Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. mars1989—DAQUR -'15 greiddar eftir taxta. Um 1940 fékk Aðalbjörn fyrstu vindrafstöðina. Næstu árin komu allmargar slíkar stöðvar í byggðar- lagið. Það varð hlutskipti Aðal- björns að setja þær upp og leggja rafleiðslur um íbúðar- og útihús. Hann varð þess aðnjótandi að verða fyrstur manna að tendra rafljós á mörgum bæjum í fæðingarsveit sinni. Á þessum árum gerði Aðalbjörn ítrekaðar tilraunir heima í Hvammi til að virkja bæjarlækinn en það reyndist erfitt að ráða við vatnið í lausum jarðvegi. Árið 1946 fékk Aðalbjörn fyrsta Willýs jeppann, sem kom hér í sveitina. Voru það mikil viðbrigði fyrir mann, sem vildi vera og þurfti að vera fljótur í ferðum. Sumarið 1947 fór Aðalbjörn á landbúnaðarsýningu í Reykjavík. Þar sá hann grænt og vel verkað súgþurrkað hey. Fór hann þá upp í Mosfellssveit á tvo bæi, þar sem súgþurrkunartæki voru í gangi og fékk að skoða þau vandlega og ræða við bændurna. Þegar heim kom byrjaði hann strax á því að ganga frá súgþurrkunartækjum í hlöðu sinni og lét gömlu dráttarvélina drífa blásarann. Varð hann fyrstur manna hér í sýslu til þess að nota sér þessa mikilsverðu nýjung. Allmargir sveit- ungar hans og nágrannar fengu sér súgþurrkun næstu árin og hjálpaði hann mörgum að ganga frá tækjun- um. Árið 1947 keypti Aðalbjörn sam- komuhúsið Sólbakka á Þórshöfn af Ungmennafélagi Langnesinga. Rak hann þetta hús þar til 1954 að það brann. Byrjaði hann fljótlega að sýna þar kvikmyndir, fyrstur manna á Þórshöfn. Um 1950 verða þáttaskil í lífi Aðalbjörns. Þau hjónin skilja og hann flytur til Þórshafnar og vinnur þar ýmis störf næstu árin, en María hélt heimili fyrir börn sín og tengda- föður á Hvammi við vinsældir og myndarskap eins og áður, og Ari sonur þeirra sá um þúskapinn. Árið 1952, 7. maí giftist Aðal- björn Gyðu Þórðardóttur Oddgeirs- sonar prófasts á Sauðanesi og Þóru Ragnheiðar Þórðardóttur konu hans. Bjuggu þau sér vistlegt heimili að Vesturvegi 3, Þórshöfn. Gyða hefur lengi unnið við afgreiðslu hjá Kaupfélagi Langnesinga og um skeið deildarstjóri í vefnaðarvörudeild. Um þessar mundir voru flugsam- göngur að hefjast við ýmsa staði á landinu. Svo sem vænta mátti hafði Aðalbjörn brennandi áhuga á því að flugvélar gætu haft viðkomu í hérað- inu. Hann leitaði að flugvallarstæði og valdi sjávarbakkana norðan við Sauðanes, þar sem flugvöllurinn er nú. Mældi hann og merkti fyrir flugbraut, tíndi burtu grjót og jafn- aði brautina svo að flugvélar gátu lent. Þessa vinnu lagði hann fram án endurgjalds. Það var 1952 eða 1953 sem Björn Pálsson flugmaður varð fyrstur til þess að lenda á þessum velli í sjúkraflugi. Næstu árin lenda þarna flugvélar öðru hvoru. Aðalbjörn vann af kappi að því að fá opinber framlög til að endurbæta aðstöðuna á vellinum. Árið 1955, 16. júní lenti flugvél frá Flugfélagi íslands á Sauðanesflugvelli og var það upphaf að reglubundnu áætlun- arflugi, fyrst einu sinni í viku. Það kom af sjálfu sér að Aðalhjörn varð flugvallarstjóri og gegndi því starfi þar til Jón sonur hans tók við því 1978. Aðalbjörn var félagsmálamaður, sérstakur áhugamaður um öll þau mál, sem hann taldi horfa til umbóta og framfara. Hann var með afbrigð- um hugmyndaríkur, fljótur að átta sig á málum og mynda sér ákveðnar skoðanir á þeim, og skýra þær fyrir öðrum, óragur að halda þeim fram hvar og hvenær sem var, málefnaleg- ur og samvinnufús, átti létt með að tala á fundum, var ágætur hagyrðing- ur og flutti bundið mál við ýmis tækifæri. Aðalbjörn var lengi í stjórn Klak- félags Þistilfjarðar, sem starfaði á árunum 1933 til 1948. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Þistilfjarðar á árunum 1945 til 1952. Hann var nokkur ár í stjórn Fiskiðjusamlags Þórshafnar, félagsmaður í Kaupfé- lagi Langnesinga frá unglingsárum til æviloka, lengst af fulltrúi á aðal- fundum og stjórnarnefndarmaður frá 1948 til 1984 eða lengur en nokkur annar. Við þessi leiðarlok koma í hugann margar ánægjulegar minningar frá löngu liðnum dögum þegar þeir feðgar Arngrímur og Aðalbjörn komu í heimili foreldra minna og Þorsteins frænda míns. Þegar Arn- grímur kom röðuðum við okkur í kring um hann og hlustuðum á sögur hans. Tungutakið var rammíslenskt og þróttmikið, svo að unun var á að hlýða. Það kom oft fyrir í góðu færi að vetri að Aðalbjörn kom gangandi beint yfir ásana frá Hvammi að Holti og gekk hratt. Hann var þá ungur maður. Léttur hressandi blær fylgdi gestinum í hlað. í stofu hófust lífleg- ar viðræður um margvísleg efni, hugsjónir og framfaramál, félags- og samvinnumál, stjórnmál og nýja véla- og tækniöld, sem var að keyra í garð. Aðalbjörn sá þá fyrir sér ýmsa þá hluti, sem nú eru orðnir að veruleika. Það skiptast á skin og skúrir í lífi manna. Laust eftir fermingaraldur missti Aðalbjörn móður sína og bæði tvíburasystkinin Guðrúnu Ragnhildi myndarstúlku aðeins 14 ára 1944 og Ara bónda í Hvammi 1986, vinsælan hæfileikamann, sem allir harma. Síðustu árin átti Aðalbjörn við vanheilsu að stríða og kona hans hjúkraði honum heima af alúð og þolinmæði þar til hann fór á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og dvaldi þar á þriðja ár uns yfir lauk 23. janúar s.l. Útför fór fram að Sauðanesi 31. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni. Um leið og ég minnist nágranna og vinar með þakklátum huga sendi ég Gyðu og öðrum aðstandendum sainúðarkveðjur. Að lokum tökum við undir bæn, sem Aðalbjörn flutti á ættarmóti í Hvammi 5. júlí 1980. „Lýs drottins Ijós of lífsins þrautaveg að Ijóssins strönd. Rís mildust rós svo ung og yndisleg við ættarbarm. Brosir frá himnum sælust sálnahjörð. Þar sjálfur Ijóssins faðir stendur vörð. “ Þórarínn Kristjánsson. ekki og urðu ekki varir við. Má af þessu vera ljóst, að þessi kona lifði í tveim heimum og að hálfu utan skynjunarmarka venjulegs fólks. Áður en Margrét náði tíu ára aldr- inum vildi svo til að móðir hennar veiktist mjög og var ekki hugað líf. Var telpan sorgmædd og óskaði þess af barnslegum innileika, að hún gæti eitthvað gert fyrir móður sína. Þá birtist henni maður í hvítum sloppi. Margrét taldi að hann myndi vera læknir og bað hann að hjálpa móður sinni. Hann svaraði aðeins þessum orðum: „Ég vil reyna það.“ Sá hvít- klæddi var framliðinn maður, Friðrik huldulæknir. Þau höfðu síðan dag- legt samband til æviloka, því hann tengdist öllu lækningastarfi hennar. En það er af Þuríði húsfreyju að segja, að hún hlaut ótrúlega skjótan bata og var fyrsti sjúklingur Margrét- ar. Þessi skjóta og góða lækning varð brátt á vörum sveitunganna og fólks í næstu sveitum. Ekki leið á löngu þar til sjúkir fóru að leita til Margrétar og sögur um hinar dulrænu lækningar þóttu margar með ólíkindum, enda varð þessi unga, eyfirska kona landskunn á skömmum tfma. Leiðir óteljandi fólks lágu heim í Öxnafell og óteljandi bréf bárust með hverjum pósti. Margir voru langt að komnir, er þá lögðu land undir fót fram í Öxnafell og allir áttu það erindi að biðja sjúkum hjálpar. Sérstaklega var það gert þegar önnur úrræði þraut. Ég minnist orða skip- stjóra eins, sem átti báða foreldra sína í sjúkrahúsi. Hann sagði: „Allir treysta læknunum vel, en trúa á Mar- gréti.“ Þetta viðhorf var algengt, að ég hygg. Frá æsku til elli lagði Margrét frá Öxnafelli fram krafta sína við að lækna þá sem sjúkir voru og hugga syrgjendur. Hvar sem hún var í vinnu eða við húsmóðurstörf, eftir að hún sjálf eignaðist fjölskyldu, tók hún daglega á móti gestum, fjölda fólks, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Flestum var það ráðgáta hvernig hún öðlaðist þrek til alls þess. Við ræddum það einhverju sinni. Hún sagði, að þegar hún fann til þreytu hefði hún rétt fram hendur sínar nteð lófana upp og orðið afþreytt og sem endurnýjuð á örlítilli stundu. Var hún þá tilbúin að halda störfum sínum áfram. Enginn veit tölu þeirra þúsunda, sem leituðu lækninga hjá skyggnu konunni frá Öxnafelli og enginn get- ur um það sagt, hve margir af sjúkl- ingum hennar hlutu bata og verður það aldrei rannsakað. En það er ég viss um, að hafi tími kraftaverka ein- hvern tíma verið til, er hann það enn. Aldrei verðlagði Margrét störf sín í þágu sjúkra, en tók við þá goldið var. En þakklæti fólksins sem hún gat veitt aðstoð, var æðsta hamingja hennar. Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri ritaði tvær bækur um Mar- gréti frá Öxnafelli og hétu þær „Skyggna konan“. Komu þær út hjá Fróða árið 1960 og 1963. Er þar margt að finna um ævi og störf hinn- ar skyggnu konu, til viðbótar við aðr- ar ritaðar heimildir. Seytján ára gömul flutti Margrét úr föðurgarði, dvaldi þá meðal ann- ars einn vetur hjá Einari H. Hvaran og Gíslínu konu hans, en hann rannsakaði þá hina miklu, dulrænu hæfileika stúlkunnar. Um eins árs skeið þurfti Margrét að dvelja á Kristneshæli vegna sjúkleika, á Akureyri vann hún verslunarstörf í Kaupfélagi verkamanna um þriggja ára skeið og á Akranesi vann hún við saumaskap um skeið. En haustið 1937 flutti Margrét til Reykjavíkur, vann á Saumastofu Gefjunar, en giftist Bergsveini Guðmundssyni byggingameistara 1940. Settu þau saman heimili sitt í Reykjavík og áttu þar heima til 1947. Fluttu þau þá til Akureyrar, áttu þar heima næstu tíu árin en hurfu til Reykjavíkur á ný árið 1957, en skildu 1962. Börn þeirra hjóna eru þessi: Kristín Þuríður, gift Hjörleifi Kristjánssyni fiskimatsmanni. Þau reka sumargisti- hús á Arnarstapa á Snæfellsnesi og eiga tvö börn. Næstur er Guðmundur Jón skipasmiður, kvæntur Ásgerði Ágústsdóttur frá Patreksfirði og eiga þau þrjú börn. Fjölskyldan býr á Akureyri. Þriðji er Friðrik húsasmið- ur, kvæntur Sigrúnu Olgeirsdóttur, ættaðri af Snæfellsnesi. Þau búa í Reykjavík og eiga fjögur börn. Yngst er Greta Berg hjúkrunar- fræðingur, gift Stefáni Kristjánssyni rafsuðumanni. Þau eiga fjórar dætur og eiga heima á Akureyri. Eftir skilnað þeirra Margrétar og Bergvins lá leið hennar til Hafnar- fjarðar, þar sem hún dvaldi næstu tvo áratugina. Leiðin lá síðan til Akur- eyrar 1982 og þar átti Margrét heinta til dauðadags. Snemma á Hafnarfjarðarárunum flutti Þórður Halldórsson frá Dag- verðará á Snæfellsnesi á heimili Mar- grétar. Hann var henni og fjölskyldu hennar síðan hin mesta stoð og stytta og hlýtur ástúðarþakkir fjölskyld- unnar við þessi tímamót. Svo vildi til, að fæðingardagur Margrétar frá Öxnafelli var pálma- sunnudagur. Andlátsdagur hennar bar einnig upp á pálmasunnudag. Þann morgun horfðu menn á tæra, næstum himneska fegurð yfir fram- Eyjafirði, æskuslóðum Margrétar, svo orð var haft á því. Að leiðarlokum minnast menn Margrétar frá Öxnafelli ungrar. Hún var fríð, hlédræg og traustvekjandi og dag hvern umsetin af sjúkum. Með aldrinum varð hún einnig tígu- leg, en ætíð jafn hlý í viðmóti við hvern sem að garði bar. Ævi hinnar eyfirsku konu var umvafin fegurð. Ævistarf hennar var eitt af undursamlegustu ævintýrum samtímans. Erlingur Davíðsson. AKUREYRARB/íR bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 30. mars 1989 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Heimir Ingi- marsson til viötals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Aðalfundur Aðalfundur Alþýöubankans hf. verður hald- inn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aöalfundarstörf í samræmi viö ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á meöal breytingar á samþykktum og ákvöröun arös. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. c) Tillaga um heimild til bankaráös um nýtt hluta- fjárútboö. Aögöngumiöar aö fundinum og atkvæöaseölar veröa afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi. F.h. Bankaráðs Alþýðubankans, Ásmundur Stefánsson, formaður. Móðir okkar, SNÆBJÖRG SIGRÍÐUR AÐALMUNDARDÓTTIR, Aðalstræti 76, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mánudaginn 27. mars. Börnin. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR J. THORLACIUS, frá Öxnafelli, Þórunnarstræti 115, Akureyri, ferfram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 29. mars kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför bróður okkar, JÓNATANS BENEDIKTSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Benediktsson, Jón Benediktsson, Sigmar Benediktsson, Sigurbjörg Benediktsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Skjaldarvík. Brynhildur Jónsdóttir, Dýrleif Jónsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.