Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. júlí 1991 - DAGUR - 9 3. deild: steinlá heima en 5r aftur á toppinn urum á heimavelli sínum á laug- ardaginn. Kristján Svavarsson gaf Norðfirðingum tóninn þegar hann prjónaði sig í gegnum vörn Dalvíkinga og skoraði á 17. mínútu og Guðbjartur Magnason bætti öðru marki við úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Dalvíkingar sóttu stíft fram að hléi og það bar árangur þegar Árni Sveinsson minnkaði mun- inn úr síðustu spyrnu hálfleiks- ins. Dalvíkingar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og fengu þokka- leg færi fyrstu 15 mínúturnar sem öll fóru þó forgörðum. Kristján Svavarsson bætti sínu öðru marki við eftir aukaspyrnu á 60. mínútu og þar með var all- ur vindur úr heimamönnum. í lokin skoraði Þráinn Haralds- son fjórða mark Þróttar eftir hornspyrnu og Marteinn Hilm- arsson innsiglaði sigurinn í lok- in eftir slæm varnarmistök Dal- víkinga. Þróttarar hafa átt erfitt upp- dráttar í byrjun móts en sýndu í þessum leik að ýmislegt býr í íiðinu. Kaflaskipt á Árskógsströnd Reynismenn léku undan nokk- uð sterkum vindi í fyrri hálfleik gegn ÍK og nýttu sér það. Hall- dór Jóhannsson náði forystunni fyrir Reyni með góðu marki, fékk boltann inná teiginn, fór framhjá tveimur varnarmönn- um og sendi boltann í fjærhorn- ið. Reynismenn sóttu síðan mun meira en ÍK-ingar beittu skyndisóknum sem voru hættu- litlar. Um miðjan fyrri hálfleik barst boltinn til Siguróla Kristjánssonar inni í vítateig ÍK og hann renndi honum í netið af stuttu færi og breytti stöðunni í 2:0. í seinni hálfleik snerist dæmið við, ÍK-ingar sóttu en Reynis- menn vörðust og héldu fengn- um hlut með góðri baráttu. Þröstur Gunnarsson minnkaði muninn með skalla í bláhornið og var síðan nálægt því að jafna þegar hann átti hörkuskalla í þverslá Reynismarksins. Þá átti Ómar Jóhannsson þrumuskot sem Logi Einarsson, markvörð- ur Reynis, varði mjög vel og úrslitin urðu því 2:1. Dauft í Ólafsfíröi Leikur Leifturs og BÍ í Ólafs- firði var heldur daufur. Leift- ursmenn voru sterkari aðilinn en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkur ágæt færi. Það besta fékk Gunnlaug- ur Sigursveinsson þegar hann stóð fyrir opnu marki en mis- reiknaði sig og markvörðurinn náði boltanum. Seinni hálfleik- ur var svipaður þeirn fyrri, Leiftursmenn voru meira með boltann og fengu opnari færi en tókst ekki að nýta þau fyrr en alveg í lokin. Þá skoraði Hall- dór Guðmundsson, sem ■kom inná sem varamaður í seinni hálfleik, eina mark leiksins og tryggði Leiftursmönnum þrjú mikilvæg stig. Völsungar þrisvar yfír Völsungar léku undan vindi í fyrri hálfleik í Borgarnesi og sóttu meira. Unnar Jónsson kom þeim yfir en Finnur Thorlacius jafnaði fyrir Skalla- grím. Jónas Grani Garðarsson kom Völsungum aftur yfir og staðan var 2:1 í hléi. f seinni hálfleik jafnaði Grét- ar Guðlaugsson eftir 10 mínútur en Unnar Jónsson kom Völsu- ngum enn yfir um miðjan hálf- leikinn. Skallagrímsmenn sóttu stíft eftir þetta og Valdimar Sig- urðsson jafnaði jjegar 10 mínút- ur voru til leiksloka og sóttu heimamenn ákaft í lokin en án árangurs. „Við vorum mjög sáttir við þessi úrslit," sagði Björn Olgeirsson, þjálfari Völsungs. Þess má geta að 16 ára strák- ur úr 3. flokki, Árni Guð- mundsson, var í byrjunarliði Völsungs í leiknunt. Akureyri: Boltasjálfsali tekinn í notkun hjá Golfklúbbnum Golfklúbbur Akureyrar hefur tekið í notkun boltasjálfsala á æfíngasvæði sínu á Jaðarsvelli. Nú þurfa menn ekki lengur að koma með eigin bolta til æf- inga heldur geta þeir borgað 150 kr. og fá í staðinn 40 bolta sem þeir slá út á svæðið og þurfa ekki að hafa fyrir að sækja þá. Þetta hefur þann ótvíræða kost að nú geta mun fleiri æft sig á svæðinu í einu þar sem menn verða ekki á ferðinni að týna upp bolta. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu borga 150 kr. í Golfbúð David’s og fá í staðinn mynt sem gengur í sjálf- salann á æfingasvæðinu. Þetta er hægt að gera kl. 10-22 á virkum dögum og 8-18 um helgar. Þeir sem ekki eiga áhöld geta fengið lánaðar kylfur í versluninni. Nýliðar geta einnig komið á hverjum miðvikudegi í sumar milli kl. 20-22 og prófað að slá endurgjaldslaust. Lítist þeim á íþróttina býður David Barnwell upp á hópkennslu fyrir byrjendur og kostar tíminn 300 kr. David er með tíma fyrir nýliða 12 ára og yngri á mánudögum og föstudögum kl. 17-18 en fyrir eldri nýliða á þriðjudögum kl. 17- 18. Fastir tímar fyrir lengra komna eru á miðvikudögum kl. 17-18 og þá .daga eru einnig 9 holu mót fyrir 14 ára og yngri. Verðlaunahafar á Viking-brugg niótinu í golfi. Sigurvegarinn, Kristján Gylfason, er lengst til vinstri í aftari röð en Arnar Sigmundsson, sigurvegari í keppni með forgjöf, er við hlið hans. Mynd: jhb Golf: Kristján Gylfason og Amar Sigmundsson unnu Viking-bruggið Kristján H. Gylfason sigraði í keppni án forgjafar á Viking brugg móti GA sem fram fór að Jaðri um helgina. Kristján lék 36 holur á 150 höggum. Arnar Sigmundsson sigraði í keppni með forgjöf, lék á 135 höggum nettó, Kristján lék mjög vel um helg- ina, einkum seinni daginn en þá lék hann 18 holurnar á 73 höggum, eða tveimur yfir pari. Fyrri daginn lék hann á 77 höggum, eins og Þórhallur Pálsson, sem hafnaði í öðru sæti. Þórhallur lék á 75 seinni daginn og lauk því keppni á 152 höggum. Þriðji varð Konráð Gunnarsson á 155 höggum. í keppni með forgjöf lék Arnar Signtundsson á 135 höggunt nettó og sigraði örugglega. Björn Gíslason varð annar á 139 og Þórhallur Pálsson þriðji á 140. Þetta var fyrsta mótið sem Vik- ing brugg verksmiðjan á Akur- eyri styrkir. Fyrirtækið gaf verð- laun fyrir fyrstu þrjú sæti með og án forgjafar og einnig aukaverð- laun fyrir þá sem urðu næstir holu á þremur brautum. Konráð Gunnarsson varð næstur holu á 11. flöt, 0.68 m, Jón Þór Gunn- arsson á 4. flöt, 0.79 m, og Guð- mundur Lárusson á 6. flöt, 0.42 m. Hlaut hver þeirra þrjá kassa af gosi fyrir afrekið. Einnig var rnikið magn af gosi og öli í verð- laun fyrir að fara holu í höggi en engum tókst það um helgina. Skráningu í Akureyrarmót að ljúka Akureyrarmótið í golfi hefst á morgun. Kylfingum skal bent á að skráningu er að ljúka og renn- ur fresturinn út um hádegi í dag. Golf: Öm og SigurpáJl í unglingalandslið - fara á EM í næstu viku Síðasta stigamót unglinga í golfi fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri uni helgina. Mótin voru alls fjögur talsins og var valið eftir þeim í unglinga- landsliðin sem taka þátt í Evrópumóti og Norðurlanda- móti á næstunni. Tveir Akur- eyringar eru í liðunum, Sigur- páll Sveinsson og Örn Arnar- son. Leiknar voru 36 holur á laugar- daginn og urðu úrslit þau að Þórður Emil Ólafsson, GL, sigr- aði á 149 höggum, Tómas Jónsson, GKJ, varð annar á 154 og Tryggvi Pétursson, GR. þriðji á 155. Sigurpáll Sveinsson varð fremstur Akureyringa, í 5. sæti á 156 höggum, en Örn Arnarson varð 6. á 157. Búið er að velja landsliðin sem taka þátt í mótunum tveimur. Evrópumótið hefst í Noregi í næstu viku og liðið sem þangað fer skipa: Sigurpáll Sveinsson, GA, Örn Arnarson, GA, Þórður Emil Ólafsson, GL, Tómas Jónsson, GKJ, Tryggvi Péturs- son, GR, og Arnar Astþórsson, GS. NM-liðið er eins nema Rún- ar Gunnarsson og Júlíus Haralds- son koma inn í stað Arnars Ást- þórssonar og Tómasar Jónsson- ar. Norðurlandamótið fer fram á Jaðarsvelli 27.-28. júlí. Æfingasvæði G.A. að Jaðri er opið frá kl. 10-22 virka daga. Um helgar frá kl. 8-18. Hægt er að fá lánaða 40 GOLFBOLTA í FÖTU fyrir kr. 150,- (þarf ekki að tína saman eftir æfingu!). Áhöld fást lánuð hjá Golfbúð Davids. David G. Barnwell golfkennari verður með ókeypis golfæfingar á æfingasvæði G.A. að Jaðri alla miðvikudaga í sumar frá kl. 20-22. David G. Barnwell, golfkennari • Sími 96-24836

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.