Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 9
bílor 9. desember 1987 - DAGUR - 9 ] VAMPYR 406 ryksugan frá AEG er 1000 W og því sérlega kraftmikil, hún er með stillanlegum sogkrafti, inndreginni snúru og snúningsbarka, svo fátt eitt sé nefnt. IÞetta er slíkt gæðatœki að við leyfum okkur að full- lyrða að þú fáir hvergi jafn fjölhœfa ryksugu á svo frá- “ Kr. 8.900.- (STAÐGREITT) Vestur-þýsk gæði á þessu verði. - Engin spurning! Geimfar með aldrifi í>að kemur stundum fyrir að erfitt er að skrifa um bíl eða bíla. Bílar nútímans eru flestir þannig úr garði gerðir að ekkert er út á þá að setja og stundum er ekkert sérstakt sem vekur hrifningu heldur. Flestir nýir bílar eru bara ágætir bílar, hafa þokkalega aksturseiginleika og eru búnir öllum nauðsynlegum búnaði. Engu að síður rembist maður við að hafa einhverja skoðun á þeim bílum sem við ökum, enda þótt sú skoðun sé nú að talsverðum hluta smekksatriði frekar en vís- indaleg niðurstaða. Við treystum okkur ekki til að sannreynda suma kosti bíla, s.s. eyðslu og hámarkshraða, þar sem til þess þarf nákvæm mælitæki. Reynslu- aksturinn er því áhugamennska fyrst og fremst og verður því að taka því sem hér er sagt sem slíku, en auðvitað teljum við okkur hafa verulegt vit á bílum svo það sem ég var að tauta hér að framan er bara uppgerðar- lítillæti. Mitsubishi L 300 4x4 er bifreið sem vandalítið er að skrifa um, því hann er að flestu leyti óvenju- legur að gerð og eiginleikum. Þessi nýja útgáfa bílsins er veru- lega breytt hváð varðar bygg- ingarlag og útlit. Bíllinn samsvar- ar sér mun betur en eldri gerðin. T.d. eru hjólskálarnar ekki jafn afkáralega „tórnar" og þær voru. Útlitið er einnig nýtískulegra og straumlínulagaðra og síðast en ekki síst hefur styrkleikinn auk- ist, einkum að framan og var víst ekki vanþörf á. Flesta fram- byggða japanska bíla skortir styrk til að þola árekstur beint framan á bílinn þannig að viðun- andi sé. L-300 hefur nú fengið sérstakan styrktarbita að framan, sem ætlað er að taka við höggi ef til þess kemur. Mitsubishi L-300 4x4 er vel klæddur að innan, tauáklæði á sætum og teppi á gólfum. Fram- sætin eru nokkuð góð og aftur- sætin koma á óvart, sérstaklega það aftasta, sem virðist ekki sér- lega þægilegt. Þar fer hins vegar ágætlega um farþega, einkum ef þeir notfæra sér fótarýmið til fulls. Hægt er að snúa, fella niður og hvolfa aftursætunum á alla mögulega vegu, þ.m.t. gera úr þeim eina flatsæng. Það er tiltölulega þægilegt að ganga um bílinn, einkum að aftan, þar sem þrep við renni- hurðirnar á hliðunum létta inn- göngu. Stór afturhurðin opnast alveg niður að gólfi, en farang- ursrými er ekki sérlega stórt, a.m.k. ekki ef sætið er í öftustu stöðu, en líklega nægilegt í flest- um tilfellum. Undir stýri er bærileg aðstaða, þó að mér finnist alltaf ofurlítið óþægilegt að sitja svo nærri hurð- inni. í frambyggðum bílum með vélina á milli framsætanna er það oftast þannig að sætin eru höfð mjög utarlega. Fyrir vikið er oln- bogarými ökumanna e.t.v. ekki sem best. A það er hins vegar að líta að í þessum bíl þarf ökumað- ur ekki mikið olnbogarými því stjórntæki eru vel staðsett, stýrið gott og gírskiptingin með ólík- indum góð. Þurrkurnar eru hljóðlátar og á þeim er stillanleg- ur letingi. Miðstöðin skilaði sínu, enda þótt ekki reyndi á hana í nóvemberhlýindunum. Útsýni er afar gott í allar áttir. Milli sætanna eru bakkar fyrir smáhluti og farþegamegin eru tvö handföng sem skelfdir farþegar geta læst klónum í, þegar loft- ferðirnar hefjast. Og nú komum við að þeim. Umsjón: Úlfar Hauksson Mitsubishi L 300 4x4 er sérlega lipur bíll í akstri, einkum innan- bæjar. Vélin er 2ja lítra, 90 hö. og er nægilega dugleg, án þess að nokkurri snerpu sé fyrir að fara. (Mér skilst að fáanleg sé 2,4 1 vélin, sú sama og í Pajero, og held ég að það væri mun skemmtilegri kostur.) Gírkassinn er 5 gíra og alveg ótrúlega þægi- legt að skipta milli gíra í honum. Við hliðina á gírstönginnier önn,- ur stöng til að tengja framdrifið og skipta milli háa og lága drif- hlutfallsins. Hægt er að tengja framdrifið á ferð og bíllinn er búinn sjálfvirkum framdrifslok- um. Bíllinn virðist sannfærandi í ófærð. Reyndar var hann á hjól- börðum sem henta betur í snjó (þetta hvíta sem á að vera á jörð- irini á veturna) en drullu. Ein- hvern v'eginn fannst mér samt framdrifslokurnar plata mig, eða réttara sagt trufla mig stundum. Hins vegar er unaðslegt að aka frambyggðum bíl í torfærum því ekkert „húdd“ skyggir á útsýnið þegar maður kemur upp bröttu brekkurnar. Fjöðrun bílsins í torfærulandi er ekki óþægileg og ég held að þetta geti verið fyrirtaks ferðabíll á vondum vegum. Ég er hins vegar ekki hrifinn af hreyfingum hans á venjulegum vegum og götum. Einkum eru áberandi yfirdrifnar lóðréttar hreyfingar, oft af minnsta tilefni. Auðvitað verður að taka með í reikninginn að ökumaður og farþegi hans sitja beint yfir fram- hjólunum, og því þarf að venjast. Mitsubishi L 300 4x4, 5 dyra, 8 manna smárúta, vcl að.framan, drif á öllum lijólum. Vél og undirvagn: 4ra strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél, borvídd 85,0 mms slaglengd 88,0 mm, slagrýroi 1997,0 cc, 90 hö. við 5500/mín, 149,0 Nm við 3000/mín., þjöppun 8,5:1, yfirliggjandi knastás, einn blöndungur. 'J ; Sjálfberandi yfirbygging nfeð styrktarrárrimá, drif á aftúrhjólum, tengjanlegt framdrif. v 5 gíra gírkassi, Sjálfstæð fjöðrun að framan, með þverörmum, snerilfjöðrun óg dempurum, jafnvægisstöng. Stífur afturás með blaðfjöðrum og dempurum. Aflstýri, aflbremsur, diskabremsur að framan, skálar að aftán, handbremsa á afturhjólum. Hjólbarðar 215 SR 15. Bensfngeymir 60 I. Mál og þyngd: Lengd 436,5 cm, breidd 169,0 cm, hæð 197,5 cm, hjólahaf 224,0 cm, sporvídd 143,0/141,5 cm, þyngd 1340 kg. Hágmarkshraði ca. 135 km/klst. Framleiðandi: Mitsubishi Motors Co., Japan. Innflytjandi: Hekla hf., Reykjavík. Umboð: Höldur sf., Akureyri. Verð: Ca. kr. 930.000. ‘Minria ber á þessu aftur í. Bíllinn er annars hljóðlátur og sæmilega stöðugur á vegi, a.m.k. ef ekki er mikill hliðarvindur. Þegar við , ókum bílnum, var bálhvasst og kom:gféinilegá.í Ijós að vissara er að hafa hugann við aksturinn við slíkar aðstæður. Þó rpátti draga úr áhrifum þliðarvirids með því að áka í fjórhjóladrifi. L 300 er ekki hraðaksturskerra, svo mikið er vístr. en aksturseiginleikarnir eru annars tiltölulega öruggir. Einkum er stýrið gott (vökva- stýri). Bremsurnar eru einnig ágætar og vinna vel. Samanlagt er Mitsubishi L 300 4x4 rúmgóður og vel búinn, sér- lega lipur í akstri innanbæjar og duglegur í torfærum. Fjöðrunin er hins vegar ekki sem best, eink- um í akstri á venjulegum vegum. Ég verð að játa það að ég ber svona bíla alltaf ósjálfrátt saman við VW-Synero, sem ég greip í fyrir 2 árum og því er e.t.v. erfitt að gera mér til hæfis í þeim efnum. AEG RYKSUGANÁ FULLU... AEG ALVEG * EINSTÖK l GÆDI ...Á FRÁBÆRU VERÐl! Áratuga reynsla ogþjónusta hefurgert AEG að einu mest selda merki í raf- magnstœkjum á Akureyri og víðar. AE G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.