Dagur - 17.02.1988, Page 7

Dagur - 17.02.1988, Page 7
Í7.?ébrúar4988’-DAGUR'—7 Sullast í krapi í Sandá, á Auðkúluheiði. langt fram eftir og fært væri. Síð- an ætluðu þeir að taka flugvélina á vagn og draga hana þannig, á jeppum að vörubílnum. Þeim gekk illa með vagninn, sem var nokkuð þungur, líklega ein 800 kg tómur, og einnig var bíllinn sem átti að draga hann líka of þungur. Það var því ákveðið, þegar búið var að koma flugvél- inni á hjólin og gera hana klára til flutnings, að taka hana í tog aftan í einn jeppann sem við vorum með og flytja hana þannig að vörubílnum. Það varð niðurstaðan að tlug- vélin var fest aftan í Broncojeppa sem félagi okkar Ágúst Friðgeirs- son, vanur og góður fjallamaður, var á og tók hann að sér að draga vélina noröur heiðina, að vörubíl Ómars og félaga hans. Það var lagt ,af stað um miðjan dag og vél- Þakið sett á björgunarstöðina. það gerðist einmitt þarna þegar við áttum eftir um það bil þriðjunginn af leiðinni til Hvera- valla. Þá átti aö grípa til vara- dekksins en það reyndist ekki vera í lagi. Þá voru góð ráð dýr og ekki dugði að drepast ráða- laus. Dekkið var affelgað og kaðli vafið utan um felguna og dekkiö sett utan um allt saman. Á þessu var keyrt til Hveravalla og alla leiðina heim og dugði vel. Þessi ferð tók u.þ.b. 20 tíma því við komum heim klukkan átta um morguninn, þegar venjulegt fólk var að fara á fætur.“ Oft verið bölvað bras - Hvaða fjallaferð með sveitinni finnst þér skemmtilegust? „Það eru alltaf aö koma upp skemmtileg atvik í þessum ferðum. Það hefur oft verið bölv- að bras sem gerir ferðirnar skemmtilegar, svona eftir á. Það var mjög skemmtiíeg ferð þegar við fórum að leita að stað fyrir björgunarskýlið Sandárbúð. Húsið var byggt hér á Blönduósi og svo fórum við á snjóbíl til að kanna með stað fyrir það í maí 1971. Þá var það mikill snjór á heiðinni að það sá nánast ekki á dökkan díl en var komið krapa- sull í lautir en færi fyrir snjóbíl- inn þó ágætt. Við fundum húsinu stað á móabarði við Sandá, fyrir framan Ullarkvísl. Þegar því var lokið var það mikið eftir af deginum að við ákváðum að heimsækja kunn- ingjafólk okkar á Hveravöllum. Það var rennifæri þegar var kom- ið svo langt inn á heiðina, hægt að fara nánast beint af augum og mjög fallegt veður, blæjalogn og glampandi sól. Útsýnið af fellun- um var alveg stórkostlegt. Síðan fórum við í aðra ferð fyr- ir þremur árum, í sama tilgangi því Sandárbúð verður að víkja fyrir framkvæmdum við Blöndu- virkjun, hún lendir í miðju lón- inu og vatnsdýptin verður líklega um þakskeggið á húsinu. Þá ferð fórum viö þrír saman á vélsleðum 1. maí, þá var mikið fannfergi á heiðinni og við lentum í mjög góðu veðri. Færðin og veðrið freistuðu okkar og við fórum þá á Hveravelli og vestur í Þjófadali. Frúin var tekin í tog Það var fyrir nokkrum árum að við vorum búnir að ákveða að fara til Hveravalla um jólaleytið. Viö vissum að það var harðfenni á hálendinu en veðráttan var þannig að við lögðum ekki upp fyrr en daginn fyrir gamlársdag. Við lögðum af stað nokkuð tímanlega um morguninn og fór- um á fjórum jeppum. Færðin var eins og best verður á kosið, harð- fenni yfir öllu og nánast hægt að fara þetta beint af augum. Eg man að ferðin frá Blönduósi til Hveravalla tók ekki nerna rétt um fjóra tíma en það var svipað- ur tími og þessi leið var farin að sumrinu, á þessum árum, en veg- urinn hefur batnað mikið síðan. Þegar við áttum 10 til 15 km ófarna til Hveravalla mættum við tveimur bílum sem höfðu komið sunnan yfir heiðar. Þarna voru á ferð fylgisveinar Ómars Ragnars- sonar sem ætluðu að hitta hann á heiðinni. Ómar var þá á leið til Hveravalla með mönnum frá flugmálastjórn, til að sækja „Frúna" þ.e.a.s flugvélina hans. Hann hafði hvolft henni við Hveravelli um jólin. Það talaðist þannig til milli okkar og þeirra, að við dokuðum við á Hveravöll- um, þar til Ómar kæmi þangað og veittum aðstoð við að koma „Frúnni“ til byggða, ef með þyrfti. Ómar og félagar hans voru á vörubíl með drifi á öllum hjólum og ætluðu þeir á honum eins in var dregin um 20 km leið. Þetta gekk ágætlega en þurfti þó aðeins að gæta sín þar sem snjór- inn var iinari. Það fór að snjóa um það leyti sem við lögðum af stað og komið nýsnævi ofan á harðfennið svo þar varð aðeins að velja leiðirnar. Það var dálítið puð að koma vélinni yfir árnar, Þegjanda, Beljanda og Seyðisá, því þær voru opnar og voru að þeim hnéháar skarir. Það þurfti að lyfta vélinni fram af skörunum og svo upp á þær hinum megin. Þetta gekk allt saman vel. Við Kúlukvísl mættum við vörubílnum. Vélin var sett á pall- inn á vörubílnum, en snjókoman óx jafnt og þétt og var færðin tek- in að þyngjast verulega. Allir voru á traustum og góðum bílum þannig að ferðin gekk vel og við vorum komnir heim um klukkan níu um kvöldið. Þetta var mjög ánægjulegur dagur.“ - En svona í lokin hvað heldur þú að sé erfiðasta leit sem sveitin hefur tekið þátt í? „Það er örugglega leit aö flug- vél sem fórst á Tvídægru vorið 1981. Það var mjög umfangsmikil leit og stóð yfir í marga daga. Aftur á móti tókum við þátt í flestum leitum árið 1973. Það ár vorum við þátttakendur í þremur talsvert umfangsmiklum leitum auk margra smærri verkefna.“ Dagur þakkar Gunnari fyrir spjallið og óskar Slysavarnafélagi íslands og öllum björgunarsveit- um þess alls góðs á komandi árum. | h Dyttað að Sandárbúð. Það veröur heitt í kolunum í Sjallanum um helgina Stórsýningin Allt vitlaust í Sjallanum með eina víðáttumestu stórsýningu hérlendis um árabil, þar sem tónlist, tjútt og tíðarandi sjótta áratugarins fá nú steinrunnin hjörtu til að slá örar. Skemmtun sem slegið hefur öll aðsóknarmet, aðeins þessa einu helgi í Sjallanum. Stórhljómsveitin Fuglarnir undir stjórn Gunnars Þórðarsonar ásamt hinum frábæra fímmtán inanna dansflokki Rock í viðlögum og ekki iná gleyma söngsveitinni The Bees Miða- og borðapantanir í símum 22970 og 22770. opmr* ow SúMUtn Borðapantanir í síma 22970.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.