Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 6
6 -DAGUR - Þriðjudagur 2. júlí 1991 Grímse\j arævintýri Sveitakerlingaima Þegar það spurðist að listamaður- inn Örn Ingi ætlaði að standa fyr- ir söngvakeppni í göngugötunni á Vinningstölur iaugardaginn Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.552.939,- UPPLÝSINGAR: SlMSVAHI 91-681511 LUKKULINA991002 Fasteignatorgið Glerárgötu 28, II. hæð Sími 21967 ★ Hrísalundur: 2ja herbergja íbúð á 3. hæð,, 53.6 fm. Ibúð með glugga í tvær áttir. Laus fljótl. ★ Hrísalundur: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð, 75.6 fm. Góð íbúð. Laus eftir samkomulagi. ★ Seljahlíð: 3-4ra herbergja raðhúsaíbúfi á einni hæð, 76.6 fm, sér- stæður bílskúr, 29.6 fm. Allar innréttingar nýjar. Allt nýtt á gólfum. Vönduð eign. ★ Stapasíða: 5 herbergja raðhúsaíbúð á 2 hæðum ásamt bílskúr, 162.6 fm. Falleg íbúð, með vönd- uðum frágangi. Laus fljót- lega. ★ Beykilundur: Einbýlishús, hæð og Vz kjall- ari, innbyggður bílskúr, 167.4 fm. Góður staður. Laust eftir samkomulagi. ★ Álfabyggð: Einbýlishús á tveimur hæðum, 289.2 fm. Má hæg- lega gera séríbúð á neðri hæð. Góð eign á góðum stað. Laus strax. ★ Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir fastelgna á skrá. Skoðum og verðmætum eignir samdægurs. GAGNKVÆMT TRAUST - TRAUST WÓNUSTA . 10.30 til 12.00 . 13.00 til 18.00 Sölustjóri: Tryggvi Pálsson Heimasími 21071 Ásmundur Jóhannsson hdl. Akureyri á öskudaginn í vetur vakti það athygli fleiri en Akur- eyringa. Nokkrar eldhressar ellefu ára stúlkur á Grenivík sáu þarna gullið tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt. Þær grófu upp gamlar kápur og pelsa og annan viðeigandi kerlingafatnað, æfðu lag við texta sem faðir einn- ar samdi fyrir þær, dubbuðu sig upp og drifu sig í keppnina. Ekki var árennilegt yfir að líta við fyrstu sýn þegar komið var á staðinn. Göngugatan full af fólki og á þriðja tug liða sem beið eftir að fá að spreyta sig. En hér varð að hrökkva eða stökkva og þegar þulurinn tilkynnti: „Lið nr. 11, Sveitakerlingar“, undu þær sér upp á sviðið og sungu fullum hálsi: Á öskudagsmorgni við örkum íbæinn og ætlum að skemmta okkur rétt eins og þið. I tilefni dagsins við bjuggum til braginn og beljum á fullu að þingeyskum sið. Og hér er nú gaman og hér er nú fútt, og hér eru strákar svo dxmalaust krútt. Að syngja það er okkar uppáhaldsgaman, einkum þó fjörug og rómantísk Ijóð. Pótt við séum gamlar og grettar í framan oggiktin ífótunum hreint ekkigóð það er okkar helsta og einasta von að endingu að komast í„Júróvisjon". Það var spennandi að bíða úr- slitanna. Tíu lið fengu verðlaun og Sveitakerlingarnar þóttust eiga talsverða möguleika á að blanda sér í þann hóp. En vonin dofnaði eftir því sem lengur var lesið. Þegar lið númer þrjú hafði verið tilkynnt heyrðist í einni: „Stelpur við skulum koma“. Þær urðu því skemmtilega hlessa þegar for- maður dómnefndar tilkynnti hver hefði borið sigur úr býtur. Verðlaunin voru ekki af verra taginu: Myndataka hjá Páli, 16 manna rjómaterta frá Kristjáni og ævintýraferð til Grímseyjar. Eftir að hafa baðað sig í frægðar- ljómanum allan daginn lögðu þær undir sig skólastofu um kvöldið og buðu foreldrum sínum í her- lega rjómatertuveislu. Grímseyjarferðin var farin sunnudaginn 23. júní. Og það var sannkölluð ævintýraferð. Hér á eftir fer frásögn Sveitakerling- anna sjálfra, en þær heita: Eva Rut Guðmundsdóttir, Helga Kristín Hermannsdóttir, Ingunn Þorsteinsdóttir, María Jóhannes- dóttir, Sandra Mjöll Tómasdótt- ir, Vala Dröfn Björnsdóttir og Valgerður Ósk Ómarsdóttir. Far- arstjóri þeirra í ævintýraferðinni var Arna Gunnarsdóttir. „í dag fórum við til Akureyrar. Áttum að vera mættar á Akur- eyrarflugvöll kl. 13.30. Fórum í loftið kl. 14.00 á leið til Gríms- eyjar. Þar tóku á móti okkur hreppstjórinn og formaður kvenfélagsins í Grímsey. Dótinu okkar var komið fyrir í Félagsheimilinu Múla. Þar hitt- um við stelpur sem heita Dögg, Helga Fríður, Bjarney, Björg og Stella. Þær fóru með okkur norður á Fót ásamt Bjarna hreppstjóra. Þarsáum við hesta og mikið af ritu og lunda. Við fengum að halda á rituunga og það var tekið vel á móti okkur með afturendadrithríð. í bakaleiðinni borðuðum við nestið okkar og lentum í slags- málum viðkríurnar. Eftirgöngu- ferðina fórum við í sjóferð með Dabba. Við fengum að stýra bátnum og fengum smá sjó- slettu á okkur. Eftir sjóferðina bauð kvenfé- lagið okkur hamborgara og franskar. Um kvöldið fórum við að dorga á bryggjunni og aðal veiðikonana var Arna með sex ufsa og einn marhnút en minnstan afla fékk Valgerður, þrjá marhnúta. Eftir það fórum við upp í félagsheimili og spil- uðum „rassgat," fórum í snú- snú og að sippa og tókum vinn- ingslagið fyrir Grímseyjarstelp- urnar. Þegar við vorum háttaðar fórum við í dýnuskokk og sögð- um brandara og um tvöleytið fórum við að sofa. Morguninn eftir vöknuðum við kl. 9.20 og fórum að taka okkur til fyrir morgunmatinn sem var kl. 9.30. Eftir morgun- matinn fórum við að Ijúka við að taka okkur til. Síðan fórum við suður á eyjarenda þar sem við fórum að skoða vitann. Við skoðuðum líka Grenivík, fórum í kríuvarp og sáum kríuunga og kríuegg. Við vorum allar með prik og úlpu yfir hausnum. Næst skoðuðum við kirkjuna sem var byggð 1868 og svo kaupfélagið. Þar keyptum við Galvaskur hópur við flugvélina áður en lagt er af stað heim á leið. Með stelp- unum á myndinni eru flugmennirnir frá Flugfélagi Norðurlands svo og Bjarni hreppstjóri og Guðrún kvcnfélagsformaður. „Sveitakerlingarnar“ við skiltið góða í Grímsey, þar sem segja má að leiðir liggi til allra átta. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Vala Dröfn Björnsdóttir, Arna Gunnarsdóttir, fararstjóri; Valgerður Ósk Ómarsdóttir, Helga Kristín Hermannsdóttir, Ingunn Þorsteinsdóttir, Eva Rut Guðmundsdóttir, Sandra Mjöll Tómasdóttir og María Jóhannesdóttir. okkur allar Grímseyjarboli með lundum framan á. Eftir það skoðuðum við sundlaugina og fórum svo upp í Félagsheimilið Múla, tókum saman draslið og ókum út á flugvöll. Þar var tekin mynd af okkur ásamt flug- stjóranum, Bjarna hreppstjóra og Guðrúnu formanni kvenfé- lagsins. Svo lentum við á Akur- eyrarflugvelli og tókum lagið og ókum svo heim. Okkur fannst öllum æðislega gaman en skemmtilegast var að dorga á bryggjunni og fljúga. Við viljum þakka Flugfélagi Norðurlands kærlega fyrir skemmtilega ferð og Grímsey- ingum fyrir góðar móttökur. “ Sveitakerlingar. Vala Dröfn með unga í lófunum og fuglamergð í baksýn. Þrjár vinkonur „Sveitakerlinganna“ í Grímsey, þær Björg, Stella og Helga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.