Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 18. mars 1995 Hvað er ávaxtasýrumeðferð? Ávaxtasýrumeðferð hefur reynst árangursnk fyrir fólk með margs konar húðvandamál. Hún minnkar sýnileg einkenni öldrunar, sléttir úr yfrborðs hrukkum, jafnar litarhátt, mýkir þurra húð, bætir úr sólarskemmdum og dregur úr örum og bólum, til dæmis unglingabólum. Fyrsta stig meðferðarinnar er að nota ákveðin efni sem innihalda 10-14% sýru í heima- húsi í 3 vikur. Annað þrep er að fara á snyrtistofu í 40% sýrumeðferð, allt frá einu til tveim- ur skiptum upp I sex vikna kúr einu sinni í viku. Meðferðinni má svo halda við með notkun ákveðinna krema og einnig með endurkomum á snyrtistofu allt að einu sinni í mánuði. Grunnvörurnar til notkunar heima kosta um 5.000- kr. og hver meðferð á snyrtistofu tæpar 2.000- kr. Hver einstaklingur tekur að sjálfsögðu ákvörðun um hve langt hann vill ganga í meðferðinni. I sumum tilfellum geta vörurnar sem seldar eru til notkunar í heima- húsum skilað fullnægjandi árangri. Náttúrulegar sýrur hafa verið nýttar til fegrunar allt frá tímum Kleópötru sem baðaði sig í súrri mjólk. Áhrifunum er l/kt við það þegar ysta laginu er flett af lauk og slétt og lýtalaust innra lag kemur í Ijós. Notaðar eru ýmsar sýrur, mjólkur-, epla-, sítrusávaxta- og glýkólsýrur en glýkólsýra er unnin úr sikurreyr og er öflugust og áhrifaríkust I ávaxtasýruvörum geta því verið mismunandi sýrur og í mismiklu magni. Eðlilega næst ekki jafn skjótur árangur þegar notaðar eru vörur með 2% sýru eins og ef notaðar eru vörur sem innihalda 14% sýru. Byggt ó upplýsingum frá Nönnu G. Yngvadóttur snyrtifræðingi. Bjargey Stefánsdóttir og Nanna G. Yngvadóttir kynntu ávaxtasýrumeðferð í Snyrtistofu Nönnu á Ak- ureyri. Myndir Robyn. Dagblaðið Dagur, Borgarbíó á Akureyri og Bókaútgáfan Skjaldborg í Reykjavík hafa ákveðið að efna til lítils leiks fyrir yngstu lesendurna. Dragið línu á milli tölusettu punktanna og heilsið upp á skógardýrið Húgó. Húgó lendir í ýmsum ævintýrum á ferðalagi sínu til stórborgarinnar. Hann er skemmtilegur og allir vilja eiga hann en það skellur oft hurð nærri hælum í borginni. Húgó vill komast aftur í skóginn til vina sinna Zik og Zak en það verður erfitt. Þegar þið eruð búin að teikna myndina af Húgó megið þið lita hana og senda í umslagi merktu: „Skógardýrið Húgó“, Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Bjargey Stefánsdóttir, snyrtifræðingur, að störfum. Dregið verður úr umslögunum og fá 20 krakkar senda miða á teikni- myndina um Húgó sem sýnd er í Borgarbíói á Akureyri og 10 krakk- ar fá bókina um Húgó, sem Bóka- útgáfan Skjaldborg hefur gefið út. Teiknið og litið skógardýrið Húgó og sendið teikningarnar fyrir mið- vikudaginn 22. mars. • ^5 »52- 53 • •5* •55 • 56 958 ioi Avaxtasýrur draga úr viðskiptum hjá lýtalæknum Bjargey Stefánsdóttir, snyrtifræðingur, býr í Indíanafýlki í Bandaríkjunum og starfar þar á snyrtistofu. Áður en hún hélt utan starfaði hún við sitt fag í Reykjavík Bjargey kom til Ak- ureyrar fýrir skömmu til að kynna ávaxtasýrumeðferð, sem hefur náð miklum vinsældum víða um heim og ekki hvað síst þar sem hún starfar, í Bandaríkjunum. - Bjargey, er einhver munur á starfi snyrtifræðings í Bandankjunum og á Islandi? „Já, það er heilmikill munur. Islenskar konur er allt öðru vísi en bandarískar. Hér treysta konur snyrtifræðingnum sem þær fara til til að vinna sitt fag, en í Bandaríkjunum gera konur mjög ákveðnar kröfur um nákvæmlega það sem þær vilja og ekkert annað. Banda- rískar konur fýlgjast vel með öllu sem tengist snyrtingu og fegrun og krefjast nýjustu tækni og öruggrar og nákvæmrar þjónustu. Konur hér á landi fýlgjast ekki eins náið með þróun- inni á þessu sviði og þeim er því ef til vill ekki fullkomlega Ijóst hvað snyrtifræðingar geta gert til að bæta útlit fólks. Hins vegar fýlgjast Islenskar konur vel með fatatískunni." - Þú ert stödd hér til að kynna ávaxtasýrumeðferð. Er þetta nýtt efni? „Nei, þetta er vel rannsakað og feikna vinsælt efni þó það sé greinilega frekar lítið þekkt hér, þetta er sannarlega engin tilraunastarfsemi. Avaxtasýrur hafa verið notaðar í krem í rúm tíu ár en áður var þetta efni gefið af læknum gegn húðvandamálum. Nú er þetta efni í kremum til notkunar í heimahúsum, notað á snyrtistofum í sterkara formi til húðmeðferðar og af læknum í enn sterkara hlutfalli ef um alvarlegri húðkvilla er að ræða." - Er notkun þessa efnis almenn I Bandaríkjunum? „Já, þetta er talin mikil bylting. Lýtalæknar segja til dæmis að ávaxtasýrur séu ekki hagstæðar fyrir þá, viðskiptalega séd, því konur sem hafa ætlað sér í andlitslyftingu en fara í ávaxtasýrumeðferð geta frestað andlitslyftingunni um nokkur ár. Þessi meðferð er þekkt sem áhrifaríkasta andlitslyftingin án aðgerðar en andlitslyfting og aðrar lýtalækning- ar eru mjög almennar í Bandaríkjunum, margfalt algengari en hér á landi," sagði Bjargey. KLJ 1P 41 <&• • ■& * . 9J fci 95 fco Krakkar - Teiknið Húgó!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.