Dagur - 03.12.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 03.12.1988, Blaðsíða 8
8 tt DAGUR - 3. desember 1988 Norðurnetið: Björn Sigurðsson Baldursbrekku 7, Húsavík. Sími: 41534 - 41666 - 41950 Húsavík - Akureyri - Húsavík Daglegar ferðir til jóla Einnig aukaferð á föstudögum kl. 20.00 frá Húsavík. Sérleyfishafi. Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa er laus til umsóknar við Fang- elsismálastofnun ríkisins. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 9. desember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. nóvember 1988. 1Í? % 0 Kaupmannafélag Akureyrar hefur samið við Dag um auglýsingar á fimmtudögum 8., 15. og 22. desember. Félagsmönnum eru kunnir skilmálarnir og einnig skilafresturinn, sem er fram að hádegi á þriðjudögum vegna þeirrar auglýsingar sem birta skal fimmtudag- inn jaar á eftir. Sími auglýsingadeildar Dags er 24222. Samskiptanet kvenna á Norðurlandi Norðurnetið, eða samskiptanet kvenna í stjórnun og atvinnu- rekstri á Norðurlandi, var stofn- að fyrir rúmu ári eða 1. nóvember 1987. Á þann fund mætti Ulla Magnusson frá samskiptaneti kvenna í Reykjavík og fræddi fundarkonur um starfsemina þar syðra. Það ár sem liðið er frá stofnun Norðurnetsins hafa nokkrir fund- ir verið haldnir, venjulega með framsöguerindum um ákveðin málefni. M.a. kynnti Margrét Jónsdóttir listakona verk Elísa- betar Geirmundsdóttur og Val- gerður Magnúsdóttir ræddi um fordóma gagnvart útivinnandi konum. Á síðasta fundi sem haldinn var í október sl. fjallaði Yrsa Þórðardóttir prestur á Hálsi í Fnjóskadal um starf prestsins út frá sjónarhóli kvennaguðfræð- innar. Líflegar umræður spunn- innar. Líflegar umræður spunnust út frá erindi hennar um mikilvægi þær konur sem eru að hasla sér völl á óhefðbundnum og óvenju- legum sviðum. í framhaldi af jovf var rætt um tilgang Norðurnets- ins. Reynslan hefur sýnt að það eru ekki eingöngu konur í fyrirtækja- rekstri og stjórnun sem sækja fundi Norðurnetsins. Flestar kvennanna á fundinum voru sam- mála um nauðsyn samskiptanets eða eins konar „samfélags" þar sem konur geta hist, borið saman reynslu sína og fræðst um málefni sem varða konur. í því sambandi var ákveðið að útvíkka markmið Norðurnetsins, sem upphaflega var bundið við konur í stjórnun og fyrirtækja- rekstri, þannig að allar konur á Norðurlandi geti framvegis tekið þátt í starfi Netsins. Síðasti fundur ársins verður haldinn í Zontahúsinu, Aðal- stræti 54, Akureyri, mánudags- kvöldið 5. desember 1988, kl. 20.30. Gestur fundarins að þessu sinni verður Guðrún M. Njáls- dóttir, verslunareigandi á Akur- eyri. Hún mun fjalla um reynslu sína af því að vera kona í fyrir- tækjarekstri. í tilefni af því að jólin nálgast verður veitt glögg og piparkökur á vægu verði á fundinum. Norðurnetið er gullinn vett- vangur til að efla samstöðu kvenna á ópólitískum vettvangi. Tökum því sem flestar þátt í þeirri samstöðu. Þær sem óska eftir nánari upp- lýsingum um Norðurnetið geta haft samband við skrifstofu Brjótum múrana í Kaupangi við Mýrarveg. Síminn þar er 26845. Akureyri 22. nóvember 1988, Valgerður H. Bjarnadóttir. Blönduós: Athugasemd við frétt varðandi atvmnuleysi Ililmar Kristjánsson, forseti aði aðvinnuástand á Blöndu- bæjarstjórnar á Blönduósi, hafði samband við Dag og bað um leiðréttingu á frétt sem var í miðvikudagsblaðinu og varð- „Skrifstofutækninám“ á Akureyri engin nvjung Vegna grcinar í Degi þann 24. nóvember sl. um Tölvufræðsl- una á Akureyri er rétt að það komi fram, að á Akureyri hef- ur verið kennd „skrifstofu- tækni“ á verslunarbraut hjá VMA um árabil, auk nám- skeiða hjá Menntaskólanum á Akureyri og í Gagnfræðaskóla Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. VMA hefur sömuleiðis staðið fyrir tölvunámskeiðum af ýmsum toga fyrir nemendur sína og einn- ig almenning með reglulegu milli- bili frá stofnun skólans. Baldvin AUGLYSING , 1, 'ilUi rm'. h'irW rr W ,,í' jjMr' ■ Cú' "■ ;imBh jBKWJllÚt: ’ jjlk, Gleðileg jól Hestamannafélagið Léttir gefur út jólakort Nýlega gaf Hestamannafélagið Léttir út jólakort í fyrsta sinn. Er það í tilefni af 60 ára afmæli félagsins en ágóðanum er ætlað að efla og styrkja unglingastarf innan Léttis. Myndin, er nefn- ist ,,í svartnætti vetrar“ er eftir Óla G. Jóhannsson. Kortið, sem er stórt, tvöfalt, og prent- að á úrvals pappír, er prentað í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Pau munu fást hjá Jóni Ól. Sigfússyni, Grund- argerði 2b og Guðrúnu Hall- grímsdóttur, Pingvallastræti 12, en einnig verður gengið með þau í hús til sölu. Bjarnason skólameistari sagði í samtali við Dag, að við skólann sé rekin fullkomin verslunar- braut. „Bautskráðir nemendur hans og framhaldsdeilda Gagn- fræðaskólans eru sömuleiðis eftirsóknarverður starfskraftur og get ég nefnt sem dæmi að fyrir um tveimur árum var meiri hluti starfsmanna Iðnaðarbankans á Akureyri menntaður hjá okkur, auk þess sem starfsmenn margra fyrirtækja í verslun í dag, eru fyrrum nemendur skólans.“ VG osi. Hilmar sagði að fréttin væri villandi þar sem vinnumiðlunin á Blönduósi annaðist skráningu atvinnulausra í 8 af 10 sveitar- félögum A.-Hún. Hann sagði að nú væru 34 skráðir atvinnulausir hjá vinnu- miðluninni en þar af væru ekki nema 17 Blöndósingar, hinir væru úr sveitunum. Meðal atvinnulausra Blöndósinga eru 5 vörubílstjórar sem alltaf búa við árstíðabundið atvinnuleysi yfir vetrarmánuðina. Af öðrum atvinnulausum Blöndósingum eru 2 karlar og 10 konur. Hins vegar sagði Hilmar að langt væri frá að atvinnuástand væri nægilega gott en atvinnu- rekendum yrði send skrá yfir atvinnulausa og gert yrði átak í að útvega fólki atvinnu. Rík áhersla mun verða lögð á að bæt- ur verði ekki misnotaðar. fh Aðventukvöld í Akureyrarkirkju Aðventuhátíð verður í Akureyr- arkirkju n.k. sunnudag, 4. des- ember, og hefst kl. 20.30. Slíkar hátíðarstundir hafa nú í nokkur ár verið í kirkjunni snemma á aðventunni og jafnan verið fjöl- sóttar og sóttar jafnt af eldri sem yngri. Þær hafa þótt kærkomið tækifæri til að hefja jólaundir- búninginn fyrir alvöru og kertið sem kirkjugestir hafa tekið með sér heim hefur haldið áfram að minna á hann sem er „ljós heims- ins“ og er tilefni jólahalds okkar. Ræðumaður að þessu sinni verður Dr. Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Islands, en hann er mörgum kunnur fyrir rannsóknir og skrif um fjölskyldumál og ýmis siðfræðileg efni. Þá mun kirkjukór Akureyrarkirkju syngja nokkur lög undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, organista, en Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Ennfremur munu Lilja Hjaltadóttir, Waclaw Lazarz og Örnólfur Kristjánsson leika Tríó eftir Hayden. Aðventukvöldinu lýkur með ljósa- hátíð í framhaldi af helgileik í umsjá æskulýðsfélagsins og helgi- stund, sem Carlos Ferrer, æsku- lýðsfulltrúi annast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.