Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 29. mars 19§9 Hef flutt tannlækningastofu mína í Hofsbót 4, viö BSO. Sama símanúmer: 24440. Egiil Jónsson, tannlæknir. AKUREYRARB/ÆR Afgreiðslu- og ritarastarf Laust er til umsóknar starf á skrifstofu verka- mannabústaða - 50% starf. Um er aö ræða vinnu viö símavörslu, upplýsingar um verkamannabústaði og vélritun. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 7. apríl n.k. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild. Stjórn verkamannabústaða. Leikfimi ★ Erobik ★ Þrekhringur ★ 6 vikna námskeið hefjast mánudaginn 3. apríl. Sem fyrr bjóðum við upp á úrval námskeiða fyrir byrjendur og framhald, konur og karlar. Þú finnur örugglega eitthvað sem hentar þér. Hringdu nú þegar og fáðu upplýsingar, við reynum að hjálpa þér að finna flokk við þitt hæfi. FLOKKAR: 1. Kvennaleikfimi. Rólegir tímar fyrir óþjálfaðar konur og þær sem vilja fara sér hægt. 2. Róleg músíkleikfimi. Rólegir tímar fyrir þær sem komnar eru af stað og eru f einhverri þjálfun. 3. Leikfimi og megrun. Styrkjandi æfingar fyrir þær sem vilja grennast. - Leiðbeint um mataræði. Vigtun, mæling, aðhald. 4. Magi, rass og læri. Mjúkt erobik. Styrkjandi og vaxtamótandi æfingar. Engin hopp. Fjörugir tfmar, fjörug tónlist. Byrjendur og framhald. 5. Framhaldstími. Aðeins fyrir mjög vanar. Hröð og eldfjörug leikfimi - Púl! Dúndrandi fjör. 6. Erobik. Polþjálfun fyrir konur og karla. Hörkupúl og fjör. 7. Þrekhringur. Erobik og tækjaleikfimi í sama tíman- um. Hörkutímar fyrir konur og karla. Fjör, hvatning með skemmtilegri tónlist. Leiðbeinandi stýrir hópnum. Innritun og upplýsingar síma 24979 frá kl. 15-20. Innritun laugard. frá kl. 14-18. Skírteinaafhending sunnudaginn 2. apríl frákl. 14-16. f Tryggvabraut 22 ncmsstudíw^ Akureyri Vt/alice Sími 24979 Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Peter Paul Akanka frá Ghana var með kynningu á tónlist og dansi frá heimalandi sínu í Iþróttahúsinu á mcðan hann dvaldi á Sauðárkróki Og vakti mikla athygli. Myndir: -bjb Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: Kennari M Ghana í hehnsókn - er hér á landi á vegum AFS Síðustu vikuna fyrir páskafrí hjá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki var í heimsókn góður gestur. Það var kennari frá Ghana, sem dvelst hér á landi á vegum AFS-skiptinema- samtakanna, að nafni Peter Paul Akanka. Heimsóknin þótti takast mjög vel og var góð tilbreyting í skóiastarfinu. Peter Paul tók virkan þátt í skólastarfinu, þá fimm daga sem hann dvaldi á Sauðárkróki. Hann hefur heimsótt nokkra fram- haldsskóla í vetur og eftir páska mun hann að öllum líkindum heimsækja Akureyri. Fyrir nemendur og kennara F. á S. var hann með kynningu og námskeið í tónlist og dansi frá heimalandi sínu, sem fram fór í Húsavík: íþróttahúsinu. Þar fékk hann nokkra nemendur og kennara til að taka dansspor að hætti afrískra og var ekki annað að sjá en að FáS-arar hafi meðtekið fræðin fljótt og örugglega. Peter Paul Akanka kennir í framhaldsskóla í Ghana, þar sem eru 1500 nemendur og einnig heimavist. Honum líkaði dvölin á Sauðárkróki mjög vel. -bjb Maraþonsund um mánaðamótin Sumir eru í öllum fötunum í heita pottinum. Arnfríður Aðalsteinsdóttir og Steinunn Þórhallsdóttir fylgjast spenntar með. Myndir: IM Maraþonsund fer fram í Sund- laug Húsavíkur um mánaða- mótin. Synt verður í sólarhring frá kl 22.00, föstudagskvöldið 31. mars til ki. 22.00, laugar- dagskvöldið 1. apríl. Áætlað er að synda alls um 300 km. Þetta er í þriðja sinn sem Sundráð Völsungs efnir til Maraþon- sunds en aðaifjáröflunarleið deildarinnar er að safna áheit- um hjá einstaklingum og fyrir- tækjum um fyrirframákveðna upphæð fyrir hvern syntan kílómetra. Foreldrar barna og unglinga sem æfa sund munu aðstoða við framkvæmd Maraþonsundsins og jafnvel taka sundsprett með unga fólkinu. Öflugt starf sundráðsins undanfarin misserí er nú farið að skila sér í góðum árangri. Á síð- asta ári vann sundfólk HSÞ m.a. sigur á Norðurlandsmótinu og 1. deildarsæti í bikarkeppni Sund- sambands íslands. Regína Sigurðardóttir er þjálf- ari hjá yngri deildinni í sundinu en Pálmi Jakobsson er þjálfari eldri deildar. Arnfríður Aðal- steinsdóttir er formaður Sund- ráðs Völsungs. Þau störfuðu öll við tímatökumót, sem efnt var til í sundlauginni nýlega, ásamt nokkrum áhugasömum foreldr- um sem aðstoðuðu við tímatök- una. Nú fer tímataka fram mán- aðarlega til að auðvelda sund- köppunum að fylgjast með árangri af æfingum sínum. Það var glatt á hjalla við sundlaugina og í heita pottinum, sérstaklega eftir að unga fólkið fékk að fara í fötum í pottinn, en það mun stundum vera leyft þeim sem hafa verið dugleg á æfingum. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.