Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 06.07.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. júlí 1989 - DAGUR - 11 Borgarbíó JGKEMtms GEN'iðlETEiilJÖlI) TVIBURAR, ADSKIINAÐUR ER LIFSHÆTTULEGUR fi DAVID CRÖNENBERO'S Sf Nýlega héldu þessar þrjár ungu stúlkur hlutaveltu á Akureyri, til styrktar „Hungruðum heimi“. Stúlkurnar söfnuðu alls 1.470 krónum sem þær afhentu á ritstjórn Dags. Þær heita Sigrún Björk Bjarkadóttir, Silja Dögg Baldursdóttir og Heiðdís Dröfn Bjarkadóttir. Mynd: kl Kl. 11.10 Tequila Sunrise Fimmtudagur 6. júlí Kl. 9.00 og 11.00 Tvíburar Kl. 9.10 Tungl yfir Parador Þessar þrjár ungu stúlkur, héldu nýlega hlutaveltu til styrktar lömuðum og fötluöum. Alls söfnuðu þær 1.805 krónum, sem þær afhentu á ritstjórn Dags. Þær heita, f.v. Sigrún Kristbjörg Tryggvadóttir, Freydís Anna Ingv- arsdóttir og Eva Ösp Þórðardóttir. Mynd: kl Tvíburarnir Beverly og Elliot Mantle hafa verið ákaflega samrýmdir frá barnæsku. Þeir fengu snemma áhuga á innri gerö kvenlíkamans og reka saman einkalækna- stofu í Toronto þar sem þeir sérhæfa sig í því að lækna ófrjósemi kvenna Þeir búa saman og deila öllu hvor með öðrum, einnig kvenfólki. Veraldarvani Elliot nær i konurnar, en feimni Beverly þykist síðan vera bróðir sinn, án þess að þær verði þess nokkurntíman varar. Aðalhlutverk: Jaremy Irons, Genviave Bujold, Heidi Von Palleska. Hóladómkirkja: Kristján Bjömsson vígður í embætti á sunnudaginn Sunnudaginn 9. júlí verður prestvígsla í Hóladómkirkju. Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup vígir Kristján Björnsson cand. theol til Ból- staðahlíðarprestakalls í Húna- vatnsprófastsdæmi. Vígsluvottar verða dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor, sem lýsir vígslu, séra Guðni Þór Ólafsson prófastur, séra Hjálmar Jónsson prófastur og séra Ágúst Sigurðsson en hann er föður- bróðir vígsluþegans. Séra Svavar A. Jónsson þjónar fyrir altari, ásamt vígslubiskupi. Kirkjukór Sauðárkróks syngur við messuna, undir stjórn Rögn- valdar Valbergssonar organista. Kristján Björnsson verður þriðji núlifandi presturinn sem vígist í Hóladómkirkju. Hinireru séra Ágúst Sigurðsson, sem vígð- ur var af töður sínum, séra Sig- urði Stefánssyni vígslubiskupi, árið 1965 og séra Svavar A. Jónsson, sem vígður var af núverandi vígslubiskupi árið 1986. Messan hefst kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Tímaritið Þroskahjálp: Þriðja tölublað er komíð út Tímaritið Þroskahjálp 3. tölu- blað 1989 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í þessu tölublaði segir móðir á Höfn í Hornafirði frá reynslu sinni og fjölskyldunnar í viðtali sem ber yfirskriftina Hér viljum vid búa. Seinni hluti greinar Beritar Johnsen, Skóli fyrir alla - hvað er nú það? birtist í heftinu en fyrri hlutinn kom í síðasta tölublaði. Þá er greint frá ýmsum sumartilboðum fyrir fatlaða, spjallað við starfsfólk Vinnuskóla Reykjavíkur og Eygló Ebba Hreinsdóttir segir frá skólagöngu sinni í grein er nefnist Skrítið en gaman. Rannveig Traustadóttir skrifar frá Bandaríkjunum um stuðning og þjónustu við fjölskyldur fatl- aðra og nefna má þýdda grein, / friði með eigin hugsanir - eða? sem er fötlunarvitund. Tímaritið Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst í lausasölu í bókabúðum, á blaðsölustöðum og á skrifstofu samtakanna að Nóatúni 17. Áskriftarsíminn er: 91-29901. Útgáfan hefur ákvcðið að bjóða nýjum áskriícmlum cina bók ókcypis um lcið og þcir gcrast áskrilcndur. I’cir gcta valið úr eftirtöldum bókum. Spennusöguflokkurinn: Mofðið í Taucrngöngunum. Þeir dauðu drckka ckki Síðasta bónin. Líkið stjórnar lciknum. Astarsóguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilcgur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinscssan. SNORRAHÚS Pósthólf 58 • 602 Akureyri • ræ 96-24222 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRODDUR INGVAR JÓHANNSSON, Eikarlundi 22, Akureyri, sem lést 2. júlí sl. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 7. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Margrét Magnúsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Sigríður Vilhjáimsdóttir, Eydís Ingvarsdóttir, Svandís Þóroddsdóttir, Gretar Örlygsson, Birkir Örn Gretarsson, Berghildur Þóroddsdóttir, Vignir Már Þormóðsson. GUÐLAUGUR KETILSSON, frá Mið-Samtúni, verður jarðsunginn frá Draflastaðakirkju, laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. Ingi Steinar Guðlaugsson og vandamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.