Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 1. desember 1990 Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur átt erfitt uppdráttar vegna skorts á læknum og öðru sérmenntuðu starfsfólki. Sjúkling- ar hafa því oft þurft að leita til Reykjavíkur og annarra þéttbýlis- kjarna, jafnt þeir sem eru með líkamlega kvilla og þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Á Akureyri er eina geðdeildin utan Reykjavíkur starfrækt og virðist hún hafa fest sig í sessi en þar eru þó aðeins tveir geðlæknar sem þjóna fólki af öllu Norðurlandi og Austurlandi líka. Yið ætlum að ræða við Sigmund Sigfússon, yfírlækni á Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, um geð- lækningar á Iandsbyggðinni í dag og framtíðarhorfur. Einnig kom- um við inn á einstök málefni, veltum fyrir okkur þunglyndi, sjálfs- vígstilraunum og áfengissýki. Ekki beint uppörvandi málefni en nauðsynlegt er að ræða um vandamálin ef takast á að komast fyrir þau, sérstaklega þegar samfélagið getur átt þátt í að leysa þau. Akureyringar muna margir eftir T- deildinni svokölluðu sem Brynj- ólfur Ingvarsson geðlæknir rak á vegum FSA í húsi við Skolastíg á árunum 1974-1983. Þessi deild markaði upphaf geðlækninga á Akureyri. Deildin var lögð niður 1983 og var engin geðdeild rekin á Akureyri í eitt ár, en snemma árs 1984 var ákveðið að hefja geð- deildarstarfsemi á sjúkrahúsinu og kom Sig- mundur Sigfússon þá til skjalanna. Sigmundur er fæddur í Reykjavík og brautskráðist frá Læknadeild Háskóla íslands 1972. Hann aflaði sér sérfræði- menntunar í geðlækningum í Ósló, kom heim og starfaði í tvö ár hjá landlækni og síðan á Geðdeild Landspítalans. Árið 1984 lá leiðin til Akureyrar en skyldi það hafa verið erfið ákvörðun að fara út á land? „Ég þurfti reyndar að hugsa mig alllengi um en það gerði ákvörðunina auðveldari að ég þekkti til hér fyrir norðan, móðurætt mín er héðan, og auk þess þekkti ég Brynjólf Ingvarsson vel,“ sagði Sigmundur. „Ráögjafarþjónusta tekur sífellt meiri tíma“ Ég bað Sigmund að lýsa stöðunni eins og hún blasti við honum er hann kom norður og uppbyggingu Geðdeildar FSA: „Það stóð til að innrétta nýja móttöku- deild í tengigangi nýbyggingar við sjúkra- húsið en það verk var ekki hafið þegar ég kom. Á árinu 1985 og fram til ársins 1986 vorum við með þrjú pláss á handlækninga- deild sjúkrahússins en unnum annars á Skólastíg 7 þar sem gamla deildin hafði ver- ið til húsa. Okkur var vel tekið og það var mjög gott að hefjast handa hér þrátt fyrir plássleysið. Geðdeildin fékk síðan 10 rúma móttöku- deild í mars 1986 og þá var ráðið nýtt starfsfólk. Auk okkar geðlæknanna hófu störf klínískur sálfræðingur, félagsráðgjafi og hjúkrunarfólk. Deildin hefur ekki stækk- að síðan, við höfum ekki fengið fleiri stöðu- heimildir, en hún hefur þróast og við höfum smám saman tekið að okkur fjölþættari verkefni. Sem dæmi má nefna iðjuþjálfun- ina á Skólastíg 7 sem hefur þróast mikið. Fólkið fer þangað frá sjúkrahúsinu á hverj- um morgni líkt og til vinnu. Iðjuþjálfunin er nauðsynlegur þáttur í starfseminni og það er vel búið að henni. Ráðgjafarstarfsemi okkar geðlæknanna hefur aukist, t.d. ráðgjöf fyrir aðra sjúkra- húslækna, heilsugæslulækna og ýmsa aðra að- ila. Þessi ráðgjafarþjónusta tekur sífellt meiri tíma og fer að verulegu leyti fram gegnum síma, en það virðist ekki vera gert ráð fyrir þessum þætti í okkar vinnutíma. Við þyrft- um að vera fleiri til að geta sinnt þessu vel. Það koma óskir um að fá okkur á staði eins og Egilsstaði, Sauðárkrók og Siglufjörð og það væri æskilegt að sérfræðiþekking okkar nýttist fleirum en við eigum erfitt með að komast héðan.“ Sérfræöiþjónusta utan spítala óhjákvæmileg í þessu sambandi beinist talið að sérfræði- þjónustu utan spítala: „Það er óhjákvæmilegt og á líka við aðrar sérgreinar að þegar sérfræðingar eru til staðar hér þá þurfa þeir að veita þjónustu utan spítala, hvort sem þeim eða öðrum lík- ar betur eða verr. Þetta hefur verið litið hornauga, að meðferð utan spítala á Akur- eyri skuli vera á vegum læknanna sjálfra, en eftirspurnin er til staðar. Frá sjónarmiði almennings er eðlilegra að leita til sérfræð- inga utan spítala hér í stað þess að leita til Reykjavíkur.“ Sigmundur sagði að í flestum greinum væru sérfræðingar of fáir á Akureyri til að geta sinnt austanverðu Norðurlandi og Austurlandi sem skyldi. Hann taldi æskilegt að hægt væri að byggja upp geðlæknisþjón- ustu á stærstu heilsugæslustöðvum í fjórð- ungum landsins, t.d. í kaupstöðum á borð við Egilsstaði, ísafjörð, Akranes, Selfoss og Keflavík. „Það hefur ekki gengið nógu vel að greiða fyrir þeirri hugsun sem þó er í lögum um heilbrigðisþjónustu, að sérfræðiþjónusta skuli fara fram á heilsugæslustöðvunum. Það væri eðlilegt út frá eðli viðfangsefnisins að geðlæknisþjónsta væri nálægt búsetu og fjölskyldu viðkomandi.“ Lítil deild og viðkvæm - Snúum okkur þá að Geðdeild FSA og starfsemi hennar. Er deildin ekki traust í sessi þrátt fyrir þennan skort á starfsfólki á landsbyggðinni? „Vonandi, en það þarf að vaka yfir því að svona lítil deild lifi af. Við erum viðkvæm fyrir því ef vantar starfsfólk, t.d. geðlækna eða hjúkrunarfræðinga. Það munar mjög um hvern og einn og nauðsynlegt að fylla í skörðin með góðum fyrirvara ef einhver þarf að hætta.“ - Hefur innlögnum fjölgað á undanförn- um árum? „Já, þeim hefur fjölgað. Þær eru um 150 á ári en eins og ég sagði erum við bara með 10 pláss og það sníður okkur þröngan stakk. Við eigum að taka við öllum bráðainnlögn- um á Eyjafjarðarsvæðinu og látum það ganga fyrir en við höfum reynt að nota 1-2 pláss á hverjum tíma í djúptækari og lang- vinnari greiningar- og meðferðarstarfsemi. Að sjálfsögðu reynum við að taka öll verk- efni sem við erum beðin um, nema einfalda afvötnun áfengissjúklinga en því hefur verið mætt af skilningi. En við tökum á móti áfengissjúklingum ef eitthvað meira er á ferðinni." - Mér heyrist að ekki veiti af stækkun deildarinnar, hver væri eðlilegur vöxtur hennar? „Æskilegt væri að fá hjúkrunar- og endur- hæfingardeild þar sem líka væri einhver ; hreyfing. Fólk með langvinna geðsjúkdóma eins og t.d. geðklofa þarf oft mjög góðan tíma í endurhæfingu og efst á óskalistanum er lítil endurhæfingardeild fyrir þessa sjúkl- inga.“ Ýmsir kostir við að vera geðlæknir á Akureyri Óskalisti Sigmundar er lengri og hefur hann kynnt hugmyndir sínar fyrir stjórn FSA og heilbrigðisráðuneytinu á undanförnum árum en það mun vera erfitt að tala um stækkun á þessum sparnaðartímum. - Segðu mér, í ljósi reynslu þinnar, er einhver munur á því að starfa sem geðlækn- ir á Akureyri eða í Reykjavík? „Já, kosturinn við að vera á stað eins og Akureyri er að maður getur fylgt sjúkling- um eftir árum saman. Það er mjög mikil- vægt fyrir sjúklingana, ekki síst þá sem eru með langvinna geðsjúkdóma, að hafa sama geðlækninn og sama hjúkrunarfólkið til að leita til. Erfiðara er að koma þessu við í Reykjavík. Hér er líka persónulegt sam- band milli ólíkra hjálparaðila á svæðinu þannig að við getum samhæft okkar störf. Við höfum lagt áherslu á að byggja upp samband við aðra hjálparaðila, s.s. heilsu- gæsluna, heimahjúkrun, Félagsmálastofn- un, Svæðisstjórn fatlaðra, Sálfræðideild skóla, lögreglu, presta og fleiri. Þetta gerir starfið á Akureyri mjög ánægjulegt og inanni finnst stundum að það sé hægt að fá meiru áorkað hér í hverju einstöku máli.“ - Eitt nýtt í meðferðinni hér er sambýli fyrir geðsjúka. Hvernig hefur það reynst? „Reynslan lofar vissulega góðu. Við átt- um frumkvæði að því að sambýlinu var hleypt af stokkunum gegnum Geðverndar- félag Akureyrar og við lögðum áherslu á að geðsjúkir á Akureyri nytu laga um fatlaða. Þetta er í rauninni eina sambýliö fyrir geð- sjúka á landinu sem rekið er með þessum hætti, en Svæðisstjórn fatlaðra sér um rekst- urinn. „Ástandið bágborið hvað varðar vernduð vinnupláss“ Og hann segir okkur meira frá sambýlinu: „Það hefur skort viðurkenningu á því að maður geti orðið fatlaður af geðsjúkdóm- um. Menn liafa litið svo á að þeir séu bara sjúkir og heyri því undir heilbrigðisyfirvöld en fatlaðir heyra undir félagsmálaráðuneyt- ið. Maður verður að kunna vel á myrkviði stjórnkerfisins og laganna til að hjálpa skjólstæðingum til að njóta þess sem aðrir njóta. Þegar sýnt var að endurhæfingargeðdeild væri aftarlega í forgangsröð spítalans lögð- um við kraft í það að fá endurhæfingar- heimili utan heilbrigðiskerfisins og það tókst með sameiginlegu átaki geðdeildar- innar, héraðslæknis, Geðverndarfélagsins og síðast en ekki síst framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar hér á Akureyri. Á sambýlinu er nú pláss fyrir fimm íbúa, en starfsemin hefur ekki komist í fullan gang vegna endurbóta á húsnæðinu við Álfabyggð. Kiwanismenn kosta þær endur- bætur, sem reyndust mun dýrari en ráð var fyrir gert. Þegar húsið verður allt tekið í notkun geta búið þarna níu manns. Skilyrðið fyrir vist er það að íbúinn sé að starfa í sínum málum. Hann verður að vera í starfi á almennum markaði eða vernduð- um vinnustað, í skóla eða í dagvist á geð- deildinni." - Er sambýlið ekki hugsað til þess að koma íbúunum smám saman út í hið almenna líf í samfélaginu? „Jú, grundvallarhugsunin er sú. Við verð- um að vera þolinmóð og gefa okkur góðan tíma. Þarna er verið að hugsa í misserum og árum en nú er stutt í það að fyrsti einstakl- ingurinn geti flutt í eigin íbúð. Atvinnulífið hefur tekið allvel á móti fólki sem á við þessa sjúkdóma að stríða og við höfum haft mikla hjálp af atvinnufulltrúa fatlaðra hjá Félagsmálastofnun, en á hinn bóginn er ástandið hvað varðar vernduð vinnupláss mjög bágborið á Akureyri og þyrfti að ráða bót á því hið snarasta.“ „Næg verkefni fyrir barna- og unglingageðlækni hér“ Eins og fram hefur komið er Akureyri eini staðurinn á landsbyggðinni sem getur boðið upp á þjónustu geðlæknis en þar með er ekki öll sagan sögð. Á landsbyggðinni er enginn barna- og unglingageðlæknir starf- andi. Þetta er afmarkað svið og ég spurði Sigmund hvort ekki væri þörf fyrir slíkan geðlækni á Akureyri. „Ég hef sagt að það væru næg verkefni fyrir barna- og unglingageðlækni í fullu starfi hér fyrir norðan og í rauninni eru þeir of fáir á landinu. Ég er ekki sammála því stefnumarki í íslenskri heilbrigðisáætlun, sem að vísu er ekki samþykkt enn, að aðeins eigi að vera barna- og unglingageð- deild í Reykjavík. Ég held að þetta sé þröngsýni. Hér gæti náttúrlega verið barna- og unglingageðlæknir í starfi þótt ekki væri stofnuð sérstök deild. Við sinnum þessum þætti ekki nægilega vel, enda erum við ekki sérfræðingar á þessu sviði. Það koma börn og unglingar til okkar kasta, ýmist í gegnum foreldra og fjölskyldumeðferð og í neyð tökum við á málum illra staddra unglinga og meðhöndl- um þá allt niður í 15 ára. Þetta er óburðug þjónusta en þarna kemur til samstarf við sálfræðinga hjá Fræðsluskrifstofunni og sál- fræðing geðdeildarinnar. Við erum að freista þess að efla tengsl við barna- og ungl- ingageðdeildina við Dalbraut í Reykjavík og fá reglulegar heimsóknir lækna norður til ráðgjafar og viðtala. Fyrir tveim árum bauð læknir sig til starfa hér en þar sem ekki var stöðuheimild við sjúkrahúsið og ekki horfur á að hún fengist þá hvarf hann til annarra starfa. Þetta er saga fleiri sérfræðigreina og það vill gleym- ast að það þarf að vera til áætlun um upp- byggingu í sérfræðiþjónustu eins og í almennri heilbrigðisþjónustu. Barna- og unglingageðlækningar eru sér- grein sem helst þarf að vera til staðar nálægt heimili viðkomandi, fjölskyldu barnsins. Á Norðurlandi eru umhverfisþættir öðruvísi en í Reykjavík og það er róttæk breyting fyrir fjölskyldu að vera langdvölum í Reykjavík vegna meðferðar barns eða fjöl- skyldumeðferðar." Konur í miklum meirihluta þungly ndissj úklinga Við ræddum ýmis fleiri mál, sparnaðinn í heilbrigðiskerfinu, áætlanagerð, þörf á geð- deild fyrir geðsjúka afbrotamenn og önnur mál á almennum grundvelli en ekki er rými fyrir allar þær vangaveltur hér. Næst fórum við yfir í einstaka málaflokka sem hafa verið í brennidepli. Fyrst er þó heimsókn til heilsugæslulæknis. - Oft hefur verið rætt um óhóflega lyfja- gjöf og í því sambandi langar mig að setja upp dæmi af manneskju sem fer til heimilis- læknis, t.d. hér á Akureyri, og kvartar und- an þunglyndi. Eru slík tilfelli eingöngu leyst með lyfjagjöf eða er sjúklingum vísað til ykkar í greiningu og meðferð? „Mestur hluti geðsjúkra fer aldrei lengra en að fá þjónustu hjá heilsugæslu. Heimilis- læknarnir stunda viðtöl og gefa þunglyndis- lyf en þeir leita líka ráða hjá okkur og vísa sjúklingum tii geðlækna. Við reynum að sinna þeim sem er vísað til okkar en á síð- „Geðveiki getur blossað upp við áfengis- og fíkniefnaneyslu" - segir Sigmundur Sigfússon, yfirlæknir á Geðdeild FSA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.