Dagur - 03.12.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -r 3. desember 1988 - Tími Bakkusar fer í hönd Góðan dag, ágætu lesendur. Þá er desember genginn í garð með öllu því meðlæti sem honum fylgir. Það er aðallega fljótandi, eins og mönnum er sjálfsagt kunnugt um, a.m.k. þeim fjöl- mörgu sem misst hafa ökuskír- teinið þennan rennblauta mánuð. Ó minn kæri Díónýsos, kom þú fljótt, enda þyrstir mig skjótt. „Jæja, Hallfreður. Við byrj- uðum um síðustu helgi,“ sagði Kormákur vinur minn kampa- kátur er við hittumst þann 1. desember sl. Ég hváði og þá svaraði Korri: „Auðvitað á ég við jólaglögg- ina maður. Sko, við vinnufélag- arnir fengum okkur aðeins á laugardaginn, svona forskot á sæluna, þú skilur." Auðvitað skildi ég mæta vel. Ég sá Kormák og félaga hans bryðja möndlur og rúsínur í rauðvínsgutli og vissi að það var bara byrjunin. Enginn þoldi þetta negulbætta piss til lengdar og þá var vodkinn dreginn upp. Þar með var hin þjóðlega drykkja hafin undir frómu yfir- varpi tísku og göfugum siðum annarra þjóða. „A-í, é va í jólaglöggh hihkg,“ stynja þeir þegar þeir skreiðast heim og auðvitað verða konurnar bljúg- ar og blíðar fyrst karlarnir voru bara í jólaglögg, en ekki á neinu helv. fylleríi. „Jæja,“ sagði ég við Kormák. „Hann hefur ekki verið að hugsa til jólanna, handhafi forsetavalds, þegar hann keypti 1400 vodka- og viskíflöskur á spottprís. Honum hefði verið nær, blessuðum handhafanum, að kaupa rauðvín, koníak, líkjöra og annað fínt og gott vín. Hroðalega hlýtur hann að vera ódannaður.“ „Handhafa hvað?“ spurði Korri sljór. „Er það hann sem ÍUil fVUK Það er svo sem í lagi að dreypa á jólaglögg til að byrja með en -I heilsupósturinn l , Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Verður „kók og prins“ næstí megrunarkúr? Hvernig stendur á því að sífellt kemur á markaðinn eitthvað nýtt sem sagt er byltingarkennt sem megrunaraðferð og er hvert öðru vitlausara? Sennilega er það vegna þess að þar er um að ræða atriði sem auðvelt er að setja þannig fram að þau blekki fólk. Það sem hefur verið einna mest áberandi eru ýmsar pillur, súpur, drykkir, tæki og tól sem eiga að hafa stórkostleg megrunaráhrif. Leikur að tölum Einn ónefndur megrunarkúr sem notaður hefur verið hér á landi byggist á því að taka nokkrar pill- ur á dag. Sérstakur matseðill fylgir með sem samanstendur af 1100 hitaeiningum og fylgir sög- unni að séu einungis töflurnar teknar sé hægt að léttast um 1,5- 2,0 kíló á viku en sé farið eftir matseðlinum sé hægt að léttast um 3,0-5,0 kíló fyrstu vikurnar. Þarna er blekkingin eins og hún gerist best. Sá maður sem borðar einungis 1100 hitaeiningar léttist örugglega hvort sem hann tekur einhverjar pillur eða ekki. Velt- um þessu fyrir okkur með smá dæmi: Tuttugu og fimm ára mað- ur sem er 180 cm á hæð, 92 kíló, og æfir einhverja íþrótt lítillega þrisvar í viku þarf að vera á u.þ.b. 2700 hitaeiningum á dag til þess að halda sér í þyngdar- jafnvægi. Það þarf að brenna u.þ.b. 7000 hitaeiningum til þess að losna við eitt kíló af fitu. Það þýðir að þessi tiltekni maður þarf að minnka við sig hitaeiningarnar um 2000 á dag til þess að ná að léttast um 2,0 kíló á viku. Þá á hann ekki eftir nema 700 hitaein- ingar til þess að tóra á og þeir sem hafa prófað það vita að það gengur ekki lengi. Hvernig í ósköpunum eiga töflur að fara að því að brenna 2000 hitaeiningum á dag? Jú það er greinilegt að þarna er um að ræða hjákátlega sölubrellu. Einnig hafa verið á boðstólum súpur sem eiga að vera svipuðum eiginleikum gæddar. Þar fylgir einnig sögunni að það eigi að láta sér nægja 1000-1250 hitaeiningar á dag en ekki þurfi að telja hita- einingarnar! Það að vera einungis á þetta fáum hitaeiningum gerir það að verkum að fólk léttist. Það er hins vegar ekki súpunum að þakka heldur því að einungis voru innbyrtar 1000-1250 hitaein- ingar. Samt sem áður segja auglýs- ingarnar ekki það sama og leið- beiningar um notkun sem fylgja pakkanum. Þar er komist svo að orði að súpurnar hjálpi einungis við megrun séu þær notaðar samhliða hitaeiningastýrandi megrunarkúr. Þar er um allt ann- að að ræða þar sem ekkert er bogið við þess háttar fullyrðing- ar. Kók og prins póló Kannski það gengi að segja fólki að besta megrunaraðferðin í dag Hallfreður Örgumleiðason: fær allar ávísanir þú veist? Þá er ekki nema von að hann hafi efni á að kaupa allar þessar flöskur sem þú varst að segja frá. Hvað ætlar hann eiginlega að gera við þetta?“ „O, hann er nú búinn að skila 1260 flöskum blessaður arming- inn. Hinum hlýtur hann að hafa komið í lóg með einhverjum hætti. Kannski á hann drykk- felldan frænda," sagði ég og leit glottandi á Kormák frænda minn, sem ekki náði þessari sneið fremur en öðrum. „Skilaði flöskunum! Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Skila tólfhundruðogsextíu- flöskum.“ Þar með féll Kor- mákur í yfirlið og sveif á vit votra drauma. Eigi hafði ég mikla löngun til að dvelja yfir dauðrotuðum frænda mínum á sjálfan full- veldisdaginn og því ákvað ég að fara í heimsókn til menning- arlegri ættingja. Er ég bankaði upp á í snoturri raðhúsaíbúð- inni var mér samstundis boðið inn og húsfreyjan kom með jólaglögg í keramikkrús. „Helltu þessu i þig góurinn," sagði hún blíðlega og bauð húsbóndanum aftur í glasið. Þetta var afskaplega dannað, settlegt og menningarlegt. Allt þar til hinn siðfágaði húsbóndi sagði: „Jæja, Hallfreður minn. Við nennum ekki að lepja þetta kerlingapiss lengur. Kona! Komdu með koníakið." Auð- mjúk hellti konan koníaki í belgmikil staup og hitaði veig- arnar yfir sprittlampa. Þar með hófst hin karlmannlega drykkja, sem við fslendingar getum verið stoltir af. „Það verður gott að fá bjórinn," sagði húsbóndinn og dæsti. „Hann skapar svo skemmtilegt andrúmsloft og eykur menningarbraginn. Bjór- inn er bæði góður og hollur, mannbætandi á allan hátt. Það er líka gott fyrir unglingana að byrja í bjórnum í stað þess að sulla í helv. brennivíninu." Ég hlustaði hugfanginn á hinn mæta mann og fylgdist með tungu hans gæla við koníakið. Reyndar gat ég ekki séð hann fyrir mér sötrandi bjór og syngjandi þjóðlög. Sjálfsagt myndi hann dæma bjórinn sem piss eftir nokkur skipti og snúa sér að karlmannlegri drykkjum. Nema þá að bjórinn kæmi sem viðbót, á undan og eftir hefð- bundnu fylleríi. Þetta er forsmekkurinn að desembermánuði, þegar Bakk- us og Díónýsos berjast hatrammri baráttu við Krist um sálir okkar. Verði ykkur að góðu. „Þörfin gerir það að verkum að sumir kaupa hvað sem er og verða auðveld- lega blekktir.“ sé að borða kók og prins póló svo Iengi sem ekki er farið yfir 1250 hitaeiningar. Það er í það minnsta vitað mál að það virkar jafn vel og áðurnefndir kúrar sé orkan sú sama. Það sem heldur lífinu í þessum kúrum er ekki einungis fáfræði fólks og reynslu- leysi. Allir vita um tilfelli þar sem einhver hefur farið á svona kúr og lést einhver ósköp. Fólk verð- ur hins vegar að gera sér grein fyrir því að lögmálið um fitu- brennsluna breytist ekki svo það ætti ekki að láta selja sér pillur, súpur eða drykki ásamt hitaein- ingarýrum matarlistum fyrir morð fjár á þeim forsendum að það sé ekki mataræðið sem gerir gæfumuninn. Fyrir utan það að ljóst er að svelt og matarkúrar eru ekki langtímalausn ættu menn að gera sér grein fyrir því að hóflegt mataræði, hreyfing og breyting á hugsunarhætti er það sem koma skal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.