Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 29. iriárs 1989 AKUREYRARB/ÍR Skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf á Bæjarskrifstof- um Akureyrarbæjar. Æskilegt að umsækjendur hafi stundað nám á viðskiptabraut eða.hafi reynslu í skrifstofustörf- um. - 100% starf. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 7. apríl. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild. Bæjarritari. SBA SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR S/F Óska eftir bifreiða- stjórum til starfa í sumar Einnig teiðsögumönnum í júní, júlí og ágúst. Leiðsögumannanámskeið áskilið. Uppl. í skrifstofunni fyrir hádegi og í síma 23510 og 985-22616. Sérleyfisbílar Akureyrar. Ljósmyndari Ljósmyndari óskast til starfa á ritstjórn Dags. Um er að ræða fullt starf. Reynsla af fréttaljósmyndun æskileg. Umsóknarfrestur er til 4. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur ritstjóri í síma 96-24222. Minning: AðaJbjöm Amgrímsson Fæddur 8. mars 1907 - Dáinn 23. janúar 1989 Móðir hans var Kristbjörg dóttir Sigfúsar Vigfússonar bónda í Hvammi í Þistilfirði og konu hans Aðalbjargar Jónasdóttur systur Aðalsteins í Hvammi. Arngrímur faðir hans var sonur Jóns Samsonarsonar bónda og skálds á Hávarðsstöðum og Ólafar Arngrímsdóttur konu hans. Þau hjónin áttu tvö börn, Aðalbjörn og Ólöfu, konu Jóhanns Lúthers Grímssonar í Tunguseli. Dvelur hún nú á sjúkrahúsi á Húsavík. Arngrímur í Hvammi var orðlagð- ur smiður bæði á tré og járn, og stundaði smíðar jafnhliða búskapn- um og féll aldrei verk úr hendi. Ungur heyrði Aðalbjörn hamars- höggin frá smiðju föður síns og hann sá skeifurnar og ljábakkana verða til. Hann heyrði í söginni þegar faðir hans var að saga rekatrén, sem Arngrímur hafði sótt á sleðum út á Langanes eða austur í Fell. Aðal- björn fylgdist með því þegar ná- grannar og sveitungar komu með bilaða eða hálf ónýta hluti og faðir hans fann alltaf einhver ráð til að endurbæta þá og gera aftur eins og nýja. Aðalbjörn var 11 ára þegar faðir hans tók salthúsið í Heiðarhöfn og flutti það í heilu lagi á sleðum til Þórshafnar og gekk þar frá því á steyptum grunni. Arngrímur hafði byggt sér tvílyft timburhús. Um þetta ieyti tók hann neðri hæðina undan þeirri efri og lét hana sfga niður á grunninn. Þessar og þvílíkar uppfinningar, marghátt- uð úrræði, vinnulag og dugnaður Arngríms urðu Aðalbirni ævarandi hvatning og gáfu hugmyndum hans byr undir báða vængi. Aðalbjörn var í barnaskóla hjá Halldóri Benediktssyni á Hallgils- stöðum, og eftir fermingu sótti hann tíma til Haildórs, sem hélt uppi unglingakennslu öðru hvoru á vetrum. Aðalbjörn mun hafa notið vel þessarar stuttu skólagöngu og búið að henni lengi, enda ástundun og námshæfileikar í besta lagi. M.a. fékk hann tilsögn í orgelleik hjá Halldóri, og átti lengst af orgel og spilaði jöfnum höndum eftir nótum eða eyranu. Aðalbjörn var ungur þegar hann fór að sækja bækur í lestrarfélagið. Snemma fór hann að lesa tímarit og dagblöð og fylgjast með því, sem yar að gerast í kringum hann, bæði í félagsmálum og stjórnmálum, og lét ekki fram hjá sér fara fréttir af vélum og tækninýjungum. Fram undir tvítugsaldur vann Aðalbjörn öll venjuleg störf við bú foreldra sinna og lærði þær vinnuað- ferðir sem notaðar höfðu verið um aldir. Hann var karlmenni að burð- um og afkastamaður að hverju sem hann gekk m.a. mikill sláttumaður og léttvígur og þolinn göngumaður. Margháttuð vinsamleg samvinna var með þeim bændum í Hvammi og gekk mikið undan þeim þegar þeir gengu allir að einu verki. Þau kynni voru mikilsverð lífsreynsla fyrir ung- an hugsjóna- og athafnamann. Árið 1928, 4. apríl, giftu þau sig Aðalbjörn og Jóhanna María Jóns- dóttir, sem verið hafði kaupakona í Hvammi ættuð úr Vopnafirði. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið: Jón flugvallarstjóri Þórshöfn, kvænt- ur Huldu Ingimars. Börn 3 dætur og 3 synir. Ari bóndi í Hvammi, d. 4. mars 1986. Ekkja hans Hanna Sig- fúsdóttir. Börn 3 dætur og 3 synir, tveir þeirra nú dánir. Guðrún Ragn- hildur, d. 1944. Aðalbjörn Arnar ýtustjóri og vélaviðgerðarmaður Þórshöfn. Kvæntur Sigríði Andrés- dóttur. Börn 1 dóttir og 2 synir. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Aðalbjörn og María á smíðahúslofti Arngríms, þar til að þeir feðgar byggðu íbúðarhús 1936 sem ennþá er búið í. Aðalbjörn 'oyggði útihús og tók mikið land til ræktunar. Vorið 1931 réðist Aðalbjörn vél- stjóri ásamt Snorra Arnfinnssyni á dráttarvél sem Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga átti. Þeir fóru bæ frá bæ í Þistilfirði og unnu mest allan sólarhringinn framan af sumr- inu. Þeir félagar unnu af miklu kappi, plægðu og herfuðu móana, margar dagsláttur í stað. Þetta var í fyrsta skipti sem dráttarvel kom í sveitina. Það fór fagnaðaralda um byggðina og fólkið sá fram á byltingu í jarðrækt og heyöflun. Þetta verk- efni átti mjög vel við Aðalbjörn. I Jæstu árin var hann oft til kvaddur að leiðbeina þeim, sem áttu að vinna með vélinni eða gera við bilanir. Þessa dráttarvél eignaðist Aðalbjörn þegar hún var 15 ára gömul. Aðalbjörn varð manna fyrstur hér um slóðir að fá sér útvarpstæki. Laust eftir 1930 var hann á stuttu námskeiði í Reykjavík til þess að kynna sér útvarpsvirkjun, rafmagn o.fl. í sambandi við vélar og tæki. Þegar heim kom fór hann að setja upp viðtæki fyrir fólk og gera við þegar eitthvað bilaði. Fór hann oft gangandi, áður en bílar komu til sögunnar, vestur allan fjörð, út á Langanes eða austur á Strönd. Varla munu allar þessar ferðir hafa verið Margrét frá Öxnafelli andaðist að heimili sínu, Þórunnarstræti 115 á Akureyri 19. mars. Hún fæddist í Öxnafelli í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði 12. apríl 1908. Faðir Margrétar var Jón bóndi Thorlacius, sem var sonur Þorsteins Thorlaciusar hrepp- stjóra Einarssonar Thorlaciusar prests að Saurbæ í Eyjafirði, Hall- grímssonar prests að Miklagarði. Föðurmóður Margrétar var Rósa Jónsdóttir ljósmóðir í Leyningi, Bjarnasonar. Jón faðir Margrétar var albróðir séra Einars Thorlaciusar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. En Ólöf hálfsystir þeirra bræðra var móðir Vilhjálms Þórs og þeirra syst- kina. Móðir Margrétar var Þuríður Jónsdóttir og voru foreldrar hennar Jón Tómasson bóndi í Holti í Hrafna- gilshreppi og kona hans, Þórunn Randversdóttir frá Leyningi. Stóðu eyfirskar ættir því að Margréti, sem jafnan kenndi sig við æskuheimili sitt, Öxnafell. Margrét ólst upp í hópi tíu syst- kina er upp komust og voru þau JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 25. mars 1989. Heildarvinningsupphæð var kr. 19.987.529,- 1. vinningur var kr. 12.081.440,- Fjórir þátttakendur voru með 5 tölur réttar og fær hver þeirra kr. 3.020.360.- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 1.172.598.- Skiptist á 14 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 83.757,- Fjórar tölur réttar, kr. 2.022.723.- skiptast á 379 vinningshafa, kr. 5.337 - á mann. Þrjár tölur réttar kr. 4.710.765.- skiptast á 12801 vinningshafa, kr. 368,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 mín. fyrir útdrátt. þessi: Þorsteinn, sem alla ævi átti heima í Öxnafelli, ókvæntur og barn- laus. Hann er látinn. Næst er Rósa. Hún giftist Benedikti Júlíussyni bónda í Hvassafelli og eignuðust þau fjögur börn. Benedikt er látinn en Rósa býr á Akureyri. Þriðja var Álf- heiður, ógift en eignaðist dreng. Hún lést fyrir fáum árum. Þá er Ester, gift Jóhanni Brynjólfssyni múrarameist- ara, ættuðum úr Húnaþingi. Þau eru barnlaus og dvelja í Skjaldarvík síð- ustu árin. Hallgrímur er bóndi í Öxnafelli, kvæntur Sesselju Andrés- dóttur frá Hálsi í Kjós og eiga þau einn son. Sjötta systkinið var Margrét, sem hér er minnst og sjö- undi er Jón, sem dvelur á Elliheimil- inu Grund í Reykjavík. Hann er ókvæntur og barnlaus. Áttundi er Einar, iðnverkamaður á Akureyri, kvæntur Hrund Kristjánsdóttur frá Ytri-Tjörnum. Þau eiga tvö börn. Þórunn giftist Þorsteini Guðmunds- syni smið frá Borgarfirði eystra. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust fjórar dætur. Þórunn er látin. Yngst er Þóra, gift Þorsteini Jónssyni frá Syðri-Tjörnum, bónda á Moldhaug- um. Þau eiga sjö börn. Heimilið í Öxnafelli var talið bjargálna, en ekki varð auður eða ofdekur systkinunum fjötur um fót. Dulrænir hæfileikar voru í báðum ættum og erfði Margrét þá í ríkum mæli og jafnvel fleiri systkinin. Frá bernsku hafði Margrét frábæra skyggnigáfu og dulheyrn. Hún sá liðna atburði og henni var oft sýnt inn í framtíðina. Hún sá og umgekkst daglega látna menn og málleysingja, sá álfa og huldufólk, gat horfið úr líkama sínum og farið um víða veröld og hún naut mjög vel söngs og tónlistar, sem aðrir nutu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.