Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - 9. desember 1987 Mem köUu ekki aSt ömm sím á (jömlu togurumm - spjallað við Jón P. Pétursson, skipstjóra, um lífið á togurum ÚA Hvernig var lífið á gömlu síðutogurunum? Jón P. Pétursson, sem var síðast skipstjóri á Sléttbak, áður en því skipi var breytt í frystitogara, féllst á að segja lítillega frá sjómennsku og vinnubrögðum á þeim tíma þegar hásetarnir þurftu að standa úti við aðgerð, hvernig sem viðraði. í samanburði við þá tíma er öryggi sjómanna miklu meira nú á dögum, þeir standa vel varðir fyrir ágjöf og vondum veðrum neðan þilja. En menn kölluðu ekki allt ömmu sína á gömlu togurunum og margt af því sem þar taldist sjálfsagt væri tæpast hægt að bjóða neinum í dag. „Ég var orðinn 27 ára gamall þegar ég gerðist fyrst stýrimaður og skipstjóri í afleysingum. Ég byrjaði á togurum Utgerðar- félags Akureyringa árið 1952 en það er ekki fyrr en 1959 sem ég fór í Stýrimannaskólann í Reykja- vík því ég var svo lengi að ákveða mig um hvort ég ætti að leggja þetta starf, sjómennskuna, fyrir mig. Ég lauk námi eftir þessa tvo hefðbundnu vetur, vorið 1961. Þegar ég útskrifaðist gekk óskaplega illa að manna togar- ana. Áki Stefánsson, skipstjóri, hringdi í mig um vorið og bað mig um að koma til sín sem 2. stýrimaður. Ég tók því og ég man að svo mikið lá á að ná í mig að þeir sendu flugvél eftir mér suður. Ég hafði ekki tíma til að vera viðstaddur útskriftina held- ur fór beint á gamla Sléttbak. Sigurður Jóhannsson, skipstjóri á Harðbak, útskrifaðist um leið og ég- Með Áka í rúma tvo áratugi Eftir þetta var ég með Áka sem stýrimaður og leysti hann af sem skipstjóri í 21 eða 22 ár. Peg- ar Áki hætti tók ég alveg við Sléttbak og var með hann í eitt og hálft ár. Ég býst við því að það sé nokkuð sérstakt hvað við Áki Stefánsson vorum lengi saman til sjós. Fyrst var ég með honum á gamla Harðbak en Áki hafði áður verið háseti og stýrimaður hjá Guðmundi Jörundssyni á síldveiðum, á Jörundi.“ - Hvernig skip voru gömlu togararnir? „Peir voru alveg sérstaklega góð skip. Harðbakur var mjög gott sjóskip og hann var líka gott ferðaskip. Að vísu var hann dálítið blautur, sem kallað var, og tók dálítið inn á sig, en það var gott að vinna á honum og hann var rólegur. Sléttbakur og Kaldbakur voru miklu erfiðari og létu verr en fyrir vikið voru þeir betri sjóskip og tóku minna á sig. Þetta voru ákaflega lipur skip til að fiska á og ég kunni vel við gamla Sléttbak að þessu leyti. En hann valt alveg rosalega og það leiddist mér. Harðbakur var einstaklega gott fiskiskip. Hann var eitt af þeim skipum sem engu máli skipti hver var með í það og það skiptið, það fiskaðist alltaf á honum. Petta er svo misjafnt með skip. Sléttbakur, sem ég var með síðast, var mjög erfiður og erfitt að fiska á honum. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort hann breytist hvað þetta varðar eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á honum. Það var líka erfitt að fiska á gamla Sléttbak ogk aldrei gekk almennilega á honum. Ú.A. átti fjórða skipið á þess- um árum, Svalbak. Halldór Hall- grímsson var með hann þegar ég byrjaði en fyrstu árin var Þor-r steinn Auðunsson, bróðir Sæmund- ar Auðunssonar, með hann. Þetta var gott skip en eitthvað hefur Þorsteini ekki líkað við hann því hann lét taka af honum afturmastrið. Þetta gerði Þor- steinn til að létta skipið og einnig fannst honum Svalbakur leggjast of mikið, held ég. Þá stóðu menn úti í öllum veðrum Sjómennskan breyttist mikið þegar skuttogararnir komu því þetta eru yfirbyggð skip og menn voru eiginlega aldrei í eins mikilli hættu á þeim. Gömlu togararnir voru opnir og í vondum veðrum á vetrum var oft hættulegt að vera úti á dekki við aðgerð, en þar stóðu mennirnir hvernig sem viðraði. Þetta gat verið mjög hættulegt, fyrir kom að allt fyllti af sjó og þilfarsplankarnir, en þeir voru úr tré, brotnuðu, og mennirnir syntu bókstaflega innan um draslið. Maðurinn í brúnni leit eftir sjólaginu og kallaði við- vörunarorð til mannanna ef sjór var á leiðinni. í vondum veðrum heyrðu menn þetta þó ekki nógu fljótt eða það gerðist svo snögg- lega að ekkert varð við ráðið. Þessum skipum var heldur ekki haldið eins stíft úti og tíðkast í dag. Þó man ég varla eftir því að hætt væri við að fara út vegna veðurs, það var alltaf farið en þá gjarnan legið við Hrísey og tím- inn notaður til að gera við veið- arfæri o.fl. Menn voru þá að bíða eftir því að veður lagaðist en þetta var ekki vinsælt af öllurn." - Hver var aðalbreytingin við að fara af gamla Sléttbak á þann nýja? „Það var bætt vinnuaðstaða að öllu leyti. Þá vil ég nefna það atriði að nýi Sléttbakur var mikil sjóborg. íbúðir og aðbúnaður all- ur var margfalt betri og ekki má gleyma því að nýrra skipið var mikið ferðaskip og þoldi nánast hvaða veður sem var. Vanir menn þurftu ekki aö sjá sjóinn Samt var viss sjarmi yfir gömlu skipunum sem mér fannst hverfa með þeim. Þó voru þau ekki betri sjóskip. Eitt af því sem var hættulegt við gömlu togarana var þegar menn þurftu að fara á milli, sem kallað var. Hásetarnir höfðu sína aðstöðu fram á og maður var oft dauðhræddur í vondum veðrum þegar menn voru að fara eftir dekkinu. Vanir sjómenn lærðu að fara á réttu róli á milli en óvanir menn ösnuðust stundum til að fara á vitlausu róli, öfugum megin jafnvel, en ekki var sama hvorum megin var farið þegar verið var að stíma upp í slæm veður. Vanir menn þurftu ekki að sjá sjóinn, þeir fundu á hreyfingum skipsins hve- nær óhætt var að fara á milli. Þetta er í rauninni nokkuð merkilegt. Á gömlu togurunum hafði maður góða yfirsýn yfir alla vinnu sem fram fór á dekkinu en þegar skuttogararnir komu fannst mér ég slitna talsvert úr sambandi við vinnslu og frágang á fiskinum. Ég hef stundum orð- að þetta þannig að maður einangr- aðist uppi í brúnni. Við komum stundum inn með „kæfu“ - Manstu eftir einhverjum sér- staklega góðum túr á gömlu tog- urunum? „Auðvitað man maður eftir mörgum góðum túrum en stærstu túrarnir sem ég fór voru á flot- trolli. Þetta var suður á Selvogs- banka, meðan ennþá var hægt að sækja þangað. Þar var oft óskap- lega mikið fiskirí og dekkið fyllt- ist af stóreflis fiski, en þannig fiskur sést ekki í dag. Vinnan var líka mikil, allt fyllt eins og hægt var og meira til. Ég man eftir því að vð komum stundum inn með „kæfu“, en það var kallað að koma með kæfu þegar fiskurinn var flattur og lagður saman en ekki saltaður. Þetta var gert eftir að allt var orðið fullt og ekkert salt eftir. Ég man eftir því að stundum var verið að ýta á eftir mönnum þegar mikið var að gera. Einu I aðgerð á gamla Harðbak. 9. desember 1987 - DAGUR - 11 ekki upp en var orðinn óskaplega þreyttur eftir túrinn. Þegar við vorum að fara heim sagði Lúlli við Ólaf Aðalbjörnsson: „Mikið skelfing er gott að vera kominn af stað heim.“ „Heim?“ segir hinn. „Nei, við erum sko að fara inn til Grænlands að ná í meira salt.“ „Nei, þú lýgur þessu,“ sagði gamli maðurinn, og ég get svarið að tár runnu úr augunum á honum. Lúlli sagði okkur þá að þessi túr hefði allur verið eins og verst gerðist á elstu togurunum, vinnan og fiskiríið voru svo geysi- leg. I þessum saltfisktúrum við Grænland var togað í fjóra til fimm tíma og legið í tíu til tólf klukkustundir við aðgerð og látið reka á meðan. Umsalta þurfti all- an fiskinn sem var smár og gerði það vinnuna ennþá meiri. Ég held að ekki þýddi að bjóða ungu fólki þessa vinnu í dag. Við stóð- um aldrei frívaktir, það hefði ekki þýtt að bjóða það. Fyrsti túrinn var 17 dagar og eftir hann lönduðum við 255 tonnum af stöfluðum saltfiski. Næsta túr vorum við 32 daga á veiðum og tókum salt í Grænlandi. í sambandi við Grænland þurftu menn að vera með heil- brigðisvottorð frá heimalandi sínu, ef þeir ætluðu í land. Þá kom einnig læknir um borð og skoðaði alla með tilliti til kyn- sjúkdóma. Okkur þótti þetta ein- kennilegt því allir vissu að krökkt var af kynsjúkdómum í Grænlandi en öðruvísi fengum við ekki að fara í land. „Ég á hann!“ Eftir þennan 32 daga túr, sem ég nefndi áðan, vorum við með 380 tonn af saltfiski. Þá var ekki hægt að taka meira. Síðasta túrinn í þessari lotu fórum við til Esbjerg með um 300 tonn eftir 24 daga veiði. í þeim túr fórum við alveg norður í Diskó-flóa, og það er það nyrsta sem við fórum nokkurn tíma. Þriggja eða fjögurra daga sigling var þangað norður frá Hvarfi. Ég man það greinilega að við feng- um lax, einn, tvo eða þrjá í hverju hali. Eftir þennan túr vor- um við með 50-60 laxa sem geymdir voru í kæli. Sæmundur heitinn gaf öllum hálfan lax en hirti sjálfur restina. Þetta voru allt stórir og fallegir fiskar. Ingólfur Guðmundsson, sem kallaður var Tarzan, var pokamaður þegar við fengum fyrsta laxinn. Ingólfur stökk strax á laxinn og hrópaði: „Ég á hann!“ En við komum honum nú fljótlega í skilning um að hann ætti ekki laxinn. Ingólfur er Sigl- firðingur, bróðir Guðmundar skíðakappa. Hann býr nú í Hafn- arfirði.“ - Hvernig voru launin á gömlu togurunum? „Á seinni árum var þetta nokk- uð gott en Grænlandstúrarnir voru, held ég, miðaðir við góð laun í landi. Maður þótti nokkuð vel settur að hafa vinnu á togur- unum en þetta fór að breytast upp úr 1955-7, eftir að síldin fór að aukast. Þá þótti lítið varið í að vera á togara. Svo kom það tímabil í sögu togaranna sem ég kalla niður- lægingartímabilið hjá útgerðar- félaginu. Þetta var þegar hætt var að mestu að sigla vegna löndun- arbanns erlendis og áður en frystihúsið var byggt. Menn voru að landa hingað og þangað og siglt á Þýskaland á haustin. Mig minnir að á árunum 1956-7 hafi jafnvel gengið illa að fá útborgað hjá félaginu. Á þessum tíma var farið að ræða það af alvöru að byggja frystihús og farið að safna hlutafé. Lagt var að áhöfnunum að kaupa hlutabréf og ég keypti tvö tvö þúsund króna hlutabréf. Þetta svaraði til tekna af einum góðum túr. Þessir peningar hafa ekki ávaxtað sig vel þó reynt hafi Sjá næstu síðu. Gamli Harðbakur. „Það var til skammar að þetta skip skyldi ekki vera varðveitt.“ Harðbakur var tiltölulega nýkominn úr klössun þegar hann fór í brotajárn. sinni var t.d. Villi, núverandi for- stjóri Ú.A., 2. stýrimaður á gamla Harðbak. Hann var ákafa- maður og reyndi að ýta á eftir mönnum sem honum fannst ekki halda nógu vel áfram. Þar á meðal var einn sem honum fannst full- rólegur. Villi kallaði í manninn: „Haltu áfram, þú verður að reyna að gera eitthvað, maður!“ Maðurinn var spakur áfram, lítur upp og segir: „Heyrðu, þarf þetta að vera búið fyrir einhvern ákveðinn tíma?“ Þetta gekk svo fram af Villa að hann gat ekkert sagt.“ Ég byrja á gamla Harðbak - Hvernig vildi það til að þú byrjaðir hjá Ú.A.? „Það var nokkuð merkilegt hvernig það atvikaðist að ég fór á gamla Harðbak 1952 og byrjaði þar með hjá félaginu. Þannig var að ég var búinn að reyna að fá pláss á togurunum og tala við skipstjórana en það gekk ekki neitt. Pabbi heitinn var fóstur- bróðir Þorsteins M. Jónssonar, sem lengi sat í bæjarstjórninni, en Þorsteinn var líka í stjórn útgerðarfélagsins. Pabbi talaði við Þorstein sem sagði okkur að bíða, hann skyldi sjá til. Hann talaði líka við Guðmund Guð- mundsson, sem var forstjóri félagsins, og spurði hvort ekki væri hægt að hjálpa stráknum á sjó, hann væri frá stóru heimili og það væri gustuk að koma honum á togara. Pabbi talaði við skipstjórana og líka við Alfreð heitinn Finn- bogason, sem var stýrimaður á Harðbak. Allt í einu kom kallið og ég fékk þau skilaboð að ég ætti að finna Guðmund Guð- mundsson að máli, en hann bjó þá í Helgamagrastræti. Þegar ég kom þangað var Guðmundur að borða en hann bauð mér inn og sagði: „Þú ferð út með Kaldbak í kvöld en þú veist að ef þú stendur þig ekki færðu bara þennan eina túr.“ Ég sagðist skilja það og fór heim voðalega glaður yfir því að vera nú loks að fara á togara. Ég var að taka dótið mitt til þegar Alli heitinn Finnboga kemur heim og segir við okkur pabba: „Jæja, Jón, það brást hjá okkur maður og ég er kominn að ná í þig.“ „Það er ekki hægt, hann er ráðinn á Kaldbak og á að fara út í kvöld,“ sagði pabbi. „Það er nú ekkert með það, hann kemur með mér,“ sagði Alli heitinn og það varð úr, ég fór á Harðbak. Síðar frétti ég að Kaldbakur hefði beðið eftir manni um kvöldið sem hefði ekki mætt. „Hann rúllar bara eins og bobbingur, þessi!“ Ég sé ekki eftir því að hafa farið á Harðbak, ég kunni alveg sér- staklega vel við Sæmund heitinn Auðunsson, skipstjóra, því hann var alveg einstakur maður. Þessi fyrsti túr var alveg óskaplega erf- iður, fannst mér. Við vorum á salti og ég var fyrst í pontinu, sem kallað var, en í því starfi fólst að þvo fiskinn. Allt var mælt og sett upp í kassa. Maður hnýtti hnút á snærisspotta fyrir hvern kassa sem kláraðist og síðan var farið með snærið upp í brú. Skipstjórinn taldi hnútana og færði töluna inn í kassabók, því þannig fylgdust þeir nákvæmlega með því sem var í skipinu. Þá var maður líka í nætur- kokkaríinu, en það tilheyrði og gerir það enn að yngsti maðurinn sér um það. í sambandi við þetta man ég eftir því að einu sinni kom ég með kaffi upp í brú til Sæmundar að kvöldi til, en það tilheyrði næturkokkaríinu. Ég var með kaffið í katli og um leið og ég hellti í könnuna hjá honum sagði hann: „Hvað er þetta, er enginn sykur í þessu hjá þér?“ Þá sagði ég: „Jú, jú, blessaður góði, hristu bara ketilinn.“ Sæmundur hló mikið að þessu og þótti þetta víst nokkuð gott svar. Ég man að við fengum nokkuð vont veður þennan túr. Við vor- um á Strandagrunni einu sinni þegar ég var að fara aftur í í mat og búið var að taka alla plankana af dekkinu nema við mastrið, en þetta var venjulega gert. Maður gat stokkið af plönkunum niður á dekkið og hlaupið aftur eftir skip- inu. Mér varð fótaskortur þegar ég stökk niður og rann á rassin- um aftur eftir öllu dekkinu og stoppaði ekki fyrr en aftur í svelg. Ég var nokkuð þybbinn eða feitur þegar þetta var. Sæmundur var í glugganum og brosti að þessu atviki og sagði: „Hann rúllar bara eins og bobb- ingur þessi.“ Eftir þetta festist nafnið á mér og ég var alltaf kall- aður Jón bobbingur." Ég hefði ekki viljað missa af þessum tíma - Fengu menn gjarnan viður- nefni á togurunum? „Já, það losnaði enginn maður við það og allir fengu sitt nafn. Fyrsta árið mitt á Harðbak vor- um við fimm eða sex Jónar um borð og eitthvað þurfti til að aðgreina mennina. Ég hefði alls ekki viljað missa af þessum tíma og er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þeirri þróun sem varð á togurunum. Hún er svo geysilega mikil og merkileg. Yngri menn, sem byrjuðu á síð- ari tímum, halda að það sé eitt- hvert karlagrobb þegar maður er að segja sögur af lífinu eins og það gekk á gömlu togurunum. Þessu er þó ekki þannig varið, þetta var svo gjörólíkt því sem gerist í dag að ekkert er hægt að líkja því saman. Vinnan var svo mikil fyrstu árin og sumu af henni, sérstaklega vinnu við veiðarfærin, hefur mik- ið til verið hætt í dag. Veiðar- færavinnan hefur færst svo mikið í land að þó skömm sé frá því að segja er mikið af mönnum á sjó í dag sem ekki kunna að splæsa víra o.fl. sem sjálfsagt þótti áður. Þá var enginn maður með mönn- um sem ekki kunni að splæsa." - Þurfa menn þá ekki að vera eins góðir sjómenn í dag og áður? „Jú, ég held að menn þurfi allt- af að vera góðir sjómenn en sú breyting hefur orðið á að í þá daga gerðu menn sjómennskuna að ævistarfi og lærðu starfið eins vel og hægt var. í dag finnst mér það einkennandi viðhorf hjá yngri mönnum að þeir ætla sér bara að vera tímabundið á sjó. Þeir hugsa með sér að gott sé að vera sjómaður í nokkur ár og tekjurnar séu góðar. Þeir ætla sér að fara í land eftir nokkur ár en þá hafa þeir ekki áhuga á að læra starfið sem skyldi. Þá runnu tár úr augunum á gamla manninum Vinnan við veiðarfærin hefur minnkað og hún er líka allt öðru- vísi en áður. Veiðarfærin eru miklu sterkari núna en í gamla daga var vír og tóg í öllu, sérstak- lega var mikil vinna þegar hamp- urinn var notaður í trollin. Það sást aldrei út úr þessari vinnu. Mér finnst því að þegar verið er að tala um mikla vinnu um borð í verksmiðjutogurunum í dag þá sé það nú samt minna en var oft á gömlu togurunum. Fyrsta árið mitt á Harðbak fór- um við þrjá túra á Grænland og veiddum í salt. Ég man að vinnan var svo svakalega mikil að gömlu karlarnir, sem höfðu verið á elstu togurunum, gáfust hreinlega upp. Einn af þessum gömlu mönnum var kallaður Lúlli basta, mjög sérstakur karl. Hann hafi verið á elstu togurunum og gafst Á gantla Sléttbak. Aftast f.v.: Jón P. Pétursson, Gísli Jóhannesson, Gísli Einarsson, Hallur Jónasson, Kristján Frímannsson. í miðjunni: Gunnar Jónsson, Knud Herner og Jón B. Aspar. Fremst: Pétur Kristjánsson, Sigurður Axfjörð, Sigursteinn Gunnlaugsson og Styrmir Gunnarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.