Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 1. desember 1990 tómstundir IA\7a\ /A\ heilsugæslustöðin Á AKUREVRI Mænusóttar- bólusetning Almenningi er boöiö upp á grunn- og viðhaldsbólu- setningu gegn mænusótt (lömunarveiki), mánudag- inn 3. desember milli kl. 17 og 19. Mælt er meö aö bólusetja á 4-5 ára fresti til aö við- halda ónæmi. Einstaklingar eldri en 60 ára þurfa ekki að láta bólusetja sig. Bólusetningin fer fram í Hafnarstræti 104 (fyrir ofan Akureyrar Apótek) og kostar 200 kr. Hafið meöferöis ónæmisskírteiniö ykkar. Einnig er minnt á aö þessi bóiusetning er í boöi allt áriö á fimmtudögum milli kl. 12 og 13. Starfslið Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Félag aldraðra á Akureyri Litlu jólin Félag aldraöra Akureyri, hefur samkomu í Blá- hvammi, Skipagötu 14, sunnudaginn 9. des. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Söngur Kór aldraðra. 2. Ávarp sr. Birgir Snæbjörnsson. 3. Skemmtidagskrá í umsjá Bjargar Finnbogadóttur. Kaffihlaðboð. Aðgangur kr. 1.000,00. Tekið á móti pöntunum og miðar seldir í Húsi aldr- aðra, miðvikudaginn 5ta desember. Einnig má hafa samband við Konráð Ásgrímsson í síma 21984. Stjórnin. I „Enduraæring að setjast niður og skoða safbíð sitt“ - segir Páll A. Pálsson, ljósmyndari á Akureyri Þrjátíu ár eru liðin frá því safnarabakterían tók að herja af alvöru á Pál A. Pálsson, Ijósmyndara á Akur- eyri. Þá byrjaði hann að safna peningaseðlum en brátt varð söfnunin fjölbreyttari og í dag á hann mikið safn prjónmerkja, einkennismerkja, peningaseðla, tunnu- merkja og greiðslukorta, svo ekki sé minnst á safn 80- 90 myndavéla. Til að fræðast eilítið nánar um safnar- ann Pál A. Pálsson heimsóttum við hann og fengum að líta á safnið. Safnar vísum um sjálfan sig Ekki er allt enn upp talið því sennilegast getur enginn annar safnari á landinu státað af því að eiga fjöldann allan af vísum um sjálfan sig. „Já, þetta byrjaði fyr- ir um 20 árum þegar mér tókst að fá Bjarna heitinn úrsmið til að gera um mig vísu og auðvitað myndaði ég hann í staðinn. Og svo kemur oft fyrir að hagyrðing- ar skjóti á mig vísu þegar ég hef myndað þá og greiða þannig fyrir myndina. Nú á ég fulla möppu af svona vísum,“ segir Páll þegar við höfum komið okkur fyrir á vinnustofu hans í miðbæ Akur- eyrar. Ef grannt er skoðað leynist innan um ljósmyndirnar eitt og annað sem tengist söfnunaráráttu Páls, bæði myndavélar, barm- merki og jafnvel fullur kassi af spilum en hann er fljótur að sverja spilasöfnun af sér; segist eiginlega hafa tekið við þessu af dætrunum. Það kemur háðskur svipur á Pál þegar hann er spurður hvort allar hafi þessar vísur um hann verið á einn veg. „Yfirleitt hafa þetta verið lofvísur en þarna er þó ein á hinn veginn. Hana gerði Rósberg Snædal en hann sagði einu sinni um mig: Handarskömm er handverk Páls hér um vitni bera myndasmiður Satans sjálfs sæmdi honum helst að vera. Petta var ekki slæm greiðsla og ntyndina fékk hann um hæl,“ bætir Páll hlæjandi við. Fimmtíukallinn var neistinn sem þurfti Söfnunin byrjaði hjá Páli fyrir 30 árum. „Við seðlaskiptin 1960 eignaðist ég nýjan, sléttan og grænan fimmtíukall og mér fannst hann svo fínn að ég setti hann undir glerið á borðinu hjá mér. Þar með var söfnunin byrj- uð og út frá þessum peningi óx seðlasöfnunin og fljótlega leidd- ist þetta út á fleiri brautir. Reyndar kom fyrir að maður væri svo blankur að maður þyrfti á peningnum undir glerinu að halda en alltaf útvegaði ég mér annan í staðinn. En mynt hef ég að mestu látið vera að safna, að öðru leyti en því að ég hef safnað íslenskum brauð- og vörupening- um og einkapeningum." Páll segir að sjálfsagt séu þeir til sem safni nánast hverju sem er en hann láti ekki leiðast inn á slíkar brautir. „Maður verður að takmarka sig,“ segir hann. Nær 1000 barmmerki og einkennismerki Segja má að söfnun Páls byggist að mestu upp á barmmerkjunum og greiðslukortum. Eins og með svo margt annað réði tilviljunin miklu um það að Páll fór út í að safna barmmerkjum, eða prjón- merkjum eins og þau eru stund- um nefnd. Faðir hans stundaði í sinni tíð íþróttir og gaf honum 15 merki sem hann hafði eignast í gegnum þessa iðkan. Fljótt byrj- aði merkjunum að fjölga og brátt verða þau eitt þúsund. Innan þessa flokks er hægt að fara margar leiðir, t.d. safna íþrótta- merkjum, merkjum flutningafyr- irtækja, félaga og klúbba. Og þar með er hreint ekki öll sagan sögð vegna þess að stöðugt eru sömu merkin endurútgefin með minni- háttar breytingum sem ekki fara framhjá vökulum augum safnar- anna þó að allur almenningur veiti slíkum atriðum litla athygli. Páll viðurkennir að í sumum tilfellum komi fólk til sín og bjóði sér merki eða eitthvað annað sem ella færi á öskuhaugana. „Við þessir ruslasafnarar erum því að bjarga ákveðnum hlutum frá glötun því annars væri þessu hent. En hvað ég ætla síðan að gera við þetta þegar ég verð allur, það veit ég ekkert um. Ætli ég taki þetta ekki með mér,“ seg- ir Páll og brosir við. Verður að vera hægt að treysta safnaranum Að vissu leyti eru safnarar trún- aðarvinir þeirra sem láta þá hafa hluti. Þetta kann að virðast svo- lítið undarlegt en þó ekki þegar haft er í huga að oft er um mjög persónulega muni að ræða eða muni sem gæti komið sér illa ef viðkomandi safnari misnotaði sér. Páll nefnir dæmi um þetta úr sinni söfnun. „Ég á fálkaorður en ég færi að sjálfsögðu ekki að mæta í veislu með þessar orður. Það væri hrein og klár misnotkun enda hef ég ekki unnið fyrir slíku.“ Páll tekur annað dærni um þetta atriði úr greiðslukortasafni sfnu og þar er komið að enn ein- um kafla í söfnun hans. „Ég held að ég sé sá eini á landinu sem safna greiðslukortum og þessi kort fæ ég auðvitað í trausti þess að ég noti mér þau ekki rang- lega,“ heldur hann áfram í umræðunni um traustið á bak við söfnunina. Páll sýnir með nokkru stolti þetta greiðslukortasafn sitt og bendir á að þrátt fyrir að þessi kort hafi ekki verið í notkun um langt skeið hér á landi þá hafi þau nú þegar verið gefin út í nokkr- um útgáfum. Páll svarar því ját- andi hvort greiðslukortafyrir- tækjunum sé kunnugt um þessa söfnun hans. „Þau vita um þetta. En eins og ég sagði áðan þá er mér treyst fyrir kortunum og þess vegna leggja þessir aðilar sína blessun yfir þetta.“ Greiðslukortasöfnun Páls byrj- að í árslok 1985 en þá var fyrsta útgáfa Visa-kortanna að renna út og svo vill til að af þessum kort- um eru mörg af fyrstu greiðslu- kortum þáverandi banka- og spari- sjóðsstjóra landsins. Og í þessu safni er hægt að finna allar útgáf- ur hinna ýmsu peningastofnana á Páll A. Pálsson með hluta af þeim merkjum sem hann hefur safnað í gegnum árin. Hann heldur á spjöldum með fálkaorðum og merkjum ýmissa slökkviliða landsins en á borðinu fyrir framan hann má sjá merki Flugleiða, Hjálp- ræðishersins, ýmissa íþróttafélaga og Securitas, svo fátt eitt sé nefnt. Mynd: Goiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.