Dagur - 18.11.1994, Side 16

Dagur - 18.11.1994, Side 16
Akureyri, föstudagur 18. nóvember 1994 Krossanes: Framkvæmdir viö grjótgarð í fullum gangi Fyrirtækið Suðurverk hf. er að vinna við gerð grjótgarðs í Krossanesi og eru notaðir til þess grjótflutningabflar sem eru engin smásmíði. Framkvæmdir við verkið hófust í byrjun októ- ber sl. og samkvæmt verksamn- ingi á því að ljúka fyrir aprflok á næsta ári. Grjótgarðurinn verður 440 m langur og í hann fara 46.000 rúm- metrar af grjóti. Efnið er tekið í námu rétt ofan Krossaness. Innan við grjótgarðinn vcróur svo til 4 hektara uppfylling. Auk þess að byggja grjótgarð í Krossanesi, mun Suðurverk byggja 13.000 rúmmetra skjólgaró við flotkvína sem Akureyrarhöfn hefur keypt og komió verður fyrir norðan stóru skemmu Slippstöðv- arinnar - Odda hf. Framkvæmdir þar hefjast fljótlega. KK Hálshreppur: Óvenju margt úr eftirleitum Þetta hefur verið heldur meira en vanalega á þcssum tíma, ætli við séum ekki búnir að ná einum 11 kindum sunnan úr af- rétt að undanförnu,“ sagði Her- mann Herbertsson, bóndi á Sig- ríðarstöðum í Hálshreppi, en menn þar í sveit hafa verið í eft- irleitum síðustu daga. Fundist hafa 5 fullorðnar kindur og 6 lömb. Sjö fundust á Timbur- valiadal en 4 sunnan við Reyki, yst á Bleiksmýrardalnum. Talsvert mikill snjór er á afrétt- inni að sögn Hermanns, jafnt yfir öllu og svo djúpur að fé hefur ver- ið alveg strand, ekki síst þar sem einnig hefur hlaóist mikill snjór í ullina. Notaðir hafa verió vélsleð- ar til að ná kindunum, en þar sem ekkert hefur rennt að gangi enn sem komið er, þá er land einnig erfitt yflrferðar á sleðum. Hann bjóst ekki við að fleiri feróir yrðu gerðar að svo stöddu. „Auðvitað er aldrei hægt að úti- loka að ein og ein kind sé eftir en ég held að það sé ekki á áætlun að fara meira.“ HA Heftir þii smakkað smokkfisk, langiiala, blálöngn eða tinclabýkkju? Þessir fiskar eru á sjávarhlaðborði Bautans ásamt yfir 20 tegundum af öðru sjávarfangi - Verð 1290 krónur ATH! Barnahamborgari með frönskum eóa pizza fyrir börn á 200 kr. Gildir á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum Endurbætur við Samkomuhúsið á Akureyri: Hönnunarvinna á næsta ári Grjótflutningabílarnir sem notaðir eru við frarnkvæmdirnar í Krossanesi eru engin smásmíði. Það er kannski cins gott, því alls fara um 46.000 rúm- mctrar í grjótgarðinn, sem verður 440 m langur. Myndir: KK Samkomuhúsið á Akureyri, eitt fallegasta hús bæjarins og óneitanlega eitt af andlitum hans út á við, þarfnast umtals- verðra endurbóta við. Þetta hafa menn vitað í nokkurn tíma og nú gæti styst í að hafist verði handa. Ekki er þó búist við að verklegar framkvæmdir hefjist á næsta ári en hönnunarvinna mun væntanlega fara í gang inn- an tíðar. „Aó öllum líkindum verður ekki ráðist í neinar stórfram- kvæmdir núna, heldur verður reynt að gera þetta í gáfulegri kantinum og „plana“ fyrst ná- kvæmlega hvaó á aö gera og taka það síóan í réttri röð, í staðinn fyr- ir aó stökkva í eitthvað sem síðan þarf kannski aó rífa aftur. A næsta ári verður þetta því væntanlcga hönnunarvinna fyrst og frernst," sagði Alfreð Gíslason, formaður menningarmálanefndar Akureyr- ar. Starfsemi Leikfélags Akureyrar veröur aó sjálfsögóu að taka miö af því hvernig framkvæmdum veróur háttaö og þar á bæ höfðu menn gert sér vonir um að verk- legar framkæmdir hæfust næsta vor. Aö sögn Viðars Eggertssonar, leikhússtjóra, var búió aó gera ákveónar ráðstafanir til að jafnvel Frystitogarar Skagstrendings í loönufrystingu á Seyðisfirði - Strandberg sf. mun annast flokkun loðnunnar Þrjú stórfyrirtæki í sjávarút- vegi hafa ákveðið að samein- ast um loðnufrystingu á Seyðis- firði og hafa í því markmiði stofnað sameignarfélagið Strandberg sf. Þetta eru fyrir- tækin Skagstrendingur hf. á Skagastönd, Bergur-Huginn hf. í Vestmannaeyjum og Vestdals- mjöl hf. á Seyðisfirði sem keypti Alþýðubandalagiö: íslandsrúta á Akureyri Islandsrúta Alþýðubandalags- ins kom til Eyjafjarðar í gær. Með í för eru nokkrir af helstu forystumönnum flokksins og gangast þeir m.a. fyrir almenn- VEÐRIÐ Samkvæmt veðurútlitinu er veðrabreyting að verða þess- ar klukkustundirnar. Eftir frost- stillur síóustu sólarhringana snýst vindur nú til sunnanátta og um leið hlýnar í veðri. Útlit er fyrir að á Norðurlandi vestra verði í dag sunnan stinningskaldi með slyddu eða rigningu. Um austanvert Norð- urland verður gott veður fram- an af degi en all hvasst og rigning síódegis. um stjórnmálafundi í Alþýðu- húsinu í kvöld. Eins og komið hefur fram hefur forystusveit Alþýðubandalagsins ferðast vítt og breitt um landið að undanförnu og kynnt áherslur ilokksins fyrir komandi alþingis- kosningar. I gær var haldið út með Eyjafirði vestanverðum og endað í Ólafsfirót þar sem haldinn var al- mennur stjórnmálafundur í gær- kvöld. I dag verður rútan á Akurcyri og í kvöld kl. 20.30 hefst almenn- ur stjórnmálafundur í Alþýðuhús- inu. Ollum er heimill aðgangur að fundinum en frummælendur á honum verða Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson. í fyrramálið fer íslandsrútan til Svalbarðseyrar og Grenivíkur og ferðinni lýkur síðan í Eyjafjarðar- sveit seinni part dagsins. KK þrotabú loðnuverksmiðjunnar Hafsfldar hf. á Seyðisfirði og rekur nú loðnuverksmiðju þar en auk þess er SR-mjöl hf. með stóra og fullkomna loðnuverk- smiðju á Seyðisfirði. Þaó vcrða frystitogararnir Arn- ar HU-l, Örvar HU-21 og Vest- mannaey VE-54 sern munu frysta loónu við bryggju á Seyóisfirði en fljótlega verður hafist handa við uppsetningu loðnuilokkara fyrir skipin. Óskar Þóróarson, skrifstofu- stjóri hjá Skagstrendingi hf„ segir að hugmyndin sé að staðsetja flokkunarstöö í landi framan við ioðnuverksmiójuna. Vinnsluhæf loðna verður sett í kör en hratið fer beint í verksmiðjuna. Körin eru síðan hífð um borð í frystitog- arana og loðnan heilfryst og þann- ig cru togararnir eins og fljótandi frystihús, bundin við bryggju. „Það er alveg útilokað að skip- in fái sjálf veiðileyfi og því er gripið til þessa ráðs. Við treystum á að loðnubátarnir landi frekar í verksmiðju þar sem hún er flokk- uð, enda tryggir þaó þeini hærra verð fyrir loðnuna ef hluti farrns- ins fer til frystingar. Við verðum að vera í nánu samstarfi við bræðslu því meginhluti farmsins fer þangað. Frystigeta Arnars er um 50 tonn á sólarhring, Örvars um 30 tonn og Vestmannaeyjar um 30 tonn þannig að samtais er frystigetan liðlega 100 tonn. Á þessari vertíð verður eingöngu um hcilfrystingu að ræða, ekki hrognafrystingu. Skipin veróa ekki kölluð inn fyrr en fyrsti loðnubáturinn er kominn undir löndunarkranann. Skipin eru tilbú- in til þessarar vinnslu en það gæti kannski tekið um sólarhing að sigla til Seyðisfjarðar," sagói Ósk- ar Þórðarson. Loðnan er svo stuttan tíma í vinnsluhæfu ástandi að málið snýst um það hversu mikið magn er hægt að frysta af loðnu á skömmum tíma sem er með rétta hrognafyllingu fyrir Japansmark- aðinn. Áuk þess að skapa verulega rneiri verðmæti úr ioðnunni spara togararnir fiskveiðikvótann á sama tíma. GG væri hægt aó rýma húsið seinni part vetrar og er vorverkefni leik- félagsins, „Þar sem djöflaeyjan rís“, vel til þess fallió að sýna annars staðar. Hins vegar er for- vinna fyrir verkið þegar hafin og leikmyndateiknarar og fleiri þurfa að vita í hvaóa húsi verður sýnt. Menn eru því í raun aö falla á tíma og næstkomandi mánudag veróur tekin ákvöróun um sýning- arstað. Enn á eftir að frumsýna þrjú verk hjá LA í vetur og Eggert sagði vel koma til greina að eitt- hvert þeirra .verði sýnt annars staðar en í Samkomuhúsinu, þar sem verið gæti aó skörun á þeim sé of mikil. HA Snjóaði mikið á Siglufirði Ifyrradag setti niður mikinn snjó á Siglufirði á mjög skömmum tíma. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði voru götur hreinsaðar í bæn- um í gær þannig aó ekkert var að færi en sannarlega jólalegt yfir bæinn að líta. „Við erum reyndar ákafiega vel skóaðir en þetta voru all margir sentimetrar sem bætti á hjá okkur,“ sagði vakthafandi lög- reglumaóur á Siglufirði. JÓH Frábœrt verð á plastrimla- gardínum Stœrðir: 40x150-180x150 40x210-180x210 Sníðum eftir máli KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565 " INNANHÚSS- MÁLNINC 10 lítrar frá kr. 3.990,- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.