Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 20
Norðurland: Kalt um helgína Fremur kalt verður í veðri á Norðurlandi um helgina, norðanátt og víða úrkoma með köflum. í dag verður breytileg átt, norðangola, hægviðri og skýjað. Rigningu er spáð, einkum við ströndina. Á sunnudag er spáð norðaust- anátt, allsterkri á annesjum, rign- ingu með köflum og hita á bilinu 4 til 8 stig. Á mánudag á að stytta upp með norðanátt, veður fer þá heldur kólnandi. EHB Akureyrarbær: Endursala á húsnæði í Listagili könnuð - ekki búið að ganga frá samningi við KEA Ekki hafa verið undirritaðir samningar milli Akureyrar- bæjar og Kaupfélags Eyfirð- inga um kaup bæjarins á hús- eignum KEA í Grófargili en í Degi í gær birtist auglýsing þar sem tilkynnt er um mögulega endursölu Akureyrarbæjar á húseignum í „Listagili“ til ein- staklinga eða samtaka. Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi, sagði að ákveðið hefði verið að auglýsa hugsanlega endursölu á húsnæði sunnan Grófargils til einstaklinga eða samtaka þótt ekki hafi verið gengið frá samningum, en við- brögð við auglýsingunni gætu liðkað fyrir þeim. Hann sagði að auglýsingin væri birt með fullri vitund Kaupfélagsins, sem hefði ekki sett sig á móti henni. í umræddu húsnæði, Smjörlík- isgerð og Flóru, er gert ráð fyrir að einstaklingar eða samtök geti komið upp vinnustofu, verk- stæði, galleríi, veitingasölu, verslun o.þ.h. Lysthafendum er bent á að hafa samband við menningarfulltrúa. Að sögn Björns Jósefs er nú verið að ganga frá pappírum og gæti kaupsamningur legið fyrir tilbúinn til undirritunar í næstu viku. SS Norðurland: Iitíð sem ekkert um Ítalíuskreið í ár Hilmar Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands hf. segir að á þessu vori hengi norðlenskir flskverkendur hvcrfandi lítið upp og því verði lítið sem ekkert um útflutning á þessa árs skreið til Italíu. Saltflsk- markaðir standa hins vegar vel um þessar mundir og því fer nánast hver einasti sporður í salt í ár. „Meginþættirnir eru þeir að hráefnið er orðið mjög dýrt og saltfiskverkunin hefur á undan- förnum vikum gefið betur en áður,“ sagði Hilmar. Hann sagði að lítið hefði feng- ist af svokölluðum vertíðarfiski úti fyrir Norðurlandi og stór hluti af þeim fiski sem menn hafi verið að verka hafi verið fluttur að sunnan. Fremur lítið framboð hefur verið á fiskmarkaði á Dal- vík og hefur helst fengist fiskur frá sjávarplássum í Norður-Þing- eyjarsýslu. Hilmar sagði að skreiðarút- flutningur til Nígeríu heyrði sög- unni til, en hins vegar væri trygg- ur markaður þar fyrir herta hausa og staðreyndin væri sú að eftir- spurnin væri umfram framboð. óþh Mynd: Golli Gunnar Guðbrandsson við húsgrunn sinn í Borgarsíðu 33 á Akureyri. Húsbyggjandi á Akureyri gagnrýnir hæga afgreiðslu byggingaleyfa hjá bænum: Framkvæintíir stöðvaðar meðan beðið er reglulegs fundar í bygginganefiid 1 síðustu viku kom upp deilu- mál vegna framkvæmda viö byggingu íþróttahúss á félags- svæöi KA þar sem starfsmenn byggingafulltrúa Akureyrar- bæjar stöðvuðu framkvæmdir þar sem fullnaðarteikningar höfðu ekki hlotið afgreiðslu í bygginganefnd. Annað mál í þessa veru kom upp nú fyrir helgina og þá vegna einbýlis- hússbyggingar sem er að hefj- ast í Borgarsíðu 33 á Akureyri. Húsbyggjandinn, Gunnar Guðbrandsson, segir að á sama tíma og úr vandamálum vegna byggingar KA sé greitt með aukafundi bygginga- nefndar þurfl hann að bíða reglulegs fundar í nefndinni. Þó mót hafl verið tilbúin til steypu sl. flmmtudag verði þau að bíða fram á miðvikudag í næstu viku eftir að leyfi fáist til að steypa. Gunnar hefur þegar óskað eftir aukafundi bygginga- nefndar um mál sitt. Gunnar segir að af jafn hægri afgreiðslu og þessari tapist ekki aðeins dýrmætur tími af besta Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Bókfært verð fasteigna og skipa er 1,8 milljarður Bókfært verð skipa og fast- eigna Útgerðarfélags Akureyr- Ársfundur Mjólkursamlags KEA: Framleiðsluauknnig um 5,7% milli ára nokkur samdráttur í sölu nýmjólkur Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga tók á móti 21,618 þúsund lítrum af mjólk á árinu 1990. Er það 1,172 milljón lítr- um meira en á árinu á undan sem þýðir 5,7% aukningu á framleiðsu bænda á samlags- svæðinu milli ára. Innviktuð mjólk utan fullvirðisréttar var 108,8 þúsund lítrar og fyrir hana voru greiddar fimm krón- ur fyrir lítrann eða 10,29% af landsgrundvallarverði sem var 48,56 krónur á árinu 1990. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Þórarins E. Sveins- sonar, mjólkursamlagsstjóra á ársfundi mjólkursamlagsins sl. þriðjudagskvöld. í skýrslunni kom einnig fram að flokkun innlagðrar mjólkur á árinu var mjög góð og fór 99,13% mjólkurinnar í fyrsta flokk. Alls voru 149 mjólkur- framleiðendur ætíð með mjólk sína í fyrsta flokki. Fituinnihald mjólkur var 4,08% og prótein 3,38% en meðaltal sem lagt er til grundvallar útborgunar og gefur svonefnda meðalmjólk er með 3,98% fitu og 3,38% prótein. Nokkur samdráttur varð í sölu nýmjólkur en sala á léttmjólk og undanrennu jókst þótt sú aukn- ing væri ekki nægjanleg til að vega upp á móti samdrætti í nýmjólkinni. Nokkur samdráttur varð einnig í sölu á jógúrt en það stafar að nokkru leyti af tilfærslu á milli tegunda. Um síðustu ára- mót voru fastráðnir starfsmenn Mjólkursamlagsins 64, ásamt sex tankbifreiðastjórum og hefur starfsmönnum heldur fækkað frá fyrra ári þrátt fyrir aukið mjólk- urmagn. í lok fundarins var 21 mjólk- urframleiðanda veittar viður- kenningar fyrir úrvals mjólk á árinu 1990 og þrír framleiðendur þeir Leifur Guðmundsson í Klauf, Sverrir Sverrisson á Neðri Vindheimum og Þorsteinn Rúts- son á Þverá hlutu verðlaun fyrir að hafa framleitt úrvalsmjólk þrjú ár í röð. ÞI inga hf. er rúmur 1,8 milljarð- ur króna. Bókfært verð skipa félagsins er 1,4 milljarður en fasteignir eru bókfærðar á 385,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í árskýrslu ÚA sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í gær. Samkvæmt ársskýrslunni er Sléttbakur EA-304 dýrasta skip Útgerðarfélags Akureyringa hf. Bókfært verð hans er 458,4 millj- ónir króna. í öðru sæti kemur Sólbakur EA-307 (sem áður hét Aðalvík KE) með 448,4 milljón- ir. Bókfært verð Sólbaks EA-305 er 239,7 milljónir, Hrímbaks EA-306 190,2 milljónir, Svalbaks EA-302 44,5 milljónir, Harðbaks EA-303 37,7 milljónir og Kald- baks EA-301 37,0 milljónir króna. Af öðrum eignum ÚA er verð- mæti sjálfs frystihússins mest. Bókfært verð þess er 301,4 millj- ónir króna. Þá er bókfært verð fiskverkunarstöðvar 33,7 milljón- ir og verkstæðisbyggingar 28,6 milljónir króna. óþh byggingatíma ársins, heldur skapist í þessu tilfelli stórhætta þar sem húsgrunnurinn verði að standa opinn og dæla þurfi vatni úr honum oft á dag til að draga úr hættu á að börn fari sér að voða í honum. Gunnar segir að hann hafi á miðvikudag í fyrri viku skilað inn tillöguteikningum til bygginga- nefndar og fengið heimild til að moka út úr húsgrunninum. Það hafi verið gert og jafnframt geng- ið frá fullnaðarteikningum. Þeim hafi verið skilað inn sl. fimmtu- dagsmorgun og þá hafi mót jafn- framt verið tilbúin fyrir steypu. Þau svör liafi þá fengist að fram- kvæmdir geti ekki haldið áfram fyrr en teikningarnar hafi farið fyrir bygginganefnd. „Þarna er að mínu mati komið að alvarlegum ágalla, þ.e. þeim að starfsmenn byggingafulltrúa hafi ekki vald til að samþykkja fullnaðarteikningar þegar um jafn litlar breytingar er að ræða frá tillöguteikningum og í þessu tilfelli. í stað þessa er fram- kvæmdin stöðvuð og beðið eftir pólitískt kjörinni nefnd. Það finnst mér fráleitt,“ sagði Gunnar. Jón Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar, vísaði þeirri gagnrýni til formanns bygg- inganefndar að hér væri verið að mismuna aðilum í afgreiðslu bygginganefndar. Hann sagði starfsmenn byggingafulltrúa vinna eftir bókun bygginganefnd- ar og þeim lögum sem eru um þessi mál en sagði jafnframt að það sé sín skoðun að breyta þurfi reglum um byggingaleyfi þannig að afgreiðslan verði mun hraðari en nú er. Hann hafi þegar sett fram tillögur í þessa veru en þær, enn sem komið er, ekki fengið hljómgrunn. Það vandamál sem hér er komið upp sé gott dæmi um hve seinvirkt þetta kerfi er. Ekki tókst að ná í formann bygginganefndar áður en vinnslu blaðsins lauk í gær. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.