Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. mars 1995 - DAGUR -7 Meó mjólkur- bílnum suður Báróardal - spjallað við Jónas á Lundarbrekku Það er mikill snjór í Bárðardal ekki síður en ann- arsstaðar á Norðurlandi um þessar mundir og þar, eins og í öðrum sveitum landsins, er barist í gegnum skaflana á snjómoksturstœkjum til að mjólkurbílinn komist leiðar sinnar. Nytin dettur ekki úr kúnum þó úti geysi hríð og ofan hlaði snjó á snjó, heimreiðin sé kolófœr og mjólkurhúshurð- in á kafi. A Lundarbrekku II í Bárðardal búa þau Jónas og Sigrún og þar stendur einn af þremur mjólkurbilunum sem aka á samlagssvœði Mjólk- ursamlagsins á Húsavik í hlaði. Við berjum dyra hjá mjólkurbílstjóranum Jónasi Sigurðarsyni. Á Mjólkurbíllinn er kominn! Búunum fækkar - Hvaða svæði sérð þú um? „Það er Bárðardalur, Kaldakinn og tveir bæir austan Skjálfanda- fljóts, sem sagt allir bæir vestan Fljótsheiðar sem eru á svæði Mjólkursamlagsins á Húsavík en það mætir svæði Mjólkursamlags- ins á Akureyri í Ljósavatnsskarði milli Stórutjama og Kambsstaða. Kúabúunum á þessu svæði hef- ur fækkað mjög mikið síðan ég Jónas Sigurðarson við eldhús- borðið hcima á Lundarbrekku. ^ Mynd: KU Jónas er fæddur og uppalinn á Lundarbrekku en kona hans Sig- rún Hringsdóttir er Vestfíröingur og Flóamaður aö ætt en alin upp í Stórutungu í sömu sveit. Þau hjónin eiga þrjú uppkomin börn; Þröst, Sigurð og Þuríði. Þau eru öll til heimilis á Lundarbrekku en dvelja langdvölum fjarri heimili sínu ýmist við nám eða störf eins og títt er um ungmenni til sveita. Sigrún er ráðskona í Barnaskóla Bárðdæla meðan skólinn starfar en hefur fengist við ýmis störf að sumrinu. Síðastliðið sumar starfaði hún í Goóafossmarkaði, sem er við Goðafoss, en þar selja Handverkskonur milli heiða eigið handverk sumarlangt. Jónas er eins og áður sagði mjólkurbílstjóri en hann og Bjarni Björgvinsson, sem býr í Tjamar- borg í Ljósavatnsskarði, skiptu einu starfi með sér. Þegar Bjarni ekur bílnum nýtir Jónas tímann á verkstæðinu sem hann hefur kom- ið sér upp á Lundarbrekku en þar tekur hann aó sér ýmis verkefni í jám- og vélsmíði. Mjólkurbíllinn er fjórhjóladrif- inn Man með 7 tonna mjólkur- tank. Rekstur hans er fjármagnað- ur með flutningsgjöldum sem kúa- bændur greiða. Það er því þeirra hagur aö mjólkurbílstjórarnir séu hæfir og reksturinn hagkvæmur. Úr brúsum í tanka „Eg byrjaði að aka mjólkurbíl á tímum brúsanna og brúsapallanna áður en mjólkurtankarnir komu hingað á samlagssvæðið. Tank- væðingin hófst svo hér 1976 og sennilega hefur það tekið ein þrjú ár að koma mjólkutönkum á öll kúabúin. Þetta var geysileg breyt- ing. Starf mjólkurbílstjórans gjör- breyttist. Ég man eftir því að bændur hlógu að því hvað ég var glerfínn fyrstu tvo dagana eftir að tankarnir komu því ég hélt aó starfið yrði hreinlegra en áður með þessari nýju tækni. Það reyndist mesti misskilningur og ég var fljótlega kominn í sama gamla gallann.“ MjólkurbíIIinn rennir í hlaðið og mjólkurbíistjórinn kastar kveðju á heimamann. Jónas að skrá mjólkurmagn bóndans í mjólkurhúsinu áður en hann leggjur íhannáný. Myndir: SiPá byrjaði að keyra mjólkurbílinn. Þeim hefur fækkað urn 25-30 bú, sem er auðvitað veruleg fækkun og sýnir glöggt samdráttinn í sveitunr landsins. Nú tek ég mjólk á 37 bæjum. Stærsta búið á svæði mjólkubílsins um þessar mundir er Kvíaból í Kinn en 7-10 bú á svæðinu eru með töluvert yfir 100.000 lítra kvóta, önnur eru minni.“ Vandalaust að vera lengi „Ég legg í hann upp úr sex að morgni og fer eina til tvær ferðir út í mjólkursamlag á hverjum degi, alla daga nema sunnudaga. Ef veður og færð er með eðlileg- um hætti, þá er mjólkin tekin hjá hverjum bónda þrisvar í viku. Á mánudögum tek ég mjólk hjá yfir 20 bændum og svo hjá hinum 15- 17 á þriðjudögum. Svo byrja ég aftur og þannig gengur það tank frá tank, þetta er alltaf sama gutl- ið. Mesta mjólkurmagnið er fyrri- part sumars en vinnudagurinn 1 verður hins vegar oft lengstur á veturna, það gerir snjórinn.“ Heimreiðarnar helstu farartálmarnir - Er þetta erfitt svæði aó vetri? „Áðalvegir eru yfirleitt ágætir en það eru heimreiðarnar sem eru verstar, sunrar eru bæði langar og erfiðar og það eru dæmi um aö bændur séu hálfan eða allan dag- inn að berjast við að opna heim aó mjólkurhúsi fyrir bílinn. Núna eru nokkrir bændur famir að setja mjólkina í brúsa og tunn- ur og flytja þær á dráttarvélum niður heimreiðamar í veg fyrir bíl- inn. Eitt hundrað lítra grásleppu- hrognatunnur eru vinsælar í þessa flutninga. Þar sem heimreiðar eru mjög slæmar er þessi flutningur mun fljótlegri en að berjast við að opna að fjósinu." ✓ I slóð snjóruðningstækis „Auðvitað kemur slæmur kafli flesta vetur en veturinn í vetur hefur veriö strembinn. Ef færið er gott er þetta ekki nema svona átta tíma vinna á dag en þegar færið versnar þá er algjörlega vanda- laust að vera mun lengur að. Undanfarnar vikur, raunar al- veg síðan seinni partinn í janúar, hefur ástandið iðulega verið þann- ig að dagurinn fram á kvöld hefur farið í það að berjast á eftir snjó- ruöningstæki hér suður dalinn. Þetta gengur oft heldur rólega, sarnt hefur þetta nú hafst enn þá sem betur fer. Þaó er þannig að þegar búið er að setja mjólk í bílinn þá er hið versta mál að komast ekki með hana út í Mjólkursamlagið á Húsavík því mjólkin getur hrein- lega frosið í tanknum. Það er því ekkert um það að ræöa að hætta við á miðri leió.“ 28 tíma „Sennilega hefur lengsta mjólkur- feröin sern ég hef lent í tekið 28 tíma, þaö var veturinn 1989, þá kom ansi slæmur kafli fyrir páskana. Þaó var hins vegar miklu meiri snjór veturinn 1990 þó ein- stök mjólkurferð hafi ekki orðið eins löng eins og veturinn á und- an. Mér finnst snjórinn núna ekki orðinn eins mikill og þá en það eru líka nokkrar vikur til stefnu enn svo það getur vel ræst úr því.“ - Hvar eru verstu höftin á þinni leið fyrir utan heimreiðamar? „Það eru ansi djúp göngin neó- an við Hvarf í Bárðardal og þaö gengur misvel að brjótast þar í gegn, svo er óvenjulega rnikill snjór í Út-Kinn. Þar hefur ekki snjóað svona mikið síóan veturinn 1977. Þaó er víða þannig núna að það má hvorki renna né snjóa þá lokast allt.“ - Er skemmtilegt að vera mjólkubílstjóri? „Það eru samskiptin við bænd- urna sem gefa starfinu lit, suma bændur er alltaf jafn gaman að hitta hvernig sem viórar. Það er líka nauósynlegur þáttur í starfínu að halda góðu sambandi við bændurna og fá sér kaffi með þeim við og við,“ sagði Jónas. KL.I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.