Dagur


Dagur - 06.07.1989, Qupperneq 3

Dagur - 06.07.1989, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. júlí 1989 - DAGUR - 3 Framkvæmdir við fyrsta hringtorgið á Akureyri eru í fullum gangi og verður það tilbúið til að taka við bílaumferð um miðjan mánuðinn. Mynd: kl Nýtt umferðarmannvirki a Akureyri: Ekið um hringtorg innan tíðar þangað til raskast umferð um Hörgárbraut Framkvæmdir við hringtorg á mótum Hörgárbrautar og Undirhlíöar á Akureyri ganga vel og aö sögn Gunnars Jóhanncssonar hjá tæknideild Akureyrarbæjar er búist við að umferð komist á um torgið upp úr annarri helgi, þ.e. eftir 16. júlí. Fram að þeim tíma verður röskun á hefðbundinni akstursleið á þessum slóðum. „Við þurfum að fara að loka núna. Sennilega verðum við fyrst með tvístefnuakstur á Hörgár- brautinni vestan megin suður að Höfðahlíð og lokum akreininni að austanverðu og niður í Holtin. Pá malbikum við austurpartinn og eftir það verður annað hvort alveg lokað eða tvístefnuakstur að austanverðu,“ sagði Gunnar. Hann sagði að hringtorgið yrði ekki fullfrágengið strax þótt umferð yrði hleypt á, en þarna verða steyptir kantsteinar og grasi gróið torg í miðjunni. En hvað kostar eitt stykki hringtorg? Gunnar sagði að kostnaðaráætl- unin hljóðaði upp á 5,4 milljónir króna. Upp úr miðjum þessum mán- uði þurfa þeir Akureyringar sem ekki hafa ekið á hringtorgum að læra þær reglur sem þar gilda. Þumalfingursreglan um hættu frá hægri gildir ekki því þeir sem eru í innri hringnum eiga ávallt réttinn. Til fróðleiks má geta þess að í Frakklandi er þessu öfugt farið. Þar virðist mönnum sem frumskógarlögmálið gildi en í raun byrjar rétturinn utan frá á hinum viðamiklu hringtorgum þar í landi, en hér hefur umferð í innri hringnum forgang. SS Frá hafnarframkvæmdunum á Vopnafírði. Mynd: já Vopnaflörður: Nýr hafliargarður ÓlafsQörður: Byijað að maJbíka í gær - malbik lagt á 7500 fermetra Malbikunarframkvæmdir hóf- ust í Ólafsfirði í gær og er áætl- að að malbika um 7500 fer- metra í bænum. Malbikið er keypt af Akureyrarbæ og sér flokkur manna frá Akureyri um að leggja malbikið. Byrjunarreitur malbikunarinn- ar í gær var tenging Bylgjubyggð- ar og Hrannarbyggðar. Síðan verður lagt malbik á Ægisbyggð, slaufur við Ólafsveg, Hafnar- götu, Strandgötu og loks Brekku- götu. Að sögn Þorsteins K. Bjöms- sonar, bæjartæknifræðings, er áætlað að taki fimm daga að leggja malbikið og því ætti fram- kvæmdum að verða lokið á mánu- dag. óþh DAGIJR Sauðárkróki 0 95-35960 Norðlenskt dagblað í sumar hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur á höfninni á Vopnafirði, sem einkum felast í því að byggja nýjan varnargarð innan við þann gamla, sem mjög hefur látið á sjá. Nýlega var viðlegukantur hafnarinnar lengdur með stálþili og við það jókst öll hreyfing í höfninni í stórviðrum. Að sögn Sveins Guðmundssonar sveitar- stjóra er hugmyndin að gamli garðurinn taki mesta kraftinn úr ágangi sjávar en sá nýi sjái svo um afganginn. Að sögn Sveins binda menn miklar vonir við þennan nýja kant. Verkið er að mestu leyti unnið af heimamönnum, en undir stjórn manns frá Vita- og hafna- málastofnun. Gert er ráð fyrir að því ljúki í haust. ET VopnaQörður: Brettingur bilaði í upphafi veiðiferðar Brettingur NS, togari Vopn- firðinga, bilaði í upphafi veiði- ferðar fyrir síðustu helgi. Raf- all fyrir togspil bilaði og var skipið sent til viðgerðar í Hafn- arfiröi. Talið er að svokallað ankeri hafi farið í rafalnum og cf aðeins er um það að ræða cr vonast til að viðgerð Ijúki nú í vikumi. Þó svo að Brettingur sé eini togarinn á Vopnafirði þá setur nokkurra daga fjarvera hans ekki alvarlegt strik í reikninginn því afli smá- báta hcfur verið mjög góður að undanförnu. Brettingur er einn hinna svo- kölluðu Japanstogara sem á undanförnum árum liafa verið í gífurlegum breytingum og endur- bótum í Póllandi. Af einhverjum ástæðum hcfur þessi sami spilraf- all bilað í allmörgum þessara skipa. EíT Í.D.L. Félagsfundur verður haldinn í Skeifunni, sunnudaginn 9. júlí kl. 20.30. Fundarefni: Deildarmót og bikarmót. Önnur mál. Stjórnin. — Jörð til sölu Til sölu er jörðin Glerá, 600 Akureyri. Á jörðinni er steinsteypt íbúðarhús, hæð og kjallari. Stærð 130 fm. Ný uppgert. Heyhlaða 600 rúmmetrar. Landsstærð, afrétt (beitiland), fjall (heimaland), sameign Glerár, Akureyrarbæjar og Hlíðarenda. Hlutur Glerár í sameigninr! er 7/i8, sama sem 1.960 hektarar. Afgirt heimaland 112 hektarar og tún 16.60 hektarar. Hlunnindi, malarnám ca. átta hundruð þúsund rúmmetrar (viðmiðunartala). Jörðin selst í því ástandi sem hún er með gögnum og gæð- um sem henni fylgja. Allar upplýsingar veittar í síma 96-22372 milli kl. 16.00 og 19.00 e.h. Magnús og í síma 91-27602 milli kl. 18.00 og 20.00 Torfi. AKUREYRARB/ÆR Framkvæmdasjóður Akureyrar- bæjar auglýsir til sölu húseign- ina Fjölnisgötu 4 b. Húsiö er nýlegt iðnaðarhúsnæði samtals 381 fm að stærð. Tilboð sendist Atvinnumálanefnd Akureyrar fyrir 10. júií nk. 4 III n Skógræktarferð! Munið skógræktarferðina að Hólum í Öxnadal, laug- ardaginn 8. júlí. Hittumst að Holum kl. 13.00.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.