Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. mars 1989 - DAGUR - 5 SA GAMLI Miðvikilfágmi^!! mars^?ilíVfl9 Fimmudaginn 30. mars . kl. 13-19 Föstudaginn 31. mars .. kl. 13-19 Laugardaginn 1. apríl . kl. 13-19 Sunnudaginn 2. apríl. kl. 13-19 GOÐI I — OPNUNAR- TÍMI: FELAG ISLENSKRA BÖKAÚTGEFENDA Rúnar Sigurpálsson. Ólafur Kristjánsson. Grelðslukortaþjónusta JJjgg [g Skógræktarfélag Eyfirðinga: 200 þúsund plöntur verða til afhendingar í sumar Tómas Ingi Olrich, formaður Skógræktarfélags Eyfírðinga, segir áhuga einstaklinga sem opinberra aðila á skógrækt á Eyjafjarðarsvæðinu greinilega vaxandi og því séu forráða- menn félagsins að búa sig nú undir að svara aukinni eftir- spurn eftir skógarplöntum. Tómas Ingi segir og Ijóst að landgræðsluátakið árið 1990 hafí aukið áhuga manna á skógrækt. „Að sjálfsögðu fögnum við hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga auknum áhuga á skógrækt enda höfum við lagt okkar að mörkum til að glæða þann áhuga. Hins vegar teljum við ekki rnjög heppilegt að efna til sérstakra átaksára í skógrækt. Framleiðsl- an krefst langs undirbúnings og stöðugleika í eftirspurninni,“ segir Tómas Ingi. Stefnt er að því að í sumar verði um 200 þúsund skógar- og víðiplöntur til afhendingar í upp- eldisstöð Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Plönturnar verða notaðar í bændaskóga, skjólbelti og útivist- arsvæði. Hér er um nokkra aukn- ingu að ræða frá fyrra ári. „Við gerum ráð fyrir að til bænda- skóga hér í Eyjafirði verði varið 2.6-2.9 milljónum króna á þessu ári. í fyrra voru gróðursettar 95 þúsund plöntur á jörðum bænda og við gerum okkur vonir um að í sumar verði gróðursettar ívið fleiri plöntur," segir Tómas Ingi. Hann tekur fram að eyfirskir bændur hafi mörg undanfarin ár sýnt skógrækt mikinn áhuga og ánægjulegt sé til þess að vita að yfirvöld landbúnaðarmála komi nú til móts við þá með hækkandi heildarframlögum til skógræktar. Pað verður í mörg horn að líta í starfi Skógræktarfélagsins í Könnun á ljósa- og beltanotkun: Akureyrskir ökumenn farnir að spara beltin? Athuganir löggæslumanna víða um land á Ijósa- og belta- notkun, sem gerðar voru fyrir Umferðarráð 23. febrúar til 3. mars sl., leiddu í Ijós að belta- notkun ökumanna og farþega í framsæti bifreiða hefur minnk- að töluvert frá því sem var fyrir einu ári. Um 68% akureyrskra ökumanna nota belti við aksturinn en 67% farþega í framsætum bíla á Akureyri sjá ástæðu til að spenna á sig beltin. Könnun þessi var gerð í Reykjavík, Kópavogi, á Akur- eyri, Sauðárkróki, Selfossi og ísafirði en einnig gerði vegalög- reglan mælingar á þjóðvegum landsins. Samkvæmt könnuninni eru ökumenn á Sauðárkróki duglegastir við beltanotkunina. Par reyndust 86% með belti. Hlutfallslega fæstir ökumenn notuðu belti á ísafirði, eða 62%. Mælingar vegalögreglunnar leiddu í ljós að 85% ökumanna nota öryggisbelti og 93% farþega í framsæti spenna beltin. Ljósanotkun var mun almenn- ari. Að meðaltali kveikja 92% ökumanna á ökuljósunum, lægst var hlutfallið á Sauðárkróki eða 87% en hæst var hlutfallið í mæl- ingu vegalögreglunnar 97%. JÓH Skákþing íslands: Guðmundnr sigraði í áskorendaflokki Keppni í áskorendaflokki á Skákþingi íslands lauk á Akur- eyri um páskana. Guðmundur Gíslason frá Isafírði sigraði glæsilega og tryggði sér sæti í landsliðsflokki. Guðmundur fékk 8 vinninga af 9 möguleg- um en Akureyringarnir Olafur Kristjánsson og Rúnar Sigur- pálsson urðu í 2.-3. sæti með 6 vinninga. Þar sem tveir efstu menn í áskorendaflokki vinna sér rétt til að tefla í landsliðsflokki næsta haust verða þeir Ólafur og Rúnar að heyja fjögurra skáka einvígi sumar. Hefðbundin vinna verður í uppeldisstöðinni í Kjarnaskógi en gera má ráð fyrir að meira verði um að vera á sviði uppbygg- ingar útivistarsvæða á Akureyri en oft áður. Skógræktarfélagið hefur á liðnum árum unnið fyrir bæinn sem einskonar verktaki við útivistarsvæðin. Aukin áhersla verður lögð á þennan þátt í starf- semi félagsins í takt við aukin framlög bæjarins til útivistar- svæða. í ár leggur bærinn fram 7.5 milljónir til þeirra á móti 4.5 milljónum á sl. ári. „Vegna þess- arar hækkunar á fjárveitingum verða auknar framkvæmdir við t.d. stígagerð. Þá má gera ráð íyrir að á útivistarsvæðunum verði plantað um 40 þúsund plöntum í surnar," segir Tómas Ingi. Á síðasta ári var plantað um 30 þúsund plöntum í reiti Skógrækt- arfélagsins, en svæði á Lauga- landi á Þelamörk er þar langstærst. Tómas Ingi segir að ekki hafi verið gengið frá áætlun- um um plöntun í reiti félagsins í sumar en reikna megi með að hún verði síst minni en í fyrra. óþh Nýtt heimilisfang teiknistofunnar er Draupnisgata 4 TEIKNISTOFAN STÍLL Sími 25757 Harmoniku- dansleikur Lóni við Hrísalund laugardaginn 1. apríl frá kl. 22.00-03.00 Allir velkomnir! Harmonikuunnendur. um 2. sæti í áskorendaflokki og þar með sæti í landsliðsflokki. Röð næstu keppenda í áskor- endaflokki varð þessi: 4.-5. Kári Elíson og Árni Ármann Árnason 5>/2 v. 6.-9. Magnús Teitsson, Þór Valtýsson, Sigurður Daníelsson og Páll Leó Jónsson 5 v. 10.-13. Þorvaldur Logason, Sigurjón Sig- urbjörnsson, Bogi Pálsson og Arnar Þorsteinsson 4'/2 v. Keppendur á mótinu voru 22 og að sögn Páls Hlöðvessonar, formanns Skákfélags Akureyrar, var það vel heppnað en teflt var í félagsheimili skákfélagsins. SS Gamla krfinan í fullu gikfi BÓKAMARKAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA GLERÁRGÖTU 36 - AKUREYRI - SÍMI: 27699 Þúsundir bókatitla Allt að 90% verðlækkun Meðaiverð Zll.-krónur Margar sjaldgæfar bækur Bækur frá öllum helstu bókaútgefendum Bókapakkar - tllboð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.