Dagur - 03.12.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 03.12.1988, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 3. desember 1988 CHICOGO ~Biodroqa C O S M E T I C S Snyrtivörudeild Stjórnvöld minnast fullveldisafmælis: Rfldsstjómin kostar loka- viðgerð á Hólabrík - taflan úr Hóladóm- kirkju einn merkasti dýrgripur menning- arsögu íslands Ríkisstjórnin hefur ákveðið að minnast 1. deseinber og 70 ára afmælis fullveklis Islands með því að kosta það sem á vantar að lokið verði viðgerð á Hóla- brík, sem er stór útskorin tafla í Hóladómkirkju og einn merkasti dýrgripur í menning- arsögu íslands. Taflan hefur verið í kirkjunni frá árinu 1624. Taflan hefur verið í viðgerð á Þjóðminjasafninu um tveggja ára skeið og var ætlunin að Ijúka verkinu næsta sumar. „Þetta er glæsilegt. Jú, mikil ósköp, við erum ánægðir með þetta,“ sagði Jón Bjarnason, einn af nefndar- mönnum í Hólanefnd, í gær þeg- ar Dagur færði honum fregnirn- ar. Jón sagði að viðgerð töflunn- ar hafi gengið hægar en ella þar sem ekki var til ákveðin fjárveit- ing til verksins. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hreytti því öllu. Ríkisstjórnin ákvað einnig að tryggja, í samstarfi við þjóðkirkj- una og Hólanefnd, að endurgerð Hóladómkirkju, elstu steinkirkju landsins, Ijúki á næsta ári. Verk- efni næsta sumars verða endur- bætur utanhúss en sem kunnugt er verður kirkjan vígð næstkom- andi sunnudag eftir endurbygg- ingu innanhúss. JOH Snvrtivönjr í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Öxlmum rennt í stefnisrörið I gær var skrúfuöxull Sléttbaks EA settur í skipið á ný eftir viö- gerð í Reykjavík. Eins og áður hefur komið fram uppgötvaðist að öxullinn hafði skekkst um 4/m úr mm og þurfti því að renna hluta hans að nýju hjá vélsmiðj- unni Héðni hf. Sigurður Ringsted, yfirverk- fræðingur hjá Slippstöðinni hf., var spurður álits á því hvernig öxullinn hefði bognað. Sagði hann að það yrði sennilega aldrei fullkomlega upplýst en allar líkur bentu til að óhappið hefði gerst í flutningum. Varð- andi kostnaðarhlið málsins þá væri það mál sem Slippurinn, Útgerðarfélag Akureyringa og framleiðandi öxulsins þyrftu að skoða nánar. EHB Við erum Ijós í myrkrinu - segir Kristján Ingi- marsson útvarpsstjóri Ólundar „Ólund - hvort sem þú ferð í sund, eða á fund - Ólund, hverja stund.“ Þcnnan geð- þekka frasa geta þeir sem stilla útvarpstæki sín á FM-100.4 hlustað á frá klukkan 19.00 á kvöldin og þar til þeir fara að sofa um miðnættið. Útvarps- stöðin Ólund, er sum sé að fara í loftið og fyrsta útsend- ingin úr Lárusarhúsi, þar sem stöðin er til húsa, mun hljóma klukkan 17.00 í dag. „Þetta verður meiriháttar útvarpsstöð,“ segir útvarpsstjór- inn, Kristján Ingimarsson. Það eru þrír ungir Akureyringar sern að stöðinni standa og fengu þeir hugmyndina í sumar, þá orðnir yfir sig leiðir ásíbyljustöðvunum. „Hjá okkur verður engin diskó- friskó tóniist," segir Kristján. Um tuttugu einstaklingar munui annast dagskrárgerð við stöðina í sjálfboðavinnu, þar sem halda á kostnaði í lámarki. „Við erum bjartsýnir á að þetta gangi upp. Við hefjum að vísu útsendingar á margumtöluðum krepputíma, en ég bendi á að við erum Ijósið í myrkrinu," sagði útvarpsstjór- inn, sem er í viðtali á poppsíðu blaðsins í dag. mþþ Mun meiri hallarekstur í sjávarútveginum en gert var ráð fyrir: „15% gengfefelling nú er út í loftið“ segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kynnti í gær Jökull hf./þrotabú Sæbliks hf.: Rækjuvinnsla út desember? - leigusamningur í burðarliðnum Þegar Dagur fór í prentun í gær benti allt til að skrifað yrði undir samninga milli Jökuls hf., bústjóra Sæbliks hf. og skiptaráðenda um leigu Jökuls hf. á Raufarhöfn á eigum þrotabús Sæbliks hf. Eins og Dagur hefur áður greint frá er ætlunin að skipið afli hráefnis fyrir rækjuvinnslu Sæbliks hf. á Kópaskeri í desembermán- uði. Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf., vildi í gær ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. I gær var unnið að frágangi rækjuskipsins Árna á Bakka ÞH í Slippstöðinni á Akureyri, en skipið er í eigu þrotabús Sæbliks hf. Samkvæmt upplýsingum Dags var stefnt að því að skipið færi þaðan í gær ef skrifað yrði undir samninga. Af um 600 tonna rækjukvóta Árna á Bakka á þessu ári munu vera eftir 140-150 tonn. Að því tilskildu að þessi tonn náist í desemberniánuði ætti að vera unnt að halda uppi fullri atvinnu í rækjuvinnslu þrotabús Sæbliks hf. til loka árs. óþh Sjö sagt upp í Slippmun Sjö starfsmönnum Slippstöðv- arinnar hf. á Akureyri var sagt upp störfum í vikunni. Gunnar Skarphéðinsson, starfsmanna- stjóri, sagði að þetta hefði ver- ið gert vegna minnkandi verk- efna hjá fyrirtækinu. Þremur trésmiðum og þremur rafvirkjum var sagt upp auk eins manns á lager Slippstöðvarinnar. Að sögn starfsmannastjórans hefur ekki verið ráðið í störf sem losna hjá Slippnum undanfarið og er fjöldi starfsmanna nú um 210. Það er mikil fækkun miðað við þann tíma þegar um þrjú hundruð manns störfuðu hjá fyrirtækinu, en nokkur ár eru síð- an það var. EHB skýrslu Þjóðhagsstofnunar um stöðu fyrirtækja í útflutnings- greinum ásamt skýrslu fjög- urra endurskoðenda um stöðu fiskvinnslufyrirtækja. Sam- kvæmt skýrslu Þjóðhagsstofn- unar eru botnfiskveiðar og vinnsla nú rekin með 4,5% halla en eftir aðgerðir ríkis- stjórnar í haust var talið að um þessar mundir yrði hallinn um 1%. „Það er óhætt að segja að þessi höfuðatvinnuvegur þjóð'arinnar stefni nú hraðbyri í að verða nteð neikvæða eiginfjárstöðu, verði með öðrum orðunt gjaldþrota. Þetta gerist ef rekstrarafkoman Agætis helgarveður „Það er allt útlit fyrir ágætis helgarveður hjá ykkur,“ sagði Bragi Jónsson veður- fræðingur, þegar við spurð- um um veðurspá helgarinn- ar. „Þið getið þó glatt ykkur með því að veturinn er að koma því á mánudag er gert ráð fyrir vaxandi norðanátt með jólasnjókomu.“ Að öðru leyti er spáin fyrir laugardag og sunnudag þannig, að á Noröurlandi verður hæg breytileg átt, skýj- að með köflum og þurrt að mestu. Hiti verður um og yfir frostmarki. Ekki er gert ráð fyrir úrkomu fyrr en á mánu- dag eins og fyrr segir. VG verður áfrarn jafn slök og verið hefur,“ sagði Steingrímur. Unt aðgerðir stjórnvalda í Ijósi þessa sagðist hann vísa gengis- fellingu á bug. „Á þessu stigi vísa ég henni á bug. Hins vegar búunt við íslendingar við þannig efna- hag að ekki er hægt að útiloka gengisfellingu. Það eru margir óvissuþættir framundan og að krefjast nú 15% gengisfellingar er út í loftið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að ekk- ert endanlegt svar liggi fyrir um aðgerðir stjórnvalda. Strax í næstu viku liggi fyrir ýtarlegri upplýsingar um stöðuna og í framhaldi verði rætt við samtök launafólks og atvinnuveganna um aðgerðir. JÓH Akureyri: Tillaga um hækkiin útsvarsprósentu - en 10% álag á fasteignaskatt íbúðarhúsnæðis fellur niður Fulltrúar meirihlutans í Bæjarráöi Akureyrar lögöu fram tillögu á fimmtudag um hvernig haga skuli álagningu fasteignagjalda og útsvars í bænum á næsta ári. Lagt er til að útsvar hækki úr 6,7 prósent- um í 7,2 prósent. Fasteigna- gjöld verða óbreytt nema hvað íbúðarhúsnæði varðar, og fell- ur 10 prósent álagið niður á því. „Það var tillaga okkar fram- sóknarmanna í fyrra að fella 10 prósenta álagið niður á fasteigna- skattinn. Nú hefur meirihlutinn ákveðið að gera það sem við lögðum til fyrir ári og ég mun því styðja tillöguna um afnám álags- ins,“ sagði Sigurður Jóhannes- son, bæjarfulltrúi. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að samkvæmt nýjum reglum ættu bæjarstjórnir að tilkynna fjármálaráðuneytinu ákvarðanir sem þessar fyrir 15. desember. Niðurfelling 10 prósenta álagsins á fasteignaskatt þýddi um átta milljóna króna tekjutap fyrir bæjarsjóð en hækk- un útsvarsprósentu úr 6,7 í 7,2 gæti þýtt tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið upp á 30 til 40 millj- ónir á næsta ári. Síðarnefnda tal- an er þó háð nokkurri óvissu þar sem útsvar endurspeglar beinlínis atvinnutekjur í sveitarfélögum á hverjum tíma með tilkomu stað- greiðslukerfis skatta. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.