Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 7
WliévikúMgÚV ^ð? fe:iYé89 - ÖÁ'fíÖff - f Skíðalandsmótið á Siglufirði: Siglfírðingar sigursælir - veðrið setti svip sinn á mótið Anna María Malniquist frá Akureyri sigraði í stórsvigi á skíðalandsmótinu á Siglufirði. Mynd: TLV „Bjóst varla við sigri“ - segir Anna María Malmquist sem sigraði í stórsvigi Skíðalandsmótið var haldið á Siglufirði um Páskahelgina. Að vanda börðust skíðabæirn- ir Siglufjörður, Akureyri og Isafjörður um flest sigurlaunin en Ólafsfirðingar og Reykvík- ingar fylgdu í humátt á eftir. En það var einkum veðrið sem setti strik í reikninginn á þessu móti og komust ekki allir keppendur til leiks á réttum tíma. Þrátt fyrir lætin í veður- guðunum stóð mótsstjórnin sig með sóma og reyndar allir keppendur og tókst því að Ijúká keppni á réttum tíma. Heimamenn hlutu sex gull- verðlaun en ísfirðingar og Akureyringar unnu fimm gull- verðlaun. Þegar upp var staðið höfðu hins vegar Akureyringar unnið til flestra verðlauna á mót- inu eða sautján talsins. Siglfirð- ingar unnu til fimmtán verð- launa, ísfirðingar hlutu þrettán verðlaun, Ólafsfirðingar og Reykvíkingar fengu sex peninga og Fljótamenn tvo. Flestir keppendur áttu í mestu erfiðleikum að komast til Siglu- fjarðar og komust t.d. keppendur frá Ólafsfirði ekki fyrr en á þriðja degi til nágrannabæjar síns. Aðr- ir lögðu það á -sig að fara með Stálvíkinni sem send var frá Siglufirði til Sauðárkróks til að sækja keppendur og áhorfendur sem höfðu orðið að snúa við í Fljótunum. Dagskráin raskaðist töluvert fyrsta daginn því keppendurnir frá Dalvík, Akureyri og Ólafs- firði voru ekki komnir og var því einungis keppt í svigi á skírdag. Á föstudaginn langa var keppt í lengri göngunum og stökki. Á laugardag var síðan keppt í sam- hliðasvigi og styttri göngunum. Á sunnudag lauk síðan Skíðalands- mótinu með keppni í stórsvigi og norrænni tvíkeppni. Um kvöldið var verðlauna- afhending á Hótel Höfn en það var Sparisjóður Siglufjarðar sem gaf öll verðlaun til mótsins og studdi vel við bakið á mótshöld- urunum. Eftir að verðlaunaaf- hendingu lauk var stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik elstu starfandi dansleikjahljóm- sveitar landsins, Gauta frá Siglu- firði. Gera má ráð fyrir því að rúm- lega 100 manns hafi lagt hönd á plóginn sem starfsmenn á þessu Skíðalandsmóti og verður að þakka þeim öllum fyrir frábært starf að ljúka mótinu á réttum tíma. Það má t.d. geta þess að þrír menn unnu á vöktum stans- laust í 36 tíma á snjótroðaranum síðari hluta keppnisdaganna til þess að hægt væri að keppa á mótssvæðinu. Anna María Malmquist kom á óvart á Skíðalandsmótinu og sigraði í stórsviginu. Hún varð síðan í öðru sæti í samhliða- sviginu eftir hörkukeppni við Ástu Halldórsdóttur frá ísa- firði. „Auðvitað stefndi maður að því að vinna, en ég bjóst varla við sigri því ég hef lítið getað æft í vetur. Ástæðan er sú að ég stunda nám við íþróttakennara- skólann á Laugarvatni og það er langt og erfitt að komast þaðan til æfinga,“ sagði Anna María í samtali við Dag eftir mótið. Anna fór með landsliðinu út til æfinga í nóvember en hefur síðan þá lítið komist á skíði. „Ég hef að vísu haldið mér í góðu líkamlegu formi en skíðaformið er ekki upp á það besta og því kom þessi sig- ur mér frekar á óvart.“ Eftir þennan sigur ætlar Anna María að æfa í nokkra daga á Akureyri til þess að undirbúa sig undir bikarmót á ísafirði um aðra helgi og segist hún ætla að gera sitt besta á því móti. Alpagreinar: Ásta og Ömólfur sigmðu - í alpatvíkeppni Þaö voru þau Ásta Halldórs- dóttir ísafiröi og Örnólfur Valdimarsson IR sem voru Idutskörpust í alpagreinum á Skíðalandsmótinu á Siglufiröi. Ásta sigraði í svigi, samhliða- svigi og alpatvíkeppninni. Örnólfur sigraði í svigi og sam- hliðasvigi en varð að lúta í lægra haldið fyrir Guðmundi Sigurjónssyni frá Akureyri í stórsviginu. En það nægði Örnólfi samt til þess að sigra í alpatvíkeppninni. Anna María Malmquist frá Akureyri kom nokkuð á óvart og sigraðí í stórsvigi og lenti í öðru sæti í samhliðasvigi. En lítum þá á úrslitin í alapa- greinum á landsmótinu: Slórsvig kvenna: 1. Anna María Malmquist A. 92.45 2. Ásta Halldórsdóttir í. 93.20 3. Guðrún H. Kristjánsd. A. 93.63 Stórsvig karia: 1. Guðmundur Sigurjónsson A. 1:16.32 2. Örnólfur Valdimarsson ÍR. 1:18.03 3. Vilhelm Þorsteinsson A. 1:18.20 Svig kvenna: 1. Ásta Halldórsdóttir í. 1:05.64 2. Guðrún H. Kristjánsdóttir A. 1:06.82 3. Margrét Rúnarsdóttir I. 1:07.79 Svig karla: 1. Örnólfur Valdimarsson ÍR 1:03.98 2. Arnór Gunnarsson I. 1:06.56 3. Kristinn Svanbergsson A. Samhliðasvig kvenna: 1. Ásta Halldórsdóttir í. 2. Anna María Malquist A. 3. Guðrún H. Kristjánsdóttir A. Samhliðasvig karla: 1. Örnólfur Valdimarsson ÍR. 2. Haukur Arnórsson Ármanni 3. Helgi Geirharðsson Ármanni 1:06.62 Alpatvíkeppni kvenna: Stig 1. Ásta Halldórsdóttir í. 12.94 2. Guðrún H. Kristjándóttir A. 32.49 3. María Magnúsdóttir A. 36.54 Alpatvíkeppni karla: Stig 1. Örnólfur Valdimarsson ÍR 7.14 2. Vilhelm Þorsteinsson A. 17.82 3. Kristinn Svanbergsson A. 37.27

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.