Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 3
I Laugardagur 18. mars 1995 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Akureyrin EA-110 kemur til Akureyrar aðra helgi eftir gagngerar breytingar í Póllandi: Verður lengsti togari landsins áætlaður kostnaður iiðlega 250 milljónir króna Akureyrin EA-110, einn togara Samherja hf., hefur verið í breytingum og lengingu í Pól- landi og er áætlað að þeim Ijúki 19. mars nk. og verður skipið þá komið til Akureyrar 24. til 26. mars nk. Togarinn verður sá lengsti hérlendis eftir breyting- arnar, um 72 metrar. Auk leng- ingarinnar var m.a. dekk togar- ans hækkað, rennan að aftan breikkuð, settur niður nýr tog- gálgi, skipt um allan vindubún- að skipsins, togvindur og grand- aravindur, innréttaðar íbúðir, setustofa og aðstaða fyrir skip- verja framan við brú og verða þá klefar fyrir 30 manns á Ak- ureyrinni EA. Einnig var unnið að lagfæring- um o.fl. í vél, en engin vélaskipti framkvæmd. Kostnaður við þessar framkvæmdir á Akureyrinni EA er áætlaður liðlega 250 milljónir króna. Breytingar á millidekki verða framkvæmdar þegar skipið kemur til Akureyrar, settur niður vinnslu- búnaður sem smíðaður er á Is- landi, aðallega Slippstöðinni- Odda og Format í Reykjavík, sem gefur möguleika á að senda skipið á rækjuveiðar auk bolfiskveiða. Akureyrin EA fer í fyrsta túmum á karfaveiðar á Reykjaneshrygg og það gerir einnig Akraberg FD á næstunni, en skipið á Samherji hf. ásamt Færeyingum. Skipið er við Oddeyrarbryggju á Akureyri og er unniö að því að setja niður vinnslulínu í það fyrir karfafrystingu og aðra togvindu og togkraftspil og ljúka þeim breytingum sem ekki var ráðist í áður en skipið fór á veiðar í Bar- entshafið eftir gagngerar breyting- ar í Slippstöðinni-Odda strax að loknum kaupum á því. Reiknað er með að Akrabergið haldi á Reykjaneshrygg í byrjun næstu viku ef allir hlutir á vinnsludekkið o.fl. veróa komnir, en í gær var flutningabíll með hluti í Akraberg tepptur vestur í Húnavatnssýslum í aftakaveóri. GG Skóli fyrir 5 ára börn á Akureyri Tepptir flutningabílar í Húnavatnssýslum orönir oiíulitlir: Björgunarsveit frá Blönduósi tepptist vestan Viðihlíöar Næstkomandi mánudag hefur starfsemi á Akureyri skóli fyrir 5 ára börn, þ.e. börn fædd árin 1989 og 1990. Það er Guðný Anna Annasdóttir leikskóla- kennari sem stendur fyrir skól- anum sem kallast Hamrasól og er til húsa í Hamri, félagsheimili I>órs við Skarðshlíð. Boðið verð- ur upp á 9 klukkustunda nám á dag, mánudag til föstudags. Að þessu sinni mun skólinn starfa í 10 vikur en næsta haust er fyr- irhugað að bjóða upp á 9 mán- aða námsefni. Hver dagur skiptist í 9 kennslu- stundir. Hægt er að velja um að vera t.d. bara eina kennslustund á dag og allt upp í allar sem í boði eru, sem geta þá myndað heild- stæðan skóladag. Sextán börn verða í skólanum í einu. Boðið er upp á myndsköpun, hreyfmgu og tjáningu, lestrar- og skriftamám, tónmennt og í hádeginu er sögu- stund. Ein klukkustund á dag kostar 2.200 kr. á mánuði, 4 klukkustundir 8.700 kr. og 9 klukkustundir 19.500 kr. á mán- uði. Guðný Anna segir viöbrögð hafa verið afar góð og greinilegt að þörfm fyrir svona starfsenii hafi verió til staðar. „Það hefur líka mikið verið spurst fyrir varð- andi næsta haust, en þá er ætlunin að fara af stað með 9 mánaða skóla. Þessar 10 vikur núna eru ágætis reynslutími til að sjá út hvaó má hugsanlega betur fara.“ Guðný Anna er með fleiri jám í eldinum því í næsta mánuði fer af stað leikskóli á hennar vegum. Verður hann til húsa í Móasíðu 1 og þar verður pláss fyrir rúmlega 30 böm. HA Mikill snjór er á Hvammstanga eins og víðar á Norðurlandi og hefur leikskólinn, sem stendur efst í byggðinni, ekki farið var- hluta af því en einu sinni hefur þurft að moka frá húsinu. Hægt er að ganga upp á þak slátur- hússins að austanverðu en sá veggur hússins er fimm metra hár. Nokkur brögð eru að því að moka hefur þurft af þökum til að létta snjófarginu af þeim og viða til sveita í nágrenni Hvammstanga hefur þurft að gera ráðstafanir til að létta af þökum, og á nokkrum stöðum hafa orðið þakskemmdir og rúða brotnaði t.d. að bænum Höfða vegna snjóþyngsla eða roks. Björgunarsveitin á Hvamms- tanga varð frá aó hverfa í gær vegna ofsaveðurs er til stóó að sækja 15 manns sem var teppt í bílum í Víðidal en þangað eru 14 km frá Hvammstanga. Bílamir eru margir orðnir olíulitlir og því ekki hægt að hafa þá stöðugt í gangi og í einum bílnum bilaði olíukyntur olíublásari en í gærmorgun tókst að koma honum í gang aftur og hita bílinn upp að nýju. Björgun- arsveitin á Blönduósi lagði af stað síðdegis í gær á þremur stórum bílum í áttina til flutningabílanna en vestan Víðihlíðar lak loft úr framdekki stærsta bílsins og varð að taka það undan og koma í hús til lagfæringar. A meóan fennti svo skarpt að bílnum að honum varð ekki komið lengra. Þar var því björgunarleiðangurinn frá Blönduósi staddur á föstudags- morgun. GG KOSrNINGAFERÐ FRAMBJÓÐENDA NÆSTU VIKU. ER TÆKIFÆRIÐ k MÁNUDAGUR 20. MARS ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS MIÐVIKUDAGUR 22. MARS FIMMTUDAGUR 23. MARS MÝVATNSSVEIT Fundurinn verður haldinn að Hótel Reynihlíð kl.21.00. Á fundinn mæta alþingismennirnir Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Sama dag verða alþingismennirnir með viðtalstíma í Seli frá kl. 14.30 - 16.00 AKUREYRI KOSNINGASKRIFSTOFAN Kosningaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9.00 - 22.00. Um helgar er hún opin frá kl. 10.00 - 14.00 EYJAFJÖRÐUR Fundurinn verður haldinn í Blómaskálanum Vín kl. 20.30. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, og Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri. ÓLAFSFJÖRÐUR Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Tiarnarborg kl. 20.30 Á fundinn mæta,Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, og Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri. GRENIVIK Fundurinn verður haldinn í Gamla skólanum kl. 20.30. Á fundinn mæta Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður, og Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri. FÖSTUDAGUR 24. HAKS BREIÐAMÝRI Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Breiðumýri kl. 16.00. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingísmaður, og Elsa Friðfinnsdóttir, lektor. GLERHUSIÐ A AKUREYRI Fimmtudagurinn 23. mars verður tileinkaður heilbrigðismálum. Þá mun Guðmundur Bjarnason, f.v. heilbrigðisráðherra, halda morgunfund og seinna um daginn opinn fund, þar sem sérstakir gestir á sviði heilbrigðismála munu. HUSAYIK KOSNINGASKRIFSTOFAN Kosningaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 17.00 - 19.00. Um helgar er hún opin frá kl. 10.00 - 14.00 DALVIK KOSNINGASKRIFSTOFAN Kosningaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 20.00 - 22.00. Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra Kosningaskrifstofan Akureyri, Glerhúsinu, sími 21 180,23150, fax 23617 Kosningaskrifstofan Húsavík, Garðari, sfmi 41225, fax 41877. Kosningaskrifstofan Dalvík, Skátahúsinu, sími 63280

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.