Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 íþróttir unglinga Handbolti yngri flokka í miklum uppgangi hjá FH: Við eram stoltir yf ir árangrinum - segir Geir Hallsteinsson, yfirþjálfari yngri flokka FH Frammistaöa yngri flokka FH er glæsileg um þessar mundir. Þaö er skemmst frá því aö segja að fimm flokkar FH sigruðu í undanúrslita- leik í bikarkeppni HSÍ af sex mögu- legum og fara úrslitaleikimir fram um miðjan febrúar. Vegna þessa glæsilega árangurs leit DV inn á æf- ingu hjá FH og varð 7. flokkur drengja fyrir valinu en þjálfari hans er Geir Haflsteinsson sem er reyndar yfirþjálfari allra yngri flokka félags- ins. En hvað segir hann um þetta góða gengi? Góð aðstaða „Við FH-ingar erum þessa dagana mjög stoltir af árangri yngri flokk- anna í íslands- og bikarkeppninni, að vera með flmm flokka af sex í úrslitaleik í bikarkeppninni segir sína sögu. Það sem ég held aö hafi hjálpað mest til að ná þessum árangri er hin góða aðstaða í Kaplakrika - og hefur Birgir Bjömsson húsvörður verið afar duglegur að útvega þjálfurunum aukaæfingar. Ráönir hafa verið reynslumikhr og eldri þjálfarar, skipulagðir þjálfarafundir og gerð markviss þjálfaraáætlun þannig að krakkamir fara í ákveðnar æfingar í hverjum aldursflokki svo að þeir finna framfarir. Það er alltaf eitthvað Logi Geirsson, 5. flokki, er pabba sinum til aðstoðar á æfingum 7. flokks. nýtt á hverri æfmgu - sem er mjög mikilvægt - og síðast en ekki síst er dugmikið unghngaráð sem vinnur skipulega með þjálfurunum og for- eldraráði. Minntir á fyrri velgengni Alhr FH-ingar eru minntir á vel- gengni fyrri ára og hvaö þarf að gera til að ná árangri. Arangri sem skapar ákveðinn metnað fyrir hönd félags- ins og Hafnaríjarðarbæjar. Við erum núna markvisst að Umsjón Halldór Halldórsson byggja upp framtíðina fyrir afreks- hópi í kvennahandbolta og ég vfl meina að eftir svona 5-7 ár eigum við íslandsmeistara í meistaraflokki kvenna. Þannig reynum við að vinna í það minnsta 10-15 ár fram í tím- ann,“ sagði Geir. Daníel er mjög upptekinn Anna Lása Terrazus, móðir Daníels, sem er 9 ára, kvaðst mjög ánægð með handboltaáhuga sonarins: „Mér finnst mjög mikilvægt að Daníel stundi handboltann. Þetta er fyrsti vetur hans í íþróttinni og er hann mjög upptekinn af þessu. Hann er svo hugfanginn að heima er stund- um allt í hers höndum þegar sá UtU tekur á skrið inn stofugólfið „drippl- andi“ með boltann. Ekkert alvarlegt hefur þó komið fyrir. En ég er mjög hrifin af þessum mikla áhuga hans og fylgist eins mikið með honum og ég mögulega get, bæði á æfingum og í leikjum," sagði Anna. Logi Geirsson, sonur Geirs HaU- steinssonar, er 12 ára og spilar hand- bolta með 5. flokki: „Handboltinn er mín aðalgrein - þó hef ég svohtið verið í fótbolta og fijálsum íþróttum á sumrin - því mér finnst mikilvægt að styrkja sig á allan hátt fyrir handboltann. - Mér finnst líka mjög gaman að aðstoða pabba við æfingamar því þetta eru svo margir krakkar hjá honum, um 50 stykki. Auðvitað stefni ég að því að kom- ast í landsliðið, eins og pabbi,“ sagði Logi. Þessir kappar eiga að fara að æfa sókn og vörn og var varla timi til að smella mynd af drengjunum. Fremri röð frá vinstri: Karl B. Bjarnason, ívar öm Haraldsson og Daníel Terrazas. Aftari röð frá vinstri: Helgi Elvarsson, Fannar Gislason, Helgi Þór Lund. Þessir strákar eru 8-9 ára. „Mér finnst mikilvægt að Daníel stundi handboltann,' Torrazas sem er hér með syninum. segir Anna Lisa DV-myndir Hson Auðvitað er FH besta félagið. Hér er Geir í hópi þeirra yngstu: Arnór, Kristján, Egill, Snorri, Ellert, Óöinn, Hrafn, Kristinn, Egill Karel og Stefán. Skíðiunglinga: Afmælismót Leiftursí Ólafsfirði Skíðadeild Leifturs í Ólafsfirði varð 20 ára þann 21. janúar sl. í tflefni af þvi var haldið afmæUs- mót og keppt í svigi í öllum flokk- um yngri aldurshópa. MikiU og góður snjór er nú tU skiðaiðkunar og mikið um aö vera, til aö mynda hafa verið þrjú skíðanámskeiö í gangi ásamt ýmsu öðru. SkíðadeUdin bauð bæjarbúum upp á kaffi og meðlæti í skiða- skálanum á laugardaginn í filefiii afmælisins. ÚrsUt í svigmótinu urðu sem hér segir: Stúlkur, 11-12 éra HannaD. Marónsdóttir...1.33,75 Jóna B. Árnadóttir......1.36,21 Tinna Rúnarsdóttir......1.36,38 Drengir, 11-12 ára Gunnlaugur I. Haraldsson .1.32,36 Símon D. Steinarsson...1.33,97 Viðar Svavarsson.......1.34,56 SigfinnurFinnsson......1.35,54 Magni Barðason.........1.55,33 Stúlkur, 13-14 ára FjólaBjörk Karlsdóttir..1.46,89 Stúlkur, 6 ára og yngri SylviaRós Dagsdóttir...1.29,50 Sóley Svavarsdóttir....1.44,83 íris Vignisdóttir......2.00,35 Drengir, 6 ára og yngri Ásgeir Frímannsson.....1.11,64 Björgvin Karl Gunnarsson .1.11,77 Brynjar Leó Kristinsson.1.13,30 HelgiBarkarson..........1.19,18 BirgirKarlKristinsson...1.20,36 JónViðarÞorvaldsson....1.26,38 BjörnlngiSvavarsson.....1.50,61 Hafþór Heigason........1.52,62 ViktorEIísson........2.23,61 Daníel Magnússon.......2.26,78 Stúlkur, 7-8 ára Brynja M. Brypjarsdóttir ...1.20,36 AnnaLóa Svansdóttir.....1.21,09 ÁsgerðurEinarsdóttir....1.28,12 SunnaSifHaraldsdóttir...1.28,41 Ólöf Elsa Guömundsdóttir .1.33,05 Klara Mist Pálsdóttir..1.44,80 Sædis Sæmundsdóttir....1.51,95 Þórdís E. Rögnvaldsdóttir ..1.54,58 Katrin E. Þorbjörnsdóttir...2.00,58 Drengir, 7-8 ára Jóhann G. Krisijánsson..1.33,23 VUhjálmurÞórDavíðsson .1.37,48 Stefán G. Sigurbjörnsson ...1.43,54 Stúlkur, 9-10 ára Ása BjörgKristinsdóttir.1.12,73 Kristín M. Gylfadóttir..1.13,11 UnaM. Friðriksdóttir.....1.15,73 EsterG. Gestsdóttir..1.17,91 Lucy Anna María Scime...1.25,78 Gunnlaug S. Gunnlaugsd ..1.33,62 Drengir, 9-10 ára Hjörvar Maronsson....1.13,26 Marteinn Dagsson.....1.20,09 OrriRúnarsson........1.20,58 Höröur Helgason......1.21,04 VUberg Andri Kristinsson .1.21,18 JóhannÞór EUsson........1.27,90 Íshokkí: Íslandsmófiðí yngriflokkum Barna- og ungUngameistara- mótið í íshokkí fór fram um síð- ustu helgi í Reykjavík. ÚrsUta- leikjunum lauk sem hér segir. í 2. flokki varð Bjöminn, Rvk, íslandsmeistari, sigraði SA, Ak- ureyTi, 4-1. í keppni um 3. sætið sigraði SR Björninn, 1-2. I 1. flokki varð SA meistari, vann lið Reykjavíkur, 8-1. í 4. flokki sigraði Reykjavík SA í tveim leilgum, 4-2, 3-0. í 3. flokki vann SA Bjöminn, 3-0. Nánar um íslandsmótið á ungl- ingasíðu á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.