Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 9. desember 1987 Mmn kölluðu ekki allt... Pokinn losaður. verið að ýta þeim upp því í dag eru þetta um sex þúsund krónur. Menn geta svo reiknað út hversu mikill hluti það er af góðum túr í dag. Útgerðarfélagið á Gísla mikið að þakka Það stóð jafnvel til að leggja útgerðarfélagið niður á niður-i lægingartímabilinu. Gerð var könnun á félaginu og þá kom í ljós að fimmti hver maður í bæn- um hafði beint eða óbeint tekjur af félaginu. Þá var strax hætt við að leggja félagið niður, sem betur fór. Þá var skipt um yfirstjórn félagsins, Guðmundur Guð- mundsson og Sigurður Jóhanns- son hættu en Gísli Konráðsson tók við stjórninni. Eftir að Gísli tók við snarbreyttist þetta allt saman og ég held að félagið eigi Gísla að mjög miklu leyti að þakka hvað það er í dag. Hann hóf það upp úr þeim öldudal sem það var í og er alveg sérstakur maður. Hann endurskipulagði reksturinn og þetta gekk allt sam- an upp þrátt fyrir erfið ár allt fram til 1965-6. Eftir að ég byrjaði sem fyrsti stýrimaður hjá Aka 1961 fór mestöll inniveran í að þeytast um bæinn á bílnum til að ná mönnum. Ekki var þá alltaf verið að vanda valið enda ekki hægt. , það var bara hausatalan sem gilti. Menn vöknuðu jafnvel við illan draum um borð í togurum á þess- um árum. Einu sinni vorum við staddir í Reykjavíkurhöfn og það vantaði tvo. Aki kallar í mig og segir að ég verði að gera eitthvað í þessu. Ég fór í land og vissi hvert ég ætti að leita og hringdi beint í lögregl- una. Mér var sagt að það passaði. tveir menn væru inni í Síðumúla og þeir buðust til að koma með þá. En þegar lögreglan kom var hún með þrjá menn en ekki tvo! Sá þriðji viídi alls ekki fara um borð. Þrír lögregluþjónar héldu á honum og vildu losna við hann en maðurinn streittist alltaf á móti. Ég sagði hvað eftir annað að við ættum ekki að fá þennan mann, við þyrftum bara tvo. Þá var þetta Akureyringur, sem hafði verið að skemmta sér með hinum tveimur. Þessi maður fór ekki um borð. Heyrðu, Jón, við erum með aukamann Ég man vel eftir fyrsta siglinga- túrnum mínum sem skipstjóri á gamla Sléttbak. Áki fór í frí þennan túr og Sverrir Eðvaldsson var stýrimaður. Þegar við vorum komnir út á Grímseyjarsund kom Sverrir til mín og sagði: „Heyrðu, Jón, við erum með einn aukamann!" „Nú, hvernig getur staðið á því?" segi ég. Þá sagði Sverrir mér að strákarnir hefðu endilega viljað hafa þenn- an mann með og héldu honum þangað til við vorum komnir þetta langt. Ég hringdi í land og talaði við Andrés Pétursson, sem þá var forstjóri. Ég spurði hann að því hvort ég ætti að fara með manninn í land. Andrés sagðist skyldu skrá hann sem háseta og þessi maður fór með okkur þenn- an túr." - Finnst þér ekki að margir þeirra manna sem byrjuðu á gömlu togurunum hafi myndað sterkan kjarna togaramanna hér í bænum? „Jú, það er nokkuð merkilegt að margir þeirra manna sem byrj- uðu með okkur Áka starfa ennþá við togarana í dag. Þessir menn byrjuðu margir mjög ungir og fengu sitt fyrsta uppeldi á sjónum með okkur. Þetta eru menn eins og Sveinn á Kaldbak, Kristján, skipstjóri á Sléttbak, Jón Halldórsson á Oddeyrinni og Þorsteinn á Akureyrinni. Þor- steinn byrjaði t.d. kornungur með pabba sínum og ég man vel eftir því þegar þetta var. Hann varð strax mikill sjómaður og þessi mikli dugnaður kom snemma fram í honum. Þá má ekki gleyma honum Jakobi Kára- syni, hann var líka fyrst til sjós með fósturföður sínum og okkur Áka.“ Jón P. Pétursson hefur frá mörgu fleira að segja en samtal okkar var ekki miklu lengra að þessu sinni. Þar var víða komið við en efninu þó ekki gerð nánari skil en tími og pláss leyfa. Jón sagði að lokum að sér væri efst í huga þakklæti til allra þeirra góðu manna sem hann hefði starfað með á togurunum og fyrir að hafa mátt taka þátt í þeirri merku þróun sem saga togara- útgerðar við Eyjafjörð hefur að geyma. EHB Aukin ferðatíðni í vetraráætlun Vetraráæflun Flugieiða gerir ráð fyrir 100 ferðum frá Rcykjavík til 10 staða á land- inu í hverri viku. AUs munu yfir 40 staðir á landinu tengjast Reykjavík og einnig innbyrðis vegna samræmingar á áætlun Flugleiða við áætlun lands- hlutaflugfélaganna og áætlun- arbifreiða. Sætaframboð til og frá Reykjavík er um 8800 sæti á viku. Aukaferðir verðá farn- ar um jól og nýár. I vetur er gert ráð fyrir auknu Hugi uni helgar vegna þess að ódýrar helgarferöir félagsins og 17 hótela víðs vegar um land hafa reynst vinsælar og hefur mikill fjöldi farþega nýtt sér þá þjón- ustu. Áukið sætabil Á næstu vikum mun sætabil í öll- um Fokker Friendship flugvélum Flugleiða verða aukið nokkuð, þannig að sætabilið í þessum flugvélum verði sambærilegt við sætabilið á venjulegu farrými í þotum félagsins. Jafnframt verður sú breyting gerð, að fremstu sætaröðinni verður snúið við og sitja þá farþegar í fyrstu og ann- arri sætaröð hver gegnt öðrum. Er þetta einkum hentugt fyrir fjölskyldur með börn, en æ al- gengara er að fjölskyldur ferðist saman í innanlandsflugi á fjöl- skyldufargjöldum í staö þéss að aka á bíl. Undirbúningur að þessari breytingu hefur staðið yfir í tæknideild félagsins um nokkurra mánaða skeið og þurfti að hanna og smíöa sérstök sæti í fremstu röðina. Einni flugvélinni hefur þegar verið breytt.'og hefur hið nýja fyrirkomulag og aukna sæta- 'bil mælst vel fyrir hjá íarþegum. St.efnt er að því, að’breytingum á öllum fimm Fokker vélum félags- ins verði lokið fyrir jól. Margvísleg fargjöld I vetur er boðið upp á marg- breytileg fargjöld innanlands, og getur fólk sem er að ferðast, valið um margs konar ferðamáta. Svo dæmi sé tekið, þá er fullt fargjald milli Akureyrar og Reykjavíkur, fram og aftur, kr. 6.636.- Noti farþegi hins vegar svokallað Apex fargjald, kostar ferð milli þessara staða kr. 3.981,- og er það 40% ódýrara en fullt fargjald. Ef hjón ferðast saman á fjölskyldufargjaldi, þar sem að- eins annar aðilinn greiðir fullt fargjald en hinn hálft, verður jöfnunargjald hjónanna milli þessara staða kr. 4.977.- Ein lengsta Icið Flugleiða innanlands er milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Flug á þessari leið fram og aftur kostar kr. 8.860.- Ef ferðast er á Apex fargjaldi, kostar sama flugleið aðeins kr. 5.316.- og sé ferðast á fjölskyldu- fargjaldi, þar sem hjón með tvö börn innan 12 ára aldurs. feróast saman, verður útkoman sú. að hvert þeirra fjögurra'gréiðir að- eins kr. 4.430,- fyrir feröina fram og aftur. Auk þeirra fargjalda, sem nú hafa verið talin, má nefna afslátt fyrir framhaldsskólanema, sem nemur 25% af venjulegu fram og til baka fargjaldi, hópfargjöldum allt að 20% afslætti eftir stærð hópanna og hoppfargjaldi milli Reykjavíkur og Ákureyrar, sem er aðeins 50% af venjulegu fram og til baka fargjaldi. Auk helgar- ferðanna, sem áður er getið, bjóða Flugleiðir ýmiss konar fargjaldapakka. Það nýjasta er Flug og bíll og Flug, bíll og hótel. Þessir tveir ferðamátar eru sér- lega hentugir fyrir þá sem fara í stuttar ferðir í einka- eða við- skiptaerindum. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. | /> i Tökum lyftara í umboðssölu. J * ^L- LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrif- stofu embættisins á neðangreindum tíma: Ásgata 25, Raufarhöfn, þingl. eigandi Gestur Þorsteins- son, föstud. 11. des. ’87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru: Brunabótafélag íslands, Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Tryggingastofnun ríkisins. Austurvegur 4, Þórshöfn, talinn eigandi Jón Stefánsson, föstud. 11. des. ’87 kl. 16.20. Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., Gunnar Jónsson hdl. og Jón Ingólfsson hdl. Birkiland (Vestaraland IV), þingl. eigandi Lárus Hinriksson, föstud. 11. des. ’87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Jón Kr. Sólnes hrl., Skúli J. Pálmason hrl. og Tómas Þorvaldsson hdl. Brúnagerði 1, eh., Húsavík, þingl. eigandi Árni Logi SiguF björnsson, föstud. 11. des. ’87 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Iðnlánasjóður, Veðdeild Landsbanka fslands og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Brúnagerði 1, nh., Húsavík, þingl. eigandi Árni Logi Sigur- björnsson, föstud. 11. des. ’87 kl. 11.10. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Veðdeild Lands- banka (slands og innheimtumaður ríkissjóðs. Fiskeldishús á Haukamýri, þingl. eigandi Fiskeldi hf., föstud. 11. des. ’87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl. og Hróbjartur Jónatansson hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrif- stofu embættisins á neðangreindum tíma: Fiskverkunarh. Reykdælahreppi, þingl. eigandi Þorsteinn Ingason, föstud. 11. des. '87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Fisk- veiðasjóður, Ólafur Axelsson hrl., Gjaldskil sf. og Fiski- málasjóður. Garðarsbraut 29, Húsavík, þingl. eigandi Garðar Geirs- son, föstud. 11. des. ’87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnlaugur Þórðarson hrl., Guð- mundur Markússon hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Höfn II, Svalbarðsstr.hreppi, þingl. eigandi Soffía Friðriks- dóttir, föstud. 11. des. ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Eggert B. Ólafsson hdl., Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Skútahraun 2a, Reykjahlíð, þingl. eigandi Sæþór Kristjáns- son, föstud. 11. des. ’87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Ve ðdeild Landsbanka íslands. Skútuhraun 19, Mývatnssveit, þingl. eigandi Björn Björnsson, föstud. 11. des. ’87 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Ari ísberg hdl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Smáratún 9, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Karl Gunnlaugs- son, föstud. 11. des. ’87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru: Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Ragnar Steinbergsson hrl., Sigríður Thorlacius hdl., inn- heimtumaður ríkissjóðs, Skúli J. Pálmason hrl., Guðjón Ármann Jónsson og Brunabótafélag (slands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.