Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 02.07.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 2. júlí 1991 Útimarkaður Opnum í dag þriðjudag kl. 13 útimarkað í Grænumýri 10. Mikið úrval af bómullarbolum svo sem Hettubolir, Ermabolir, T-bolir, hlírabolir og sólbolir. Einnig náttkjóla, sloppasett, svunt- ur og margt fleira. IVLjögr hagstætt verð. Markaðurinn er í Grænumýri 10. Ath. Opið aðeins frá kl. 1 þegar veður leyfir. FATAGERÐIN Gróðursetningaferð Gróðursetning á Melgerðismelum miðvikudag 3. júlí kl. 18-21. ★ Ællir velkomnirl Félagar í Skógræktarfélagi Eyfirðinga sérstaklega hvattir til að mæta. Takið með ykkur nesti. {smíííé Skógræktarfélag Tr Eyfírðinga. Veiðileyfi! Veiðileyfi í Leirutjörn eru seld á veiðistað í Esso-nesti við Leiruveg og" hjá Versluninni Eyfjörð. '/' dagur ........................... kr. 2800 V- dagur ............................ kr. 1500 Vi dagur börn undir 10 ára .......... kr. 1400 Vi dagur börn undir 10 ára .......... kr. 800 Veitt er á tímabilinu: 9.00-14.00 og 16.00-21.00. Ekkert gjald er tekið fyrir veiddan fisk. Ferðaskrifstofa Akureyrar h/f RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000 Útgerðarmenn vélstjórar bíleigendur Mælingar á skipum og bílum síðustu tvö ár hafa sýnt að með notkun POWERPLUS/CLEANBURN tækja verður: ELDSNEYTISSPARNAÐUR .. 7-15% MENGUN MINNKAR UM ...... 50% OG VÉLARAFL EYKST YFIR .. 3% Yfir 150.000 tæki eru í notkun í bílum og skipum um allan heim. Niðurstöður staðfestar af opinberum aðilum og fyrirtækjum. Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1. Akureyri, s. 96-26776. Þingflokkur Kvennalistans mót- mælir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Þingflokkur Kvennalistans hefur sent frá sér ályktun þar sem síðustu aðgerðum ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar er harðlega mótmælt. í ályktun- inni segir m.a.: „Þingflokkur Kvennalistans mótmælir þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur nú gripið til og bitna á sjúklingum og náms- mönnum. Enn einu sinni gerist það að ráðstafanir ríkisvaldsins koma ver við konur en karla. Skerðing námslána kemur af fullum þunga niður á þeim sem lægri hafa tekj- urnar í námsleyfum en það eru að jafnaði konur. Með þessum aðgerðum eykst misrétti og hætt er við að þeir sem lægst hafa launin muni hrekjast frá námi. Það er ámælisvert að hvorki skuli hafa verið haft samráð við náms- menn um niðurskurð í námslána- kerfinu né hlustað á tillögur þeirra sem fela í sér verulegan sparnað. Það er ekki síður alvarlegt að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná niður kostnaði við Iyfjadreif- ingu munu bitna hart á barna- fólki og öldruðum umfram aðra. Notkun sýklalyfja vegna algengra kvilla barna, s.s. eyrnabólgu, mun tæplega minnka þrátt fyrir þessa hækkun og því verður um veru- leg fjárútlát að ræða fyrir margar smábarnafjölskyldur. Þá eru kjör aldraðra hér á landi ekki með þeim hætti að þeir geti borið neinar hækkanir á lyfjum. Námslánakerfið og fyrirkomu- lag lyfjadreifingar sem og aðrir þættir velferðarkerfisins eiga alltaf að vera í enduskoðun til að tryggja að þau þjóni almannahag og séu rekin með sem hagkvæm- ustum hætti. Slík endurskoðun á þó ekki að bitna á þeim sem síst skyldi og verða til að auka mis- rétti í samfélaginu. Ríkisvaldið hefur með aðgerðum sínum enn einu sinni valið leiðir sem geta orðið til að hlaða upp nýjum vanda sem framtíðin þarf að glíma við. Þetta eru ekki skynsamleg vinnubrögð. Nær hefði verið að fara mannúðlegri leiðir og ná settum markmiðum í sátt við námsmenn,-launafólk og sjúklinga.“ Heilbrigðishopur BSRB: Fordæmir breytingar á reglum um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði Heilbrigðishópur BSRB fordæm- ir harðlega breytingar ríkisstjórn- arinnar á reglurn um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði og krefst þess að þasr verði þegar í stað afnumdar. í ályktun frá hópnum segir m.a.: „í stað þess að snúa sér að rót- um vandans, sem liggur fyrst og fremst í úreltu innflutnings- og dreifingarkerfi lyfja þar sem milliliðir og heildsalar maka krókinn, fer ríkisstjórnin þá leið að hækka skattaálögur á almenn- ing. Hvar eru nú loforðin um skattalækkanir sem glumdu í eyrum landsmanna fyrir síðustu kosningar?! Stöðugt er verið að flytja stærri hluta af lyfjakostnaðinum yfir á almenning. Hér er um að ræða hreina aukningu á skattbyrði sem leggst með mestum þunga á þá þjóðfélagshópa sem síst mega við því, þ.e. sjúklinga, öryrkja, aldr- aða og barnafjölskyldur. Heilbrigðishópur BSRB tekur undir tillögur aðstoðarlæknis þess efnis að lækka álagningu Íyfja og auka aðhald með lyfja- útskriftum Iækna. Aðgerðir ríkisvaldsins til að lækka lyfjakostnað hafa verið handahófskenndar og árangurs- litlar og hætt er við að svo verði einnig nú. Kostnaður vegna útgáfu lyfja- skírteina, auk skriffinnsku í kringum þau mun að miklu leyti éta upp áætlaðan sparnað með þessum aðgerðum. Einnig er hætt við að þessi sparnaður geti haft í för með sér aukinn kostnað ríkisins annars staðar í heilbrigð- isgeiranum t.d. vegna aukinna innlagna. Heilbrigðishópur BSRB hvet- ur stjórn BSRB og annarra laun- þegasamtaka að bregðast við þessari aðför ríkisstjórnarinnar af hörku og festu. Krafan er: Heilbrigðisþjónusta fyrir alla óháð efnahag. “ Vöruskiptin við útlönd í janúar-apríl 1991.: Vöruskiptajöfnuður í apríl óhagstæður um 3,3 mflljarða í aprílmánuði voru fluttar út vör- ur fyrir 7,1 milljarð króna og inn fyrir 10,4 milljarða króna fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í apríl var því óhagstæður um 3,3 millj- arða króna en í apríl í fyrra var hann óhagstæður um 0,6 millj- arða króna á föstu gengi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir röska 28,6 milljarða króna en inn fyrir tæpa 29,8 milljarða króna fob. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum tíma var því óhagstæður um 1,1 milljarð króna en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 3,2 milljarða króna á sama gengi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 2,8% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 81% alls útflutnings og voru um 6% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 13% meiri en útflutningur kísiljárns var 54% minni en á sama tíma á síðastliðnu ári. Útflutningsverðmæti annarrar vöru var 9% minna í janúar-apríl en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu fjóra mánuði ársins var 21% meira en á sama tíma í fyrra. Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun) og innflutningur til stóriðju hefur orðið minni en í fyrra. Almennur innflutningur hefur hins vegar aukist verulega eða um 28% og um 30% að frá- töldum olíuinnflutningi. Hér munar mikið um innflutninginn í apríl en þá reyndist almennur innflutningur án olíu 52% meiri en í sama mánuði í fyrra. Aukn- ing almenna innflutningsins fyrstu fjóra mánuði ársins kemur fram í flestum vöruflokkum, hvort sem um er að ræða neyslu- vöru, rekstrarvöru eða fjárfest- ingarvöru. Af einstökum liðum sem hafa aukist mikið má sér- staklega nefna vélar og tæki tíl atvinnurekstrar en ennfremur unnar málmvörur og bíla, bæði til atvinnurekstrar og einkanota. Aðalfundur Hundaræktarfélags íslands: Megináhersla lögð á fræðslu - Guðrún R. Guðjohnsen endurkjörin formaður Aðalfundur Hundaræktarfélags íslands var haldinn 6. júní sl. og mættu um 150 manns á fundinn. Guðrún Ragnars Guðjohnsen formaður HRFÍ flutti skýrslu stjórnar. í skýrslunni kom fram að stjórn félagsins hefur lagt megináherslu á að standa fyrir fræðslu fyrir hundaeigendur, með námskeiðum og fræðslu- erindum, og þegar er búið að skipuleggja mikla fræðslustarf- semi á þessu ári. Erlendir ræktunardómarar hafa ræktunarskoðað mörg hundakyn, en áhugi hunda- eigenda fyrir ábyrgri ræktun er sífellt að aukast, og endurspegl- ast hann í aukinni þátttöku á hundasýningum félagsins. Mikill vilji er fyrir því hjá stjórninni að efla starfsemi félagsins fyrir hundaeigendur á landsbyggðinni. Guðrún Ragnars Guðjohnsen var endurkjörin formaður HFRÍ með 88% greiddra atkvæða. Aðalfundur HRFÍ samþykkti samhljóða ályktun þess efnis, að fordæma þau óþverraskrif og málflutning sem birst hafa í ákveðnum fjölmiðlum um störf félagsins og trúnaðarmanna þess. Um leið lýstu fundarmenn fullu trausti á formann Hundaræktar- félags íslands og stjórn þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.