Dagur - 18.11.1994, Page 5

Dagur - 18.11.1994, Page 5
Föstudagur 18. nóvember 1994 - DAGUR - 5 Dýrín í Hálsaskógi á Sauðárkróki Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi sl. miðvikudagskvöld hið sívinsæla fjölskylduleikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri er Einar Þor- bergsson. Ekki þarf að hafa mörg orð um Dýrin í Hálsaskógi. Þetta er citt af þessum klassísku leikritum sem alltaf á erindi til jafnt barna og fullorðinna. Persónurnar eru öll- um þekktar. Persónur og leikendur í upp- færslu Lcikfélags Sauðárkróks eru: Bakaradrengur - Guðrún Bryn- leifsdóttir, Bangsamamma - Hall- dóra Helgadóttir, Bangsapabbi - Pálmi Ragnarsson, Bangsadreng- ur - Gestur Hrannar Hilmarsson, Broddi broddgöltur - Asdís Ás- geirsdóttir, Uglan - Dagbjört Elva Jóhannsdóttir, Elgurinn - Guðrún Margrét Jökulsdóttir, Mikki rcfur - Kristján Gíslason, Lilli klifur- mús - Páll Friðriksson, Krákur - Hrafnhildur Erlingsdóttir og Dag- mar Snjólfsdóttir, Marteinn skóg- armús - Styrmir Gíslason, Amma mús - Elsa Jónsdóttir, Hérastubb- ur bakari - Kristján Orn Kristjáns- son, Lísa íkornabarn - Inga Dóra Ingimarsdóttir, Tumi - Gunnar Þór Andréssson, Pétur - Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, Maðurinn - Gunnar Bragi Sveinsson, Konan - Elva Björk Guðmundsdóttir, Habakúkk - Unnur Ólöf Halldórs- dóttir og Húsamús - María Gréta Ólafsdóttir. Leikstjórinn Einar Þorbergsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík en býr nú á Húsavík. Einar út- skrifaðist frá Lciklistarskóla Þjóð- leikhússins árið 1972 en jafnframt stundaði hann nám vió Listdans- skóla Þjóðleikhússins um tíu ára skeið. Kennaraprófi lauk Einar frá Kennaraskóla Islands árið 1973. Einar steig fyrst á svið hjá Þjóðleikhúsinu 1963 og hefur hann síðan leikið og dansað í fjölda sýninga. Leikstjóraferil sinn hóf hann 1970 með uppsetningu á Ys og þys út af engu eftir William Shakespeare hjá Kennaraskólan- um. Síðan hefur Einar leikstýrt á fjórða tug sýninga hjá áhuga- mannaleikfélögum víðs vegar um land en ennig hefur hann verið danshöfundur á nokkrum sýning- um. Um lýsingu í sýningunni sjá þeir Atli Þorgeirsson og Árni Björnsson. Aðstoðarleikstjóri cr Unnur Ólöf Halldórsdóttir og Hilmar Sverrisson stjórnar tónlist- arflutningi. Næstu sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi eru í kvöld, föstudag, og á sunnudag. óþh Helga Árnadóttir og Ósk Jónsdóttir í Nafnlausu búðinni. Mynd: GG Mikið að gera í Nafh- lausu handverksbúðinni Handverkshópur á Dalvík, sem skipaður er 20 konum frá Dal- vík hefur undanfarna mánuði rekið sölugallerí við Skíðabraut á Dalvík. Verslunin er opin alla daga frá klukkan 14.00 til 18.00 og einnig á laugardögum frá klukkan 13.00 til 16.00 Fyrirhugaður er stofnfundur fé- lags handvcrkafólks á Dalvík og nágrenni í dag, þirðjudaginn 15. nóvember og er hann haldinn í versluninni. Að sögn Helgu Árna- dóttur, hafa handverkskonur skipst á um að afgreiða í verslun- inni en viðtökur hafa verið framar björtustu vonum. I versluninni má m.a. fá vörur úr kcramik og postu- líni ásamt sauma- og prjónavör- um. GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.