Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 13
poppsíðan Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 13 Söngvari Guns ’n’ Roses í „nágrannaslag“ Það er hreint út sagt með ólíkind- um hversu mikill vandræðagang- ur er á stórrokkurunum í Guns 'n' Roses og virðist hann nánast vera endalaus. Ef það eru ekki innanbúðarvandræði ýmiss konar, þá eru það allskyns vanda- mál og vitleysa sem einstakir meðlimir eiga þátt í og er ekki ein báran stök í þeim efnum. Fer söngvarinn W. Axl Rose þar fremstur og stendur hann nú ein- mitt í stappi við nágrannakonu sína sem kært hefur hann fyrir líkamsárás. Eins og gengur þegar slíkt ger- ist fer tvennum sögum af atburða- rásinni og það ólíkum. í kæru sinni heldur nágrannakonan því fram að þegar hún hafi bankað upp á hjá Rose í blokkinni sem þau bæði búa í til að kvarta und- an hávaða í hljómtækjunum hans, hefði hann brugðist við á þann hátt að hann réðst á hana og barði hana í höfuðið með vín- flösku auk þess að hafa hent lykl- unum hennar út um gluggann af tólftu hæð. Rose heldur því hins vegar fram að málsatvik séu allt önnur og segir nágrannakonu sína (sem heitir Gabrila Kantor) vera öfgafullan aðdáenda Guns ’n’ Roses sem sífellt hafi verið að valda honum og félögum hans vandræðum. Segir Rose enn- fremur að það hafi verið hún sem hefði reynt að berja sig með flöskunni þegar hann hefði beðið hana að hafa hægt um sig, því hún hefði sjálf verið með hávaða fyrir utan íbúð hans. Hann segist hafa varist árásinni og við það hefði flaskan dottið á gólfið og brotnað. „Hún henti þá lyklunum sínum að mér en hitti ekki pg lentu þeir inni í íbúðinni. Ég skellti þá aftur hurðinni og henti lyklunum út um gluggann." Hvort þeirra hefur rétt fyrir sér er ekki enn Ijóst, en þegar þetta birtist verður nýbúið að rétta í málinu. Þó er Ijóst að það hallar heldur á söngvarann því að í kjölfar atviksins var hann hand- tekinn en var síðan leystur út gegn tryggingu. Þá er það ekki til að bæta ástandið að Rose hefur átt í glímu við lögregluyfirvöld vegna þersónulegra mála, en hann telur að hann geti vart hreyft sig án þess að eiga á hættu afskipti af hendi lögreglunnar. Poppsíðan mun reyna að fylgjast með fram- vindu málsins og mun skýra frá lyktum þess við fyrsta tækifæri. Það þarf svo varla að taka það fram að þetta vesen hjá W. Axl Rose mun eitthvað tefja vinnu á hinni nýju plötu Guns ’n’ Roses og var þó ekki á bætandi. Gera W. Axl Rose söngvari Guns ’n' Roses gengur nú þessa dagana í gegnum erfitt dómsmál þar sem hann er sakaður um líkamsárás. áætlanir nú ráð fyrir að platan komi út með vorinu á næsta ári en með tilliti til þess sem á undan er gengið verður að taka þá tímasetningu með fyrirvara eða eins og einn blaðamaður oröaði það: „Eg trú því ekki fyrr en ég sé það.“ Hitt og þetta Falsanir í poppheiminum Alltaf annað slagið hafa kviknað sögusagnir um falsanir í heimi tónlistarinnar. Hérá Poppsíðunni var fjallað fyrir allnokkru um þær ásakanir sem margir frægir tón- listarmenn, m.a. Madonna og Depeche Mode, hafa sætt vegna Umsjón: Magnús Geir Guðmundsson grunsemda um notkun segul- banda á tónleikum sínum í stað lifandi hljóðfæraleikara. Hafa ásakanir um slíkar falsanir reynst í sumum tilvikum réttar en í öðr- um rangar að hluta til. En öðru- vísi og annars konar falsanir hafa komið upp og þá í heldur grófari mynd. Nú hefur komið í Ijós að poppdúettinn Milli Vanilli sem hlaut Grammy verðlaunin sem besta nýja nafnið í fyrra, er gróf fölsun, þ.e. að mennirnir tveir sem skipa Milli Vanilli eiga ekki raddirnar sem syngja á fyrstu og einu plötu dúettsins heldur karlsöngvarar Boney M. flokksins fræga. Hefur þessi upp- götvun að vonum vakið upp hörð viðbrögð og hefur tvímenningun- Mike Tramp og félagar í White Lion með nýja plötu fljótlega á nýárinu. um verið skipað að skila verð- laununum sem þeir hafa nú gert. White Lion Bandaríska rokkhljómsveitin White Lion með hinn danskætt- aða söngvara Mike Tramp í broddi fylkingar er nú að leggja síðustu hönd á sína fjórðu breið- skífu vestur í Hollywood. Síðasta plata White Lion, Big Game, náði miklum vinsældum og lög eins og Little Fighter og fíadar Love (frægt lag hollensku hljómsveit- arinnar Golden Earing) náðu býsna hátt á vinsældalistum. Nýja platan sem inniheldur þrett- án lög mun væntanlega bera nafnið The Mane Attraction og er gert ráð fyrir að hún komi út fljót- lega á nýja árinu. Pink Floyd Hér er lítill punktur fyrir hörðustu aðdáendur Pink Floyd. Nú nýlega hafa nefnilega tvö áður óútgefin lög með hljómsveitinni frá 1968 verið sett á kvikmyndaplötu sem heitir Tonite let’s all make love in London. Er annars vegar um að ræða 16 mínútna útgáfu af lag- inu Interstellar Overdrive en hins vegar lag sem kallast Nick’s Boogie. Og fyrst verið er aö fjalla um Pink Floyd má hnýta því hér aftan við að fíoger Waters fyrrum forsprakki hennar hefur sent frá sér nýtt smáskífulag The tide is turning sem tekið var upp á tón- leikunum miklu við Berlínarmúr- inn fallna í haust. Lynyrd Skynyrd Lynyrd Skynyrd, ein frægasta hljómsveit suöurríkjarokksins, hefur nú gert samning við Atlant- icútgáfuna. Hljómsveitin sem var endurreist fyrir þremur árum til að fara í tónleikaferð í minningu látinna meðlima hennar, (en árið 1977 dó söngvarinn Ronnie Van Zant ásamt fleirum í flugslysi sem hljómsveitin lenti í) er nú að undirbúa sig fyrir frekara tónleika- hald auk þess að leggja drög að nýrri plötu. Aðeins einn af upp- runalegum meðiimum Lynyrd Skynyrd er eftir í hljómsveitinni Gary Rossington gítarleikari, en um sönginn sér Johnny Van Zant bróðir Ronnie heitins. L A T I L B O Ð /V Sivuö** ... lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr. 0 Jólatilboð: 196.- Jólaafslótturínn nær til smjörstykkjanna í jólaumbúðunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.