Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 18.03.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 18. mars 1995 á föstudags- og laugardagskvöld og Billy Graham samkomur verða í Glerárkirkju hef jast þær kl. 20.30. A samkomunum verður varpaS á skerm útsending- um frá samkomum í Puerto Rico þar sem Billy Graham prédikar og þekkt tónlistar- fólk flytur tónlist. Vilt þú heyra fagn- aðarerindið? Allir eru hjartanlega velkomnir. Þakkarkveðja Góðu vinir og stuðningsfólk um land allt Nú, þegar sól er farin að hækka á lofti og 11 líf okkar hér í Laufási farið að færast í eðlilegt horf eftir erfið veikindi, verður okkur 11 hugsað til ykkar allra sem á ýmsan hátt hafið 11 stutt við bakið á okkur með kveðjum og góðum gjöfum. Það er okkur ómetanlegt að 11 finna alla þá hlýju og þann velvilja sem þið hafið sýnt okkur, og þannig hvatt okkur til að 11 líta björtum augum til komandi tíma. 11 Við þökkum af alhug umhyggju ykkar og stuðning við okkur hér í Laufási og 11 biðjum ykkur blessunar Guðs. 11 Pétur Þórarinsson, Ingibjörg S. Siglaugsdóttir. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna veita til minningar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum á milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a eða skrifstofu Félags bókagerðarmanna, Hverfis- götu 21, ekki síðar en kl. 17.00, föstudaginn 14. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðfangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 91-814233 og Svanur Jóhannesson í síma 91-28755. Félag bókagerðarmanna. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Aðalfundur Skeljungs hf: Hagnaður í fyrra 125 milljónír króna - samþykkt ad greiða 10% arð og auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa Hagnaður af rekstri Skeljungs hf. árið 1994 nam 125 milljón- um króna eftir skatta og er hann um 2,1% af vörusölu sl. árs. Arið 1993 var hagnaður fyrirtækisins 96 milljónir króna, eða 1,6% af vörusölu þess árs. Hagnaður fyrir skatta í fyrra nam 200 milljónum króna en var 114 milljónir árið áður. Innanhúss- málning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565 Heildarrekstrartekjur félagsins námu 6.014 miiljónum króna. Heildarsala félagsins á olíuvör- um nam 170 þúsund tonnum árið 1994 en 182 þúsund tonnum árið á undan. Samdráttur varð í sölu gas- og svartolíu en aukning í bensínsölu. Hlutdeild Skeljungs í bensínsölu var 32,1%. Eigið fé félagsins var um sl. áramót 2.469 milljónir króna og hækkaði á árinu um 110 milljónir. Hlutfall eigin fjár af heildarfjár- magni nam í árslok 48%. Mikil aukning varð í smávörusölu Skelj- ungs og var hún mest á bensín- stöðvum félagsins, eða 16% milli ára. Á sl. ári störfuðu að meðaltali 263 starfsmenn hjá Skeljungi hf„ mióað við heilsársstörf en voru 258 árið 1993. Launagreiðslur námu alls 449 milljónum króna. A aðalfundi félagsins sl. þrióju- dag, var samþykkt að greiða 10% arð af hlutafé til hluthafa, sem er hámark þess arós að hlutafénu sem skattalög heimila til frádráttar á tekjuskatti félagsins. Jafnframt var samþykkt að auka hlutafé Skeljungs á þessu ári um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og veróur hlutafé félagsins að því loknu tæpar 568 milljónir króna. KK Svart útlit í kennaradeilunni: Hver verkfalls- dagur dýr - segir stjórn foreldrafélags Glerár- skóla á Akureyri þannig ökukennsU Kenni á Toyota Corolla Liftback '93. Timar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn. Hjálpa til við endurnýjunarpróf. Ingvar Björnsson, ökukennari frá KHÍ Akurgerði I I b. Akureyri Sími 25692, símboði 984-55172, farsími 985-50599. Sú staða sem upp er komin í kennaradeiiunni eftir að samn- inganefnd ríkisins hafnaði til- boði kennara hefur vakið upp viðbrögð hjá fulltrúum foreldra. Greinilega er nú vaxandi ótti um að verkfallið muni standa út skólaárið. Foreldrafélag Glerárskóla sendi í gær frá sér yfirlýsingu um málið og þar er ítrekuð fyrri áskorun til stjómvalda og kennarasamtakanna að nú þegar verði gengið til samn- inga um kaup og kjör kennara aö ófremdarástandi því sem nú ríki linni. „Hver dagur sem líður án þess að samningar náist er nemendum og framtíð þjóðarinnar dýrkeyptur," segir í yfirlýsingunni. Kennarar voru í gær ósáttir við viðbrögð ríkisvaldsins við tilboði sínu og í verkfallstíðindum kenn- ara sökuðu þeir formann og vara- formann samninganefndar ríkisins um grófar blekkingar við túlkun á tilboði kennara. JÓH Aðalfundur KEA haldinn laugardaginn 25. mars Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga verður haldinn í Alþýðu- húsinu á Akureyri laugardaginn 25. mars nk. og hefst kl. 10.00. Dagskrá hans er með hefð- bundnum hætti, m.a. skýrsla stjórnar og kaupfélagsstjóra, um- fjöllun og afgreiðsla á reikningum félagsins, skýrsla stjórnar Menn- ingarsjóðs KEA, erindi deilda, þóknun stjómar og endurskoð- enda, kosningar og önnur mál sem heyra undir aðalfund samkvæmt félagssamþykktum. Þá hefur borist tillaga frá Sig- fríói Þorsteinsdóttur og fleirum um mótun nýrrar og framsýnnar starfsmannastefnu fyrir félagið, sem taki mið af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. HA Erum flutt í Hofsbót 4 TRYGGING H.F. Hofsbót 4 • Sími 21844

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.