Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 9
I Laugardagur 4. maí 1991 - DAGUR - 9 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Hvað gerir Nína í kvöld? í kvöld verður Sjónvarpið með beina útsendingu frá Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva sem fram fer á Italíu. Framlög tuttugu og tveggja þjóða munu hljóma á sviði kvikmyndaversins Teatro 14 í kvikmyndahverfinu Cinécitta í útjaðri Rómar. Islenskir áhorf- endur hafa þegar fengið for- smekkinn að tónveislu þessari í Sjónvarpinu er lögin voru kynnt dagana 21.-28. aprfl. Hinir ítölsku gestgjafar hafa mikinn viðbúnað, enda er gert ráð fyrir að hartnær 500 milljónir manna hafi möguleika á að horfa á keppnina sem flutt verður í beinni útsendingu frá kl. 19.00 til 22.00 að íslenskum tíma. Kynnir verður sigurvegarinn úr söngva- keppninni í Zagreb 1990, söngv- arinn Toto Cotugno. Dregið hef- ur verið um röð keppnislaganna og mun lag íslands verða annað í röðinni, næst á eftir júgóslavn- eska laginu. Pær breytingar hafa nú verið gerðar á tilhögun Eurovision- keppninnar að helmingur dóm- nefndarmanna í landi hverju skal sóttur í raðir atvinnutónlistar- manna. Hinn helmingur nefndar- innar skal svo skipaður áhuga- fólki um dægurtónlist. Áfram gilda sömu reglur um aldurs- og kynjaskiptingu dómara. Keppendum er gefinn kostur á undirleik 60 manna stórsveitar gestgjafanna, auk þess sem hverju landi er heimilt að leggja til hljóðfæraleikara. Einnig er heimilt að flytja undirleik af tón- böndum. Svo sem kunnugt er mun lag og texti Eyjólfs Kristjánssonar, tón- listarmanns, Draumur um Nínu, keppa fyrir íslands hönd. Höf- undurinn syngur lagið sjálfur ásamt Stefáni Hilmarssyni, stór- söngvara, og nefna þeir sig ein- faldlega Stefán og Eyfa. íslenska lagið, sem nú hefur verið skírt upp og heitir Nína, hefur þegar gert víðreist um veröldina og komið út á hljómplötu. Nína verður því ekki með öllu ókunnug eyrum áheyrenda þegar hún mun hljóma af sviðinu í Cinécitta í kvöld. Þeir félagarnir, Stefán og Eyfi, fóru utan helgina 27.-28. apríl ásamt fríðu fylgdarliði. Skal þar fyrst frægan telja Jón Ólafsson, hljómsveitarstjóra, en hann hef- ur jafnframt annast útsetningu lagsins ásamt höfundinum. Þá má nefna kvartettinn sem syngur bakraddir, þau Ernu Þórarins- dóttur, Evu Ásrúnu Albertsdótt- ur, Eyþór Arnalds og Richard Scobie. Þeir Eyþór og Richard munu jafnframt leika á selló og flygil. Á vegum Innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarpsins völdust fjór- ir aðilar til suðurgöngu, þeir Gunnar Smári Helgason, hljóð- maður, sem mun hafa umsjón með hljóðblöndun íslenska lagsins, Björn Emilsson, upp- Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson munu kveina sönginn um Nínu í kvöld. Vísuhelmingar Við vísuhelming Gísla Konráðs- sonar, sem birtur var í blaðinu 16. og 20. apríl, hafa borist nokkrir fyrripartar eða botnar eftir því sem höfundum finnst betur fara. Vísuhelmingur Gísla hljóðaði þannig: Stöndum þétt um þjóðarsátt, það er rétta leiðin. Þegar hefur verið birtur fyrri- partur Arnsteins Stefánssonar, sem hljóðar þannig: Göngum iétt í eina átt, út þá sléttast neyðin. Sjálfur hefur Gísli sent eftirfar- andi fyrripart: Saman íléttum mennt og mátt, mæðu- léttum skeiðin. Kristján Benediktsson, mál- arameistari, sendir þennan fyrri- part: Mammons stéttin malar hátt, margra fléttast reiðin. Páll Axelsson, fasteignasali í Kaupmannahöfn, botnar þannig: Þá mun léttast brúnin brátt, burtu skvettast reiðin. Sigurður M. Albertsson, lækn- ir í Vásterás, sendir þennan fyrri- part: Allar stéttir eida grátt, af því sprettur neyðin. Ennfremur sendir Sigurður þennan botn: Borðum létt og lifum smátt, iengi mettar skreiðin. tökustjóri, sem stjórnaði útsend- ingum forkeppninnar hér heima og Sigmundur Örn Arngrímsson, sem hafði á hendi umsjón hennar. Þá má ekki gleyma sjálf- um kynninum, en það er enginn annar en Arthúr Björgvin Bolla- son. Líkt og síðustu ár mun hann beisla andans orðagjálfur og flytja íslenskum sjónvarpsáhorf- endum magnþrungin tíðindi í beinni útsendingu eins og honum einum er lagið. Þá er bara að bíða og sjá hvort Nína lendir nær topp- eða botn- sætinu. SS l u M AR u ú OIRWAR 1 AÐ H’OtAVATNI I Innritun er hafin! Flokkaskrá sumarið 1991 Fl. Aldursflokkar FráAk. TilAk. Dvalartími 1. Drengir 8 áraog eldri 5.júní 15. júní 10dagar 2. Drengir 8 ára og eldri 18. júní 25. júní 7dagar 3. Stúlkur 8 ára og eldri 26. júní 6. júlí 10dagar 4. Stúlkur8 ára og eldri 9. júlí 16. júlí 7dagar 5. Drengir 8 ára og eldri 23. júlí 30. júlí 7dagar Dvalargjald er kr. 11.900 fyrir 7 daga en kr. 16.800 fyrir 10 daga. Innritun ferfram í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð Akureyri, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18, sími 26330 og utan skrifstofutíma hjá Önnu í síma 23929 og Hönnu í síma 23939. SUMARBÚÐIRNAR HÓLAVATNI Sorpskápar sterkir og vandaðir að allri gerð. Henta vel jafnt fyrir heimili og ýmiss konar útivistarsvæði. Nánari upplýsingar hjá okkur eða Byggingavörudeild KEA, Lónsbakka. Vírnet hf. Borgarnesi, sími 93-71296, fax 93-71819. c LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sandskeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn BFL-14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háa- leitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000. Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstæðum, sem tengist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar Háa- leitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag- inn 17. maí 1991 kl. 12.00 en tilboðin verða opnuð þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Umboðsmenn í áramótaskapi i Nú er rétti tíminn til að kaupa miða í happdrætti DAS. Nýtt happdrættisár hefst með drætti í fyrsta flokki þann 8. maí næstkomandi. Miðarfást hjá umboðsmönnum okkar. ÞÓRSHOFN: Sparisjóður Þórshafnar, Fjarðarvegi 5 RAUFARHÖFN: Vigdís Þórðardóttir, Nónási 1 KÓPASKER: Skúli Þór Jónsson Melum MÝVATN: Ingibjörg Þorleifsdóttir, Essóskálanum Mývatni HÚSAVÍK: Jónas Egilsson, Árholti GRENIVÍK: Guðrún ísaksdóttir AKUREYRI: Guðmunda Pétursdóttir, Strandgötu 17, box 22 DALVIK: Sólveig Antonsdóttir, Versl. Sogn, Goðabraut 3 HRÍSEY: Erla Sigurðardóttir, Hólabraut 2 ÓLAFSFJÖRÐUR: Verslunin Valberg Aðalgötu 16 SIGLUFJÖRÐUR: Verslun Gests Fanndai, Suðurgötu 6 GRÍMSEY: Vilborg Sigurðardóttir HOFSÓS: Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19 SAUÐÁRKRÓKUR: Friðrik A. Jónsson, Skógargötu 19B SKAGASTROND: Guðrún Soffía Pétursdóttir, Suðurvegi 70 BLÖNDUÓS: Elín Grímsdóttir, Versluninni Ósbæ HVAMMSTANGI: Eggert Levý Garðavegi12 moG -þarsem vinningarnir fást

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.