Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 6. júlí 1989 \I myndasögur dogs 7j ARLAND . undirbúningur fyrir fjáröflunaruppboö „Nágranna-glæpavaktarinnar" gengur vel... framlög streyma inn!... Konan hans Jóns hefur gefiö krosssaumaöc klósettlokhlíf meö mynd af Ómari Ragnars- syni... Friðrik gaf kennslustundir í njóla- rækt... og enn einu sinni Vala mín ... fyrirgefðu mér en við getum ekki tekið við smákökunum þínum ... viljum ekki koma af stað uppþotum .. . U ^ (\ ) • ^ II — ANDRÉS ÖND # Grillfargan Tilvalið á grillið. Grillkjöt. Grillbakkar. Allt fyrir grillið. Grill, grill, grill. Sumarið á íslandi gengur út á grill. Maður getur ekki skroppið út í búð og keypt sér súpu- kjöt í sunnudagsmatinn, það fæst bara grillkjöt. Lambakjöt, sérstaklega hlutað niður til grillsteiking- ar. Það er hending ef menn rekast á góðan, gamaldags hrygg eða læri. Heilu íbúða- hverfin eru undirlögð af grillbrælu um helgar. Þeir sem ekki eiga útigrill eru álitnir undarlegir. Sá sem þetta ritar er því meira en lít- ið dularfullur. Steikir lamba- kjöt upp á gamla móðinn í ofni eða á pönnu. Sýður pylsur eins og vanviti. Af hverju fær maðurinn sér ekki útigrill? Nei, þrátt fyrir þetta grillæði ætlar hinn grillsnauði blaðamaður að kaupa sér lambakjöt á lág- marksverði, tilvalið á grillið. Það hlýtur að mega að grilla það í ofni. # Afleit edrú- mennska Það ætlar ekki af Helga magra og Þórunni hyrnu að ganga. Sennilega eru hart- nær þrjú ár síðan Dagur birti grein um þau hjónin, en þá voru þau orðin blautari en góðu hófi gegnir og því send í þurrk. Skemmst er frá því að segja að afvötnunin hefur ekki geng- ið sem skyldi og edrú- mennska hjónanna er afleit. Það er vafasamt að þau nái sér yfirleitt á strik, enda illa farin af langvarandi bleytu og því líklegt að nema þurfi ónýta líkamshluta burt og setja nýja í staðinn. Það er líka spurning hvort Helgi og Þórunn hafi lent á réttum stað. Hitaveitan er ágætt fyrirtæki en ekki orðlögð fyrir árangur á sviði afvötnunar. Til eru sérhæfð- ar stofnanir sem hægt hefði verið að senda hjónin á. Það er víst ekki nóg að byggja sig upp líkamlega, andlega hliðin er enn mikilvægari. En sem betur fer hafa Ey- firðingar ekki gleymt þess- um heiðurshjónum þrátt fyr- ir líferni þeirra. Flugklúbbur íslands á Melgerðismelum gerði vel þegar hann skýrði skála sinn í höfuðið á Þór- unni hyrnu. dogskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 6. júli 17.50 Unglingarnir í hverfinu. (Degrassi Junior High.) Ný þáttaröð kanadíska myndaflokksins um unglingana í hverfinu. 18.20 Þytur í laufi. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? (Who's the Boss?) 19.20 Ambátt. (Escrava Isaura.) 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Gönguleiðir. Ný þáttaröð um þekktar og óþekktar gönguleiðir. Hafnir - Staðarhverfi - Reykjanes. Leiðsöcfumaður Jón Böðvarsson. 20.55 Matlock. 21.40 íþróttir. Stiklað á stóru í heimi íþróttanna hérlend- is og erlendis. 22.10 Líf í litum. (Kulör pá tilværelsen.) í myndinni er sýnt hvernig unnið er með liti og hljóð á nýstárlegan hátt og reynt að leita nýrra leiða í myndsköpun. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 6. júlí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Með Beggu frænku. 19.00 Myndrokk. 19.19 19.19. 20.00 Brakúla greifi. (Count Duckula.) 20.30 Það kemur í ljós. 21.00 Af bæ í borg. (Perfect Strangers.) 21.25 Sameinuð stöndum við.# (Christmas Eve.) Amanda er auðkýfingur sem á eitt af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Hún situr ekki ein að auði sínum þvi samfara blómlegum rekstri fyrirtækisins blómstr- ar göfuglyndi Amöndu. Heimilislausum gefur hún heimili og hungruðum mat. Dyggur fylgdarsveinn Amöndu er þjónn hennar, Matland, sem hvetur hana til dáða. Sonur hennar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur óbeit á gjafmildi móð- ur sinnar og með kaldlyndi sínu og skap- ofsa tekst honum að stía fjölskyldu sinni í sundur og hrekja börn sín af heimilinu. 23.00 Jass í Soho. (Ten Days That Shook Soho.) Októbermánuð nokkurn bergmálaði Soho hverfi í tíu daga af hinum fyrstu svo- nefndu Soho jasstónleikum. Þar voru samankomnir bestu jassgeggjarar Bret- lands allt til þessa dags en uppgangur jassins í Bretlandi var mikill á þessum tíma. í þættinum koma meðal annars fram Marc Almond, Tommy Chase, The Jazz Defektors, Georgie Fame og Marie Murphy. 00.05 Trúmennska. (Loyalties.) Hvers vegna flyst þessi breska millistétt- arfjölskylaa til einangraðs smábæjar norðarlega í Alberta? David Sutton þykir framúrskarandi lækr.ir og konan hans hin yndislegasta í alla staði og saman eiga þau fjögur myndarleg börn. Fyrir áeggjan eiginmanns síns, læknisins, ræður Lily unga konu af indíánaættum til sín sem heimilishjálp en stúlkan er nýfráskilin þriggja barna móðir og jafnframt sjúkl- ingur Davids. Spumingin er hver svíkur hvern í þessum þríhymingsvinskap? Bönnuð börnum. 01.40 Dagskrárlok. # Táknar frumsýningu á Stöð 2. Rás 2 Fimmtudagur 6. júlí 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Morgunsyrpa. * Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Sérþarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað i heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fróttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Gestur Einar Jónasson leikur þraut- reynda gullaldartónlist. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Veiðihornið rétt fyrir fjögur 16.03 Dagskrá. . Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, , Sigurður Þór Sal- varsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsend- ingu kl. 18.03. 19.00 Kvöldfróttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnemann er Sigrún Sigurðardóttir og Atli Rafn Sigurðsson. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir leikur þunga- rokk á eUefta tímanum. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og lótt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 2.00 Fréttir. 2.05 Paul McCartney og tónlist hans. Á vettvangi. Rómantíski róbótinn 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt..." Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 6. júlí 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Rás 1 Fimmtudagur 6. júlí 6.45 Veðurfregnir * Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Edward Frederiksen. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Ólafur Oddsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fróttir • Tilkynningar. 9.03 Litli barnatíminn: „Fjallakrílin - óvænt heimsókn" eftir Iðunni Steins- dóttur. Höfundur les (2). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn. Umsjón: Einar Kristjánsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Tölvuleikir. 13.35 Miðdegissagan: „Að drepa hermi- kráku" eftir Harper Lee. Sigurlina Davíðsdóttir les þýðingu sína (15). 14.00 Fréttir • Tilkynningar 14.05 Miðdegislögun. - Snorri Guðvarðarson. (Frá Akureyri). 15.00 Fróttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Draugaskipið leggur að landi" eftir Bernhard Borge. Fimmti og síðasti þáttur: „Afturgöngurn- ar". 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi - Debussy og Fauré. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál. 19.37 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Ef... hvað þá? Bókmenntaþáttur i umsjón Sigríðar Albertsdóttur. 23.10 Gestaspjall. 24.00 Fróttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Bylgjan Fimmtudagur 6. júlí 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þór? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fróttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Pétur Steinn Guðmundsson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 6. júlí 17.00-19.00 M.a. viðtöl um málefni líðandi stundar. Stjórnandi Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.