Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 15
9. Jtawmbgr 19&7 - DyyGUft- 15, Haraldur Ólafsson er að koniast í sitt gamla form í lyftingum. Sýningarmót í lyftingum á Húsavík: Alls sett 16 íslandsmet Alls voru sett 16 íslandsmet drengja á sýningarmóti í ólympískum lyftingum sem fram fór á Húsavík á laugar- daginn var. Þetta var jafnframt fyrsta mótið í þessari íþrótta- grein sem haldið er á Húsavík. Það var Lyftingafélag Akur- eyrar sem stóð fyrir þessu móti og frá því félagi mættu 6 kepp- endur til leiks og til viðbótar 3 frá Reykjavík og þar á meðal Olafur Orn Olafsson formaður LSÍ. Mótið var haldið í íþróttahúsi Barnaskólans og fylgdust fjöl- margir áhorfendur með og kunnu vel að meta þessa skemmtilegu uppákomu. Keppt var í 8 flokk- um og var hörð keppni á milli þeirra Birgis Eiríkssonar frá Reykjavík og Snorra Arnalds- sonar frá Akureyri í 56 kg flokknum en svo fór að lokum að Snorri hafði betur. Snorri og Tryggvi Heimisson bættu sig mest norðanmanna og eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Gamla kempan Haraldur Ólafsson er greinilega að komast í sitt gamla form en hann náði sínum besta árangri frá því að hann kom heim frá Svíþjóð haustið 1985. Haraldur keppir nú í 82,5 kg og hann ætlar sér að fara að krafsa í íslandsmetið í snörun og samanlögðu í þeim flokki. Árangur einstakra keppenda varð þessi: 44 kg flokkur: Ingólfur H. Sigurðsson 48 kg flokkur: Aðalsteinn Jóhannsson 56 kg flokkur: Snorri Arnaldsson Birgir Eiríksson 60 kg flokkur: Tryggvi J. Heimisson 75 kg flokkur: Kristján Magnússon 82,5 kg flokkur: Haraldur Ólafsson Ólafur Ö. Ólafsson 90 kg flokkur: Hermann S. Jónsson snör.-jafnh.-samanl. 30-40-70 27,5-35-62,5 40-50-90 27,5-46-73,5 65-75-140 60-82,5-142,5 130-170-300 80-105-185 70-75-145 r i * K ■ ’ f é l - m d r % r r Æ í Félagar úr Lyftingafélagi Akureyrar sem tóku þátt í sýningarmótinu á Húsa- vík. Handbolti 3. flokkur: Þór - KA í kvöld í kvöld leika Þór og KA í 3. flokki, fyrri leikinn í Akureyr- armótinu í handbolta. Leikur- inn fer fram í Skemmunni og hefst kl. 20. Leikur þessara liða í haustmóti HKRA fyrir skömmu var mjög sögurlegur en þá léku leikmenn liðanna meira af kappi en forsjá. Vonandi hefur þjálfurum liðanna tekist að hemja sína menn og að þeir sýni góðan handknattleik í kvöld. Handbolti: Enneinn stórsigus íslendinga! - sigruðu Júgóslava 25:22 í Laugardalshöll í gærkvöld íslenska handknattleikslands- liðið vann enn einn stórsigur- inn í gærkvöld, er liðið lagði heims- og ólympíumeistara Júgóslava að velli í Laugar- dalshöllinni með 25 mörkum gegn 22. íslendingar höfðu yfirhöndina í leiknum frá upp- hafi til enda og unnu mjög sanngjarnan sigur. Mótspyrn- an fór í skapið á meisturnum og fékk þjálfari Júgóslava m.a. að líta rauða spjaldið í byrjun seinni hálfleiks. íslendingar byrjuðu leikinn mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Júgóslavar minnkuðu muninn í eitt mark 3:4 en eftir miðjan hálfleikinn náðu íslend- ingar fjögurra marka forystu 9:5. Bjarni Guðmundsson skorar fyrir Þór í leiknum gegn KA í 6. flokki A. Mynd: KK Handbolti: Þór vann alla leiki A-liðanna Fyrri umferðin í Akureyrar- móti yngri flokka í handbolta fór fram í íþróttahúsi Glerár- skóla um helgina. Leikið var í 6., 5. og 4. flokki drengja, A, B og C liða á laugardag en í 4. jog 3. flokki stúlkna A og B á sunnudag. Þórsarar höfðu vinninginn að þessu sinni en þeir sigruðu í 7 leikjum á móti 5 leikjum KA- manna en Þórsarar unnu alla leiki A-liðanna. Seinni umferð mótsins fer fram um næstu og þar næstu helgi í Höllinni. Urslit leikjanna um helgina urðu þessi: 6. flokkur: CliðÞór-KA 4:11 B lið Þór-KA 0:11 A lið Þór-KA 9:6 5. flokkur: C lið Þór-KA 9:7 B lið Þór-KA 11:5 A lið Þór-KA 14:9 4. flokkur: C lið Þór-KA 5:6 B lið Þór-KA 9:10 A lið Þór-KA 25:12 4. flokkur kvenna: A lið Þór-KA 9:5 3. flokkur kvenna: B lið Þór-KA 2:7 A lið Þór-KA 18:8 En þegar flautað var til leikhlés höfðu Júgóslavar náð að minnka muninn aftur í eitt mark 10:11. í síðari hálfleik fóru hlutirnir hins vegar gerast mun hraðar. Þeir félagar Þorgils Óttar Mathie- sen og Kristján Arason léku þá á alls oddi og skoruðu sín tvö mörkin hvor og juku muninn í fimm mörk 15:10 áður en Júgó- slavar skoruðu sitt 11. mark. Þor- gils skoraði einnig næstu tvö mörk íslands en um miðjan hálf- leikinn höfðu íslendingar yfir, 18:15. Á næstu mínútum náðu Júgó- slavar að minnka muninn í eitt mark 19:20 en íslendingar áttu frábæran lokasprett og sigruðu mjög örugglega 25:22. Það var Guðmundur Guðmundsson sem Knattspyrnuáhugamenn ættu ekki að þurfa að fara í jóla- köttinn að þessu sinni. Bóka- útgáfan Skjaldborg hefur nýlega sent frá sér bækurnar, Arnór bestur í Belgíu og íslensk knattspyrna 1987. Bækurnar sem eru skrifaðar af Víði Sigurðssyni blaðamanni, eru bæði stórskemmtilegar og um leið fullar af fróðleik. I bókinni, Arnór bestur í Belgíu, er saga Arnórs sögð, allt frá frumbernsku á Húsavík til þeirrar stundar vorið 1987 að hann hampaði æðstu vegsemdum belgísku knattspyrnunnar. Frá- sagnir af leikjum, sagt frá eftir- minnilegum samherjum og atburðum tengdum knattspyrn- unni, lækningu „að handan“ og ýmislegt fleira er tínt til sem ekki hefur áður komið fram, eins og segir m.a. á bókarkápu. Arnór er fæddur á Húsavík og lék með Völsungi í yngri flokk- unum. Fjölskyldan flutti síðan suður og Arnór hóf að leika með ÍR en gekk síðan til liðs við Víking. Hann varð m.a. íslands- meistari með Víkingi í 3. flokki íslensk knattspyrna 1987. innsiglaði sigur íslands á síðustu sekúndu leiksins með marki úr horninu en skömmu áður hafði markvörður Júgóslava varið víta- kast frá Kristjáni Arasyni. íslenska liðið lék lengst af mjög vel og áttu þeir Einar mark- vörður, Kristján Arason, Þorgils Óttar, Valdimar Grímsson, Páll Ólafsson, Guðmundur Guð- mundsson og Sigurður Gunnars- son allir mjög góðan leik. Mörk íslands: Kristján 7/4, Þorgils Ótt- ar 6, Valdimar 4, Sigurður 3, Guðmundur 3 og Páll 2. Júgóslavar sýndu skemmtilega takta inn á milli en áttu greinilega erfitt með að sætta sig við að láta í minni pokann fyrir íslenska lið- inu. Dómarnir voru sænskir og stóðu þeir sig mjög vel. árið 1977 eftir að lið hans hafði unnið Þór í úrslitaleik hér á Akureyri. Arnór lék drengja- og unglingalandsleiki og einnig á hann fjölda A-landsleikja að baki. í dag er hann ein skærasta stjarnan í belgísku knattspyrn- unni en hann leikur sem kunnugt er með stórliöinu Anderlecht. í fyrra varð hann belgískur meist- ari með liði sínu, varð marka- kóngur deildarinnar og var auk þess útnefndur besti leikmaður deildarinnar af einu stærsta dagblaði Belgíu. íslensk knattspyrna 1987 er dagbók knattspyrnunnar í ár í máli og myndum. Meðal efnis í henni eru frásagnir af öllum leikj- um í 1. deild karla, úrslit og markaskorarar í öllum leikjum 2. deildar og 1. deildar kvenna og auk þess öll önnur úrslit á íslandsmótinu. Leikjafjöldi og markaskor allra leikmanna í öll- um deildum karla og kvenna. Bikarkeppnin, landsleikirnir og Evrópuleikirnir. Atvinnu- mennirnir okkar, íslensk knatt- spyrna á árunum 1947-1954, fjöldi mynda og ótal margt fleira. Arnór bcstur í Belgíu. Bækur fyrir knattspyrnuáhugamenn: Amór bestur í Belgíu og íslensk knattspyma 1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.