Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 5
Ferðafélag íslands: Þrettánda- brenna og flugeldasýning Ferðafélag íslands og Valur efna tíl sameiginlegrar blysfarar og íjölskyldugöngn á þrettándan- um kl. 20. Gengið verður um skógarstíga í álfa- og huldufólks- byggöum Öskjuhlíðar. í huliðs- vættakortí, sem Borgarskipulag Reykjavíkur gaf út fyrir nokkr- um árum eftír tilsögn Erlu Stef- ánsdóttur, er sýnd álfabyggð í Öskjuhlíöinni. Brottfór veröur frá anddyri Perlunnar og tekur gangan 30-45 mínútur og henni lýkur við þrett- ándabrennu á Valsvellinum. Þrettánda- brennur Hafnar- gönguhópsins Haíhargönguhópurinn verður að venju með litíar brennur á þrettándanum í Örfirisey og Eng- ey sem kveikt verður 1 kl. 22 í kvöld og þá verður skotið upp flugeldum samtímis á báöum stöðunum. Gengiö veröur frá jólatrénu á Miðbakka kl. 21 úti í Örfirisey. Siglt veröur með skemmtiferða- skipinu Árnesi kl. 21 frá Ægis- garði út að Engey og getur fólk valið um að fara i land eða njóta sighngar um Sundin. Nýárstón- leikar í Lista- safni íslands Listasaín íslands heldur nýárs- tónleika á sunnudaginn kl. 20.30. Tónleikarnir verða í safninu en þetta eru aðrir nýárstónleikar Listasafiisins. Flytjendur eru allir í fremstu röð islenskra tónlistarmanna sem starfa hér á landi og erlendis um þessar mundir. Má þar nefha Blásarakvintett Reykjavíkur, Þóru Einarsdóttur sópran og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleik- ara. Á tónleikunumm verður leikin iéttklassísk tónlist. M.a. eftir Bach, Mozart, Shubert og Keis- aravalsinn eftír Jóharm Strauss yngri. Marti Michell hefur um langt skeið fengist við þróun og hönnun bútasaumsefna en í Virku i Mörkinni 3 sýnir hún nú bútasaumsteppi frá ýmsum tíma sem hún hefur safnað. DV-mynd BG Bandarísk listakona í Virku: Sýnir bútasaumsteppi frá árunum 1850-1970 Bandaríska listakonan Marti Mic- hell opnar sýningu á gömlum búta- saumsteppum í Virku á morgun. Hér er um antik-teppi að ræða en það elsta er frá því um miðja síðustu öld og það nýjasta frá 1970. Michell hefur safnað bútasaumsteppum um langt skeið og eftir helgina verður hún með fyrirlestur og myndasýningu þar sem hún segir m.a. af hverju hún heillaðist af hverju teppi fyrir sig en á sýningunni er eitt teppi frá hverj- um áratug. Á sýningunni, sem er opin daglega frá 13-18 og stendur til 15. janúar, sýnir listakonan einnig sín eigin verk. Michell var hér á ferð fyrir meira en áratug og sýndi þá teppi úr einka- safni sínu á Kjarvalsstöðum. í þess- ari heimsókn hefur hún einnig notað tækifærið og kennt íslendingum réttu handtökin viö bútasaum á námskeiðum í Virku undanfarna daga en Michell hefur sent frá sér fiölmargar bækur um þetta efni. Leikhús: Fávitinn og Leyni- melur 13 Á fjölum leikhúsanna eru nokkrar sýningar um þessa helgi eins og jafiian áður. í Þjóðleikhúsinu er Fávitinn eftir Fjodor Dostojevski sýndur á morgun og Snædrottningin eftir Evgeni Schwartz á sunnudaginn en leikritiö er byggt á ævintýri eftir H.C. Andersen. Gauragang- ur Ólafs Hauks Símonarsonar er sýndur í kvöld og á sunnudaginn. Leynimelur 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage er sýndur í Borg- arleikhúsinu á morgun og á Litla sviöinu er Óskin (Galdra-Loftur) eftir Jóhann Sigurjónsson þann sama dag. Á sunnudaginn er þar sýnd Ófælna stúlkan eftir Anton Helga Jónsson. Leikhús Frú Emilíu sýnir Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov á morgun og sama dag er Leikfélag Akureyrar að sýna Óvænta heimsókn eftir J.B. Pri- estley. Þá sýnir Möguleikhúsið við Hlemm Trítíltopp á morgun og sunnudaginn. Úr Fávitanum Þjóðleikhúsinu um mundir. þessar Arleg álfabrenna Hestamannafélagsins Fáks og Lionsklúbbsins Týs verður á morgun. Frá 15-16.30 verður skemmtun fyrir börn á öllum aldri í Reið- höllinni og svo verður kveikt í brennunni kl. 17. Þar verða m.a. álfakóngur og drottning og grýla og leppalúði og þeirra hyski. Um kvöldið verður svo grimubali fyrir 18 ára og eldri i Félagsheimilinu og hefst það kl. 22. Þrettánda- brenna í ná- grenni Öldu- selsskóla Skátafélagið Segull í Selja- hverfi, Skátafélagið Eina í Bakka- og Stekkjahverfi í Reykjavík og Kór Seljakirkju halda sína árlegu þrettándabrennu á auðu svæði fyrir neðan Ölduselsskóla við Öldusel. Athöfnin hefst í kvöld kl. 19.45 með blysför frá Skátaheimilinu, Tindaseli 3, en kveikt verður í bálkestinum stundarfjórðungi síðar. Sigrún Eðvaldsóttir fiðiuleikari er einn þeirra listamanna sem fram koma á tónleikunum. Jólasveinar verða á stjái á Ásvöllum í kvöld og þeim verður vafalaust vel tekið af ölium og þá ekki síst yngstu kynslóðinni. Þrettándagleði í Hafnarfiröi: Skemmtidagskrá á Ásvöllum Hafnfirðingar ætla að kveðja jólin með viðamikilh þrettándagleði á íþróttasvæði Knattspymufélagsins Hauka á Ásvöllum í kvöld. Hátíðin hefst kl. 19.45 með blysför álfa, trölla, jólasveina og hesta- manna inn á íþróttasvæðið en skemmtidagskrá hefst stundarfjórð- ungi síðar. Hljómsveitín Fjörkarlar sér um söng og spilamennsku, Grýla, Leppalúði og jólasveinar skemmta. Kveikt verður í bálkesti og í lokin verður flugeldasýning. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir á skemmtunina. Vagnamir fara úr miðbænum og frá Suðurbæjarlaug- inni og eru fyrstu ferðirnar kl. 19.30. Sinfónínuhljómsveit Norðurlands: Nýárstónleikar í Akureyrarkirkju Sinfóníuhljómsveit Norðurlands boðar til nýársfagnaður með tónleik- um í Akureyrarkirkju á sunnudag- inn kl. 17. Á efnisskránni em verk eftír þrjá snillinga tónsmíðanna: W.A. Mozart, þrjú verk frá 1778-1786, og svo tón- verk frá öðrum áratug þessarar aldar eftir Maurice Ravel og Manuel de Falla. Einleikari í Hornkonsert Mozartp Vetrarsport '95 Um helgina verður haldin sýningin Vetrarsport ’95 á vegum Landssam- bands íslenskra vélsleðamanna. Á sýningunni, sem er í Bílahöllinni að Bíldshöfða 5 í Reykjavík, munu fjórir innflutningsaðilar á vélsleðum sýna árgerðir 1995 af vélsleðum og fiöl- breyttan útbúnað sem þeim tengist, eins og t.d. fatnað og aukahluti. Einn- ig sýna mörg fyrirtæki tækitig búnað sem tengjast vetrarsportí. Á útísvæði verða sýndir jeppar og björgunar- sveitir sýna snjóbíla og ýmiss konar björgunarbúnað. Langur laugardagur Á morgun verður svokallaður „langur laugardagur" sem kaup- menn við Laugaveg og Bankastræti standa að. Þessi dagur er ávallt fyrsta laugardag hvers mánaðar og nú er að sjálfsögðu ekki brugðið út af van- anum. Boðið verður upp á skemmtíatriði og þá verða ýmis tilboð í gangi. er Emil Friðfinnsson en hann lærði á horn hjá Roar Kvam viö Tónlistar- skólann á Akureyri, Joseph Ogni- bene við Tónlistarskólann í Reykja- vík og var síðan í framhaldsnámi í Þýskalandi þar sem aðalkennari hans var Hermann Baumann. Stjórnandi á tónleikunum verður aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, Guð- mundur Óli Gunnarsson. DV 9 9-1 7-00 Verö aðeins 39,90 mín. 5 j4 _5 6 Krár Dansstaöir Leikhús Leikhúsgagnrýni Bíó Kvikmgagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.