Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 AEmæli Valgarð Briem Gunnlaugur Valgarð Ólafsson Bri- em hrl., Sörlaskjóli 2, ReyKjavík, er sjötugurídag. Starfsferill Valgarð fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VI1945, embættisprófi í lögfræði 1950, stundaði framhaldsnám í sjó- rétti og sjótryggingum í London 1950- 51 og hefur sótt ýmis námskeið ísjórétti. Valgarð var lögfræðingur BÚR 1951- 59, j afnframt framkvæmda- stjóri umferðamefndar Reykjavík- ur 1955-59, forstjóri Innkaupastofn- imar Reykjavíkurborgar 1959-66 en hefur rekið eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá 1961 og með syni sín- um, Garðari Briem, frá 1991. Valgarð var formaður Málfunda- félags VÍ1942, sat í stjóm Heimdall- ar 1943-49, í stjóm Nemendasam- bands VÍ1946-50 og 1967-73, formað- ur Vöku 1947-48, í stjóm Bygginga- samsamvinnufélags starfsmanna Reykjavíkurhorgar 1954-67 og form- aður 1957-67, í Þjóðhátíðamefnd Reykjavíkur 1963-67 og formaður 1966 og 1967, formaður hverfafélags sjálfstæðismanna í Nes- og Mela- hverfi 1969—71, formaður Varðar 1972-73, í flokksráði Sjálfstæðis- flokksins 1972, varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1974-86, formaður um- ferðarnefndar Reykjavíkur 1974-78, í stjóm Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar 1974-82 og formaður 1974-78, formaður Umferðarráðs 1986-90 og í stjóm Hins íslenska sjó- réttarfélags frá 1986. Fjöiskylda Valgarð kvæntist 14.3.1950 Bentu Margréti Jónsdóttur Briem, f. 6.5. 1925, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Steingrímssonar, sýslumanns í Borgamesi, og k.h., Karítasar Guð- mundsdóttur húsmóður. Synir Valgarðs og Bentu Margrét- ar em Ólafur Jón, f. 9.3.1953, skipa- verkfræðingur hjá Skipatækni hf. í Reykjavík, kvæntur Sesselju Margréti Magnúsdóttur; Garðar, f. 16.3.1956, hdl. í Reykjavík, kvæntur Elinu Magnúsdóttur sjúkraþjálfara, en fyrri kona hans var Áslaug Björg Viggósdóttir; Gunnlaugur, f. 27.8. 1960, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri Draupnissjóðsins í Reykjavík, kvæntur Hönnu Björgu Marteinsdóttur. . Systkini Valgarðs: Margrét Þuríð- ur Ölafsdóttir Briem, f. 24.12.1912, d. 1994, húsmóðir í Reykjavík; Guð- rún Ólafsdóttir Briem Bjömsson, f. 9.4.1915, lengst af húsmóðir í Borg- amesi; Gunnlaugur Friðrik Ólafs- son Briem, f. 27.5.1918, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Ólafur Briem, f. 25.1.1933, deildarstjóri hjá Flugleiðum í Reykjavik. Foreldrar Valgarðs: Ólafur Jó- hann Gunnlaugsson Briem, f. 14.7. 1884, d. 19.11.1944, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, og k.h., Anna Valgerða Claessen, f. 22.8.1889, d. 8.5.1966, húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Gunnlaugs Bri- em, alþm. og verslunarstjóra í Hafn- arfirði, bróðir Páls amtmanns, afa Sigurðar Líndal lagaprófessors. Systir Gunnlaugs var Kristín, amma Gunnars forsætisráðherra og Jónasar borgarfógeta og Sigríðar Thoroddsen, móður Jóns Tómas- sonarríkislögmanns. Gunnlaugur var sonur Eggerts Briem, sýslu- manns á Reynisstað, bróður Valdi- mars sálmaskálds og Ólafs á Grund, langafa Davíðs Stefánssonar skálds og Odds læknis, foður Davíðs for- sætisráðherra. Systir Eggerts var Jóhanna, amma Hannesar Hafstein ráðherra. Eggert var sonur Gunn- laugs, ættfóður Briemættarinnar Guðbrandssonar. Móðir Gunnlaugs var Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslu- manns í Kollabæ, Sverrissonar. Móðir Ólafs framkvæmdastjóra var Frederike C. J. Claessen, dóttir Jean Jacobs Claessen, skrifstofustjóra í Kaupmannahöfn, og k.h., Frederike Valgarð Briem. Carohne Louise von Hansen. Anna Valgerða var dóttir Jean Valgard Claessen, kaupmanns á Sauðárkróki og landsféhirðis í Reykjavík, bróður Frederike Carol- ine Jakobinu. Móðir Önnu Valgerðu var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir MöUer, veitingamanns í Reykjavík. Valgarð og Benta Margrét taka á móti gestum í OddfeUowhúsinu í dag miUi kl. 17.00 og 19.00. Ingibjörg Þórðardóttir, Melbraut 12, Gerðahreppi. Steinunn Júlíusdóttir, Hlaðhömrum 2, MosfeUsbæ. Sólveig Bára Guðnadóttir, Hrauntúm 39, Vestmannaeyjum. Gunnar Halldór Antonsson, EskihUð 8, Reykjavik. John Leslie Soul, Eyrarkoti, Kjósarhreppi. 40 ára Þór Jóhannsson, Efstasundi 19, Reykjavik. 60 ára Ásgerður Halldórsdóttir, Álfhólsvegi 49, Kópavogi. 50 ára Sigriður Valdimarsdóttir, Bjóluhjáleigu, Djúpárhreppi. Guðmar Andrésson, KeilufelU 12, Reykjavík. Ágústa Pálsdóttir, Granaskjóli 8, Reykjavík. Kristin Bjarnadóttir, : Heiðargerði 36, Reykjavík, Þorsteinn Ingi Jónsson, BarmahUð 41, Reykjavík. Unnur Erna Hauksdóttir, Vesturhólum 9, Reykjavík. Margrét Ingimundardóttir, Kringlumei, Skilmannahreppi. Herdís Jóhannsdóttir, Heiðargeröi 49, Reykjavík. Bjarnveig Ingvarsdóttir, KögurseU 26, Reykjavík. Ásta Steingrímsdóttir Asta Steingrímsdóttir, Háaleitis- braut 117, Reykjavík, er sjötíu og fimmáraídag. Starfsferili Ásta fæddist í Vestmannaeyjum en ólst upp í HUð undir Eyjafjöfium. Hún átti lengst af heima í Vest- mannaeyjum eða fram að gosi er þau hjónin fluttu norður á Akur- eyri. Árið 1986 fluttu þau til Reykja- víkur þar sem Ásta býr enn. Fjölskylda Ásta giftist 31.12.1946 Einari Jóns- syni, f. 26.10.1914, d. 24.2.1990, sjó- manni. Hann var sonur Jóns Páls- sonar og Þorbjargar Bjamadóttur sem bjuggu að Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Böm Ástu og Einars em Hermann Einarsson, f. 26.1.1942, kennari og ritstjóri í Vestmannaeyjum, kvænt- ur Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur; Amar Einars- son, f. 14.6.1945, skólastjóri á Húna- völlum í Austur-Húnavatnssýslu, kvæntur Margréti Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú böm. Ásta Steingrímsdóttir. ForeldrarÁstu: Steingrímur Magnússon, sjómaöur í Reykjavík, og Pálína Scheving húsmóðir. Ásta var alin upp hjá hjónunum Guðjóni Sigurðssyni og Vilhorgu Tómasdóttur í Hlíð undir Eyjafjöll- um en þau era bæði látin. Ásta tekur á móti gestum í safnað- arheimili Langholtskirkju laugar- daginn4.2. kl. 15.00. Oddbjörg Leifsdóttir Oddbjörg Leifsdóttir, húsfreyja að Mið-Fossum í Andakílshreppi, er fimmtugídag. Starfsferill Oddbjörg fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræöa- prófi frá Gagnfræðaskóla Akraness, stundaði nám við Húsmæðraskól- ann Ósk á ísafirði 1963-64 og stund- aði síðan verslunarstörf á Akranesi, m.a. í Bókaverslun Andrésar Níels- sonar. Oddbjörg hóf búskap með manni sínum að Ytri-Skeljabrekku 1966 en þau fluttu að Miðfossum4981 þar sem þau hafa búið síðan. Hún starf- aði mikið með skátahreyfingunni á Akranesi á sínum yngri árum. Fjölskylda Oddbjörg giftist 28.10.1967 Gísla Jónssyni, f. 17.6.1946, bónda. Hann er sonur Jóns Gíslasonar, b. á Innri-Skeljabrekku, og k.h., Kristín- ar Pétursdóttur húsfreyju. Böm Oddbjargar og Gísla era Jón, f. 20.8.1968, búfræðingur og b. að Miðfossum; Áslaug Ella, f. 11.1.1972, starfsstúlka viö leikskóla á Hvann- eyri en sambýlismaður hennar er Ámar Hólmarsson; Kristín, f. 19.3. 1973, háskólanemi í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Kristinn Óskar Sigmundsson; Leifur, f. 4.1. 1976, starfsmaður við Rúmfatalag- erinn í Reykjavík, en sambýhskona hans er María Rán Pálsdóttir; Guð- finna, f. 5.1.1981, nemi. Systkini Oddbjargar era Helgi, f. 1.6.1940, húsvörður við Brún í Bæj- arsveit, kvæntur Dóru Hervarsdótt- ur og eiga þauíjóra syni; Jón Þórir, f. 30.11.1948, lögregluþjónn á Akra- nesi, kvæntur Jennýju Ásgerði Magnúsdóttur og eiga þau íjóra syni; Jófríður, f. 25.7.1956, starfs- maður við rannsóknarstofu á Hvanneyri, gift Jóni HaUdórssyni og eiga þau þrjú hörn. Foreldrar Oddbjargar era Leifur Jónsson, f. 31.10.1912, sjómaður og síðar starfsmaður við Sementsverk- smiðju ríkisins, og k.h., Áslaug Ella Helgadóttir, f. 5.12.1921, húsmóðir á Akranesi. Oddbjörg Leifsdóttir. Leifur er sonur Jóns Þórólfs Jóns- sonar og Jófríðar Ásmundsdóttur sem bjuggu á Gunnlaugsstöðum í Þverárhhð en Áslaug EUa er dóttir Helga Jónssonar frá Tungu í Reykjavík og k.h., Friðrikku Þor- láksínu Pétursdóttur. Oddbjörg tekur á móti gestum á heimhi sínu á afmæhsdaginn. Rafn Sigurbjömsson Rafn Sigurbjörnsson reikimeistari, Sjávargötu 28, Álftanesi, er fertugur ídag. Starfsferill Rafn fæddist-í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun 1976 og öðlaðist meistarabréfl979. Rafn hefur unnið við Skiparadíó hf. frá 1974, er einn af aðaleigendum þess og stjórnarformaður. Þá er hann framkvæmdastjóri Austur- vegs hf. og stjórnarformaður og hluthafi í Global Tradic í Bandaríkj- unum sem m.a. hefur með höndum fiskútflutning frá íslandi. Rafn hóf að spha með hljómsveit- inxú Gaddavír 1975 og hefur spilað síðan með ýmsum hljómsveitum, síðast með Sveitinni milh sanda, 1992. Hann er einn af stofnendum Reikisamtaka íslands og er fram- kvæmdaaðili þeirra samtaka. Hann hefur helgað sig reiki-hehun frá 1992, hefur m.a. gefið út kennslurit í þeim fræðum og er fyrstur hér á landi th að semja, flytja og gefa út sérhæföa hugræktartónhst á snæld- um fyrir heilara-nuddara og hug- ræktalmennt. Fjölskylda Rafn kvæntist 1990 Guðrúnu Sig- ríði Vhhjálmsdóttur, f. 2.3.1964, húsmóður. Börn Rafns og Guðrúnar Sigríðar eru Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, f. 6.10.1987; Sigurbjöm Gauti Rafns- son, f. 14.6.1991; Hrefna Björk Rafnsdóttir, f. 15.10.1992; Þorsteinn Dagur Rafnsson, f. 19.8.1994. Systkini Rafns era Birgir Guð- mundsson, f.7.8.1943; Guðmundur Ingvar Guðmundsson, f. 30.1.1945; Amar Sigurbjömsson, f. 16.1.1949. Rafn Sigurbjörnsson. Foreldrar Rafns: Sigurbjörn Ól- afsson, f. 25.7.1919, rafeindavirkja- meistari í Reykjavík, og Hrefna Ingvarsdóttir, f. 6.10.1921, d. 7.8. 1978, húsmóðir. . Gerum ávallt ráö fyrir . \ börnunum yC L-X tfjar”0*" 563 2700 - skila árangri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.