Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Klæðskiptingarnir og kynskiptingurinn ferðast um óbyggðirnar með rútunni Guy Pearce, sem hér sést léttklæddur i sólinni, þurfti að bregða sér í kjóla Priscillu. í þessari mynd. Háskólabíó: Priscilla: Drottning eyðimerkurinnar Háskólabíó frumsýnir í dag grín- myndina The Adventures of Prisc- illa: Queen of the Desert eöa Prisc- illa: Drottning eyöimerkurinnar. Leikstjóri og handritshöfundur er Stephen Elliott en í helstu hlutverk- um eru Terence Stamp, Hugo Wea- ving, Guy Pearce og Bill Hunter. í myndinni segir frá þremur sýn- ingarstúlkum í Sydney, Feliciu, Mitzi og Bernadettu. Þær fá boö um að taka þátt í fjögurra vikna kabarett- skemmtun á feröamannastað í Alice Springs sem er í miðri eyðimörkinni í Ástralíu. í fyrstu virðist þetta auð- velt viðfangsefni þar sem þeim býðst Leikstjórinn Stephen Elliott. að skilja öll vandræði sín eftir heima fyrir. Að komast á staðinn á þó eftir að réynast þeim erfitt. Stúlkumar era heldur engar venjulegar dömur. Felicia og Mitzi eru klæðskiptingar og Bemadette er kynskiptingur. Það að hitta karl- mann í fótum úti í óbyggðum er held- ur ekkert. venjulegt. Dömurnar leggja upp í ferðina og nota til þess rútu sem fær nafnið Priscilla og óhætt er að segja að ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur. Myndin var tekin upp á 40 dögum og að sögn leikstjórans sýndu aðal- leikararnir, sem allir eru karlkyns, engan ótta gagnvart hlutverkinu en enginn þeirra var vanur að klæðast kjólum eins og gefur að skilja. Fyrir þá var þetta stórkostlegt tækifæri, segir leikstjórinn ennfremur. Terence Stamp, sem leikur Bemad- ette, hefur leikið í myndum á borð við The Hit, Wall Street og The Sicil- ian. Hugo Weaving (Mitzi) lék á móti Nicole Kidman í The Bangkok Hilton og Guy Pearce (Felicia) lék í My Forgotten Man og Heaven Tonight en íslendingar minnast hans trúlega best fyrir hlutverk sitt í sjónvarps- þáttaröðinni Nágrönnum. Rússneski sendi- herrann verður gestur MÍR Júríj Reshetov, sendiherra Rúss- lands á íslandi, verður gestur MÍR í félagsheimilinu að Vatnsstíg 10 á morgim kl. 15 og flytur tölu um Rúss- land í dag, nýjustu viðhorf í málefn- um þessa víðlenda ríkis þar sem vandamálin hafa hrannast upp mörg og margvísleg og skoðanir eru skipt- ar um úrlausnir þeirra. T.d. í efna- hags- og utanríkismálum. Sendiherr- ann, sem er nýkominn úr for frá Moskvu, segir nýjustu tíðindin það- an en hann flytur mál sitt á íslensku. Að loknu erindi sendiherrans og fyrirspumum hefst kvikmyndasýn- ing kl. 17. Þar verða sýndar tvær heimildarmyndir um tvö af fremstu skáldum Rússlands, Fjodor Dostojevskí og Anton Tsjekhov. Myndirnar em sýndar í tilefni þess að verk beggja skáldanna em sýnd um þessar mundir í leikhúsum í Reykjavík (Fávitinn í Þjóðleikhúsinu og Kirsubeijagarðurinn í Leikhúsi Frú Emilíu). Kieslowski-hátíð I lok síðasta árs hófst Kieslowski- hátíð í Háskólabíói þar sem sýndar em nokkrar myndir eftir þennan pólska meistara. Núna er verið að sýna mynd hans, Tvöfalt líf Verón-! íku, og lýkur þeim sýningum á mánudaginn. Það er eins gott að hafa allt á hreinu áður en stokkið er. Sambíóin: Banvænn fallhraði - fallhlífarstökkvarar mæta á frumsýningu Sambíóin frumsýna í kvöld hasarmyndina Banvænan faU- hraða (Terminal Velocity) þar sem þau Charhe Sheen og Nast- assja Kinski fara með aðalhlutverkin. í tilefni af þessu ætla félagar úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur að sýna svokaUað næt- urstökk við Sambíóin í Álfabakka í kvöld kl. 20.45. Þar munu þrír stökkvarar sýna Ustir sínar en sýning myndarinnar hefst svo kl. 21. Banvænn fallhraði fjallar um kærulausan fallhlífarstökks- kennara sem flækist í hringiðu alþjóðlegra njósna og spennu þegar gullfaUeg og dularfuU stúlka skráir sig í fallhlífarstökk. Charlie Sheen og Nastassja Kinski í hlutverkum sínum. BÍÓBORGIN Sfml 11384 Kraftaverk á jólum ★* Jólamynd fjölskyldunnar. Hugljúf og átakalaus mynd um jófasvein að störfum i stórmarkaði. -HK Sérfræðingurinn ★ Stseltir skrokkar og kraftmiklar Sprengjur, samt grútmáttlaus mynd. -GB i bliðu og stríðu ★★ Afengisvandamál og upplausn fjöl- skyldu í dramatískri kvikmynd sem ekki fer almennilega af stað fyrr en eftir meðferð. -HK Fæddir morðingjar ★★ Amerískir fjölmiðlar og ofbeldisdýrk- unogOliverStoneáútopnu. -GB BÍÓHÖLLIN Sfmf 78900 Martröö á jóium Sérstök blanda af tekinimyndafigúr- um og brúðum sem heppnast mjög vel, auk þess er sagan stórskemmtileg ogtónlistDannyElfmangóð. -HK Speed ★★ Ógnarhraðskreið mynd um fífldjarfa löggu í baráttu við geðbilaðan sprengjufikil. Ágætskemmtun, -GB SAGA-BÍÓ Símí 78900 Skýjahöllin ★★% Nýjasta islenska kvikmyndin er um ævintýri Emils og Skunda. Einföld og öll á haegum nótum en er hin besta skemmtun fyrír fjölskylduna. -HK HÁSKÓLABÍÓ Stmf 22140 Þrír litir: Rauður ★★★ Frábær endir á þríteik Kíeslowskís um fánalítina frönsku og einkunnarorð byltingarinnar, frelsi, jafnrétti og braeðralag. -GB Glæstir tímar *★% Ungur liðhlaupi á upplausnartímum á Spáni lærir sitthvað um Iffið og ástina heima hjá gömlum sérvitringi. -GB Junior ir'/i Arnold Schwarzenegger þykknar undir beltt. Fyndið að hann skyldi vilja leika I þessari ófyndnu mynd. -GB Forrest Gump ★★★ Einstaklega Ijúf og mannleg kvik- mynd sem lætur engan ósnörtin. Undraverðar tæknibrellur og stórleik- ur Toms Hanks er það sem hæst ber. -HK Næturvörðurinn ★★★ Framúrskarandi danskur gæsahúð- artryilir um ævintýri næturvarðar t lík- húsi. -GB LAUGARÁSBÍÓ Stmi 32075 Griman ★★★ Snilldarbrellur, sem samlagast skemmtilegum tilburðum hjá Jim Carey, gera Grimuna nánast að ieik- inni teiknimynd. Góð skemmtun fyrir alla. -HK REGNBOGINN Simi 19000 Bakkabræður í Paradís ★ Vi Þrir míslukkaðír bófar ræna banka á aðfangadagskvöld f hálfmislukkaðrí myndumhinnsannajólaanda. -GB Reyfari ★★'A Töff og smart Tarantino um undir- heimalýð í Los Angeles, ískalt en ekki nógu gott. -gb Lilli er týndur ★★ Fjörug mynd um hrakfarir þriggja bófa sem ræna níu mánaða gömlum snáða. Teiknimynd með lifandi fólki. -GB Atlir heimsins morgnar ★*★ Heillandi, dramatísk kvikmynd um sannan tónlistarmann, sorg hans, sköpunargleði og skapbresti sem láta enganósnortinn, -hk STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Aöeins þú ★★ Rómanttsk og stundum væmin gam- anmynd um leit tveggja kvenna að ástinni á italiu. -GB Það gæti hent þig ★★ Þasgileg og átakalaus skemmtun um lottóvinningshafa sem gefur gengil- beinu helminginn. -hk Bíódagar ★★★ Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs í Reykjavík og í sveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.