Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 Neytendur Matgæðingar DV smakka og dæma súra sviðasultu og hrútspunga: SS og KEA fengu flest stigin - sviðasultan frá SS þótti best og hrútspungamir frá KEA Súra sviðasultan frá SS og súru hrútspungarnir frá KEA fengu flest stigin hjá matgæðingum DV þegar þau Úlfar Eysteinsson, matreiðslu- meistari á Þremur Frökkum, Dóm- hildur A. Sigfúsdóttir, hússtjórnar- kennari og yfirmaður tilraunaeld- húss Osta- og smjörsölunnar, og Sigmar B. Hauksson, áhugamaður um matargerðarhst, komu saman til að bragða á þessum súrmat frá sex mismunandi framleiðendum. Áður höfðu þau bragðað á súrum lunda- bagga og hákarli en þær niðurstöður voru birtar í blaöinu sl. föstudag. Matgæðingarnir voru beðnir að gefa hverjum framleiðanda fyrir sig einkunn frá 1-5 (l = mjög vont, 2= vont, 3=sæmilegt, 4 = gott, 5 = mjög gott) ásamt því að gera athugasemdir varðandi bragð, útht og áferð súr- matsins. Mjótt á mununum Það munaði einungis einu stigi á sviðasultunni frá SS og Kjarnafæði en það var nóg til þess að SS hafði vinninginn. Þau Úlfar og Dómhildur voru sammála um að sviðasultan frá SS liti vel út og væri nokkuð súr. Sigmar sagði hana ágæta og hlut- lausa. Alhr voru matgæðingarnir á einu máli um að sviöasultan frá Kjarnafæði hefði fallega áferð. Úlfari fannst hún auk þess nokkuð súr, Dómhildi fannst hún vera bragðlaus en Sigmari fannst hún „ágætlega bragðgóð". Ekki mannamatur Sviðasultan frá KEA varð svo í þriðja sæti og voru þau Sigmar og Dómhildur sammála um einkunnag- jöflna. Sigmari fannst hún sæmilega bragðgóð en heldur þétt en Dómhildi fannst hún ekki hafa faUega áferð „allt hakkað eða saxað en sæmilega súr“. Úlfari fannst of mikið „kurl“ í sultunni. Sviðasultan frá Bautabúrinu, Goða og Borgamesi fengu aUar jafn mörg stig og urðu því aUar í 4.-6. sæti. Sviðasultan frá Borgarnesi var einna umdeUdust en Úlfar gaf henni ekkert stig þegar Sigmar gaf henni 3 stig og Dómhildur 2. Eina umsögn Úlfars var „ekki mannamatur". Dómhildi fannst alltof flnt saxað í sultuna og hún vera bragðlaus en Sigmari fannst hún sæmileg en mjög bragðlít- U. Goöasultan var að mati Sigmars og Úlfars of lítið súr, Úlfari fannst einnig of mikið fitubragð og Sigmar sagði hráefnið frekar slæmt. Sultan frá Bautabúrinu fékk einna hressi- legustu ummæUn, Úlfar sagði hana Ula útUtandi og of mikið ediksbragð Úlfar lyktar hér af sviðasultu frá ein- um framleiðandanum en hann var hrifnastur af sultunni frá SS og Kjarnafæði. Súra sviðasultan frá SS varð í 1. sæti. Sumir hrútspungarnir þóttu vondir og bragðlausir og aðrir afskaplega litið spennandi. DV-myndirGVA Ak í.ii9i)iijíuiJjJJJjj ii jjufj'iijjj'ii: Ú = Úlfar D = Dómhildur = Sigmar að henni. Dómhildur spurði hvort hún væri söluhæf vegna útlits og Sigmar sagði: „Hvaö er þetta eigin- lega - hlaup? Ekki er þetta sviða- sulta, slæm kaup.“ Hrútspungar KEA báru af Súru hrútspungamir frá KEA þóttu bera af í gæðakönnuninni ef marka má stigagjöfina en þeir fengu 13 stig af 15 mögulegum. Alhr töldu matgæðingarnir þá hæfilega súra og bragðgóða. Úlfari fundust þeir jafn- framt safaríkir. Dómhildur sagði áferðina góða og Sigmar sagði þetta góð kaup. Goði varð í 2. sæti en öllum matgæðingunum þóttu hrútspung- arnir þó of lítið súrir en bragðgóðir. Kjarnafæði og Borgarnes fengu jafn mörg stig í 3. sætið. Úlfar og Sigmar voru hrifnari af hrútspung- unum frá Kjarnafæði en Dómhildur af hrútspungunum frá Borgarnesi. Úlfari fundust hrútspungamir frá Kjarnafæði vel soönir og nokkuð súrir en Dómhildi og Sigmari fund- ust þeir ekki nógu súrir en ágætlega bragðgóðir. Sigmari fannst varan frá Borgamesi hins vegar „illa unnin og hreinlega bragðvond", Úlfari fannst hún bragðlítil og þurr en Dómhildi fannst hún „bragðgóð en of lítið súr“. Vont bragð Hrútspungarnir frá Bautabúrinu urðu í næstneðsta sæti með 7 stig samanlagt. Úlfari þóttu þeir „bragð- lausir og vondir", Sigmar sagði „vont bragð" en Dómhildur sagði „gott en fuUlltið súrt“. Loks lentu hrútspung- arnir frá SS í neðsta sæti með 6 stig samanlagt. Úlfar fann eitthvert eftir- bragð aö þeim „sem ekki á að vera“ og Dómhildur fann ekkert súrbragð að þeim. Sigmar sagði: „afskaplega lítið spennandi, illa matreitt". mMMbiónusta 9915 ,^-fyrii neytendur 00 ailan solarhrinj pnn Marinerað lambalæri í potti Ung kona hafði samband við neyt- endasíðuna símleiðis og sagðist hafa góða uppskrift undir höndum að rétti sem hún vildi kalla „marinerað lambalæri í potti“. Konan hafði eldað réttinn fyrir vinafólk sitt og sagði að þeim hefði líkað mjög vel. Hringjandi bætti viö að þótt hún væri ánægð með uppskriftimar að öllum hollu og fitulitlu réttunum í DV að undanfómu væri nú ekki allir sem væru í vandræðum með auka- kílóin. Margir væru svo heppnir að geta leyft sér eitt og annað þegar matargerðin er annars vegar. En hér kemur uppskriftin: Hráefni 1 lambalæri eða lærissneiðar m/beinum (fitan skorin af) 2 eggjarauður 5 msk. matarolía '/2 tsk. karrí 2 tsk. kjötkraftur 1 /i tsk. sykur 1 tsk. salt 1-2 tsk. sósulitur 2 msk. Worcestershire-sósa 1 msk. kartöflumjöl 1 msk. kínversk soja Aðferð Blandið öllu saman. Brytjið kjötið og setjið í löginn í pottinum og látið standa í sólarhring. Sjóðið í V, klst. Setjið V* 1 af rjóma út í og látið suðuna rétt koma upp. Berið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði, einnig hrásalati ef vilL I>V Hársnyrtistofur: Nær óbreytt verð frá 1993 Samkeppnisstofnun gerði ný- lega verðkönnun hjá 172 hár- greiðslu- og rakarastofum á höf- uðborgarsvæðinu. Verðkönnun- in náði til 14 þjónustuliða. Hér er m.a. um að ræða klippingu kvenna, karla og barna, lagningu, hárþvott, litun, permanent og stripur, Sambærileg könnun var gerð í október 1993. Þegar athuguð er verðbreyting hjá stofunum á þessu tímabili kemur í ljós að stofurnar hækkuðu þjónustuhði að meðaltali um 0,75% á tímabil- inu október 1993 til nóvember 1994. Á sama tíma hækkaði launavísitala um 1,6% en fram- færsluvísitalan lækkaði um 0,5%. Á tímabilinu hafa 46 stofur lækkað verð lítillega en verðlag er óbreytt hjá 35 stofum. Hjá 43 stofum nemur hækkunin 1 til 5%, hjá 10 stofum hækkar verðlag um 6 tíl 10% en hjá einni stofu hækk- aði verðlag um 13% og annaiTÍ um 20%. Könnunln var gerð hjá 172 hár- grelðslu- og rakarastofum á höf- uðborgarsvæðínu. Nokkur ráð við flugþreytu Flugþreyta er fyrirbæri sem margir hafa kynnst. Við henni eru til ýmis ráð og eru hér nokk- ur nefnd til sögunnar en frá þeim er sagt í Læknabókinni. Sofðu 15 minútum lengur hverja nótt nokkrum dögum áður en þú ferð í ferðalag. Þá er einnig ráðlegt að fijúga að degi til og lenda að kvöldi sé þess nokkur kostur. Besta áætlunin er sögð að vera kominn á áfangastað um mitt kvöld, fá sér eitthvað létt í svanginn og vera komimi í rúmið kl. 11 um kvöldið að staðartíma. Talið er heppilegt að drekka mikið í loftinu. Andrúmsloft í flugvélum er óheyrilega þurrt og vökvi hjálpar þér við aö berjast gegn þurrki. Ferðalöngum er hins vegar bent á aö forðast áfengi pg biðja frekar um ávaxta- safa. Áfengi er þvagörvandi og stuðlar enn frekar að þurrki. Eitt ráð til viðbótar er að loka augunum og láta sem maöur sé ekki staddur í flugvél. Gott er t.d. að hugsa um einhverja jákvæða hluti eða láta hugann reika. Vió flugþreytu eru til ýmis ráð. Slakaðu á fyrir svefnimi Svefnleysi kemur næst á eftir kvefi, magakvillum og höfuðverk sem ástæðan fyrir hehnsóknum fólks til læknis síns. Eitt af þeim ráðum sem gefin hafa verið við svefnleysi er að slaka á í smá- stund fyrir svefninn. Þá er ekki mælt meö áfengi og fólki bent á að hafna kvölddrykknum. Sömu- leiðis er fólki ekki ráðlagt að blanda: svokallaðan svefndrykk til að slaka á fyrir svefninn. Vin- andi veikir miðtaugakerfið en þaö truflar einnig svefninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.