Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 18.11.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 18. nóvember 1994 MINNINC ^ Valgerður Steinunn Fríðriksdóttir Fædd 3. maí 1889 - Dáin 8. nóvember 1994 Valgerður Steinunn Friðriks- dóttir fæddist á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 3. maí 1889. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. nóvember s.l. For- eldrar hennar voru Friðrik Frið- riksson, f. 3. apríl 1859, d. 11. mars 1924, bóndi á Hánefsstöð- um og síðar verkamaður á Ak- ureyri, og kona hans Guðrún Friðrika Jóhannsdóttir, f. 16. ágúst 1860, d. 31. mars 1953. Systkini Valgerðar voru: Anna Friðrika, f. 4. október 1882, d. 5. desember 1980, gift Adolf Krist- jánssyni, skipstjóra á Akureyri. Elín, f. 23. febrúar 1886, d. 30. maí 1982, gift Boga Daníelssyni, trésmið á Akureyri. Jóhann Gunnlaugur, f. 20. október 1895, d. 1. júní 1898. Fósturbróðir Valgerðar var Sigurður Jónsson frá Sauðancskoti, f. 29. júlí 1905, Leikfélag Dalvíkur sýnir söngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil 5. sýning föstudag 18. nóvember kl. 21 6. sýning laugardag 19. nóvember kl. 21 7. sýning sunnudag 20. nóvember kl. 21 8. sýning þriöjudag 22. nóvember kl. 21 9. sýning föstudag 25. nóvember kl. 21 10. sýning laugardag 26. nóvember kl. 21 11. sýning sunnudag 27. nóvember kl. 15 Sýningar eru í Ungó og hefjust kl. 21 Miðasala kl. 17-19 sýningardaga í Lambhaga, sími 61900, og í Ungó eftir kl. 19 fram aö sýningu Tekið við pöntunum í símsvara í sama númeri allan sólarhringinn d. 9. aprfl 1963, prentari á Akur- eyri. Arið 1913 í októbermánuði kvæntist Valgerður Jónasi Franklín Jóhannssyni, f.10. janúar 1883, d. 4. júlí 1956, sjó- manni og síðan verkamanni á Akureyri. Foreldrar Jónasar voru, Jóhann Franklín Jónasson bóndi á Öngulsstöðum, Syðra- Kálfsskinni og Þverá í Eyjafirði og kona hans Þóra Rósa Vigfús- dóttir frá Árskógsströnd. Börn Valgerðar og Jónasar voru: Jó- hann Friðrik Franklín, f. 26. júlí 1916, d. 5. október 1978, bakara- meistari á Akureyri, giftur Mar- íu Jóhönnu Jóhannesdóttur, börn þeirra eru, Guðný Valgý, gift Hreiðari Aðalsteinssyni, bónda á Öxnhóli í Skriðuhreppi og eiga þau sex börn. Valgerður Árdís, meinatæknir á F.S.A., gift Jóhanni Sigurjónssyni kennara, og eiga þau þrjú börn. Auður Björg, aðstoðamaður tannlæknis í Reykjavík, var gift Jakobi Ágústssyni framkvæmdastjóra, og eiga þau tvö börn. Erla Sig- ríður heldur heimili með móður sinni á Akureyri og Jónas Hreinn, kvensjúkdómalæknir á Akureyri, giftur Sigurlaugu Vig- fúsdóttur, meinatækni, og eiga þau þrjár dætur; Þóra Rósa Franklín, f. 7. mars 1919, d. 28. desember 1985, gift Ólafi Daníelssyni frá Hvallátrum á Breiðafirði, f. 2. aprfl 1905, d. 23. júní 1980, klæðskerameistari á Akureyri, sonur þeirra er Ævar Karl, f. 23. september 1940, tollfulltrúi í Reykjavík, giftur Sigrúnu Jóhannsdóttur, fulltrúa hjá Tryggingastofnun ríkisins, þau eiga þrjú börn. Jarðaför Valgerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. Sendið vinum $ og vandamönnum $ erlendis m aomsœta • 1KEA hangikjötið | um jólin (0) ($1 c® (0) 1$) (Jfl) (J) (J) 1$) (0) (JBd i$) i0) ($) (0) ijJ) (Jj) (0) (0) i$) ($) (0) t&t i0) ðj) 0) Sendingaþjónusta Buggðavegi sími 30377 (0) ($) (J) (Jj) ($) (0) (0) (S1 l$) (0) (0) 1$) (0) (Jff) ($) i®) 1$) (0) (Jj) 1$) ($) ($) (0) 10) Nú þegar birta sumarsins víkur fyrir myrkri vetrarins kvaddi Val- gerður amma mín þennan heim. Hennar ljós skín í myrkrinu og myrkrið tekur ekki á móti því, minning hennar lifir. Mig langar í fáum oróum að minnast Valgerðar ömmu minnar sem ég hef verið samtíóa í meira en hálfa öld, hcf ég henni mikið að þakka og mikinn alþýðlegan fróðleik frá henni fengiö. Hún lifði í 105 ár og 6 mánuði og var elst Islendinga þcgar hún lést. Systur hennar tvær, Friðrika og Elín, svo og Guðrún móðir þeirra, voru allar á tíræðis aldri þegar þær létust. Valgcrður amma ólst upp á Há- nefsstöóum í Svarfaðardal en þann Dal dáði hún nieira en nokk- urn annan stað þessa lands, hún fór á hverju sumri í Dalinn og taldi sig alla tíð Svarfdæling. Sína síðustu ferð fór hún í fyrrasumar þá 104 ára, ekki trcysti hún sér til aó aka meó mér hring- inn í Dalnum en heim að Hánefs- stöðum fórum við, en bærinn er stutt inn í Dalnum að austanveróu og útsýni þaðan gott yfir hinn fagra Dal. Valgerður amma var á Hánefs- stöðum hjá foreldrum sínum fram aó sautján ára aldri. Hún fékk all- góða fræöslu hjá farandkennurum sem fóru á milli sveita á þessum tímum, lærði hún auk lesturs og skriftar, réttritun, reikning og dönsku. En hún sagði mér að skólagangan hefói ekki verið Iöng, hún fermdist svo á Völlum hjá séra Stefáni Kristinssyni frá Ysta Bæ. Sautján ára gömul fór amma að heiman, hún réð sig í vist til læknishjónanna á Grenivík, frú Sigríðar og Sigurjóns Jónssonar, ætlunin var einnig aó hún fengi tilsögn hjá læknisfrúnni í sauma- skap. Þar er hún í tvö ár, þá flytja læknishjónin til Dalvíkur og hún með þeim. Þau setjast aö í Árgeröi sem stendur á bökkum Svarfaðar- dalsár, þar var engin brú, en ferju- skyld. Kom þaó í hlut ömmu að ferja yfir ána á bátkænu. Þetta er að vori til og er hún þarna til jóla, fer hún þá heim í Hánefsstaði, er þar til vors og ræður sig þá í vist til Þórönnu og Péturs Péturssonar kaupmanns í Gránuversluninni á Akureyri. Er þar í eitt ár en þá flytja kaupmannshjónin til Reykjavíkur, en amma ræður sig til hjónanna Önnu, sem varð síóar myndasmiður, og Hendriks Shci- öth bankagjaldkera, hjá þeim cr hún þrjú ár, þó meó sumarleyíúm. Anna Shciöth mun vera upphafs- kona að stofnun Lystigarðs Akur- eyrar og að sögn ömmu fékk hún sendar allskonar plöntur frá út- löndum sem hún hjálpaöi til við að gróðursetja og vökva. En amrna varð síðar þekkt fyrir rækt- un og uppeldi fallegra blóma og sérstaklega rauðra rósa. Á þessum árum urn 1912 ræður amma sig í verbúðavinnu í leyfum sínum á sumrin til Gísla Gíslason- ar, útvegsbónda frá Svínárnesi, sem gerði út frá Þorgeirsfirði. Þar liggja leióir saman. Jónas Franklín afi minn var þar meó bát er réri þaðan, þau kynnast þarna og gifta sig 31. október 1913 í Grundar- þingi hjá séra Þorsteini Briem, hefja búskap sama haust á Akur- eyri í húsi Dómhildar og Magnús- ar Kristjánssonar í Innbænum. Kaupa síóan suðurhluta hússins númer 20 við Aðalstræti og eiga þar heima í 30 ár. I sambýli við ömmu mína og afa í norðurhluta hússins vió Að- alstræti 20 bjuggu Friðrika systir hennar og Adolf Kristjánsson skipstjóri, en Adolf og Jónas afi minn geröu saman út báta og unnu þá systurnar vió úthaldið. I þessu gamla húsi voru böm beggja systranna alin upp en mjög mikill samgangur var alla tíó á milla systranna þriggja og þeirra barna. Amma Valgerður vann á þess- um árum öll algeng störf er lutu að sjófangi t.d. síldarsöltun, salt- fiskvinnslu og línubeitingu. Hún tók mikinn þátt í félags- málum kvenfélaga og góðtempl- arareglu og starfaði í áratugi í kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri með þeirri mætu konu Sesselju Eldjárn, sem var sveit- ungi hennar úr Svarfaóardal. Nú hef ég stiklað á stóru hvað varðar lífshlaup ömmu minnar og stuðst við hennar frásögn. Sjálfur man ég hana fyrst fyrir um það bil fimmtíu árum, þá er hún komin yfir miðjan aldur og býr ásamt Jónasi afa mínum í Aðalstræti 20. Valgerður amma var glæsileg kona, hún klæddist íslenska bún- ingnum og bar hún þann klæónað ai'buröa vel. Hún var teinrétt og tíguleg, hár hennar var mikið og dökkt og náðu fiéttur hennar niður í hnéspætur og setti þetta mikla hár mikinn svip á hana og hennar klæönaó. Eg bar mikla virðingu l'yrir henni alla tíð og scm barn fannst mér allar ömmur ættu að vera eins og hún, Ijúf, blíð en samt ákveðin, alltal' að segja mér sögur og ævin- týri. Árin liðu, amma missti Jónas afa 1956, þá voru þau komin í stærra hús sem að þau höfðu byggt ásamt foreldrum mínum við Aðalstræti 5. Á þessum árum fór ég aó sjá ýmsar nýjar hliðar á þessari mætu konu sem einl'ald- lega stafaöi af því að ég var ekki barn lengur þótt hún væri alltaf sama amman. Þaó sem mér l'annst og hefur alltaf fundist er hve þekking henn- ar á ýmsum málum var mikil, hún var vcl lesin og fylgdist með ótrú- legustu hlutum hérlendis og er- lendis, og miðað við þá skólagöngu sem hún fékk hefur hún nýtt hana vel. Mér er alltaf minnistætt hvað hún sagði við mig þegar sjónvarpið kom fyrst til okkar, „nú get ég feróast um víða veröld heima í stofu“. Amma Valgerður hafói sérstak- lega góða frásagnarhæfileika, blandast þar saman mjög gott minni og að hún kunni mjög vel að láta aðalatrióin koma fram í frásögnum sínum. Ekki spillti það fyrir aó hún hafði óvenju góða kímnigáfu. Aldrei nokkurn tímann talaöi hún illa um nokkra manneskju og dægurþras leiddi hún hjá sér. Og enn lióu árin, ég stofna mitt eigið heimili og kaupi af ömmu minni hennar hlut í húsinu. Hún dvelur þar áfram hjá foreldrum mínum í um það bil 12 ár. Á þeim tíma fæðast börn okkar Sigrúnar Jóhannsdóttur, nutu þau þess ríku- lega aó hafa langömmu í húsinu þann tíma þar til hún fór á Dvalar- heimilið Hlíð fyrir um 20 árum. Þar naut hún sérstakrar umönnun- ar og elskulegheita alls starfsfólks og er það þakkaö hér með. Allar götur síðan fram í andlátió hefur hún svo fylgst með barnabörnum, barnabamabörnum, og barnabarnabarnabörnum sínum af sérstakri hugulsemi. Fimm af sjö minna bamabarna hafa séó hana og koma til með aö muna, og eru þá komnir fimm ættliðir. Amma mín var ákafiega gestrisin kona, frændrækin og vinamörg, eftir að hún fiutti á Dvalarheimilið Hlíð fékk hún að njóta þess. Hún var samciningartákn stórrar fjölskyldu og frændgarós sem þakkar nú góðar stundir. Nú er kornið að leiðarlokum, við kveðjum ömmu Valgerði með söknuði, viróingu og þakklæti. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta scmfellur öðruni í arf er endurminning um göfugt starf Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svœfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt Ijúfasta Ijóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin er góð... (Davíó Stefánsson) Ævar Karl Ólafsson. Listaverka- almanak Þroskahjálpar komíð út Listaverkaalmanak Þroska- hjálpar er komið út. Almanakið er með svipuðu sniði og áður og er prýtt grafíkverkum eftir ís- lenska listamenn. Almanakið er jafnframt happdrættismiði og vinningarnir eru 49 grafíkverk eftir íslenska listamenn en þar á meðal eru listaverk eftir Erró. Dregið er í hverjum mánuði um þrjá til fimm vinninga. Almanakið er gefið út í 18 þús- und eintökum. Þaó kostar 1000 krónur og rennur andvirði hvers almanaks óskipt til starfsemi Þroskahjálpar. Álmanakið fæst á skrifstofu Þroskahjálpar að Suður- landsbraut 22 í Reykjavík en einnig má panta það í síma 91- 889390. Forsvarsmenn Þroska- hjálpar óska eftir því að vel verði tekið á móti sölufólki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.