Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 3
a7i febníah1988 - ÐAQUR - 3 „Afstaða stjómar L.H. splundrar samstöðu norðlenskra hestamanna" - segir m.a. í úrsagnarbréfi hestamannafélagsins Hrings til stjórnar L.H. Stjórn Landssambands hesta- mannafélaga hefur nú fengið úrsagnarbréf hestamannafé- lagsins Hrings á Dalvík í hendur. í þessu bréfi eru til- greindar ástæður þess að félagið gengur úr landssam- bandinu. Megin ástæða fyrir úrsögn Hrings er öll afstaða og framkoma meirihluta stjórnar L.H. við staðarval fyrir landsmót 1990 sem Hringsmenn telja ganga þvert á svokallaða Varmahlíðar- samþykkt frá 8. júní 1980. Er þessi ákvörðun talin muni splundra samstöðu og sam- vinnu norðlenskra hesta- manna. Ennfremur segir í úrsagnar- bréfi stjórnar Hrings: „Þá vegur og þungt í þessari ákvörðun okkar sú meðferð sem erindi Hrings frá 2. sept 1987 fékk hjá stjórn L.H., en þar var það lítið sem ekki rætt og ekki getið í fundargerð fyrr en löngu seinna og þá eftir eftir- grennslan, og ekki talið svara- vert. En síðan notað sem átylla í ræðu formanns L.H. á lands- þingi fyrir því að flytja lands- mótsstaðarval inn á þingið, þrátt fyrir áskorun okkar um að reyna að leysa ágreiningsmálin fyrr. Við sendum þetta bréf í góðri meiningu og fullri alvöru, en fengum lítilsvirðandi viðbrögð. Við hörmum mjög hvernig komið er innan L.H. sem upp- haflega var stofnað til að sam- eina hestamenn, en stjórnast nú fremur af ímyndaðri gróðavon og einstrengingshætti, en orð- heldni og félagslegum viðhorf- um. Meðan svo er teljum við okk- ur ekki geta leikið með.“ Erindi það er Hringsmenn vitna hér til var sent stjórn L.H. þann 2. sept, í haust. Þar er vakin athygli stjórnar iands- sambandsins á því ástandi sem skapast hafi innan L.H. eftir ákvörðun um landsmótsstað og telja Hringsmenn þessa ákvörð- un siðferðislega hæpna. í bréf- inu lýsa þeir áhyggjum sínum yfir hvernig staðið skuli að stór- mótshaldi á Norðurlandi í fram- tíðinni þegar svo stór hluti hestamanna sem nú lítur út fyrir að segi sig úr L. H. verður farinn af vettvangi. í bréfinu segir einnig: „Augljóslega hafa og verið magnaðir upp gamlir og leiðir draugar, sem legið hafa kyrrir um árabil, en ganga nú um og nærast á óþolandi illdeilum og héraðaríg. Skorum við því á stjórn L.H. að taka landsmótsstaðarval á Norðurlandi til endurskoðunar og hafa hið fyrsta frumkvæði að alvöru fundi með norðlenskum hestamönnum og freista þess með öllum tiltækum ráðum að firra frekari vandræðum. Við höfum litið svo á að L.H. væri samtök áhugafólks um efl- ingu alhliða hestamennsku vítt um landið, en ekki til þess ætlað að hygla einurn fremur en öðr- um og ýta undir aðstöðumun. Sé hið síðara tilfellið, sem okk- ur finnst ýmislegt benda til í seinni tíð, hljótum við að setja stórt spurningarmerki við áframhaldandi veru okkar í L.H. og höfum við þó engin bein hagsmunatengsl við norð- lensku „landsmótssvæðin" tvö. Hér er einungis um siðferðislegt mat okkar'á þessum hlutum að ræða.“ JÓH Nótin bœtt. Málflutningi í Sturlumáli lokið - Sturla Kristjánsson krefst 6 milljóna í skaðabætur Guðrún M. Árnadóttir, lög- íslendingar ekki hættir að taka í vörina Skýrsla Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins um sölu á áfengi og tóbaki árið 1987 er komin út. Samkvæmt skýrsl- unni hefur orðið 2,92% sölu- aukning í sterkum, áfengum drykkjum frá fyrra ári, en sala léttvína hefur dregist saman um 1,51%. Sala vindlinga jókst um 1,69%. í töflum, sem fylgja ársskýrsl- unni, koma ýmsar athyglisverðar staðreyndir í ljós hvað varðar áfengisneysluna árið 1987. íslendingar keyptu 1.672.000 lítra af léttum vínum, þ.e. drykkjum með minna alkóhól- innihaldi en 22%. Af sterkari drykkjum, þ.e. brenndum vínum o.þ.h., seldust 1.611.000 lítrar. Þetta þýðir, að hver einasti íslendingur, 15 ára og eldri, hef- ur neytt að meðaltali um 9,14 lítra af léttvínum á síðasta ári, og 8,8 lítra af sterkum drykkjum. Þetta samsvarar 3,44 lítrum af hreinum vínanda á hvert mannsbarn á landinu, óháð aldri. Hvað einstakar tegundir áfeng- is varðar, þá seldust 177.984 flöskur af íslensku brennivíni, öðru nafni „svartadauða", í fyrra, 277.737 flöskur af Smirn- offavodka, 110.546 flöskur af Eldurís-vodka, 39.788 flöskur af Borzoi-vodka og 74.462 flöskur af Absolut-vodka. Alls seldust 362.092 flöskur af brennivínsteg- undum og 1.138.676 flöskur af vodkategundum. í fyrra seldust 2,2 milljónir kartona af vindlingum hjá ÁTVR. Vindlasalan nam 14.411.000 stykkjum, 18.280 kg seldust af reyktóbaki, 12.468 kg af neftóbaki og 47,2 kg (2950 pakkar) af munntóbaki. Á síðast- nefnda atriðinu sést, að íslend- ingar eru ekki alveg hættir að taka í vörina. EHB DAGUR Akurevri S96-M Norðlenskt dagblað Á mánudag lauk þriggja daga málflutningi í máli Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra, gegn fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Kröfur Sturlu eru að brott- vikning hans úr starfl í janúar 1987 verði dæmd ólögmæt, og að honum verði greiddar sex milljónir króna í skaðabætur, auk greiðslu málskostnaðar. í málflutningi Jónatans Sveinssonar, lögmanns Sturlu, kom m.a. fram, að mál þetta væri komið til dónts vegna þess að ríkisvaldið hefði ekki sinnt tilmæl- um um sáttaumleitanir, og að brottvikning Sturlu úr embætti hefði verið fullkomlega ólögmæt. Þá bæri áminningarbréfi til Sturlu frá því í ágúst 1986 og ásökunum í lausnarbréfi ekki saman. Ekki væri heldur rétt að Sturla hefði sýnt af sér trúnaðarbrest gagn- vart ráðuneytinu með því að gefa fjölmiðlum ákveðnar upplýsingar um skólamál, því slíkar upplýs- ingar væru árlega sendar skóla- nefndum o.fl. stjórnunaraðilum skóla, og með slíkar upplýsingar væri aldrei farið sem trúnaðar- mál. Umhverfi Samkomuhússins hefur ekki verið skipulagt og þar eru bílastæði t.a.m. mjög óhentug og af skornum skammti. Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur sagði að Leikfélag Akureyrar hefði far- ið fram á að unihverflð yrði hannað og komið í betra horf, maður ríkissjóðs, lagði m.a. áherslu á, að Sturla hefði af ráðn- um hug farið fram úr ákvæðum fjárlaga. Hann hefði brotið trún- aðarskyldu með því að beita sér opinberlega gegn stefnu ráð- herra, og haft að engu tilmæli um um þótt fullur vilji væri fyrir hendi hjá bæjaryflrvöldum. Stefán sagði að vinna við þetta svæði væri fyrirhuguð, en senni- lega yrði ekkert farið út í hönnun á þessu ári, livað þá framkvæmd- ir. Sem kunnugt er hafa bæjaryf- irvöld miklar fjárhagsáhyggjurog því er ýmislegt látið bíða betri að upplýsa ráðuneytið um emb- ættisfærslu sína. Sturla hefði hrint í framkvæmd eigin stefnu í skólamálum, án tillits til heimilda fjárveitingavaldsins í landinu. Mál þetta er rekið fyrir Borg- ardómi Reykjavíkur. EHB tíma, svo sem þetta tiltekna atriði. Hann sagði að aðkomuna að leikhúsinu þyrfti að hanna svo og aðkomuna aö Gamla barnaskól- anum, með tilliti til þeirrar starf- semi sem þar myndi hugsanlega fara fram. „í rauninni hefur mið- bæjarskipulagið ekki verið útfært til fulls og málið því í biðstöðu eins og er,“ sagði Stefán. SS Bílastæði við Samkomuhúsið: Engar úrbætur á þessu ári en lítið hefði gerst í þeim mál-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.