Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júlí 1991 Fréttir Hafnarbætur á Siglufirði: Viðlegukantur fyrir 45 miHjónir króna Á Siglufirði er verið að reka niður stálþil fyrir nýjan 80 metra viðlegukant, og nemur heildarkostnaður við verkið 45 milljónum króna. Hafnarbæt- ur eru fyrir löngu orðnar brýn- ar á Siglufirði að sögn Björns Valdimarssonar, bæjarstjóra, því vandræðaástand skapast oft vegna þrengsla þegar nokk- ur skip eru í höfninni í einu. Ríkið greiðir um 34 milljónir króna af kostnaðinum, 14 millj- ónir eru á fjárlögum þessa árs en rúmar 20 milljónir verða fjármagn- aðar með lántökum sem þingmenn eru búnir að lýsa yfir að þeir muni beita sér fyrir að verði endur- greiddar á fjárlögum næstu tveggja ára. Björn Valdimarsson segir að Pedrómyndir hf. reisa hús að Skipagötu 16: S JS verktakar sf. með lægsta tílboðið Skipagatan á Akureyri mun breyta um svip á næstu misser- um. í lok vikunnar hefjast framkvæmdir við byggingu húss á lóðinni númer 16, en sl. föstudag voru tilboð opnuð í verkþætti fyrsta áfanga bygg- ingarinnar. Húsið að Skipagötu 16 verður byggt samkvæmt teikningum frá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks Haraldssonar hf. á Akur- eyri. Húsið er fjögura hæða og tvær efstu hæðirnar eru inndregn- ar. Húsið verður 780 fermetrar reist á vegum Pedrómynda hf. á Akureyri. Kostnaðaráætlun hönnuða á fyrsta áfanga bygging- arinnar, sem er uppsteypt hús fullfrágengið að utan, er krónur 34.832.738,00. Tilboð bárust frá þremur byggingaverktökum á Akureyri þ.e. Aðalgeir Finnsson hf., Fjölnismenn hf. og SJS verktakar sf. SJS verktakar sf. reyndust með lægsta tilboðið, krónur 31.928.872,00 sem er 91,7% af kostnaðaráætlun hönnuða. „Húsið verður reist á hefð- bundinn hátt og grunnurinn verð- ur tekinn í lok vikunnar eða byrj- un þeirrar næstu. Samningar við verktaka eru ekki undirritaðir, en viðræður eru hafnar við lægst- bjóðendur," sagði Anton Brynj- arsson, verkfræðingur hjá Arki- tekta- og verkfræðiskrifstofu Hauks Haraldssonar hf. ój gott samstarf sé milli þingmanna kjördæmisins, Vita- og hafna- málastofnunarinnar og samgöngu- ráðuneytisins um að veita fé til hafnarbótanna, en um nauðsyn framkvæmdanna efist enginn sem til þekkir. „Þegar eitthvað er um að vera í höfninni verður að færa togarana til mörgum sinnum á sólarhring og þegar flotinn er inni ásamt rækju- og loðnubátum ríkir algjört öngþveiti, því við- legupláss vantar. Við togara- bryggjuna svonefndu komast aðeins tvö skip, en nú skapast aðstaða til að skip leggist utan á hvort annað. Enginn grundvöllur er fyrir slíku við núverandi togarabryggju. Viðlegukanturinn verður tilbúinn næsta haust þótt þá verði eftir að steypa þekjuna, við björgum máii..u til bráða- birgða þangað til. Verkið gengur mjög vel og er á réttri tímaáætl- un. Við hefðum þurft að fara í þetta fyrir tveimur árum, en þá var engin fjárveiting fyrir hendi,“ segir Björn. EHB Framkvæmdir standa vfir af fullum krafti við nýja stálþilið í Siglufjarðar- höfn. Mynd: EHB Raftnagnslaust á Siglufírði og í Ólafsfírði - bilun í tengivirki Skeiðsfossvirkjunar Einangrari gaf sig í tengivirki Skeiðsfossvirkjunar á sunnu- dag meö þeim afleiðingum að Siglufjörður, Ólafsfjörður og Fljótin voru án raforku í klukkustund, meðan viðgerð fór fram. Kristján Sigtryggsson, stöðvar- stjóri, segir að vel hafi gengið að skipta um einangrara. Engin háspennulína tengist frá Sauðár- króki inn á Siglufjarðarlínu. „Pað stendur ekki til að leggja línu hingað frá Sauðárkróki á næstu árum a.m.k., og ekki er búið að leggja almennilega línu til Hofsóss. Þeir eru að byrja á því verki í sumar. En línan frá Dalvík til Ólafsfjarðar fór síðasta vetur og er ekki búið að gera við hana. Ef viðgerð hefði tekið mik- ið lengri tíma hefði þurft að gangsetja díselvélar á Siglufirði,“ segir Kristján. Skeiðsfossvirkjun sér bæði Siglufirði og Ólafsfirði fyrir raforku. Venjulega er hún keyrð á 3 til 3,3 megavöttum, en há- marksafköst hennar eru 4,9 megavött. Þegar verksmiðjur SR eru ekki í gangi nægir virkjunin því alveg til að sjá þessum tveim- ur þéttbýlisstöðum fyrir raforku, auk Fljótanna. EHB Raufarhöfn: Fundur um söluhugmyndir á eignum sfldarverksmiðja rfldsins Hreppsnefnd Raufarhafnar- hrepps átti fund með stjórnum Fiskiðju Raufarhafnar og Jök- uls hf. í síðustu viku vegna Egilsstaðir: Djasshátíðin komin til að vera - segir Árni ísleifsson Fimm daga jasshátíð, sem Árni Isleifsson stóð fyrir á Egilsstöðum, lauk á sunnu- dagskvöld með leik kvartetts Guðmundar Ingólfssonar. Alls komu sjö hljómsveitir af ýms- um stærðum fram á hátíðinni og þar á meðal Stórsveit Húsa- víkur og Léttsveit Austur- lands. Hana skipa hljóðfæra- leikarar frá Höfn í Hornafírði, Norðfírði, Seyðisfírði og Egils- stöðum, svo félagar þurfa að aka allt að 500 km á æfíngar. Þetta er í fjórða sinn sem Arni beitir sér fyrir jasshátíð. Segir FlskmlMun Norfturlands ð Dalvík - Fiskverð á marka&l vlkuna 23.06-29.06 1991 Tegund Hámarks- verft Lðgmarks- verö Me&alver& (kr/kg) Magn (kg) Ver&mætl Þorskur 82 70 78,04 83.689 6.531.212 llndirmál 60 47 60,28 4.070 245.327 Ýsa 10& 105 94,81 416 39.439 Ufsi 50 44 46,91 7.047 330.576 Steinbttur 35 35 30,86 1.418 43.766 Lúöa 104 104 102,00 25 2.550 Hlýri 35 35 33,45 336 11.238 Koli 60 60 60,00 1.377 82.620 Samtals 74,07 98.378 7.286.728 Dagur mun eftirlei&is birta töflu sem þessa yfír fiskverö sem fæst á markaöi Fiskmiölunar Norö- urlands. Birtist taflan á þriöjudögum og greinir frá veröinu sem fékkst I vikunni á undan. Þetta er gert I IJósi þess aö hlutverk fiskmarkaöa I verömyndun Islenskra sjávarafuröa hefur vaxiö hrööum skrefum og þvf sjálfsagt aö gera lesendum blaösins kleift aö fylgjast meö þröun markaösverös á fiski bér á Noröurlandi. hann að hátíðin sé komin til að vera, aðsókn aukist um 30% á hverju sumri og eftir tvenn 30% í viðbót verði aðsókn virkilega orðin alveg nóg. Þó hátíðin hafi verið ágætlega sótt hafi hins veg- ar ekki verið hægt að halda hana nema með góðum fjárstuðningi nokkurra fyrirtækja og hann beri að þakka. Áðspurður sagði Árni að Húsvíkingar hefðu staðið sig mjög vel á hátíðinni og náð upp góðri stemmningu, undir stjórn Norman Dennis. Gerður hefði verið góður rómur að Ieik þeirra félaga, eins og sagt væri. „Hljómsveitir eru farnar að sækjast eftir því að koma og spila hjá okkur og færri komast að en vilja. Svo höfum við líka verið heppnir með veður og þetta hef- ur gengið alveg prýðilega,“ sagði Árni. Árni sagði að fimmta hátíðin yrði örugglega að ári. Það yrði nokkurskonar afmælishátíð og hyggst hann þá fá hljóðfæra- leikara erlendis frá til að taka þátt. IM söluhugmynda ríkisstjórnar- innar á eigum Síldarverk- smiðja ríkisins. Á fundinum ríkti algjör einhugur um að heimaaðilar reyndu að eignast verksmiðju SR! á staðnum, verði hún boðin til sölu. Helgi Ólafsson, hrepps- nefndarmaður, segir að mikill áhugi ríki í bænum fyrir þessu máli, en fjármálaráðherra lýsti því yfir að allar eignir SR yrðu seldar einkaaðilum fyrir skömmu. „Menn vildu kanna hversu mikill vilji og samstaða væri um þetta á fundinum. Sam- staðan er mikil, allir aðilar voru sammála um að vinna að málinu ef sú staða kæmi upp,“ segir Helgi. Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps rann út um mánaðamótin, en enginn fundur hafði verið boðað- ur í hreppsnefnd í gær til að fjalla um þær umsóknir sem borist hafa. EHB Fundur Útvegsmannafélags Norðurlands: Sjávarútvegsráðherra flutti mál sitt tæpitungulaust - sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður Útvegsmannafélag Norður- lands efndi til fundar um sjáv- arútvegsmál sl. sunnudag að Hótel KEA. Fundurinn var fjöl- mennur og að sögn Sverris Leóssonar, formanns Útvegs- mannaféiags Norðurlands, var umræðan á fundinum opin og hreinskiptin. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, var gestur fundar- ins. Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, boðaði forföll, en í lians stað mætti Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ. „Fundurinn var mjög góður. Útvegsmenn af öllu Norðurlandi mættu til fundarins. Góður róm- ur var gerður að ræðu sjávarút- vegsráðherra. Þorsteinn gagn- rýndi harðlega skrif Morgun- blaðsins um sjávarútvegsmál og ráðherrann flutti mál sitt tæpi- tungulaust og kom víða við. Skipulagsmál í sjávarútvegsráðu- neytinu voru rædd. Rætt var um Evrópubandalagið og allt er lýtur að evrópska efnahagssvæðinu. Hvalveiðar voru ræddar og kvótamál, en í næstu viku eiga tillögur fiskifræðinga að liggja fyrir hvað varðar afla á næsta kvótaári,“ sagði Sverrir Leósson. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.