Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 19

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 19 Bændur íjölmenna til Brussel - 30 þúsund bændur hvaðanæva að úr heiminum verða í Brussel til að brýna fyrir ráðherrafundi GATT mikilvægi land- búnaðarins gagnvart heimsbyggð allri Mánudaginn 3. desember nk. safnast 30 þúsund bændur hvað- anæva að úr heiminum saman í Brússel í tilefni af ráðherrafundi GATT en á honum verða sem kunnugt er Úrúgvæ-viðræðurnar svonefndu til lykta leiddar. Þenn- an sama dag verður í Brussel alþjóðleg ráðstefna sem samtök bænda innan Evrópubandalags- ins, COPA, gangast fyrir. Enn fremur verður haldinn fundur forystumanna bændasamtaka í EFTA-löndunum þennan sama dag, á sama stað. Á ráðstefnunni verða 960 full- trúar bændasamtaka frá 19 þjóð- ríkjum. Þarna verða 730 fulltrúar frá bændasamtökum innan EB eða frá Þýskalandi, Belgíu, Dan- mörku, Spáni, Frakklandi, Grikk- landi, írlandi, Ítalíu, Lúxem- búrg, Hollandi, Portúgal og Bretlandi. Þá verða þar einnig alls 230 fulltrúar frá bændasam- tökum utan EB, eða frá Austur- ríki, Kanada, Japan, Bandaríkj- unum, Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð, íslandi, Sviss og Tyrklandi. Bændur telja að gagnkvæmt viðskiptasamkomulag GATT- ríkja, sem getur jafnað framboð og eftirspurn á hinum alþjóðlega matvörumarkaði og stuðlað að stöðugra verðlagi en nú er, sé ótvírætt hagsmunamál búvöru- framleiðenda um heim allan. Bændur mótmæla á hinn bóginn því að þröngir viðskiptahags- munir ráði ferðinni í viðræðum sem snerta jafn viðkvæmt og vandasamt svið og búvörufram- leiðsla er. Það gæti orsakað óstöð- ugleika á heimsmarkaðnum auk þess að stofna mataröryggi í heiminum í voða og stórauka hættuna á rányrkju, umhverfis- spjöllum og byggðahruni. Bænd- ur telja að GATT-viðræðurnar skili því aðeins árangri að fjallað verði raunsætt um málefni land- búnaðarins og tekið mið af öllum þáttúm hans. Á ráðstefnunni flytur Bo Dock- eren, formaður Sænsku bænda- samtakanna, ávarp fyrir hönd Norrænu bændasamtakanna, NBC. Að henni lokinni leggja 30 þúsund bændur upp í 5 km göngu um miðborg Brússel til þess að leggja áherslu á sjónarmið bænda. Gangan er ein sú fjöl- mennasta sem bændur hafa stað- ið að á alþjóðlegum vettvangi. Á forystumannafundi bænda- samtaka EFTA-landanna verður rætt um stöðuna í viðræðum EB og EFTA um hið fyrirhugaða Evrópska efnahagssvæði og kröf- ur EB um stóraukið viðskipta- frelsi með búvörur innan þess. Fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda taka þátt í þessum aðgerð- um og fylgjast með framvindu mála á lokafundi GATT. Eimskip opnar skrif- stofii í Færeyjum Eimskip mun hefja rekstur á eig- in skrifstofu í Færeyjum 1. des- ember nk., og verður skrifstofan til húsa í N. Winthers Göta 3, 110 Þórshöfn. Eimskip hefur um langt árabil haft reglulegar viðkomur áætlun- arskipa í Færeyjum, og hafa skip félagsins haft vikulegar viðkomur í Þórshöfn undanfarin tvö ár. Færeyjaskrifstofa Eimskips mun annast markaðs- og sölumál vegna flutningaþjónustu félagsins í Færeyjum, bæði hvað varðar flutninga milli íslands og Fær- eyja, sem og flutninga á inn- og útflutningsvörum Færeyinga. Skipaafgreiðslan J. P. S. Sörensen sem annast hefur afgreiðslustörf Eimskips í Fær- eyjum, mun áfram sjá um lestun og losun skipa félagsins. í sam- vinnu við Skipaafgreiðsluna verður boðið upp á vöruhúsa- þjónustu og dreifingu á vörum innan Færeyja. Skrifstofa Eimskips í Færeyj- um er fimmta skrifstofa félagsins erlendis, en Eimskip rekur nú eigin skrifstofur í Gautaborg, Hamborg, Rotterdam og Norfolk í Bandaríkjunum. Forstöðumaður skrifstofu Eimskips í Færeyjum verður Ólafur Friðfinnsson. Ólafur hef- ur starfað hjá félaginu frá árinu 1985, fyrst í Svíþjóð og Noregi, en sl. þrjú ár á aðalskrifstofunni í Reykjavík. I lalldór Jónsson, bæjarstjóri Akur- eyrar, varð 40 ára fyrir sköniniu. í tilefni afmælis síns mun hann taka á móti gestum sunnudaginn 2. des- ember kl. 15.00-18.00 í Oddfellow- húsinu, Brekkugötu 14. Basar og súkkulaði! Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með heitt súkkulaði, kleinur og piparkökur eftir messu 1. sunnudag í Aðventu 2. desember. Einnig verður köku- og munabasar. Allir velkomnir í Safnaðarheimilið. Stjórnin. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar. Minningarspjöld Styrktarsjóðs Kristnesspítala fást í Bókvali og á skrifstofu Kristnesspítala. Minningarkort Sjálfsbjargar Akur- eyri fást hjá cftirtöldum aðilum: Bókabúð Jónasar, Bókvali, Akri, Kaupangi, Blómahúsinu Glerárgötu 28 og Sjálfsbjörgu Bugðusíðu 1. RAF- GEYMAR Mælum gamla rafgeyma. Seljum nýja rafgeyma á kynningarverði í nóvember. ísetning á staðnum HJÓLBARÐAR Erum með mikið úrval af dekkjum fyrir allar gerðir ökutækja. Veitum alhliða hjól- barðaþjónustu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.