaðir víðar á Norðurlandi vestra og myndi þá útibúið á Blönduósi verða eins konar miðstöð fyrir þá. Stefán Gunnarsson sagði að það væri viðurkennd staðreynd að með tilkomu Alþýðubankans hefðu bankarnir færst nær því sem þeir ættu að vera, þjónustu- stofnanir. „Bankastjórarnir eiga ekki að vera hálfguðir sem fólk þarf að krjúpa fyrir,“ sagði Stefán. Þá sagði hann að akurinn sem starfsfólki útibúsins væri ætl- að að plægja væri stór, eða allt frá Tröllakirkju að Tröllaskaga. Að lokum sagðist hann vonast til að Alþýðubankinn ætti eftir að eiga gott samstarf við íbúa kjör- dæmisins. Góður rómur var gerður að máli Stefáns af þeim nærri sjötíu gestum sem þarna voru saman komnir. Þess má að lokum geta til að sýna fram á hve mikil vinna lá að baki þess að takast mætti að opna á tilsettum tíma, að starfs- fólk útibúsins hafði vakað tals- vert á annan sólahring þegar það mætti til samkvæmisins seinni- partinn á fimmtudag. G.Kr. Nýja bakaríið á Dalvík í byggingu. Mynd E.B. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 4. desember 1986 kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Bergljót Rafnar og Sigurður Jóhannesson til við- tals í fundarstofu bæjarráðs i Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býður út kæli- og frystiklefa í eldhús nýrrar flugstöðv- ar, samtals um 83m2 að grunnfleti. Verkinu skal vera lokið 20. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni, Fells- múla 26 Reykjavík frá og með föstudeginum 28. nóv. gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 12. des. 1986. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 19. des. 1986. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Nýtt bakari a Dalvik - Rætt við Ríkharð Björnsson bakara Ríkharður Björnsson bakari á Dalvík er nú að reisa nýtt og veglegt hús fyrir bakaríið á Dalvík. I nýja húsinu verður einnig verslun. Blaðamaður Dags var á ferð um Dalvík á dögunum og ræddi við Rík- harð um framkvæmdirnar. - Hvað varð til þess að þú fórst út í framkvæmdir núna? „Það var ekki hægt að halda þessu áfram í því húsnæði sem við erum í núna, það er bæði orð- ið gamalt og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í þessari iðn í dag.“ - Hvað er nýja húsið stórt? „Það er 450 fermetrar. Ég er nú svo heppinn að ég þarf ekki að endurnýja vélarnar, ég hef verið að endurnýja þær smám saman gegnum árin. Samt kem ég til með að þurfa að kaupa eithvað af vélum.“ - Hvað ert þú búinn að vera lengi með bakarí hérna? „Ég hóf reksturinn 11. des- ember 1973. Þetta hefur alltaf undið utan á sig svona smám saman. Ég tel að horfurnar í þessum rekstri séu mjög góðar núna. Haukur. Haraldsson á Akureyri teiknaði nýja húsið.“ - Hvenær flytur þú inn? „Það er nú ekki gott að svara því, en það var meiningin að flytja inn í febrúar á neðri hæð- ina. Það tekst að einhverju leyti. Híbýli h.f. á Akureyri sér um framkvæmdirnar. Við verðum komnir með allt húsið í gagnið á næsta ári, við sjáum til með hækkandi sól.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.