Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, þriðjudagur 2. júlí 1991 121. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ , Vaglaskógur: Utivistarsvæðum hugsanlega lokað - gróður tekinn að skemmast vegna þurrka Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, með 11 punda laxinn sem hann veiddi í Laxá í Aðaldal á sunnudaginn. Með honum á myndinni eru f.v. Júlíus Björnsson, Gunnar Sólnes, Ingibjörg Rafnar kona Þorsteins og Þórður Pétursson. Mynd: HB Aðaldalur: Sjávarútvegsráðherra við veiðar í Laxá Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, var við veiðar í Laxá í Aðaldal um helgina, ásamt konu sinni Ingibjörgu Rafnar og fleirum. Seinni part á sunnudag hitti Þor- steinn svo félagsmenn í Útvegsmannafélagi Norður- lands á fundi á Akureyri. Þau h jónin hófu veiðar seinni partinn á föstudag og voru að fram á sunnudag. Það leit ekki vel út með veiði og það var ekki fyrr en á sunnudagsmorgun að þau drógu sitt hvorn laxinn að landi, sem báðir vigtuðu 11 pund. Þorsteinn veiddi sinn lax í Kistukvísl á stað sem heitir Flösin en Ingbjörg veiddi sinn 11 punda lax í Stórafossi. -KK Uppsagnir á starfsfólki í rækjuvinnslum: „Eins og við var að búast - fólki sagt upp á Blönduósi og Sauðárkróki 44 Næturfrost upp úr miðjum júnímánuði og síðan brenn- heitir sólargeislar og langvar- andi þurrkar hafa haft slæm áhrif á gróður víða um land. A Norðurlandi hefur berjalyng tekið á sig rauðan blæ og Slys í Laxár- dalsfjalli: Fótbrotnaði á skemmtigöngu Kona um fertugt fótbrotn- aði á göngu í Laxárdalsfjalli sl. sunnudag. Varð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar tii að sækja hana og var hún llutt suður til Reykjavíkur á Borgarspítalann. Slysið átti sér stað seinni- part sunnudags þar sem konan var ásamt fjölskyldu sinni á skemmtigöngu í hlíðum Lax- árdalsfjalls. Henni skrikaöi fótur með þeim afleiðingum að hún brotnaði illa á fæti og átta ára gömul dóttir hennar hljóp eftir hjálp. Björgunar- sveitarmenn frá Blönduósi fóru á vettvang og hlúöu að konunni þar til þyrlan kom um klukkan hálfníu um kvöldið. SBG Öxnadalur: Heyblásari brann aö Þverá úm tíuleytið á sunnudags- kvöld kviknaði í heyblásara að bænum Þverá í Öxnadal. Slökkviliðið á Akureyri fékk tilkynningu um brun- ann kl. 22.10 og fór þegar einn bíll með þremur mönn- um á staöinn en þegar slökkviliðið kom á staðinn var búið að slökkva eldinn sem cingöngu var í mótor við blásarann. Þorsteinn Rútsson bóndi á Þverá segir að heyblásarinn sé mjög ílla farinn en að það hafi verið lán í óláni að það hafi verið aðkomumenn sem komu að blásaranum og gátu slökkt eldinn áður en meira tjön hlaust af en Þorsteinn var úti á túni að hlaða heyvagninn og varð því ekki var við það sem var að gerast. Vakt var höfð í nótt í hiöðunni í öryggisskini ef glóð hefði komist í heyið en hey er nú þurrt eins og sprek eftir þessa þurrkatíð senr verið hefur það sem af er sumri og lítið þarf til að í kvikni. Tún eru víða farin að brenna í Öxnadal þar sem jarðvegurinn er grunnur og því væri rigning öllum gróðri nú ntjög kærkomin. GG einnig neðstu greinar greni- trjáa, t.d. í Fnjóskadal, en þessi gróður ætti að jafna sig. Hins vegar er farið að bera á kalskemmdum í öspum og áframhaldándi þurrkatíð gæti valdið miklu tjóni. Sigurður Skúlason hjá Skóg- ræktinni á Vöglum í Fnjóskadal sagði að frost hefði mælst þrjár nætur í röð eftir miðjan júnímán- uð, allt að 5,7 stigum. Eina nótt- ina ætlaði hann að fara að vökva en þá var vatnið frosið í krönun- um. Hann sagði að allur trjágróð- ur ætti að þola eina frostnótt en öðru máli gegndi um nokkrar frostnætur í röð og þegar sólin kæmi upp og varpaði geislum á frosinn gróður væri hætta á brunaskemmdum. „Þetta er víða á blettum inni í skógi og kom líka fram á ungum plöntum í græðireitnum en þetta er að byrja að lagast og það verða varla neinar skemmdir á greninu. Hins vegar sjást skemmdir á ösp- inni, það er kal á toppnum á trjám sem eru allt upp í tveggja metra há,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þurrkarnir gætu haft alvarleg áhrif. Litlar plöntur væru farnar að láta á sjá og á úti- vistarsvæðinu í Vaglaskógi er grasið farið að brenna. Ef ekki fer að rigna duglega þarf jafnvel að loka einhverjum svæðum tímabundið og vökva þau upp. „Hér í reitnum erum við með vökvun eiginlega allan sólar- hringinn. Við bíðurn bara eftir rigningu en það þarf að rigna mikið því það er komin hörð skel yfir jarðveginn vegna þurrk- anna,“ sagði Sigurður. SS Fóðurverksmiðjan Laxá hf. hóf framleiðslu í gærmorgun í verksmiðju þeirri á Akureyri er Istess hf. rak áður, en hlut- hafar Laxár hf. eru að stærst- um hluta Akureyrarbær, KEA og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. í Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. vinna fjórir verkamenn að framleiðslunni. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Guðmund- Brotist var inn í Hríseyjarbát- ana Eyborgu EA-59 og Sólfell EA-640 þar sem þeir liggja við Torfunefsbryggju. Brotnar voru hurðir og gluggar í báðum skipunum og rótað í klefum skipverja. Innihaldi sjúkra- kassa var síðan dreift um skipin. Málið er enn í rannsókn. Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Starfsfólki hjá rækjuvinnslun- um Særúnu hf. á Blönduósi og Dögun hf. á Sauðárkróki var ur Stefánsson, gæðastjóri er Jón Árnason og verksmiðjustjóri Einar Sveinn Ólafsson. Áuk þessa er búið að ráða starfsmann á skrifstofu. „Hér er allt komið á fullt skrið. Framleiðslutækin eru farin að snúast og við erum að skipa út fóðri til kaupanda í Tálknafirði, en þar var allt að verða fóður- laust,“ sagði Einar Sveinn Ólafs- son, verksmiðjustjóri. ój Akureyrar um helgina. Aðfara- nótt laugardags var 17 ára öku- maður tekinn við Garðsvík á Svalbarðssströnd á 146 km. hraða og missti liann ökuskírtein- ið þá þegar. í Svarfaðardal var ökumaður tekinn á 121 km. hraða. Síðdegis á föstudag ók kona út af við Bakkasel, grunuð um ölv- un við akstur. GG sagt npp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti sl. föstudag. Á þriðja tug starfar hjá hvorri vinnslu fyrir sig og ef að uppsagnirnar verða að veruleika í lok september eru miklar líkur á að það fólk standi uppi atvinnulaust að sögn formanna verkalýðsfé- •aga. „Þetta er meiriháttar áfall og ég hef ekki enn fundið neitt lýs- ingarorð til að lýsa þessu. Til við- bótar öðru sem yfirvofandi er í atvinnulífinu á þessu svæði er þetta engan veginn gott,“ sagði Valdimar Guðmannsson, for- maður Verkalýðsfélags A-Hún, í samtali við Dag í gær. Hljóðið er ekki heldur gott í framkvæmdastjórum rækju- vinnslanna tveggja en þcir segja uppsagnirnar þó aðallega vera varúðarráðstafanir til að skapa meiri sveigjanleika við hagræð- ingu á rekstrinum. Báðir segjast gera ráð fyrir að halda uppi fullri vinnu til septemberloka en eins og málin standi í dag ríki mikil óvissa um hvað gerist þá og mest- ar líkur á að uppsagnirnar verði að veruleika. Aðrar rækjuvinnslur á Norðurlandi vestra, Meleyri hf. á Hvammstanga og Rækjuvinnslan hf. á Skagaströnd, ráðgera ekki uppsagnir á sínu fólki eins og staðan er í dag að sögn fram- kvæmdastjóra þeirra. „Þetta er eins og við var að búast og það sem við vorum bún- ir að vara við. Búast má við að fleiri fyrirtæki segi upp sínu starfsfólki en menn eru almennt að velta fyrir sér stöðu mála og bíða eftir svari um þessar 200 milljónir frá Byggðastofnun. Þegar ljóst verður hvert þær fara munu menn gera upp hug sinn varðandi áframhaldandi rekstur á vinnslum víðsvegar um land,“' segir Halldór Jónsson, formaður rækju- og skelfiskframleiðenda um uppsagnirnar á Blönduósi og Sauðárkróki. Óttar Yngvason er stjórnar- maður í mörgum rækjuvinnslum og m.a. Særúnu og Dögun, en hann rekur íslensku útflutnings- miðstöðina og á mikið hlutafé bundið í rækjuiðnaðinum. Hann segir ljóst að sú breyting sem orð- ið hefur á mörkuðum og lækk- andi verð hafi haft veruleg áhrif á reksturinn og leita þurfi leiða til að bæta hann og uppsagnir sem þessar séu einungis einskonar öryggisráðstöfun til að auka sveigjanleika. „Ástandið er misjafnt milli rækjuverksmiðja. Sumar eru illa staddar og búnar með öll sín veð fyrir löngu en aðrar eru í sæmi- legu eignarástandi ennþá. Ég hef verið í þessum rækjuviðskiptum sl. 20 ár og séð bæði mörg slæm ár og mörg góð en þetta er þó með þeint verri,“ sagði Óttar Yngvason. SBG Fóðurverksmiðjan Laxá hf.: Framleiðsla hófst í gær Akureyri: Brotist inn í báta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.