Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1995 Trimm Dagsferðir á gönguskíðum: Vaxandi áhugi Dagsferðir ferðafélaganna eru kjörinn undirbúningur fyrir lengri skiðagöng- ur. Þessi mynd er tekin af skíðamönnum á Tindfjallajökli í ferð með Ferðafé- lagi íslands. Mynd PÁ „Það er vaxandi áhugi á gönguskíða- ferðum hjá Ferðafélagi Islands," sagði Ingunn Sigurðardóttir, starfs- maður félagsins, í samtali við Trimmsíðuna. Ferðafélagið býður upp á dagsferðir á hverjum sunnu- degi frá miðjum janúar og fram á vor og stundum tvær ferðir á dag. Vin- sælt er að ganga á skíðum um Heið- mörk, Hengilssvæðið, Innstadal og Marardal, Bláfjallasvæöið, Helhs- heiði, Mosfellsdal og Mosfellsheiði. Lagt er af stað í ferðirnar frá Um- feröarmiðstöðinni kl. 10.30 til 13.00 eftir atvikum og yfirleitt komiö til baka um 17.00 en það getur dregist þegar líða tekur á veturinn og birtu- tíminn lengist. í styttri ferðum er jafnan miðað við að ganga á skíðum í 3-4 tíma og yfirleitt er endað á öðr- um stað en ferðin hófst á. Nauðsyn- legt er fyrir þátttakendur að vera með heitt á brúsa og eitthvert nesti með sér því það er jafnan hápunktur góðrar skíðagöngu aö setjast á barð og súpa heitt kakó og næra sig á rúg- brauði með kæfu, svo að eitthvað sé nefnt. Nauðsynlegt er að vera vel búinn, hlýlega klæddur með fatnað til vara. „Þessar ferðir eru ekki hentugar fyrir algjöra byrjendur. Það er betra að fólk sé búið að æfa sig dálítið áður og sé tilbúið að ganga svo langan tíma án mikillar hvíldar," sagði Ing- Viltu athuga hvað þú ert í góðri þjálfun? Fáðu einhvem til að taka tímann og telja ferðirnar sem þú get- unn sem vildi þó hvetja sem flesta til þess að draga fram gönguskíðin sem njóta vaxandi og verðskuldaðra vinsælda sem skemmtilegur og hent- ugur útivistarmáti. Auk fjölda dagsferða býður Ferða- félagið upp á fjölda helgarferða á gönguskíðum þar sem farið er lengra á vit fjalla og óbyggða og gist í skál- um. í nýútkominni ferðaáætlun FÍ ur synt á 12 minútum með fijálsri aðferð. Til þess að prófið reynist marktækt má sjá dæmi um ferðir kringum Hengil, Snæfellsjökul og Tindfjöll á fullu tungli, svo aö dæmi séu nefnd. Dæmi um háljallaferðir á skíðum á vegum FÍ eru t.d. Hveravellir - Haga- vatn - Geysir, Landmannalaugar - Hrafntinnusker og Miklafell - Lakagígar - Leiðólfsfell. Þessar ferð- ir eru tæplega nema fyrir vant skíða- göngufólk í góðri þjálfun en öll ferða- verður þú að taka vel á og leggja þig allan fram. lög hefjast á einu skrefi og dagsferö- irnir eru ágætur undirbúningur og þjálfun fyrir lengri ferðir. Ferðir fyrir venjulegtfólk „Við höfum ekki sett gönguskíða- ferðir á fasta áætlun en skipuleggjum þær eftir veöri og snjóalögum. Við Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson höfum farið eina ferð það sem af er vetri og stefnum á ca. 78 dagsferðir alls,“ sagði Ása Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Útivistar, í sam- tah við Trimmsíðuna. Ása sagði að gönguskíðaferðir nytu vaxandi vin- sælda og hjá Útivist væri jafnvel betri þátttaka í tveggja daga ferðum um helgar. Útivist fer nokkrar lengri ferðir seinnihluta vetrar, einkum um páska, en skíðaferðir í glæsilegan skála félagsins á Fimmvörðuhálsi njóta stöðugt meiri virisælda. „Hvað varðar dagsferðirnar þá sjáum við mikið af fólki á eigin veg- um hér á heiðunum um helgar. Eg hef grun um að fólk haldi að ferðirn- ar hjá ferðafélögunum séu einhverj- ar garpaferðir og treysti sér ekki í þær. Þetta er misskilningur því þetta eru ferðir fyrir venjulegt fólk og dagsferðir fín æfing fyrir stærri verkefni á þessu sviði.“ Algengt verð á dagsferðum á skíði er frá 800 krónum upp í 1.500 eftir því hve langt er farið. Áskíðií Haukadal Gönguskíðasvæðið i Haukadal hefur veriö opnað með formleg- um hætti þriðja árið í röð. Troðn- ar göngubrautir í Haukadals- skógi liggja um fagurt, skemmti- legt og fjölbreytt umhverfi. Steinsnar frá skóginum er Hótel Geysir þar sem gráupplagt er að fá sér kafiisopa að göngu lokinni. Þetta býður göngugörpum úr Reykjavík upp á skemmtilega til- breytingu um helgi, að snara sér austur í Haukadal og reyna sklð- in og sjálfan sig á nýjum braut- um. Björgunarsveitarmenn á svæðinu munu sjá um að halda svæðinu í nothæfu ásigkomulagi það sem eftir lifir vetrar. Að hlaupa á þrúgum? í löndum þar sem snjóalög eru mikil á vetrum nýtur þrúguhlaup vaxandi vinsælda meðal harðra hlaupara. Þrúguhvað? Þetta á ekkert skylt við vínþrúgur heldur er... já, það er átt við snjóþrúg- ur. Kostirnir við að hlaupa á þrúgum eru þeir helstir að ekkert þarf að hugsa um veginn heldur hlaupa beint af augum. Fótaburð- urinn verður mýkri og minni hætta á meiðslum og síðast en ekki síst... já þetta er miklu erf- iðara en venjulegt hefðbundið skokk. Þrúguhlaup gefur mýkri hreyfingu og meiri alhliða þjálf- ’ un fyrir vöövana í lærum og baki og stuðlar að tígulegri fótlyftu og fögrum stíl. Ekki er keppt í þrúguhlaupi hérlendis... ennþá. Hefðbundnar snjóþrúgur, sem passa undir flesta venjulega skó, fást i útilífsbúðum og eru ekkert óskaplega dýrar. 12 mínútna sundpróf Aldur í árum Likamlegt ástand 20-29 30-39 40-49 50-59 60 + Mjög lélegt karlar (365 (320 (275 (228 (228 konur (275 (228 (182 (137 (137 Lélegt karlar 365-409 320-409 275-364 228-318 228-274 konur 275-364 228-318 182-274 137-227 137-181 Sæmilegt karlar 456-546 410-500 365-409 320-409 275-364 konur 365-409 320-409 275-364 228-319 182-319 Gott karlar 547-637 501-591 456-547 410-500 365-455 konur 456-546 410-500 365-455 320-409 275-364 Ágætt karlar >638 )592 )547 )501 )456 konur )547 )501 )456 )410 )365 Athugið að ( þýðir: minna en ) þýöir: meira en v Glæsilegir vinningar að heildar■ verömæti um kr. 750.000.- Hringdu núna - síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum AUGLÝSINGAR Norskar pólstjömur Liv Arnesen frá Noregi varð fyrst kvenna til þess að komast ein sín liðs gangandi á skíðum alla leið á suður- pólinn. Hún kom á leiðarenda á að- fangadagskvöld eftir 1.150 kilómetra göngu á 50 dögum. í 29 daga af þess- um 50 skein sólin á hana sem hlýtur að teljast óvenjuleg heppni. Ferðin gekk áfallalítið og Liv kvaðst í sam- tali við norska tímaritið Norway Now einu sinni hafa dottið í sprungu og kalið lítillega á tveimur fingrum. Cato Zahl Pedersen er norskur harðjaxl og fremstur þarlendra skíðamanna sem keppa í flokki fatl- aðra en hann missti aðra höndina alveg og framan af hinni í slysi fyrir nokkrum árum. Nú hefur Pedersen bætt rós í hnappagatið sem um mun- ar en hann fór fyrir þriggja manna leiðangri sem gekk á suðurpólinn og komst á leiðarenda rétt fyrir áramót- in. Félagarnir þrír voru 54 daga aö ganga 1.320 kílómetra og hrepptu fremur erfitt veður og óhagstætt færi á köflurn. Samtals léttust leiðangursmenn um 50 kíló í þessari þrekraun þrátt fyrir að hver þeirra neytti 6.000 hita- eininga á hverjum degi. Hver þeirra dró um 125 kílóa þungan sleða með vistum og búnaði og frammistaða Pedersens, sem ekki gat notað skíða- stafi við dráttinn af skiljanlegum ástæðum, þykir vera afrek í sér- flokki. „Þetta var langt, kalt og erfitt," sagði Pedersen í samtali við tímaritið Norway Now. Liv Arnesen varð fyrst kvenna til að ganga ein sín liðs á suðurpólinn á skíðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.