Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 6. :)úlí 1989 tvtVo:':-.ou;f «>. I'!•;>!» Landsfundur Útvarðar, samtal Samþjöppun ríkisvaldsins og mið „Landsfundur Útvarðar, hald- inn að Reykjum í Hrútafírði dagana 1. og 2. júlí 1989, varar sérstaklega við þeirri alvarlegu byggðaröskun sem orðin er og þeirri hrikalegu þróun sem framundan virðist vera, ef ekki er við brugðist af mikilli festu.“ Svo byrjar cin ályktun- in sem samþykkt var á fyrr- greindum fundi um síðustu helgi hjá Útverði, samtökum áhugafólks um jafnrétti milli landshluta. Fundurinn var eigi fjölsóttur en þótti gagnlegur og fróðlegur mjög. Stórn samtak- anna var endurkjörin og for- maður Útvarðar er Hlöðver Þ. Hlöðversson, bóndi á Björgum í S-Þingeyjarsýslu. Áfram segir í ályktuninni sem byrjað var á að vitna í: „Funtlur- inn kallar stjórnvöld landsins til ábyrgðar í því efni að núverandi óheillaþróun verði snúið til betri vegar og bendir í því sambandi á eftirfarandi atriði: Fjölbreyttum landbúnaöi verði viðhaldið I. Góð afkoma grundvallarat- vinnuvega þjóðarinnar hefur úrslilaþýðingu fyrir viðhald og eflingu landsbyggðarinnar. Trygging góðrar afkomu þeirra er öruggust aögerð í byggðamál- um. Því bendir fundurinn á eftir- farandi: a) Gengisskráning hins íslenska gjaldntiðils sé þannig hagað á hverjum tíma að tryggð sé góö afkoma sjávarútvegs og annarra útflutningsgreina og fjármagnskostnaöur taki mtö at afkomu atvinnuveganna. b) Fjöl- breyttum landbúnaði sé viðhald- ið til þess að fullnægja a.nt.k. innlendunt markaði. Efling hcfð- bundinna og nýrra búgreina er eitt stærsta byggðamálið við núverandi aðstæður og um fyrir- sjáanlega framti'ð. I því sam- bandi mótmælir fundurinn mjög ákveðið áróðri gegn landbúnað- inum og öllum hugmyndum um innflutning búvara. Innlend gæðaframleiðsla er nauðsynlegur þáttur í að treysta og viðhalda ímynd landsins með hreina og ómengaða náttúru. Ákvarðanataka er alltof fjarlæg framkvæmdastað 2. Samþjöppun ríkisvaldsins og miðstýring er komin á hættu- legt stig. Ákvarðanataka er alltof fjarlæg framkvæmdastað. Þróun þjóðfélagsins útheimtir aukna valddreifingu. Fundurinn leggur því höfuðáherslu á eflingu raun- verulegs valds í heimabyggð, sem fái til meðferðar hluta þess fram- kvæmdavalds sem nú er hjá rík- inu. 3. Nauðsynlegt er að efla þjón- ustugreinar á landsbyggðinni, sem nú eiga undir högg að sækja. Þetta er lykilatriði til þess að auka þar fjölbreytni í atvinnulífi og mannlífi. Hvetur því fundur- inn forráðamenn fyrirtækja sem þar starfa, að nýta öll möguleg tækifæri til eflingar atvinnu í heimahéraði." Meðan gengið er rangt skráð, mun landsbyggðin alltaf standa höllum fæti Fyrri fundardagur hófst með hefðbundnum aðalfundarstörf- um. Reikningar samtakanna fyrir síðasta ár voru lagðir fram og þar koma fram að tekjuafgangur árs- ins varð rúmar 380 þúsund krónur. Tekjur Útvarðar á síð- asta ári urðu kr. 1.753.199, á móti gjöldum upp á kr. 1.372.682. Áður en framsöguerindi byrj- uðu var sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað í Miðfirði, með hugvekju. Erindi um byggðantál fluttu Vilhjálntur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, og Gunnar Sænt- undsson, formaður Búnaðar- sambands V-Húnvetninga. í erindi sínu lagði Vilhjálmur mikla áherslu á það að gengið væri rctt skráð og sagðist Vil- hjálmur vera á móti föstu gengi. „Við búum við miklar sveiflur, háðar undirstöðuatvinnuvegun- um, og eigum að útbúa hagkerfið þannig að við getum lifað við sveiílurnar. Fólk þarf að vera undirbúið áföllunum, það er betra að lagast að sveiflum með því að lækka lífskjörin þegar illa árar og hækka þau í góðæri. Þetta er hagkvæmast fyrir okkur, heldur en að hafa atvinnuleysi og loka fyrirtækjum. Meðan gengið er rangt skráð, þá mun lands- byggðin alltaf standa höllum fæti og ekki skila hagnaði til fólksins,“ sagði Vilhjálmur m.a. „Vörnin er besta sóknin“ Vilhjálmur sagðist vera fylgj- andi markaðsskráningu gengis og Seðlabanki og stjórnvöld hættu að skrá gengi, og bankar sem versla mikið með gjaldeyri myndu skrá gengið í staðinn. „Það skiptir miklu máli fyrir efnahagslíf að gengi sé rétt skráð. Þá er hægt að fá trú á því að það sé hægt að reka gott fyrirtæki, jafnt á landsbyggðinni sem höf- uðborginni,“ sagði Vilhjálmur í lok erindisins. Gunnari Sæmundssyni var tíðrætt um stöðu undirstöðuat- vinnuveganna í landinu. Gunnar sagði að ungu fólki þætti ekki lengur fýsilegt að vinna við land- búnað og sjávarútveg. „Það eru biðraðir í arkitektaskóla á meðan vantar nemendur í Fiskvinnslu- skólann og bændaskólana. Þetta er áhyggjuefni," sagði Gunnar. Gunnar vék að nýafstöðnum aðgerðum ASÍ og BSRB og sagði það hafa verið hreina og klára aðför að bændum. „Menn vildu ekki sleppa bílnum, en mjólkinni gátu menn sleppt undanbragða- laust,“ sagði Gunnar. Gunnar endaði erindi sitt eins og hann hóf það, með orðum sr. Róberts Jack, „Vörnin er besta sóknin“, þegar hann fór suður sem þáver- andi stjórnarformaður Sjúkra- hússins á Hvammstanga að ná í fjármagn fyrir sjúkrahúsið. Ríkið er alltaf að keppa við sjálft sig Á eftir Gunnari talaði Ólafur Oddsson, héraðslæknir Norður- Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, flytur erindi um byggðamál. Á hans hægri hönd situr Gunn- ar Sæmundsson, form. Búnaðarsambands V-Húnv., og hinum megin við púltið sitja Magnús B. Jónsson, fundar- stjóri, Þórarinn Lárusson, og fundarritararnir Bjarni Harðarson og Rósmundur G. Ingvarsson. - stiklað á stóru frá fundinui Magnús Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, í ræðustól. „Erum e aski svei Hlöðver Þ. Hlöðversson frá Björgum í S-Þingeyjasýslu var endurkjörinn formaður Útvarðar á landsfundinum, svo og stjórn samtakanna. Hlöðver fékkst í stutt spjall um samtökin og var fyrst spurður um sögu þeirra. „Það voru menn eins og Pétur Valdimarsson, Akureyri, Örn á Gauksmýri og Árni Steinar, garðyrkjufræðingur á Akureyri. sem tóku 1982 upp starf er var í raun og veru gamalt, en unnu geysilega mikið áhugamannastarf í því að fá upp félagsmannatölu víðs vegar um landið. Við síðustu kosningar brugðu þeir á það ráð, Pétur Valdimarsson og hans nán- ustu samstarfsmenn, að bjóða fram. Það hefur ekki verið sam- þykkt á aðalfundum þessara sam- taka, neitt annað en það að starfa þverpólitískt. Þarna tóku þeir sig út úr og fóru í framboð. Við þessu var ekkert að segja, það getur hver og einn skipað sér í stjórnmálaflokk þar sem honum sýnist. Eigum ágæta stuðnings- menn í öllum flokkum Hvað snertir þessi samtök, Útvörð, þá teljum við okkur hafa þreifað mjög rækilega á því að þetta er ekki leiðin til þess að ná almennum hljómgrunni. Það spurðu margir þarna fyrst á eftir hvort samtökin væru ekki dauð, hvort ekki varð bræðrabylta með samtökunum og Þjóðarflokknum við kosningarnar síðast. Við tók- um þarna upp merkið, þverpóli- tískt. Það tók nokkurn tíma og skilgreiningar að leggja áherslu á það að við tilheyrðum ekki nein- um sérstökum stjórnmálaflokki, við styðjum engan sérstakan stjórnmálaflokk. Einstakir félag- ar í Útverði skipa sér þar í stjórn- málaflokk sem þeim sýnist, en samtökin sem slík eru þverpóli- tísk. Þetta er forsenda fyrir því, og skýring jafnframt, að við eig- um viðmælendur og félaga í öll- um stjórnmálaflokkum. Þó flokkarnir hafi lagt mismunandi áherslu á t.d. þriðja stjórnsýslu- stigið, sem við höfum tekið upp sem megin áhersluatriði, þá höf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.