Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 17 4- Iþróttir i>v Iþróttir Tennis: Agassisækir hartaðSampras Bandaríski tennisloikarinn, Andre Agassi, sem vann sigur á opna ástralska meistaramótinu i tennis um helgina, sækir nú hart aö landa sínum Pete Sampras í efsta sætínu á afrekalista Alþjóöa tennissambandsins. Sampras er efstur sem stendur með 4,725 stig en Agassi er nú keominn með 3,908 stig. í þriðja sæti er Boris Becker með 3,237 stig, fjórði er Sergi Bruguera frá Spáani með 3,007 stig og fimmti Króatinn Goran Ivanisevic með 2,845 stig, Agassi hefur þénað Jangmest á árinu og er kominn í 24 milljónir króna. Sampras kemur næstur með um 12 milljónir króna. Golf: FredCouples uppí4.sæti Bandaríski kylfmgurinn Fred Couples er kominn í 4. sætið á listanum yfir bestu kylfinga heims. Couples sigraði á Johnnie Walker Classic um helgina. Nick Price frá Zimbabwe er efstur á listanuni með 21,72 stig. Greg Norman, Ástralíu, kemur næstur með 20,59 stig og þriðji er Nick Faldo, Bretlandi, með 16,53 stig. Fred Couples er fjórði með 15,35 stig og Jose Maria Olazabal, Spáni, er í flmmta sæti meö 15,18 stig. Knattspyma: Millasakaður umsvik Frægasti knattspyrnumaður Kamerún, Roger Milla, hefur ver- ið sakaður um að svíkja félag sitt, Tonnerre, semhann yfirgal' í des- ember, Hann tilkynnti forráða- mönnum Tonnerre að hann hefði verið ráöinn þjálfari hjá Pelita Jaya í Indónesíu og þeir losuðu hann undan samningi sinum. Þegar hinn 42 ára gamli Milla kom til Indónesíu fór Irann hins vegar að spila með Pelita Jaya og skoraði þrennu í fyrsta Ieikn- um. Forráðamonn Tonnerre voru hins vegar ekki hrifnir, segja hann hafa faríð á fólskum for- sendum og hafa krafið indónes- íska félagið um hálfa sjöundu milljón króna fyrir leikmanninn. Borðtennis: Ingólfur vannDavíð Ingólfur Ingólfsson, Víkingi, sigraði Davíð Jóhannsson, Vík- ingi, 2-0, í úrshtaleik í karlaflokki á Adidasmótinu í borðtennis sem fram fór í TBR-húsinu á sunnu- daginn. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, vann Evu Jósteinsdótt- ur, Víkingi, i úrslitaleik í kvenna- flokki. Ragnar Ragnarsson, Erninum, sigraði í 1. flokki karla, Kolbrún Hrafnsdóttir, Víkingi, í 1. flokki kvenna, Ólafur Gunnarsson, Vík- ingi, í 2. flokki karla, Viðar Ragn- arsson, KR, í byrjendaflokki og Emil Páisson, Víkingi, í eldri flokki karla. Sæmundur Sæmundur Ámason og Kristín Harpa Hálfdánardóttir sigruðu i flokkum fúlloröinna á afmælis- móti skíðadeildar Leifturs á Ól- afsflrði sem fram fór á laugardag- inn. Úrsht yngti flokka birtast síöar á unghngasiðu DV. Norðurlandamót í keilu hefst í KeiluhöHmni, Öskjuhlíð, á morgun: Mjög öf lugt mót Norðurlandamótið í keilu fer fram í fyrsta skipti hér á landi í þessari viku í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Mótið hefst á morgun og því lýkur á laugardaginn. Hér er um að ræða mjög öflugt mót á alþjóðlegum mæhkvarða því Sví- þjóð og Finnland eru tvær fremstu keiluþjóðir Evrópu og hafa átt heimsmeistara og heimsbikarmeist- ara undanfarin ár. Þessar tvær þjóð- ir hafa hirt um helming allra verð- launa á alþjóðlegum mótum undan- farin ár. Norðmenn eiga heimsbikar- meistara og Danir hafa orðið Evr- ópubikarmeistarar og náð verð- launasæti í heimsbikarkeppninni. Kemst Island aftur á verðlaunapallinn? Það er því ljóst að íslensku keppend- urnir munu eiga erfitt uppdráttar á mótinu. ísland hefur til þessa vermt botnsætin á Norðurlandamóti, en þó unnið til einna bronsverðlauna. Það var í keppni fimm manna karlaliða á síðasta móti, í Finnlandi 1992, en þá tókst íslenska liðinu að skjóta Norðmönnum og Dönum aftur fyrir sig. Helst eru bundnar vonir við aö íslandi takist að endurtaka það afrek á mótinu í Öskjuhlíð. íslenska landsliðið sem keppir á mótinu er skipað 12 leikmönnum og eru þeir eftirtaldir: Hahdór Ragnar Halldórsson, ÍR Valgeir Guðbjartsson, KFR Björn Guðgeir Sigurðsson, KR Ingi Geir Sveinsson, ÍR Ásgeir Þór Þórðarson, ÍR Jón Helgi Bragason, KFR Elín Óskarsdóttir, KFR Guðný Helga Hauksdóttir, KFR Ágústa Þorsteinsdóttir, KFR Ragna Matthiasdóttir, KFR Heiðrún Bára Þorbjörnsdóttir, KFR Sólveig Guðmundsdóttir, KFR Dagskrá mótsins er sem hér segir: Miðvikudagur: Tvímenningur karla kl. 14-17 og tvímenningur kvenna kl. 18-21. Fimmtudagur: Þrímenningur karla 9-11.30 og 15-17, og þrímenn- ingur kvenna kl. 11.30-13.30 og 17-19. Föstudagur: 5-manna lið karla og kvenna kl. 9.30-12.30 og 13.30-16.30, og úrslit þriggja efstu kl. 17-18.30. Laugardagur: Úrslitakeppni ein- staklinga - undanúrslit 12 efstu karla og kvenna kl. 9.30-12 og úrslit 5 efstu kl. 13.30-15. Vandræði hjá Arsenal: Wright í bann Ian Wright, helsti markaskorari Arsenal, var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og jafnframt sektaður um 107 þúsund krónur. Bannið tekur gildi á morgun en hann má þó spila með Arsenal gegn AC Milan um kvöldiö þegar fé- lögin mætast í fyrri leik sínum um Stórbikar Evrópu. Hann fær leyfi til að leika með enska landsliðinu gegn írum 15. fe- brúar, verði hann vahnn. Wright hefur tólf sinnum fengið að líta gula spjaldið í vetur og er kominn með 41 refsistig, fleiri en nokkur annar leikmaður í úrvalsdeildinni. Enska knattspyrnusambandið neitaði í gær Paul Merson um lejTi til að spila æfingaleik með Arsenal gegn Peterborough, sem fram fór í gærkvöldi. Merson er fyrir skömmu kominn úr meðferð vegna kókaín- neyslu og þarf að fá leyfl sambands- ins til að byrja að spila á ný. Vonast er til að hann fái að leika með Arse- nal gegn AC Milan annað kvöld. Graham í þingið í gærkvöldi fór þingmaður á breska þinginu fram á opinbera rannsókn á málum George Graham, fram- kvæmdastjóra Arsenal, en hann hef- ur verið ásakaður um að hafa hagn- ast sjálfur á kaupum á leikmönnum til félagsins. Geirlaug Geirlaugsdóttir, spretthlaupari úr Armanni, bætti 18 ára gamait met metra hlaupi á spretthlaupamóti ÍR i Baldurshaga. I kvöld Körfubolti - 1. deild kvenna: Grindavík - Keflavík....20.00 Njarðvík - Valur........20.00 Blak - bikarkeppni karla: KA - Stjaman............20.00 Blak - ABM-deild kvenna: Víkingur-ÍS.............20.00 Enska knattspyrnan: Sheffield Wednesday og Wolves gerðu markalaust jafntefli í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Liðin veröa því að eigast við aftur á heimavelli Wolves en sigurvegarinn mætir Leicester i 5. umferð keppninnar. Guðni Bergsson: Samningur við Örebro tilbúinn til undirskriftar Guöni Bergsson hefur síðustu daga átt í viðræöum við enska félagið Tott- enham til að koma samningamálum Tottenham og sænska liðsins Örebro af stað. Guðni hefur komist að sam- komulagi við Örebro og liggur samn- ingur á borðinu tilbúinn til undir- skriftar með fyrirvara um samkomu- lag milli Tottenham og Örebro. Guðni sagði í samtali við DV í gær- kvöldi að vilji væri fyrir hendi hjá Tottenham að leysa málið en þetta tæki bara sinn tíma. Guðni ætlar að dvelja hjá Tottenham þangað til máhn verða komin á hreint. Hann æfir með aðalliði félagsins og mun gera meðan hann dvelur í London. „Ég á síður von á því að Tottenham vilji halda mér. Það er þó of snemmt að segja nokkuð um þá hluti á þessu stigi málsins. Mér leist mjög vel á allar aðstæður hjá Örebro. Hjá liðinu er mikill metnaður til staðar og góð stemning í kringum félagið," sagði Guðni við DV í gærkvöldi. Guðni sagði að ef hann gengi til hðs við Örebro væri um að ræða láns- samning til eins árs í senn. Frjálsar: Geirlaug sló 18 ára gamalt met Geirlaug Geirlaugsdóttir sló 18 ára gamalt íslandsmet í 50 metra hlaupi kvenna innanhúss á spretthlaupa- móti ÍR-inga sem haldið var í Bald- urshaga á fóstudagskvöldið. Geir- laug hljóp á 6,2 sekúndum, en í milliriðli hafði hún jafnað metið, 6,3 sekúndur, sem hún, Ingunn Einars- dóttir, Svanhildur Kristjónsdóttir og Heiða Bjarnadóttir áttu í samein- ingu. Mjög góður árangur náðist í 50 metra hlaupi karla en þar hlupu sjö keppendur undir 6 sekúndum. Hauk- ur Sigurðsson, Ármanni, sigraði á 5,7 sekúndum, og jafnaði með því ungl- ingamet, en Islandsmet Einars Ein- arssonar er 5,6 sekúndur. Jóhannes Marteinsson, ÍR, varð annar á 5,8 sekúndum og Bjarni Traustason, FH, þriðji á 5,9. í milliriðlum hlupu Frið- rik Arnarson, Ármanni, og hinn 17 ára gamh Ólafur Traustason, FH, báðir á 5,8 sekúndum og Geir Sverr- isson, Ármanni, setti þá íslandsmet fatlaöra með því að hlaupa á 5,9 sek- úndum. Að sögn Ólafs Unnsteinssonar frjálsíþróttaþjálfara. er þetta besti heildarárangur í þessari grein hér á landi frá upphafi. Helga Haildórsdóttir, FH, sigraði í 50 metra grindahlaupi kvenna á 7,4 sekúndum og Ólafur Guðmundsson, Selfossi, í 50 metra grindahlaupi karla á 7,0 sekúndum. Ragnar kyrr í Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Ragnar Steinarsson, miðvallarleik- maður úr Keflavík, verður áfram í herbúðum Keflvíkinga í sumar og hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Sænska 1. deildar liðiö Ljungskile bauö Ragnari samning eftir að hann hafði æft með liðinu í haust en Ragnar var ekki sáttur við tilboð.Svíanna. Super Bowl: Young var frábær og 49ers vann stórsigur Steve Young, hinn frábæri leikmaður 49ers, með verðlaunagripinn eftirsótta. Símamynd Reuter Steve Young, leikstjórnandi San Francisco 49ers, átti hreint frábæran leik gegn San Diego Charches, í úr- slitaleik ameríska fótboltans. 49ers sigraði 49-26 og allt frá fyrstu mínútu hafði 49ers leikinn í sínum höndum. Þar með varð 49ers meistari í fimmta skipti og það er met í boltan- um. Steve Young gaf frábærar send- ingar í allar áttir í leiknum og sex þeirra enduðu með snertimarki sem er met í úrslitaleik deildarinnar. Joe Montana átti eldra metið sem var fimm sendingar. Steve Young er nú orðinn mesti og besti leikstjórnand- inn í ameríska boltanum en mikið mæðir jafnan á leikstjórnendum lið- anna. Lið 49ers er eitt mesta sóknarliö sem komið hefur fram í bandaríska fótboltanum og Steve Young stjórnar því sem herforingi. Young var kosinn besti leikmaður deildarinnar í vetur og besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann hefur um árabil staðið í skugga Joe Montana en eftir frammistöðuna í úrslitaleiknum að þessu sinni velk- ist fólk ekki lengur í vafa um snilli hans og flestir eru á því að Young sé nú ókrýndur konungur leikmanna í ameríska fótboltanum. Helgi með Stuttgart «1 Portúgals - segist vera bjartsýnn á framhaldið hjá félaginu Helgi Sigurðsson fer með félögum sín- um í Stuttgart i tíir rlaga íRfingafnrð til Ég er bjartsýnn á framhaldið en það þarf Portúgals á morgun. Þýsku liðin und- ast í leikmannahópinn. Ég ætla að gera irbúa sig flest í æfingaferðir suður á mitt besta í þeim efnum,“ sagði Helgi Sig- bóginn þessa dagana en deiidakeppnin hefsí að loknu vetrarírh, 18. febrúar. urðsson í samtali við DV. „Við höfum undanfarið verið með æfmg- Stuttgart vann Niirnberg ar tvisvar á dag. Veðrið hefur ekki aftrað íæfingaleik hefur rígnt samt. Æfingaferðin til Portú- gals verður eflaust mjög erfið, stefnt að 2-3 félag tvíburabræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, fyrir helgina og kvíöi fyrir ferðinni. Ég er alltaf að falla betur inn í hópinn og er fariim aö finna virkilega fyrir andanum í þessum bransa. SI51 dOl olUllgði 11 lclKtiUÍH, á 'v* ÍltJlJjl ÍÓK með Stuttgart síöustu tíu mínútur leiks- ins. Arnar lék fyrri hálfieikinn hjá Núrnberg og Bjarki þann síðari. Karlsruhe meistari í innanhússknattspyrnu Karlsruhe varö um helgina þýsk- ur meistari í innanhússknatt- spyrnu. Karlsruhe lék til úrshta viö Bayer Leverkusen í Múnchen og urðu lyktir leiksins, 6-3. Helgi Sigurðsson lék með Stutt- gart í mótinu en liðið náði ekki að komast upp úr riðlinum. Stuttgart gerði jafntefli við Werder Bremen, 2-2, en tapaði síðan fyrir Leverkus- en, 5-6, eftir að hafa verið yfir, 5-3, þegar 2 mínútur voru tfl leiksloka. Thomas Strunz, einn af lykil- mönnum Stuttgart nefbrotnaði og skaddaðist á augnbotni á mótinu. í þýsku íjölmiðlunum að undanf- örnu hefur komið fram að Strunz myndi yfirgefa Stuttgart í lok tíma- bilsins og ganga á ný til síns gamla félags Bayem Múnchen. Því hefur einnig verið haldið fram að brasilíski landshðsmaður- inn Dunga sé einnig að hugsa sér til hreyfings í vor. Moröið á ítalíu: Öllu frestað um næstu helgi ítölsk íþróttayfirvöld ákváðu i gær að fresta öllum íþróttaviðburð- um sem fram áttu að fara í landinu næsta sunnudag, en þar ber hæst heila umferð í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Ástæðan er morðiö á 24 ára gömlum stuðningsmanni Genoa, sem var stunginn til bana fyrir leikinn gegn AC Milan í fyrradag. Það eru ólympíunefnd Ítalíu, knattspyrnusamband landsins og stjórn deildakeppninnar sem standa aö þessari ákvörðun og var hún tilkynnt eftir fund i Róm í gær. „ítalskar iþróttir vilja með þessu gefa til kynna að þær hafi fengið nóg af ofbeldinu,“ sagöi Mario Pescante, forseti ólympíunefndar- innar, í gær. Einn maöur handtekinn Lögreglan í Genoa á Ítalíu hefur handtekið 19 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt hinn 24 ára Vincenzo Spagnolo. Andrei Kantsjelskis: „Verjum titilinn án Erics Cantona" Andrei Kantsjelskis, hinn snjalh út- herji hjá Manchester United, sagði í samtah við rússneska útvarpsstöð í gær að hann væri sannfærður um að liðið myndi verja enska meistaratitilinn í knattspyrnu þó Eric Cantona væri úr leik. „Það slær ekkert okkur út af laginu, ekki einu sinni þetta atvik með Cantona. Hjá okkur kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Kantsjelskis. Um Cantona sagði hann: „Því miður er alltof auðvelt að æsa Eric upp og hann framkvæmir áður en hann hugsar." • Clyde Drexler skoraði 22 stig fyrir Portland gegn NJ Nets í nótt og ekki dugði það til sigurs. NBA-deildin 1 nótt: Borgar sig ekki að gefast upp Það sannaðist vel í nótt að það borg- ar sig aldrei að gefast upp í NBA- deildinni frekar en á öðrum vígstöðv- um. Seattle, Atlanta og New Jersey Nets lentu öll í kröppum dansi en náðu að vinna upp mikið forskot andstæð- inganna og sigra. • Úrslitin í nótt urðu sem hér segir: 76ers-Seattle...............104-109 Miami-Atlanta.................92-95 Cleveland-Phoeriix............82-89 Detroit-LA Clippers..........102-95 Utah Jazz-Minnesota..........115-80 Portland-NJ Nets..............98-99 Steve Smith skoraði 23 stig fyrir At- lanta gegn Miami, þar af 19 í síðasta leikhluta en Atlanta var um tíma tutt- ugu stigum undir í leiknum. • Detlef Schrempf lagði grunninn að sigri Seattle gegn 76ers með góöri vítahittni í lokin. Sam Perkins var stigahæstur hjá Seattle og skoraði 31 stig og Schrempf var með 23. Willie Burton skoraöi 27 stig fyrir 76ers sem tapaði fimmta leiknum í röö. • Chris Morris skoraði ævintýra- lega sigurkörfu fyrir NJ Nets gegn Portland þegar 4 sekúndur voru eftir. Rod Strickland fékk tækifæri til aö jafna fyrir Portland en skoraði aðeins úr öðru vítaskotinu. Derrick Coleman skoraði 27 stig fyrir Nets og Morris 18. Strickland skoraði 24 stig fyrir Port- land og Clyde Drexler 22. • Utah Jazz vann enn einn leikinn og Karl Malone var stigahæstur með 25 stig. John Stockton átti 14 stoðsend- ingar og vantar nú aðeins 11 sendingar til að slá metið sem Magic á. • Joe Dumars skoraði 26 stig fyrir Detroit gegn Clippers og átti að auki 14 stoðsendingar sem er það mesta á hans ferli. Nýliðinn Grant Hill skoraði 27 stig. Loy Vaught skoraði 30 stig fyr- ir Clippers. Firma- og hópakeppni I knattspyrnu Firma- og hópakeppni Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldin helgina 3.-5. febrúar 1995. Stórglæsileg verðlaun 1. verðlaun: Ferð fyrir 4 með Flugleiðum til ákvörðunar- staða erlendis, gullverðlaun, farandbikar og bikar til eignar. 2. verðlaun: Matur fyrir 7 á Veitingahúsinu Laugaás, Laugarásvegi, og silfurverðlaun 3. verðlaun: Bronsverðlaun. Nánari upplýsingar í síma 812817/811320 eða fax 811339. Brasilíski knattspyrnumaður- inn var í gærkvöldi útnefndur knattspyrnumaður ársins 1994 af Alþjóða knattspyrnusamband- inu, FIFA, en yfir 100 landsliðs- þjálíárar víðs vegar um heiminn stóðu að kjörinu. Búlgarinn Hristo Stoichkov varð annar í kjörinu og ítalinn Roberto Baggio þriðji. Þá var Belginn Michel Pre- ud'Homme útnefndur besti markvörður ársins, landshð Brasilíu var valið hð ársins og landslið Króatíu fékk viðurkenn- ingu fyrir mestu framlárir. Loks var Nígeriumaöurinn Emmanuel Amunike var besti leikmaður Afríku. Booker meiddur Tvísýnt er að Franc Booker, lykihnaöur Grindvíkinga í bikar- sigrinum á Njarðvík á laugardag- inn, geti spilað með þeim gegn Snæfelli í úrvalsdeíldinni í körfu- knattleik á fimmtudaginn. Book- er sneri síg á ökkla í deildaleikn- um við Njarðvík um fyrri helgi og hefur verið í stöðugri meðferð síðan. Hamt var sprantaður fyrir bikanirslitaleikinn, til aö geta verið með þar, en þarf tima i við- bót til að fá sig góðan. Geirlaug keppir Geirlaug Gehlaugsdóttir úr Ármanni verður meðal keppenda á sterku frjálsíþróttamóti í Gautaborg um næstu helgi og keppir ennfremur á alþjóðlegu móti i Ösló í sömu ferð. Bestu spreítlúaupurum Noröurlanda var boðin þátttaka á mótinu í Gautaborg og var Geirlaug eini íslendingurinn sem var boðið. Ingóffurvaiinn Kristján Emareson, DV, Selfossi: Ingólfur Snorrason karatemað- ur var á dögunum kosmn íþrótta; maður ársins 1994 á Selfossi. Á sérstakri hátíö, sent bæjarstjórn- in bauð til á Hótel Selfossi, var afreksfólk bæjarins í íþróttum verðlaunað, einstaklingar sem deildir, og efnilegustu ungling- arnir í hverri íþróttagrein fengu einnig viðurkemúngar. Sigurðurvalinn Ægir Mar Kaiason, DV, Suðumesjum: Sigurður Bergmann júdómaður var á dögunum útnefndur íþróttamaður ársins 1994 í Grindavík. Sigurður vann hæði íslands- og Norðurlandameist- aratitla á árínu. Aðaffundurhjá íþrðttumfyriralla Landssamtökin íþróttir iýTÍr alla halda ársþing sitt fimmtu- daginn 30. mars i sal ÍSÍ í íþrótta- miðstööinni í Laugai-dal og hefst það klukkan 16. Haukarsigruðu Helga Sgmundsdóttír skxiíar: Haukar unnu sigur á Ármanni, 21-25, í 1. deild kvenna í hand- knattleik í Laugardalshöll i gær- kvöldi. Haukar höfðu undirtökin í leiknura og sigur þeirra var aldrei í hættu. Mörk Ármanns: Guðrún 7, Svanhildur 6, Ásta 3, Kristín 2, Ellen 1, Maria 1 og Irina 1. Mörk Hauka: Harpa 7, Díana 6, Hjördis 5, Jóhanna 2, Krístín 2, Heiörún 2, Ema 1. rnoriK| eKKi rnoriK Það er að sjálfsögðu Friðrik Ingi Rúnarsson sem þjálfar bikar- meistara Grmdavikur i körfu- knattlcik, ekki góðvinur hans Friðrik Ragnarsson, eins og mis- ritaðist í DV i gær. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.