Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Fréttir Fékk 45 daga skilorð fyrir „fólskulega“ og „hrottalega“ stórfellda líkamsárás: Sparkaði milli fóta, barði og kastaði utan í staur - averkar á kynfærum, andliti, skrokk og útlimum og innvortis blæðingar Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 28 ára karlmann í 45 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem dómurinn taldi „hrottafengna" og „fólskulega". At- burðurinn átti sér stað fyrir utan heimili fórnarlambsins í sjávarplássi á Suðurlandi sumarið 1993 og voru a.m.k. þijú vitni að honum. Mannin- um var strax ekið á sjúkrahúsið á Selfossi en þaðan var hann fluttur á skurödeild Borgarspítalans í Reykja- vik. Að kvöldi 31. júlí fór sambýliskona þess sem varð fyrir árásinni ásamt tveimur mönnum á veitingastaö á Selfossi. Sambýhsmaðurinn kom einn þangað en haiði lítil sem engin samskipti við konuna og mennina tvo. Eftir aö sambýUsmaðurinn fór að heimili sínu um nóttina komu hin þrjú og kom til deUna. Heimilismað- urinn var hrakinn á burt og kom til átaka hans við mennina tvo. Sá sem dæmdur var í þessu máU gekk síðan fram fyrir skjöldu og gekk í skrokk á húsráðandanum. Vitni sem hafði ekið bíl um nóttina sagði svo frá fyrir dómi: „Hann sló hann ef ég man rétt og tók hann svo og henti honum utan í staur, girðing- arstaur, og síðan utan í bílinn sem ég var á og svo sparkaði hann í hann og stappaði ofan á honum með ann- arri löppinni og sparkaði í klofið á honum.“ Vitnið aöstoöaði síðan blóðugt fórnarlamb árásarinnar inn í bílinn og ók því umsvifalaust á sjúkrahús. Báðir mennimir, sem voru í fylgd með konunni, voru ákærðir en annar þeirra var sýknaður. Hins vegar var talið sannað að annar sakborning- anna hefði orsakað aUa þá áverka sem komu í ljós á sjúkrahúsi - bólgur yfir.eistum, mar á nýra, skrámur og hrufl á enni og í andliti, bólgur á nefi, mar á bijóstkassa, eymsli undir rifjaboga, mar og bólgur á vinstri öxl og hægri olnboga og skurðsár á auga- brún. Fyrir dómi kom fram að náin kynni hefðu tekist með árásarmanninum og framangreindri sambýUskonu eft- ir árásina en hún sleit samvistum við þann sem fyrir árásinni varð. Skýringamar sem dómurinn gefur fyrir ákvörðun refsingar eru í megin- atriðum þær að sakborningur hafi ekki áður hlotið refsidóm og með vísan til sakarferils þyki mega skil- orðsbinda refsinguna - 45 daga fang- elsi. -Ótt Kratar í Reykjavík: RauttogUátt ásamalista Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjavík gengur endanlega frá framboðsUsta flokksins í dag. Samkvæmtheimildum DV skipar Jón Baldviii Hannibalsson fyrsta sætið og Össur Skarphéðinsson annað sætið. Þriðja sætið skipar Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, fjórða sætiö Magnús Ami Magnússon, stúd- entaráðsUði Röskvu, én í fimmta sætinu er Hrönn Hrafnsdóttir, háskólaráðsfulltrúi Vöku. Heið- urssæti listans skipar Gylfi Þ. Gislason. -kaa Ágódaleikur á Akranesi Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: KörfuknattleiksUð Skaga- manna mætir úrvalsUöi Jóns Kr. Gíslasonar klukkan 20 á sunnu- dagskvöldið í ágóðaleik fyrir Egil Fjeldsted, fyrrum leikmann IA, sem lamaðist í bílslysi í fyrra- sumar. Með Skagaliðinu leika þeir Val- ur Ingimundarson og Teitur Örl- ygsson ur Njarðvík en í Uði Jóns Kr. verða meðal annars útlend- ingarnir Lenear Burns, Rondey Robinson, Champ Wrencher, Se- an Gibson og svo er líklegt að John Rhodes og Franc Booker mæti á svæðið og fái aö spiia með öðru hvoru liðinu. Hjálparstofnunin: Engirpeningar tilS-Afríku „Viö höfum ekki sent neina íjármuni til S-Afríku. Raunar höfum við ekki haft nein sam- bönd þar. Einu afskipti okkar af málefnum S-Afríku eru fundar- höld í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum en það vom engir peningar í spilinu," segir Jóhann- es Tómasson, upplýsingafuUtrúi Hjálparstofhunar kirkjunnar. Einn helsti mannréttindafröm- uður S-Afiiku, presturinn Allan Boesak, er grunaöur um aö hafa tekið í eigin þarfir um 30 milljón- ir ísi. króna af fé sem híáipar- stofnanir kirknarma á Norður- löndum afhentu. í kjölfar frétta um þetta hafa DV borist fjölmarg- ar fyrirspumir um hvort þama hafi að einhveiju leyti verið um peninga frá fslandi að ræða. -kaa Eric hefur verið fóstri á leikskólanum Hamraborg frá því í júlí 1993. Hann átti aö vinna sinn síðasta vinnudag í gær, m.a. vegna bágrar islenskukunnáttu að þvi er sagt var, en borgarstjóri hefur látið endurskoða uppsögnina eftir mótmæli foreldra. DV-mynd GVA Eric Heam leikskólastarfsmanni sagt upp eftir eins og hálfs árs starf: Borgarstjóri lætur endurskoða uppsögnina - Dagvistun og Sókn gagnrýndu íslenskukunnáttu mannsins og búsetu í Keflavík Borgarstjóri Reykjavíkur hefur beðið um að uppsögn Bandarikja- mannsins Erics Heam, sem átti að vinna sinn síðasta vinnudag í gær á leikskólanum Hamraborg við Grænuhlíð, verði endurskoðuð í ljósi þess aö foreldrar barna á deild hans hafa mótmælt uppsögninni með bréfi og undirskriftahsta. „Ég tel ástæður uppsagnarinnar annarlegar," sagði Bjami Þór Ósk- arsson, lögmaður Erics. „í bréfi sem ég hef undir höndum frá starfs- mannastjóra Reykjavíkurborgar er sagt að ástæðumar séu alfarið „starfslegar". í viðtölum við embætt- ismenn hefur bág íslenskukunnátta hans verið gefin upp sem ástæða. Það er ipjög sérkennilegt. Hann hóf störf á leikskólanum fyrir einu og hálfu ári. Á þeim tíma hefur manninum farið mjög fram. Auk þess er ljóst að uppsögnin stenst ekki lög,“ sagði Bjami. í bréfi frá foreldrum barnanna á deild Erics segir m.a. að hann sé blökkumaður og búi með íslenskri konu og fjórum börnum í Keflavík- urbæ. Þar segir jafnframt: „Við ótt- umst að í uppsögninni komi fram fordómar í garð útlendinga og að jafnvel megi túlka hana sem brot á jafnréttislögum." Eftir að foreldramir leituðu til leik- skólastjóra Hamraborgar, Dagvistar barna og verkalýðsfélagsins Sóknar var þeim tjáð að ástæður uppsagnar- innar væru þær að Eric heföi lög- heimili utan Reykjavíkur og þar sem atvinnuástand í borginni væri slæmt hefði Sókn gert kröfu til þess að Reykvíkingar gengju fyrir öðrum um vinnu. Þar að auki hefði verið gerð athugasemd við íslenskukunnáttu Erics. Eftir að efni bréfs foreldranna barst til Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra í gær lét hún kanna málið með hliðsjón af mót- mælum þeirra. Þegar líða tók á dag- inn var Erik síðan tilkynnt að hann mætti starfa tfl 15. mars á leikskólan- um - máliö yrði síðan kannað. Þegar Eric var ráðinn í júh 1993 hafði hann ekkert atvinnuleyfi. Vinnuveitandinn sá síðan til þess að það fengist í byijun síöasta árs. -Ótt Brattabrekka: Rúta með börnum festist um nótt Olgeir H. Ragnaisson, DV, Borgarbyggð: Rúta með hóp skólabarna á leiö frá Borgamesi í Búöardal festist í Bröttubrekku aðfaranótt fóstudags. Bömin vom á heimleið frá skemmt- un sem nemendur 8 grunnskóla á Vesturlandi héldu sameiginlega í Borgamesi. Hálka var á veginum um Bröttu- brekku auk þess sem snjór hafði safnast í skafla vegna skafrennings. Um eins drifs bíl var aö ræða og fest- ist hann í einum skaflinum. Snjó- ruöningstæki kom frá Búðardal til aöstoðar og komust börnin loks til síns heima kl. fimm um morguninn. Ekkert amaöi að þeim. Stuttar fréttir íslandsbanki hagnast íslandsbanki hagnaðist um 185 milljónir 1994. Afkomubatinn er helst tahnn felast í lægri afskrift- arframlögum. Hreyfing á hlutabréf um Hlutabréfaviðskipti áttu sér stað fyrir 354 milljónir í janúar á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaönum. Skv. Vísbendingu er þetta mikil aukning. Ríkisstjórnin semji Skólameistarar hafa sent ríkis- sfjórmnni áskorun um að semja við kennara og afstýra þannig verkfalli sem snertir 60 þúsund manns. Sameining fyrirtækja Eignarleigufyrirtækin Féfang og Glitnir sameinast undir merkjum Glitnis. Kristján Ósk- arsson veröur íramkvæmda- stjóri. Endurkröf ur á tjón valda Endurkröfur á tjónvalda í um- ferðinni eru að 90 prósentum vegna ölvunaraksturs, segir end- urkröfunefnd. Byggt á hættusvæði Svissnesk skýrsla um snjó- flóðahættu segir skíðasvæöi ís- firðinga á Seljalandsdal vera á hættusvæöi. RÚV skýröi frá þessu. Hættulegt á hálendinu Slysavamafélagið varar við snjóleysi á leiöinni um Þjófa- hraun sem geti verið hættuleg vélsleða-ogjeppafólki. -rt Loönuveiöamar: Örn KE hæstur „Við fengum tæp 300 tonn áöan sem dugöi til'að fylla dallinn. Loðnan stendur mjög djúpt, eða á 50 til 60 föðmum, og hún virðist ekkert grynna á sér,“ sagði Sig- urður Sigurðsson, skipstjóri á Erni KE, í samtali við DV í gær- kvöldi. Hann var þá að leggja af staö heimleiöis með fullfermi og var það í fimmta sinn sem hann fær í skipiö á rúmri viku. Öm KE 14 er afiahæstur loönu- bátanna þaö sem af er vetri. Skip- ið er búiö að landa 3100 tonnum í fjórum löndunum og er á land- leið með tæp 800 tonn. Örn er með dýpri nót en gengur og gerist, eða 80 faðma, og hefur þess vegna náð loðnunni sem staðið hefur djúpL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.